Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 20. júlí 1965. ^^■■■■nwiwHWMTfi'ímwr'-11-1- l'l“" -r*~™-*i*~*** JENNIFER AMES: -•5 «5^n5ssK^raa(iMBHBraíi Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLIN — Væri ekki auðveldara, ef þér kölluðuð mig bara Lindu?, spurði hún alvarlega. — Þ5kk, ég er feginn þvl, að mega kalla yður Lindu. Hann virtist mæla 1 einlægni. — Og þér vilduð kannski vera svo væn að kalla mig Hans, — það hljómar of hátíðlega að vera kallaður herra Sell, af stúlku, sem hefur veitt mér leyfi til að kalla sig skímamafni sínu. Hann brosti hlýlega til hennar. Ég vildi svo gjaman, að við gætum orðið góðir vinir, Linda bætti hann við hlýlega. — Það vona ég að við séum, svo sannarlega vona ég það. Rödd hennar titraði, því að hún varð að halda i skefjum heitum tilfinn ingum, sem hún bar í brjósti. Hann þrýsti aðra hönd hennar _undir borðinu. /ji: j — Vit^pga erum við þ^ð, Linda. Það er þess vegna, sem ég er hér nú, til þess að hjálpa þér eftir beztu getu. Ég varð að fara út úr borginni I mikilvægum erindum, . en undir eins og ég kom reyndi ég að hafa upp á þér. Og nú hef ég fundið þig, en hvemig stendur á að þú ert komin i þennan dans : meyjaflokk? Ég hafði beðið þig að taka þér ekki neitt fyrir hendur fyrr en þú heyrðir frá mér? Hann mælti vinsamlega, en það var vottur ásökunar í því, sem hann sagði. — Ég veit það, herra ... Hans Hún skipti litum, er hún nú í fyrsta sinn nefndi hann skírn- amafni hans, en hún hafði ávallt hugsað um hann sem „herra Sell“ — eða riddarann. —En svo heyrði ég ekkert frá þér. Ég var alveg að örvinglast af áhyggjum vegna föður míns. Ég fékk lappa, sem á var letrað, að hann hefði verið fluttur til Austur-Berlínar, að hann hefði sloppið, en væri veikur, og að ein hver væri að reyna að hjálpa hon- um. Mér fannst ég verða að reyna ^ að finna hann. Hún sagði honum frá þvi, er hún hitti David Holden i fyrsta sinn, og að hann hefði stungið upp á, að hún gengi í dansmeyjaflokk hans — sagði honum alla söguna. — En hvar er hann þá nú? Og hvers vegna hjálpar hann þér ekki að komast inn í Austur-Berlín, án þess þú verðir fyrir óþægindum? Þetta var spuming sem hún hafði verið smeyk um, að hann myndi spyrja, og hún var i vafa um hverju svara skyldi. — Hann varð að fara með hin ar til gistihússins, sagði hún eld- rauð. —Hann hlýtur að vera einkenni lega gerður maður — að geta far ið frá þér undir þessum kringum stæðum. Hún hafði hugsað á líka lund, en þótt furðulegt væri kom það ó- notalega við hana, að heyra hann segja þetta, og sagði: _ A —^Þ^jð hefði vafalaust getað bájc:: að. honum óþægindi, að bíða «0.: 'ir ’ méí' Segjum sem svo, að Ség: hefði tafizt klukkustundum saman. Svo bar hún upp spumingu, sem margsinnis hafði verið rétt komin yfir varir hennar: — Hvemig komst þú svo auð- veldlega inn i Austur-Berlín, Hans? Hann brosti. — Vegna viðskipta minna. Ég ætla að trúa þér fyrir leyndar- máli, Linda, ég er ekki aðeins safnari gamalla glasa — ég er kaupsýslumaður — sannast að segja félagi herra Lehmanns. Félagi herra Lehmanns! Hún gat næstum ekki trúað þessu. — En hann, gat hún ekki stillt sig um að segja, er blátt áfram and . . . Hún lauk ekki við setninguna. Hann brosti til hennar næstum unglingslegu brosi. — Ég játa, að við erum fjarri því að vera neinir perluvinir, en okkur hentar báðum að starfa sam an í þessari grein. — Já ég