Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 10
!0 V í S I R . Þriðjudagur 20. júlí 1965, Næturvarzla vikuna 17.-24. júlí Reykjavíkur Apótek. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 21. júlí: Guðmundur Guð mundsson, Suðurgötu 7. Simi 50370. (Jtvcirpið Þriðjudagur 20. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmon’ikulög. 20.00 Daglegt mál Svavar Sig- mundsson stud. mag. flyt ur þáttinn. 20.05 Söngvar eftir Schumann. 20.20 Trúarlegt uppeldi Bragi Benediktsson cand. theol. flytur erindi. 20.35 Tvö rússnesk tónskáld. 20.55 ,,Strengjatök“ Þorste'inn Ö. Stephensen les kvæði eftir Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk. 21.10 Píanómúsik eftir Franz Liszt. 21.30 Fólk og'fyrirbæri Ævar R. Kvaran seg'ir frá. 22.10 Kvöldsagan: „Pan“ eftir Knut Hamsun Óskar Hall dórsson cand mag. les (1). 22.30 „Syngdu meðan sólin skín“ Guðmundur Jónsson stjórn ar þætti með misléttri mús ik. 23.20 Dagskrárlok. Sjónvarpið Þriðjudagur 20. júlí. 17.00 Þriðjudagskvikmynd'in: Till We Meet Again. 18.30 Wonders Of The World. 19.00 Fréttir. 19.30 The Andy Griffith Show. 20.00 My Favorite Martian. 20.30 Hollywood Palace. 21.30 Combat 22.30 Frétt'ir og veðurfregnir. 22.45 Lawrence Welk. % % STJÖRNUSPÁ m Spáin gildir fyrir þr'iðjudaginn 20. júlí. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl: Ekki er ólíklegt að eitt hvað beri til tíðinda í dag, eit.t hvað, sem valdið getur breyc- ingum í náinni framtíð. Láttu hverri stund nægja sína þján- ingu, undir kvöldið verður allt rólegra. Nautið. 21. aprfl til 21. mai: Láttu ekki tilfinningamar ráða um og gerðum þínum eða á- kvörðunum í sambandi við fjöl skyldu, vini eða kunriingja. Vertu skjótur il ákvarðana, ef svo ber undir. Góð tíðindi í vændum. Tvíburarnir, 22. mai til 21. júní: Farðu mjög gætilega í fjármálum og varastu að tefla þar á tvær hættur. Reyndu eft ir megrii að koma öllu í sam- bandi við atvinnu og hversdags leg störf í sem bezt horf. Hvíldu þig að kvöldi. KrabMnn, 22 júni til 23 júlí: Hætt er við einhverjum átök- um, sem orð'ið geta til þess að þú standir höllum fæti gagn- vart þínum nánustu. Reyndu að hafa taumhald á skapi þínu og tilfinningum. Einhver ábata von peningalega. Ljónið, 24 júli til 23. ágúst: Láttu ekkert uppskátt um fyrir- ætlanir þínar enda ekki ólík- legt að eitthvað verði til að tefja þær í bili, og þá að öll- um líkindum af hálfu fjölskyld unnar eða þ’inna nánustu. Mev)"- 24. ágúst til 23. sept. Farðu gætilega í öllum sam- skiptum við vini þína og var- astu að láta aðra komast þar í spil. Ekki er ólíklegt að e'itt- hvað það gerist eða þú verðir einhvers áskynja, sem þér finnst gleðiefni. Vogin, 24. ept. til 23. okt.: Þú mátt gera ráð fyrir að nokk- uð skorti á skilning og hjálp- semi annarra, ráðlegast að þú treystir sem mest á sjálfan þig og reynir að leita sem minnst til annarra fram eftir degi. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Varastu að láta aðra hafa um of áhrif á þig, eða tefja að þú komir fyr'irætlunum þínum í framkvæmd. Haltu eftir megni þínu striki, án þess að hafa orð þar um — ekki heldur við þína nánustu. Bogmaðurlnn, 23. nóv. til 21. des.: Eitthvað Virðist í veginum fyrir því að hjartfólgnustu von ir þínar rætist í bili, það á þó eftir að breytast, svo að ekki er ne'in ástæða til að örvænta. Hvíldu þig eftir aðstæðum. Steingeitin. 22. des. til 20. jan.: Hafðu taumhald á tilfinn ingum þínum, annars er hætt við að komi til nokkurra á- rekstra, sem dregið geta dilk á eftir sér í bili. Sýndu ást- vini og vinum tillitsem’i og þol inmæði. Vatnsberinn, 21 jan. til 19 febr.: Reyndu eftir megni að forðast allar tafir af hálfu ann arra í sambandi við aðkallandi skyldustört Sýndu samstarfs- vilja og gætni, en taktu ekki á þig neina ábyrgð annarra vegna. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Hafðu sem nánast sam- starf við fjölskyldu og ættingja. Forðastu eftir megni öll óþörf útgjöld og eyðslu um efni fram °g leggðu sem ríkasta áherzlu á að koma fjármálunum í lag. FRÉTT verðlaun frá Háskóla íslands Eins og undanfarin ár hefur Hið íslenzka náttúrufræðifélag nú veitt bókarverðlaun fyrir bezta úrlausn í náttúrufræði á lands- prófi miðskóla. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Helgi Skúli Kjart- ansson, nemandí í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar. LITLA KROSSGÁTAN Lárétt. 