Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 10
V1 S IR . Miðvikudagur 2. júní 1965. I • f I i • > i I • > y borgin i dag borgin i dag borgin i dag SLYSAVARÐSTOFAN Opi8 allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur- og helgidagsiæknir l sama sima Næturvarzla vikuna 29. mai — 5. júní Vesturbæjar Apótek. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 3. júní Eiríkur Björns- son Austurgótu 41 sími 50235. Útvarpið Miðvikudagur 2. júní. Fastir liðir eins og vanalega. 16.30 Síðdegisútvarp: 18.30 Lög úr kvikmyndum. 18.50 Tilkynn’ingar. 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir. 20.00 Lestur fornrita: Úr kristni sögu Andrés Bjömsson les. 20.20 Kvöldvaka. 21.2f Óbókonsert í C-dúr eftir Johann Stam'itz. 21.40 Kaupstaðarbömin og sveit in Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum flytur búnaðarþátt. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bræðurnir“ eftir Rider Haggard. Séra Emil Bjömsson les (13). 22.30 Lög unga fólksins Bergur Guðnason kynn'ir. 23.20 Dagskrárlok. sjonvarpio Miðvikudagur 2. júní. 17.00 Úr bókasafni TA. 17.30 Fræðsluþáttur um skóla- mál. 18.00 Spumingakeppni. 18.30 True Adventure — Land- kynningar og fræðsluþátt- ur. 19.00 Fréttir. 19.30 Skemmtiþáttur Dick Van Dyke. 20.00 Hljómlistarþáttur Bell-síma félagsins. 21.00 I Led Three Lives — Þáttur um gagnnjósn'ir. 21.30 The Untouchables — Úr undirheimum stórborganna. 22.30 Markham. 23.00 Fréttir. 23.15 Kvikmyndin „Æsingakven maður.“ Blöð og tímarit Blaðinu hefur borizt Tímarit iðnaðarmanna 1. tbl. 1965. Efni er m. a. Verkleg kennsla í iðn- skólum eftir Jón Sætran. Rétt- ind'i og skyldur iðnaðarmanna eftir Árna Brynjólfsson Iðn- aðarbankinn er bankinn okkar, eftir Jökul Pétursson, ennfremur eru í ritinu greinarnar, Vetrar- klæðnaður fyrlr byggingarmenn, Vísindaþátturinn, Helgi Hermann 75 ára, Skýrsla iðnfræðsluráðs 1964, Iðnsk. afhent gjöf, Nýjung ar og notkun þeirra. Stefna í iðn aðarmálum. Árnað heilla I STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 3. júnf. Hrúturinn. 21. marz til 20. apríl: Sennilega breytist að- staða þín til hins betra, hvað snertir áhugamál þín og tóm- stundastörf. Vertu hugulsamur þínum nánustu vinum. Nautið. 21. apríl til 21. maí. Þú finnur hjá þér ríka löngun til að verja me'iri tíma í þágu heimilis, fjöldskyldu og ann- arra, sem þér eru kærir og þú ættir að gera alvöru úr því. Tvíbumamir. 22. ma, til 21. júní: Góður dagur, e'igir þú til einhverra að sækja, varðandi framkvæmdir, sem varða þig miklu. Stutt ferðalag ekki ólík- legt, án nokkurs fyrirvara. Krabbinn. 22. júní fil 23. júlí. Ekki er ósennilegt að þú hljót- ir nokkurn ábata í viðskiptum, og þá frekar fyrir sölu en kaup. Þú ættir að gefa sem mestan gaum að atv'innu þinni. Ljónið. 24. júlí til 23. ágúst: Áhrifamenn munu veita þér lið ef þú leitar til þeirra. Varastu að taka á þig efnahagslegar skuldbindingar vegna vina þinna eða kunningja. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept. Le'itaðu upplýsinga f sambandi við aðkallandi viðfangsefni eða /andamál. Láttu sem minnst uppiskátt um afstöðu þína við kunningjana. Vogin. 24. sept. til 23. okt.: Kunn'ingjar og vinir munu reyn ast þér vel, þiirfir þú á aðstoð ' að háiasr ’Aptáðu1 vðf'Bli' tælci- færi til 'þess að auka tekjur þfnar og bæta hag þinn. Drekinn. 24. okt. til 22. nóv.: Útlit er fyrir að metnaðarvonir þínar geti rætzt að einhverju leyti, ef þú hefur augun opin fyrir þvf, sem er að gerast í kringum þig í dag. Bogamaðurinn. 23. nóv. til 21. des.: Hafðu samband við vin eða vin'i, varðandi framtíð arhorfur þínar. Svo getur farið, að lausn erfiðra vandamála reynist nær en þú hugðir. Steingeitin. 22. des. til 20. jan.: Góður dagur t'il að athuga efnahag þinn og atvinnuhorfur og leita úrbóta f því sambandi. Láttu hvorki skap né tilfinn- ingar ráða afstöðu þinni. Vatnsberinn. 21. jan. til 19. febr.:: Þú sérð margt í nýju ljósi, einkum varðandi þína nán ustu. Bjóðist tækifærj til ferða lags eða að breyta um umhverfi, skaltu taka því. Fiskarnir. 