Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 6
6 VlSIR. Laugardagur 14. ágúst 1965. Sem eilíf Framhald af bls. 5. ekki að segja, fjöldinn er svo ðskaplega mikill. En ég varaði mig fljótt á því i Kína, að vera ekki með samanburð. Við lær- um margt, kannski flest, fyrir samanburð. En fólki kynnist maður ekki þannig. Við verð- um að skilja manninn til þess að þekkja hann. Og til þess að skilja Kínverja verður maður að kynnast sögu þeirra og trúar brögðum, sem þróað hafa með þeim siðgæðishugmyndir, ger- ólíkar því, sem er hjá okkur. En þeir eru Vesturlandabúum ekki síður gefnir, og að mörgu leyti hafa þeir skarað fram úr þeim. í>eir eru gæddir sínum sér gáfum, sem Vesturlandabúar hafa ekki fengið að kynnast, vegna þeirra tjalda, sem nú eru, illu heilli, dregin á milli þjóð- anna. En þeir eiga eftir að kynnast þeim. — Já, skólarnir, trúboða- námskeiðin og kennslan. Þar fékk fjöldi fólks í fyrsta skipti tækifæri til að setjast á skóla- bekk og læra, karlar, konur og börn. Fæstir karlmenn voru læsir, konur yfirleitt alls ekki. Það var talið að fimm af hverj- um hundrað konum í Kina hefðu lært að lesa. í Kína var talið að allur almenningur hefði ekki nokkurn skapaðan hlut með menntun að gera. Til hvers áttu konur, til hvers áttu bænd- ur og verkamenn að læra að lesa og skrifa. Það var bein- línis talið óviðeigandi. Ein- göngu þeir sem komast áttu til embætta í þjóðfélaginu þurftu að læra slíkt, og þeir sem mik- inn lærdóm höfðu, áttu vísan veg til embætta og valda i landinu, jafnvel þó að þeir væru af smælingjum komnir. Þannig var lærdómur hafður þar í miklum metum, en lær- dómsleiðin var bæði dýr og erf- ið, og því fáum fær. Þeir urðu að stunda nám hjá lærðum kennurum, sem voru fáir, og tóku hátt gjald fyrir kennsl- una. Ríkið kostaði ekki neina menntun. Það eina, sem telja mátti að það stæði að einhverju leyti straum af voru, prófin. Og það voru ströng próf, sem þe>r urðu að gangast undir, sem ætluðu sér að hljóta embættis- frama, svo að það þurfti bæði fé og dugnað og frábærar gáfur, til að afla sér þar menntunar, enda tiltölulega fáir, sem lögðu á þann bratt- ann. — Þarna unnu því kristni- boðarnir mikið og þarft verk. Og kventrúboðarnir, sem yfir- leitt eru í meirihluta í kristni- boðstöðvunum, þær gátu farið inn á heimilin og haft nám- skeið fyrir konur og stúikur, þó að við, karlmennirnir, gæt- um slíkt ekki, þar eð hinar ströngu siðvenjur bönnuðu þess háttar. Og yfirleitt litu konurn- ar, einkum þær eldri, á þessa kventrúboða sem sína beztu vini, voru beim innilegar þakk- látar og þótti vænt um þá. eins var um hjúkrunarstarfið — það var ákaflega þakklátt starf. Og þetta hvort tveggja, kennslan og hjúkrunin, voru störf, sem aðrir en trúboðarnir voru ekki til að sinna og inna af hendi. — Þetta tvennt mundi ég kalla hin tímanlegu forréttindi kristniboðans. Og svo eru það andlegu forréttindin — boð- skapurinn sjálfur, sem hann hefur að flytja. Að flytja heið- ingjum fagnaðarboðskapinn. Nú nota ég orðið „heiðingi" í upp- runalegrj merkingu, þó að það sé erfitt, vegna þess að það nútíð — hefur fengið niðrandi merk- ingu, en upprunalega er þar einungis átt við menn, sem eru án þekkingar á