man eftir að þú komst i veg fyrir, að faðir minn væri gabbaður — það var einmitt i búð herra Lehmanns. — Mér geðjast vel að föður þín um Linda, sagði hann brosandi — svo að það kom eins og af sjálfu sér, að ég kom honum til hjálpar. — Ég fór til íbúðar þinnar á- samt lögreglunni, sagði hún dá- lítið hikandi. Mér kom það mjög á óvart sem ég sá — íbúðin virtist yfirgefin og allt ömurlegra en mig gat órað fyrir. — Æ, já, sagði hann, ég fékk skeyti um að vinir mínir kæmu fyrr frá Ameriku en ráð hafði ver ið fyrir gert, og varð að hypja mig úr íbúðinni með allt mitt. Samt vildi ég að þú hefðir ekki leitað til lögreglunnar. Ég hafði líka beðið þig um að gera það ekki. — Ég bið þig afsökunar á þessu Hans, sagði hún í einlægum iðrun- sfítón, en mér fannst ég ekki eiga annars úrkosta eins og á stóð er ég hafði ekki heyrt frá þér. Nú sé ég eftir að hafa gert það, — lögreglunni hefir ekkert orðið á- gengt. Og ég held að hún hafi ekki mikinn áhuga á að hjálpa mér að finna föður minn. Hann brosti beisklega. — Það eru svo margir, sem hverfa 1 Vestur-Berlfn, Linda. Og lögreglan getur sjaldnast neitt gert, veit, að það er tilgangslaust fyrir hana að reyna, — mundu að það er kannski daglega leitað til hennar út af svona málum, en eins og ég sagði, mér hentar að vera í félagi með herra Lehmann, því að fyrir bragðið get ég farið milli borgarhlutanna að vild. Með þessu hef ég tryggt mér að geta ávallt haft það að skálkaskjóli að fara viðskiptaerinda til Austur— Berlínar. — Hverra erinda, Hans? Hann horfði á hana drykklanga stund, rannsakandi augum. — Ég er smeykur um, að ég geti ekki farið nánar út 1 það, Llnda. Æigum yjjð: ekki heldur að tala um ^í&'jii^vlírð h'dn gHpfn‘jSéíiífÍ' ÖI- finningu, að maðurinn sem sat andspænis henni væri enginn ann- ar en „riddarinn". —Mig langar annars til þess að fá skýringu á þvf, Linda — hvers vegna þú fórst til Austur-Berlfnar þrátt fyrir fyrirskipanir mfnar að gera það ekki. — Fyrirskipanir . . .? Það var auðheyrt, að hún hafði reiðst. Hann brosti til þess að hafa ró- andi áhrif á hana. — Ég hefði ekki átt að nota þetta orð, Linda, en það kom eins og ósjálfrátt, ég er svo vanur að gefa fyrirskipanir. Það eru svo margir, sem starfa undir minni stjórn. Segðu mér nánar frá þess ari furðulegu hugmynd þinni, að ganga í þennan dansmeyjaflokk. Ég verð vist að koma og sjá þig koma fram sem dansmey . . . Ég á annars erfitt að hugsa um þig öðru vísi en sem stúlkuna frá Camwell — hina fallegu og viðfeldnu dóttur Redfem prófessors. Glettnisglömpum brá nú fyrir í augum hans. Seinna náði hann f leigubfl og ók með henni tfl gistihússins — Schloss Gasthaus. Þar fyrir utan kvaddi hann hana, kvaðst verða að fara að sinna viðskiptaerind- um, en skilnaðar.orð hans, mælt af nokkrum alvöruþunga, voru: — En þú verður að lofa mér þvf, Linda,-að fara ekki frá Austur Berlín — ekki undir neinum kring umstæðum — án þess að láta mig vita. Hún horfði broandi framan í hann og sagði með nokkurri auðmýkt: — Ég lofa þér þvi, að í þetta skipti skal ég vera hlýðin. 