Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 15
V1 S I R . Miðvikudagur 2. júní 1965. „Það er einungis eitt, sem veldur mér áhyggjum", gaggaði Angela Dunning. „Hvernig í ósköpunum á ég svo að fara að því að slá þetta .glæsilega met?“ „Yður dettur áreiðanlega e'itt- hvað í hug“. mælti hennar hátign. „Afsakið ...“ Hún gekk til þeirra félaga, lög- reglustjórans og Tuckers. Saloud, sem var klæddur indverskum bún- ingi, stóð hreyfingarlaus e'ins og líkneski og beið að hún gæfi hon- um merki. Hennar hátign mælti eitthvað í hálfum hljóðum við þá félaga og le'iddi þá síðan á brott. Um leið bar hún aðra hendina að hnakka sér, eins og hún vildi hagræða hár- lokki, og Saloud hélt af stað í humátt á eftir henn'i og þeim fé- lögum — herra Tucker frá Lund- únum, sem klæddur var sem fram- hluti af hrossi og lögreglustjóran- um í gervi afturhlutans. Dala prinsessa leiddi þá upp stig- ann, upp á loft og inn í bókaher- bergi. Þegar Tucker hafð'i lokað dyrunum — því að af meðfæddri hæversku gekk framhluti hestsins á eftir afturhlutanum, inn yfir þröskuldinn — nam hennar hátign staðar við afininn, en yfir honum gat að líta frægt" máíverk eftir Miro í viðamikilli umgerð. Hennar hátign lyfti myndinn'i af króknum, og kom þá i Ijós stálhurð í örygg- ishólfi, greiptu í vegginn á bak við hana. Hún leit sem snöggvast á þá félaga: „Ef þér vilduð gera svo vel...“ mælt'i hún. Þeir skildu hvað hún átti við og sneru sér báðir undan á meðan hún hreyfði lásstillana á hurðinni og opnaði hólfið. „Allt í lagi“, sagði hún. Þeir komu nú báðir að hólfinu. Hún dró út þaðan skartgripaskrín- ið og sýndi þeim Bleika pardus- 'inn. „Við vildum einungis fullvissa okkur um að hann væri kyrr á sínum stað“ mælti herra Tucker frá Lundúnum afsakandi og starði hugfanginn á h'inn mikla og fagra eðalstein. Clouseáu lögreglustjóri kinkaði kolli. „Maður getur aldrei sýnt of mikla varúð“, mælti hann. „Sam- kvæmið er fjölmennt, allir gest- irnir í dularbúningi og margir með grímu... ógerlegt að v'ita nema Vofan hefði þegar .. “ Dala kom skríninu með Bleika pardusinum aftur fyrir í öryggis- hólfinu og læsti hurðinni „En hvernig ætti Sir Charles að geta komizt framhjá varðmönnum yðar, án þess að hafa boðskort?" spurði hún. Lögreglustjórinn hnyklaði brún- ir, eins og einhverjar heldur óþægi- Iegar endurminningar ásæktu hann. „Þegar Vofan á hlut að mál'i...“ sagði hann. Svo þagnaði hann í miðri setningu og lagði við hlustir. „Hvað er að?“ hvíslaði herra Tucker. Clauseau lögreglustjóri benti honum að þegja, læddist hröðum skrefum til dyra og kippti hurð frá stöfum. GóriIIuapi hálfdatt inn fyr- ir þröskuldinn. Lögreglustjórinn greip í feld hans föstu taki. „Einmitt það, já ... “ mælti hann sigri hrósandi. Górilluapinn urraði reiðilega. — „Hvað gengur á?“ „Spurningin er... hver er þinn tilgangur?“ mælti Clauseau lög- reglustjóri. „Taktu af þér hausinn, tafarlaust“. „Ég mótmæli", öskraði górillu- apinn. „Þú um það, en hér duga engin mótmæli“, svaraði lögreglustjórinn og afhöfðaði górilluapann í einni svipann, og kom þá í Ijós rautt og þrútið andlit, sem starði heiftar- áugum, á lögreglustjórann. „Cravenford lávarður . .. sendi- herrann okkar“, andvarpaði herra Tucker frá Lundúnum öldungis dol- fallinn. Clouseau lögreglustjóra fannst gólfið titra undir fótum sér. Crav- enford ... lávarður ... stundi hann. Lávarðurinn sneri sér að henn- ar hátign. Dölu prinsessu, og varð nú öllu ljúfmannlegri á svipinn. Afsakið, yðar hátign“, mælti hann, ,,en leyfist mér að spyrja, hver djöfullinn það sé eiginlega, sem á gengur?