kristinni trú. Væri það orð niðrandi, þá væri það helzt fyrir kristna söfnuði, sem brugðizt hafa skvldu sinni, eða vanrækt hana — að enn skuli fyrirfinnast heiðingjar i heiminum, hver á sök á því? Ein af síðustu skipunum Krists til lærisveina sinna var þessi: Farið og gerið allar þjóðir að mínum lærisveinum. Nú þurfti ekki þessarar skipunar við, hvað mig snertir. Mér datt hún ekki í hug, þegar ég fékk mína opinberun við guðsþjónustuna hjá honum séra Tryggva. Sú opinberun var svo stórkostleg fyrir mig - opinberun lifanda Guðs, sem hins eina raunveru leika í tilverunni. Það var mér næg köllun til þess að fara og segja þeim frá honunu sem ekki þekktu hann. Og þegar maður þekkir fagnaðarerindi Jesúm Krists — þá ætti ekki að þurfa neina skipun til að fara og segja öðrum frá því. ÞaG er að segja, þegar það er orðið manni sjálfum fagnaðarboðskapur.. Og það eitt, að fá að inna slíka þjónustu af hendi, það eru stór kostleg forréttindi. — Og síðast, en ekki sízt — kristinboðar njóta meiri fyrir bæna trúaðra manna um allan heim, heldur en líklega nokkr- ir aðrir. Að baki þeim stendur yfirleitt það fólk, sem trúin er dýpst og innilegust alvara... Kínamúrinn seinni — og sá .bihn" Óiafur starir hugsí íram fyr- ir sig. A borðinu íyrir framan mig iiggur mynd, sem hann iét svo um mæit þegar samtai okk ar hófst, aG ætti að verða eins konar bakgrunnur bess. Kún er af Klnamúrnum mikla, íítii ljós mynd, sem Ólafur, hefur sjálfur tekið, þegar hann átti leið þar um. Hann hefur víða átt leið um á sinni sjötugu ævi, og er leitt að hafa hvorki rúm né tíma til að segja frá því nema í framhjáhlaupi. Eftir fyrra dvalartímbil sitt £ Kina, hélt hann heim ásamt konu sinni um Mansjúríu, Síberíu, Rússland, Pólland, Þýzkaland og Dan- mörku. Þegar hann svo hélt til Kína öðru sinni, sigldu þau um Atlantshaf, Miðjarðarhaf, Rauða haf og Kyrrahaf. Þegar borgara styrjöld geisaði r> Kína, árið 1927, hélt hann og kona hans til Japan og dvöldust þar um tíma. Þá gengu þau hjón á hið heilaga fjall Japana, Fúsiyama. Þegar íslenzka kristniboðið í Konsó í Ethiopíu hafði starfað í nokkur ár, brá Ólafur sér þang að, lagði leið sína víða um Austurlönd og ferðaðist um Isreal — en varð að leggja lykkju á leið sína, og dveljast um skeið á eynni Kýpur, þar eð ekki varð komizt þangað beina leið úr Arabalöndum. Á þetta verður ekki unnt að minnast hér, þó að það freistandi sé, því Ólafur vill fyrst og fremst ræða um Kína, og myndina fyrir framan mig, af kínverska múrnum mikla er einskonar tákn þess. En nú kemst ég brátt að raun um, að hann hefur líka ætlað henni aðra, táknræna merkingu. — Já, Kína, segir Ólafur lágt. — Fyrir mörgum öldum hlóð þessi mikla þjóð um sig múr til einangrunar frá umheimin- um, því að hún átti í vök að verjast. Nú er þetta mikla þjóð félag aftur lokað inni, innan annarra múra: stærsta og elzta þjóðfélag veraldar. Það á sér þrjátíu til fjörtíu alda sögu. Og þetta þjóðfélag hefur aidrei klofnað svo að teljandi sé, — það er algert einsdæmi í mann kynssögunni. Eru Kínverjar í rauninni ein þjóð, eða kannski margar þjóð ir innan vissra heildartak marka? — Þeir skiptast auðvitað tölu vert, en eru eigi að síður ein þjóðarheild. Og