Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 2. júní 1965. „Uss, ekkert ráp hér á meðan keppnin fer fram“, sagði Páil Eiríksson varðstjóri, sem stóð við dymar inn f æfingasal lög- reglunnar á Seltjarnamesi. Um leið og við læddumst á tánum inn fyrir kváðu við háir skot- hvellir úr þremur skammbyss- um. Skotmarkið er Iýst upp með lömpum í enda salarins og 15 m. frá standa þrir Iögreglu- menn við skotbakka og miða nákvæmlega. Grafaþögn er í salnum. Við borð til hliðar sitja dómararnir, þeir Magnús Sig- urðsson, aðstoðar-yfirlögreglu- þjónn og Guðmundur Hermanns son aðalvarðstjóri og fylgjast með hverri hreyfingu. Fyrir 3 Rudólf Axelsson, Sigurður Jónsson, Tryggvi Friðiaugsson og Haukur Matthíasson miða. Skammbyssuskothríð á SELTJARNARNESI Kjartan Jónsson varð stigahæstur á vakt Óskars Ólasonar fékk 92 stig. framan þá situr Kristinn Ósk- arsson lögregluþjónn og fylgist með skotmarkinu með kíki. Fyrir skömmu skruppum við út á Seltjarnarnes, þar sem lög- reglan í Reykjavík hefur æf- ingarstöð. Hin árlega skot- keppni lögreglunnar stóð yfir og að venju rikti mikill spenning- ur. Skotkeppni lögreglunnar er bæði einstaklingskeppni og sveitarkeppni, eða öllu heldur vaktakeppni, því keppt er um bikar milli hinna þriggja vakta götulögreglunnar og síðan er einstaklingskeppni. Hver lögregluþjónn fær að skjóta 18 skotum og hefur möguleika á að hljóta 100 stig ef öli skotin koma f miðpunkt skotmarksins. Til þess að fá þátttökurétt í einstaklings- keppninni um titilinn „Bezti skotmaður Iögreglunnar", verð- ur lögregluþjónninn að hljóta minnst 85 stig f vaktakeppn- innl. Þegar við Iitum inn á æf- ingarstöð lögreglunnar var vakt Óskars Ólasonar að skjóta. — Daginn áður hafði vakt Bjarka Elfassonar skotið og eftir há- degi vakt Guðmundar Hermanns sonar. Guðmundar-vaktin hefur unnið þessa keppni mjög oft eða síðan 1953 (keppnin féll nið- ur f fyrra), en varðstjórar hafa þá verið Pálmi Jónsson og Hall- grímur Jónsson auk núverandi varðstjóra Guðmundar Her- mannssonar. Svo fór einnig nú. Eftir tvfsýna keppni hlaut Guð- mundar-vaktin bikarinn eryi einu sinni, jafnaðartalan vgr 183 stig. Næst kom Óskars- vaktin með 180 stig og þriðja var Bjarkavaktin með 173 stig. S.l. mánudag fór svo einstakl- ingskeppnin fram. Bezti skot- maður lögreglunnar í ár varð Gfsli Guðmundsson, boðunar- maður í rannsóknarlögreglunni, en næstur honum Axel Kvaran varðstjóri, og í þriðja sæti Krist ján Jóhannesson. Hiaut Gísli alls 92 stig, en Axel og Krist- ján 90 stig. kíki. Til hægri situr dómnefndin þeir Guðmundur aðalvarðstjóri og Magnús aðstoðaryfirlögregluþjónn, ásamt Rudolf er skráir stigin. Lengst til vinstri á myndinni sjást þeir Páll Eiríksson, varðstjóri og Óskar Ólason aðalvarðstjóri fylgjast með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.