1. ímyndun, 6. flana, 7. svörð, 9. ryk, 10. ásynja, 12. bókarheiti, 14. ferðast, 16. frum efn’i, 17. blóm, 19. skinnið. Lóðrétt. 1. rétt, 2. tveir eins, 3. kona, 4. merki, 5. gömul, 8. hrylli, 11. túr, 13. verzlunarmál, 15. söngfélag, 18. frumefni. Árið 1950 stofnuðu frú Hólm- fríður Pétursdóttir, ekkja séra Rögnvalds Péturssonar D.D. og dr. phil., og dóttir þeirra, ung- frú Margrét Pétursson B.A., sjóð til minningar um Rögnvald. Tilgangur sjóðsins er að styrkja' kandídata í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands til framhalds náms og undirbúnings frekari vis indastarfa. Umsóknir um styrk úr sjóðn- um skulu stílaðar til stjómar sjóðsins og hafa borizt skrifstofu Háskóla íslands fyrir 31 .júlí n.k. Styrkurinn nemur að þessu sinni 35.000 krónum. BIFREIÐA SKOÐUN Þriðjudagur 20. júU: Mrnað heillal KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS KVÖLDÞJONUSTA VERZLANA Vikan 19. júlí til 23. júlí. Verzlunin Laugarnesvegi 116. Kjötbúðin, Langholtsvegi 17. Verzlun Árna Bjarnasonar, Mið- túni 38, Verzlun Jónasar Sig- urðssonar, Hverfisgötu 71. Hjört ur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Verzlunin Herjólfur, Grenimel 12. Nesbúðin h. f., Grensásvegi 24. Austurver h. f., Skaftahlið 22-24. Ingólfskjör, Grettisgötu 86. Kjötverzlun Tómsar Jónsson- ar Laugavegi 2. Gunnlaugsbúð, Freyjugötu 15. Stórholtsbúðin, Stórholti 16. Sunnubúðin, Lauga teigi 24. Kiddabúð, Garðastræti 17. Silli & Valdi, Ásgarði 22. Álfa brekka, Suðurlandsbraut 60. Lauf ás, Laufásvegi 58. Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42. Vogabúðin h. f. Karfavogi 31. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis: Kron, Hrisate’ig 19. Laugardaginn 10. júlí voru gef in saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen ungfrú Hall- dóra G. Bjarnadóttir Ránargötu 9 og Leó Þórhallsson málaranemi sama stað. (Studio Guðmundar). R-10351 — R-10500 Miðvikudagur 21. júli R-10501 — R-10650 Ég hef líka mín nafnaskírtéini. Þú biður um þetta Kirby og þú færð bað. • VIÐTAL DAGSSNS Magnús Oddssofl, tæknifræðingur — Ljóstæknifélag® hefur núna opnað skrifstofu, hvert er hlutverk hennar? — Já, við erum nýbúnir að opna skrifstofu en ennþá sem komið er er hún aðeins opin 2 tima í viku frá 5-7 á þriðju- dögum. Þar er meiningin að veita þjónustu og að leysa úr þeim vandamálum, sem upp koma í sambandi við lýs- ingu. Ef stærri verkefni koma verður vísað til okkar félags- manna. Nú sem stendur vantar Ljóstæknifélagið fastan starfs- mann, sem gæti haft það sem aðalstarf að vinna þama á skrif stofunni er yrði rekin af Ljós- tæknifélaginu og Sambandi ís- lenzkra rafveitna og yrði skr’if- stofan þá opin lengur. — Er þessi þjónusta ókeypis? — Nei, ekki nema þegar svar að er smáfyrirspurnum. — Hverskonar vandamálum yrði helzt greitt úr? — Lýsingu á ýmsum stöðum vinnustöðum, verzlunum og sýn ingargluggum o.s.frv. — En í heimahúsum? — Já, þar líka. T.d. í eldhús um, sem er aðalvinnustaðurinn getur lýsing verið mjög óþægi leg, ef illa tekst. Afleiðingin verður þreyta og höfuðverkur. — Hver er tilgangur Ljós- tæknifélagsins? — Við höfum kjörorð, sem heitir me'ira ljós, betra ljós. Það er að berjast fyrir betri lýsingu, hún er léleg hérna í mörgum tilfellum og á eftir tím- anum. — Hvemig? — Það hefur borið á m'isskiln ingi í sambandi við lýsingu, fólk heldur að nóg sé að stilla upp lömpum en það þarf að staðsetja þá vel, búnaður lamp anna þarf að vera vandaður, ef þeir eiga að koma að fullum notum. — Hvenær var Ljóstæknifél- agið stofnað? — Fyrir tíu árum síðan en al- þjóðasamtökin fyrir 50 árum. — Nú stendur fyrir dyrum hjá ykkur norrænt mót? — Já, það verður í næsta mánuði. Alltof margir sérmennt aðir íslendingar eru bókstaf- lega kaffærðir í verkefnum strax og námi er lokið. Tími til þess að fylgjast með þróun- inni er þá sáralítill og hætta er því á stöðnun. Okkur er því mikill fengur í því að fá marga færustu sérfræðinga á Norður- löndum til þess að halda erindi — Er almenriingi kunnugt um þá þjónustu. sem þið get- ið veitt? — Já, það virðist vera að færast í aukana að fólk leiti t'il okkar til þess að fá upplýsing ar og fyrirgreiðslu. Orlofsviks Mæðrastyrksnefndar V Frá Mæðrastyrksnefnd: Hvlldar vika Mæðrastyrksnefndarinnar að Hlaðgerðarkoti 1 Mosfellssveit verður 20. ágúst Umsóknir send ist nefndinni sem fyrst. Allar nán ari upplýsingar í síma 14349 milli 2 og 4 daglega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.