hvernig stend- ur á því, að þeir hafa ekki kiofnað fyrir löngu í mörg sinærri ríki, eins og t. d. þjóðir Evrópu? Eitt af því, sem haldiö hefur þeim saman, er letrið. Eitt letur fyrir alia þjöðina — ein leturmvnd fyrir hvert orð í málinu, þ. e. a. s. eins margir bókstafir og mörg orð eru í mál inu. I crðabók Kanschi keisara eru fimmtíu og tvær þús. letur- mynda. Það er því gífurlegur laerdömur að verða læs og skrif andi á kínversku, hvað hefur vitanlega oröið allri alþýðu- menntun þar í landi fjötur um fót, jafnvel þó að unnt sé að komast af með um fjögur til fimm þúsund leturmyndir. En það sem hefur þó fyrst og fremst orðið ti! þess að koma • veg fyrir allan klofning, er sú staóreynd, að sjálf þjóðfélags byggingin er múrverk kon- fúsianskrar stjórnvísi og siða- boða. Það hefur verið umdeilt, hvort konfusíanska kenningin yrði talin trúarbragða, eða hvort þar væri einungis um að ræða siðaboðun. — Og loks er það þetta, að Kína hefur alltaf verið karl- mannaþjóðfélag. I karlmanna- yeýs^r^ ann^ji)|vgrt einræði eða 'anarki. I Kína var konan réttlaus eign ímannsins, reyrðu ftcturnir voru fyrst og fremst tákn þess. Að vísu hafa alltaf komið þar fram konur, sem kunnu að koma ár sinni fyrir borð, stjórnuðu mönnum sínum og náðu öllum völdum á heimilinu í sínar hendur. Og það er furðulegt eins og allt var í pottinn búið, að kona skyldi stjórna þessu mikla þjóð félagi harðri hc-ndi £ rúm fjöru- tíu ár. Raunar leið keisaraveld ið undir lok með stjóm hennar, en £ reynd var hún voldugri en nokkur kfnverskur keisari hafði nokkurntfma verið. — Þá vom og „stóru heimil- in“ máttarstólpar þessa æva- forna þjóðfélags. Feðurnir sömdu um hjónaband barna sinna dæturnar giftust inn á heimilin, en hitt þekktist ekki, að sonur færi að heiman. Og niðjarnir gengu ungir £ hjóna- band, til þess að synirnir gætu farið að eignast börn, og þá fyrst og fremst syni, þvi að ætt in lifði f syninum, og þvf var það mesta ógæfa, sem kfnversk an mann gat hent, að eignast ekki son. Á þessum stóru heim- ilum vom þvf oft þrfr ættliðir, þar sem elzfi karlmaður fjöl- skyldunnar réði lögum og lofum — það var alls ekki sjaldgæft, að áttræður fjölskyldufaðir gæfi sextugum syni sínum utan und ir. En þjóðfélagsleg afleiðing þessarra konfúsiönsku stjóm- vísi, karlmannaeinræðis og for- feðradýrkunar var fyrst og fremst stöðnun. Kínverjar áttu sér mjög merkilega fornmenn- ingu, en hún var ákaflega glopp ótt og samrýmdist á engan hátt nútíma tæknimenningu. Það var þvf ekki vanþörf á að þarna yrði gagnger breyting. Hún meira að segja hlaut að verða. Og nú, þegar hún er orð in, hefur hún það í för með sér, að þjóðin hefur innilokazt og einangrazt aftur innan annars Kfnamúrs og meiri þeim fyrri, þetta elzta og stærsta þjóðfélag veraldar — og ég lít á það sem böl, ekki einungis fyrir þjóðina sjálfa, heldur gervalt mannkyn- ið. Mikið böl... Með þvi að taka kínverska alþýðulýðveldið í tölu Sameinuðu þjóðanna, hefði opnast leið til gagn- kvæmra kynna, og um leið til skilnings á kfnversku þjóðinni sjálfri. — En þvf er ekki að heilsa og þvt er nú verr. Við, sem erum andvíg kommúnisma, vilj um ekki hlusta á rödd þessarar miklu þjóðar, vegna þess að hún býr