Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 4
A VI S IR . Þriðjudagur 20. júlí 1965 SVAR: NAFN og heirnili sendanda 5. verð/oun Fatnaóur frá Parisartizkunni Hafnarstræti fyrir 5 jbús. kr. eftir eigin vali Parísartízkan Svelnn Egilsson hff. Tízkuskóii Andreu GETRAUNIN ER UM LEIÐ KYNNING Á BÍLUM OG TÍZKUFATNAÐI arstræti. Hér er hún í enskum tricel sumarkjól í tízkulitum — orange -. Þetta er léttur kjóll og þægilegur í meðförum, þvottekta, krumpast ekki og þarf ekki að strauja. PARISARTÍZKAN í Hafnarstræti er nýleg, glæsileg verziun, sem býður margs konar kvenfatnað, fyrst og frem st kjóla og dragtir, en einnig snyrtivörur, skartgripi, skinnatöskur, Kayser-undirfatnað og margt fleira. - Á myndunum hér að ofan sýnir Hallfríður franskt sett — kjól og kápu —. klassiskan alsilki- kjól í svörtu og hvítu og svarta alsiklikápu —orange —. Eins og tekið var fram í upphafi.hafa allar stúlkurnar, sem koma fram í sambandi við þessa getraun, sótt námskeið í Tízkuskóla Andreu. ERUÐ ÞÉR FRÓÐ UM BÍLA? Vitið þér af hvaða bílategund og hverrar þjóðar gerðin VW 1500 er? Ef svo er, þá skrifið svarið og klippið þennan reit úr og geymið, þar til öll getraunin hefur birzt. VERÐLAUNAGETRAUN V. FORD CORTINA CORTINA er enskur 5 manna FORD, sem náð hefur miklum vinsældum hér á landi á nokkrum undanfömum misserum. Til merkis um það er að nú nýlega afgreiddi annað tveggja FORD-umboð- anna, SVEXNN EGILSSON H.F., 400. bílinn, sem það hefur selt, en þá eru ekki allar Cortinumar taldar. Það er sitt hvað sem gerir þennan bíl svo vinsælan, sem raun ber vitni. En fyrst og fremst er það verðflokkurinn og góð reynsla af bílnum á okkar misjöfnu vegaslóðum vítt og breitt um land- ið. Trúlega eru á 7. hundrað CORTINA bílar komnir á isienzka vegi, sem er vissulega mikill fjöldi, jafnvel þótt um FORD bíl sé að ræða. SVEINN EGILSSON H.F., annað tveggja FOR D-umboðanna, hefur nú starfað f rúmlega hálfan fimmta áratug og hefur nú um langt skeið verið á Laugavegi 105 með alla sína starfsemi. Nú er hins vegar í byggingu nýtt húsnæði í Iðngarðahverfinu við Grensásveg, þar sem fyrirtækið fær um næstu áramót til umráða 4000 ferm.. Verður þá öll starfsemin flutt þangað en mest af rýminu fer undir þjónustustarfsemi fyrirtækisins. Síðar verður reist viðbótarbygging fyrir skrifstofur og verzl un, sem verða til bráðabirgða í verkstæðishúsi nu. Það er því mála sannast, að stjórnendur SVEINS EGILSSONAR H.F. keppa ötullega að því að efla starfsemina til hagsbóta fyrir viðskipta- vinina. FORD CORTINA er 427.3 cm Iangur, 158.8 cm. breiður og 144.1 cm hár, dekkjastærð er 560x 13. Vélin er 4 cyl. 54 hestafla með 5000 snúninga á mínútu. Ganghraðar eru 4 áfram og hraða- skipting í alla. Velja má um gólf- eða stýrisskipt ingu. Hemlar eru diskahemlar að framan en kjálkahemlar að aftan. Bíllnn er é fjö'ðrum að aftan og gormum að framn. Verð „De Luxe“ gerðar- innar, sem svo til eingöngu er seld hér, er um 176 þús. kr. en dálítið mismunandi eftir dyrafjölda (2ja eða 4ra) en „station“ gerðin er dýrari. Það er engin tilviljun, að CONSUL CORTINA hefur náð mikl- um vinsældum sem almenningsbíll. Einfaldleikinn bæði ytra og innra hefur yfir sér töluverðan glæsibrag — og svo hefur bíllinn reynzt traustur bæði á góðum og slæmum vegum. — Hallfríður Jakobsdóttir sýnir okkur hér stjórntæki bílsins. tBmeaammntnœi^- KmtsmasaMmmtrmrni**w22iáut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.