7. kapituli. David Holden var ekkr f gisti húsinu, en maddama Héiena var þar fyrir. — O, hvað mér þykir vænt um að ekkert kom fyrir þig, væna mín, sagði hún. Við urðum öll svo áhuggjufull, þegar varðmaðurinn hélt þér eftir. David var ákaflega áhyggjufullur. Ég hefi sjáldan séð hann svo miður sfn. En Linda hugsaði sem svo, að samt gerði hann ekkert til þess að hjálpa henni, og að ef Hans hefði ekki komið mátti guð vita hvemig farið hefði, en hún gætti þess að tala ekki um þetta við maddömuna. — Hvar er herra Holden? spurði hún. — Hanh hefur fengið afnot af lítilli íbúð skammt frá gistihúsinu, þar sem við eigum að skemmta næst. Annars hlýtur hann að koma bráðum. Við eigum öll að mæta þar klukkan 5 til lokaæfingar fyrir kvöldið. Linda hafði fengið snoturt her- bergi. Hún fór að taka upp föt sín, vildi ekki leggja sig, þvi að hún vissi, að hún mundi ekki geta sofnað. Fór hún svo niöur í von um, að geta fengið þarna tesopa. Sfðdegisblöðin voru nýkomin og hún fór að skoða þaú.' þvi að þótt hún talaði ekkl þýzku skiltíi hún orð og orð, nægilega til þess að geta gert sér grein fyrir hvað væri í fréttum. En henni kom held ur en ekki á óvart, er hún sá í fyrsta blaðinu, sem hún handlék mynd af sjálfri sér, og undir henni stóð LINDA O FARRELL, og þess getið, að hún væri I dansmeyja- flokki Davids Holden, sem „skemmtir f kvöld f Grand Hotel". Og í hinum blöðunum var sama mynd. Hvers vegna lagði hann kapp á að auglýsa hana svona? Hann hlaut þó að geta áttað sig á, að það gat komið henni óþægi lega, að vera auglýst svona, þvf að hún hafði ætlað að grennslast eftir föður sfnum f kyrrþey, en ef David Holden þurfti að auglýsa flokkinn sem bezt, hvers vegna valdi hann þá hana? Skiptl ekki minnstu máli um hana, nýliðann? Hana, sem hafði ekki einu sinni verið eitt einasta lítið sjálfstætt skemmtiatriði, og kom aðeins fram með öllum hinum. Það var nýbúið að færa henni tedrykkjuáhöldin þegar David Holden kominn, áhyggjulaus á svip næstum kæruleysislegur, klæddur Ijósum fötum með hattinn aftur f hnakka. T A R Z A N Benito hefur gefið Tarzan nóga innspýtingu til þess að halda honum sofandi foringi. Ben ito bfður eftir fyrirskipunum þín A VAV TO CELEgKATE, SIEEl tVE'VE JUST SAIF N HOW WISE YOU AR.E— TO WANT TAKZAN YOUK PRISONEK... ALIVE! y ------------------- I WASNT APPOINTEP CHIEF OF OUK AFKICAN , OPERATIONS BECAUSET WAS 5'7Z//7/?KOZENKU! TAEZAN AUVE IS WOKTH toOKE TO ÓUK. PLAN THAH A TH0USAN7 PEAP ENEWES! I'M SENPINS A PLANE FOK HI*M NEEP HIM SLEEPING! — Hæ, Linda, sagði hann og Settlst við bófðið hjá henni — si/o áð þéf tökst þá áð komast inn í Austuf-öéflíti? — Og það var sannarlega án þinnar hjálpar. — Ég sagði þér fyrirfram, að ég Hann teygði úr fótunum letilega. gæti ef til vill ekki hjálpað þér og vissir að hverju þú gekkst — eða hefðir átt að vita. En þú ert eins og allar aðrar konur, trúir engu, sem við þig er sagt, ef það er andstætt því sem þú vildir að állt væri. Þú hefur vfst búizt við þvi þrátt fyrir allt, sem ég hefi sagt, að ég færi að leika hetjuhlutverk Mér þykir það leitt, Linda, en ég er ekki af þeirri menntegund, sem drýgir hetjudáðir. um. Dagur til þess að halda upp á herra. Við vorum rétt að enda við að segja hve vitur þú værir að vilja fá Tarzan, fanga þinn á lífi. Ég var ekk'i skipaður yfir- maður fyrir afríkönsku deildinni vegna þess að ég væri heimskur Kozenku. Tarzan á lffi er me'ira virði fyrir ráðagerðir okkar held ur en þúsund dauðir óvinir. Ég ætla að senda flugvél eft'ir hon- um. Láttu hann sofa. WÍSIB. KÓPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að sntia sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVIK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.