“ Dala prinsessa brosti eins blítt og henni var unnt. „Ég b'ið yður innilega afsökunar, herra Iávarð- ur“, mælti hún. „En lögreglustjór- inn vissi ekki betur en að hann væri að gera skyldu sína“. Lögreglustjórinn varð hálf k'ind- arlegur á svipinn, þegar hann af- j henti lávarðinum haus hans aftur. j Lávarðurinn bl'imskakkaði á hann augunum, setti upp górilluhausinn og strunsaði á brott. Andartaki síðar héldu þau þrjú einnig niður st’igann. Simone sat við barinn og sval- aði þorstanum, þegar górilluapi tók sér þar sæt'i við hlið henni og neri hausnum við öxl hennar. Simone brá og leit við, þegar hún sá, að það var górilluapinn brosti hún. „Hvað eruð þér nú að gera, herra lávarður?" spurði hún glettnislega. „Hvað haldið þér að konan yðar segi?“ Górilluapinn laut henn'i og leit síðan þangað, sem gestirnir stigu dansinn. Simone yppti öxlum. „Þá það, herra lávarður. Vitanlega þekkið þér konuna yðar bezt sjálfur.. Hún steig á fætur og leyfði gór- illuapanum að leiða sig í dansinn. Hann tók hrömmunum utan um hana og þrýsti henni fast að sér. Simone reyndi að ýta honum lítið eitt frá sér. „Þið eruð allir sömu górilluaparnir", sagði hún. Þau dönsuðu framhjá öðrum gór- illuapa, sem glápti á þau. S'imone veifaði til hans — og varð svo allt í einu litið spyrjandi á þann, sem hún var að dansa Við. „Hvað hefur hann eiginlega fram yfir mig?“ spurði sá górillu- apinn. Simone stirðnað'i upp í loðnum hrömmum hans. „George :..“ hvlsl- aði hún. „Ekki ber á öðru“. „Hvað ert þú að gera héma?“ „Tarzan lánaði mér bílinn sinn í kvöld ...“ Það kom fát á Simone. „Ég verð að tala við þ'ig einslega", hvíslaði hún. Síðan tók hún í loðna loppu hans og leiddi hann úr dansinum. „Þú verður að koma þér £ burtu, áður en...“ í sömu svifum bar Clouseau lög- reglustjóra að. „Ástin ... mælti Simone vand- ræðalega. En eiginmaður hennar veitti henni ekki minnstu athygli. „Mér þykir ákaflega fyrir því... þess- um mistökum, herra lávarður", mælti hann lúpulegur. George yppti sínum górilluöxl- um. „Þér skiljið, herra lávarður... við herra Tucker vorum einmitt að athuga h'inn fræga eðalstein, hennar hátignar, Bleika pardusinn. Og þegar ég varð yðar var við drynar, datt mér vitanlega helzt í hug, skiljið þér ... þér megið ekki erfa þessi léiðu mistök við mig“. George kom ekki til hugar að erfa neitt við Clouseau lögreglu- stjóra. Hann var honum þvert á móti innilega þakklátur. Nú vissi hann hvar eðalstéinsins fmega var að Ieita. Hann klappaði lögreglu- stjóranum á öxlina... kannski helzt til fast, en górilluapinn á ekki alltaf gott með að stilla kröft- unum í nóf... til þess að sýna honum, að öll m'istök væru honum fyrirgefin. Að því búnu laut hann Simone og hvarf á brott. Clouseau lögreglustjóri var því fegnari en frá mætti segja, að sættir skyldu hafa tekizt jafnvel þó að hann hefði kosið að sá h'inn brezki lávarður hefði