20. febr. t'il 20. marz: Ekki er ósennilegt að einhverjar breytingar verði til bóta f sambandi við atVinnu þína. Hvíldu þig vel síðari hluta dagsins. BIFREiÐA SKOÐUN Fimmtudagur 3. júní R-5701 — R-5850 Þann 22. maí voru gefin sam- an í hjónaband af séra Garðari Þorsteinssyni ungfrú Júlía Magn- úsdóttir og Gunnar Jónsson, Öldugötu 33 Hafnarfirði. (Ljósm. Stud'io Guðmundar, Garðastræti 8). • VIÐTAL DAGSINS 22. maí voru gefin saman f hjónaband af sér Frank M, Hall- dórssyni ungfrú Guðbjörg Jóels- dóttir og Jens Guðmundsson. Heimili þeirra er að Miðtúni 22. (Studio Guðmundar .Garðastræti 8). Rabb'*^ vSð Þórodd i. Jónsson — Hvar er selveiði mest stunduð hér á landi? — Það má heita að selveiði sé í öllum sýslum landsins. Ég man ekk'i eftir nokkurri sýslu, þar sem veiðin er ekki stunduð nema e. t. v. Vestmannaeyjar. En mest er hann veiddur á Breiðafirði og á ströndum. — Hverjir stunda hana? — Mest bændur á selveiði- jörðum. — Hvernig er selurinn veidd- ur? — Hann er mest veiddur í lagnet, sumstaðar f ádráttar- net og á einstaka stað er hann skotinn, en það er ekki mikið um það. — Siptast veiðiaðferð’irnar eftir landshlutum? — Lagnetin eru langvíðast en í einstaka á er dregið fyrir, en það þykir ekki hepp'ilegt, það styggir selinn. — Gengur selurinn mikið upp í ár? — Selurinn gengur upp f allar stórár, eins og ölfusá og Þjórsá og kæpir á skerjunum þar, fyrir austan er hann t. d. í Jökulsá á Brú, selnum er al- veg sama hvort hann er í ám eða sjó, á Suðurlandi er hann aðallega í ám eða árósum. — Á hvaða árstíma er veiðin- — Veiðin er venjulega í júní mánuði. — Hvað veiðist mikið árlega? — He'ildarveiði á öllu land- inu er 4-5 þúsund selir á ári. — Er mögulegt að veiðin verði öllu meiri? — Það veiða allir e'ins og þeir geta og það virðist vera jöfn veiði yfir árið. Þetta er hámarkstalan. Og það er mögu leikí á því að hún verði minni f ár vegna ísanna fyrir norðan. — Hvernig er með verkun skinnanna? — Bændurnir sjá um það sjálfir, skinnin eru hreinsuð, þvegið allt lýs'i og feiti úr skinn unum, þau eru þurrkuð og hert og teigð vel og vandlega. Flokk unin fer fram hér í Reykjvaík og er flokkað eftir litum og stærðum og fer langmest í fyrsta flokk. — Hvað er svo gert við skinnin? — Við seljum mest af þeim til pelsagerðar og leðurgerð- { ar og er Iangmest flutt út. ; — Er ekki mikil eftirspurn i erlendis frá? . J — Það var mik'il eftirspurn \ en verðið hefur Iækkað núna í eftir að veiðar á Alaskasel færð ’ ust í aukana, það er fallegur selur líka. — Hvaða verð hefur verið á skinnum undanfarin ár? — Þegar það var hæst f fyrra var skinnið 1600 kr. og vel það. — Hvernig skiptist selurinn í gæðaflokka? — Verkunin fer batnandi með ári hverju, undanfarið hef ég sent út leiðarvísi um verk- unaraðferðir og verkunin hef- ur lagast mik'ið eftir það og nú eru skinnin mest í fyrsta flokk. Gæðin eru miðuð við bezta lit, sem er blásvart skinn, fallega flekkótt, með hvítum blettum, mjög Ijós eða mjög dökk skinn eru í lakari flokk'i en það er minna af þeim. — Ræður aldurinn á selnum nokkru? — Já, veiddur er þessi selur, sem við köllum vorkópa, selur, sem er fæddur í maímánuði eða um miðjan júní. En selur- inn kæpir oftast í maímánuði. Eftir nokkra mánuði er hárið ekki eins mjúkt og hann er orðinn of stór, þegar kemur fram á haustið er skinnið ekk'i eins fallegt til pelsagerðar. FRÉTTATILKYNNING frá Fræðsludeild S.Í.S. Hin árlega HúsmæðraVika Sam bands íslenzkra samvinnufélaga og kaupfélaganna var haldin í Bifröst dagana 16. til 22. maí s. 1. Vikuna sóttu 63 konur víðsvegar að af landinu í boði 18 kaup- félaga. Fræðsludeild Sambands- ins sá um stjórn og undirbúning Ég vil gjaman hjálpa til við að finna hlutabréfin n» Marty. Þakka þér fyrir Rip. Ég að ganga með þér út á götu. Silky, þetta er Vicky þeir hafa fengið tvífættan blóðhund til þess að finna þessi hlutabréf. dagsskrár, en frú Guðlaug Ein- arsdóttir skólastjórafrú í Bifröst um móttökur á staðnum og heim ilishald. Flutt voru 10 erindi auk fræðslu og sýnikennslu í matre'iðslu og snyrtingu. Farið var í skemmti- og fræðsluferð um Hvítársíðu og Hálsasveit, komið að Barnafossi og Hraun- fossum og að Reykholti, og heim sóttur Húsmæðraskólinn að Varmalandi, þar sem tek'ið var á móti húsmæðrunum af mikilli rausn. Á kvöldin voru ýmis skemmtiatriði um hönd höfð og mikill almennur söngur. Að kvöldi föstudags 21. maí var kvöldvaka þar sem húsmæðurnar sjálfar lögðu til allt dagskrár- efni. Fór þar fram upplestur á frumsömdu efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, einsöngur og kórsöngur. Þetta er í sjöunaa sinn, sem Sambandið og kaup- félögin gangast fyrir slíkri hús- mæðraviku og hafa nú sótt hana n. 1 .350 húsmæður alls. Frá Fræðsludeild S. í. S. rsn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.