verið litið eitt mjúkhentari. Hann neri oxlina. „Þetta var brezki ambassadorinn, Cravenford lávarður" sagði hann við eiginkonu sína. „Ég veit það“, svaraði hún og elti górilluapann með augunum, imz hann hvarf henni sjónum 1 mannþröngina. En nú bar h'inn górilluapann að, og Simone flýtti sér að taka undir hönd eiginmannsins og leiða hann 1 dansinn. „Þú hefur ekki stigið eitt aukatekið spor við mig í kvöld, ástin“, mælti hún blíðlega. George hélt rakléitt fram í fata- geymsluna, sýndi þemunni merk- ið, sem hún hafði fengið honum áður og bað hana að afhenda sér silkihattinn og skjalatöskuna. Þeg- ar hann hafði fengið hvort tveggja, hvarf hann á brott. Inn'i í salnum steig Maiy brjósta- mikla dansinn við þann górilluap- ann, sem ekki bar silkihatt á höfði. Simone kom og klappaði henn'i á öxlina. „Fyrirgefðu", sagði hún, „en ég verð að fá að tala nokkur orð við herrann þinn... það er afar áríðandi“. „Gerðu svo vel“, mælti sú brjósta mikla í bikinibaðfötunum. „Ekki sé ég eftir honum ... mig klæjar alla undan loðnunni", bætti hún við. Górilluapinn tók fast utan um Simone og virtist una skiptunum sæmilega. „Hlustaðu nú á mig, George“, hvfslaði Simone inn'ilega. „Ég veit hvað þú ætlast fyrir. En þér tekst það ekki“. Það umlaði eitthvað í górilluap- anum, rétt eins og hann skildi ekki fyllilega hvað hún væri að fara. „Þú eyðileggur hins vegar allt saman", hvíslaði Simone æst. „Ef þú gerir tilraun t'il að ...“ Tucker frá Lundúnum klappaði górilluapanum á öxlina. „Fyrirgef- ið, Cravenford lávarður... skipt- ing út á við ...“ Górilluapinn urraði óánægju- lega, þegar landi hans tók Simone af honum. Svo hvarf hann á brott. „Hvemig skemmtið þér yður, frú Clouseau?" spurði herra Tucker frá Lundúnum. „Dásamlega", svaraði Simone Clouseau. GOLFBOLTAR T A R Z A N Með svona mikið gull Ah-Yu getur verið að þið séuð auðugri en nokkur önnur þjóð í he'imin- um stóra, sem þið hafið aldrei BUT-tS THEy BEGIM THE P’ESCENTTOTHEIK PEACEFUL VILLAGE, TARZAM KEAUZES that hakáa will SURELY COiAE TO THESEPEFEMSELESS CREATURES IFTHEIK GOLFEM TREASURE SECOIAES IOJOWW... TO GQLPHUNTERS. VESTMANNA- EYJAR | Afgreiðslu VÍSISíVest- .mannaeyjum annast ) Bragi Ólafsson, sími 12009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS Suðumesjum em: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. t Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Bjöms Fins-f' bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavikurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. séð. Við erum auðugir Tarzan, ef við höfum gott að borða og ekkert skaðar okkur. En þegar þeir hefja niðurgönguna til þorps ins friðsæla gerir Tarzan sér Ijóst að þessar varnarlausu verur verða örugglega fyrir meini ef menn á snöpum eftir gulli verða varir við fjársjóð þeirra. ÁRNESSÝSLA Útsölur VÍSIS í Ámes- sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm Sigurgeirs- J son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. VÍSIR ASKRIFENDAPJÓNfUSTA Áskriftar* sfmjnn „ Kvartana- 11661 virka daga kl. 9-20, nema laugardaga kl. 9-13. <\AAi^AAAAAAAAAAAAA^A/ TWntun {? prentsmléja S, gúmmlftlmplaoarft Elnholtt 2 - Slml 20960

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.