við korpmúnistiskt stjómskipulag, og dæmum hana þár með til algerrar einangr- unar. Þetta er skelfilegt, og þó má ganga að því vfsu, að af- leioingarnar verði enn skelfi- legrl. Því að það leiðir af sjálfu sér, að þessi mikla þjóð verður ekki haldið til lengdar í slíkri herkví. Fyrr eða síðar brýzt hún út úr henni — og hvað verður þá? —-Kfnverska þjóðin er gífur- lega sterk. Á meðan húr. held- ur heildinni. Nú er það að vísu fyrir eir.ræði, að hún heldur henni, en hún virðist sætta sig býsna vel við það. Kfnverska þjóöin er vön einræði, og ein- hvern veginn er það eðli Kín- verjans, að sætta slg við að lúta þvf. Kínverjinn er frábær þjónn og trúr í starfi fyrir aðra. En — þess ber að gæta að nú nýt ur öll þjóðin menntunar og að nú er það ekki lengur konfúsí- anska stjórnvísin og karlmanna ríkið, sem stendur að einræð- inu í landinu. Byltingin var fyrst og fremst gerð gegn þessu IjycM'utyoggjg. Það var ekki hvað srzrmrn^rfka^onán, sem gerði uppreisn. Engin getur séð fyrir afleiðingar þessara staðreynda, jafnvel þeir, sem þekkja til í Kína, segjast ekki geta spáð neinu um það. En vafalaust gerir það þjóðina í heild enn sterkari; enn voldugri þegar hún brýtur af sér herfjöturinn .. Ólafur þagnar við, horfir framundan sér sem fyrr, þungt hugsi. Mér verður enn litið á myndina fyrir framan mig, af kínverska múmum. Og nú fyrst renni ég gmn í hversvegna Ól- afur Ólafsson kristinboði lagði hana þarna, með þeim orðum, að hún ætti að verða einskon- ar táknrænn bakgrunnur þessa samtals við hann sjötugan. ; íþréfflr — Framli. af bis 2. um til framdráttar. Oft hafa knattspymumenn Yesfmanna- eyja orðið mér til vonbrigða. Þeir ættu að geta ruíð mun Iengra, og geta það, — strax og full eining næst. — jbp. Yfirlýsing frá íþróttaforust- unni f Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum 11. ág. 1965 „Vegna rætinnar greinar, er birtist á íþróttasfðu dagblaðsins Vfsis hinn 4. ágúst sl., þar sem fullyrt er að djúpstæður ágrein ingur og allt að því skálmöld ríki á milli íþróttafélaganna hér í Eyjum, viljum við taka fram eftirfarandi: Greinin er hreinn óhróður um íþróttahreyfinguna og fþrótta- forustuna hér í Eyjum, svo og Vestmannaeyinga yfirleitt, þar sem áhugi manna á knatt- spyrnuíþróttinni er mjög al- mennur hér. Við teljum greinina birta að lítt athuguð máli og virðist hún sízt af öllu vera jákvætt fram- lag til íþróttanna. Grein sem þessa teljum vér algera óhæfu og óverjandi að birta hana á opinberum vett- vangi, án þess að leita fyrst upplýsinga frá forráðamönnum íþróttamála hér í Eyjum. Greinarhöfundur telur sjúk- legan félagsríg einu ástæðuna fyrir því, að Vestmannaeying- ar séu ekki þegar komnir í 1. deild. Knattspyrnuráð l.B.V. hef ur frá upphafi valið kapplið 1. B.V. og hefur ávallt verið full samstaða milli félaganna um störf ráðsins. Teljum við því greinina ómaklega árás á þá á gætu menn, sem ráðið skipa. Að öðru leyti hirðum við ekki um að elta ólar við hið miður þokkalega efni greinarinnar, en vísum því heim til föðurhús- anna. Grein þessi verður send öll- um dagblöðunum f Reykjavfk. Stjórn Iþróttabandalags Vest- mannaeyja Stjórn Knattspymufélagsins Týr Stjórn íþróttafélagsins Þór“. Geysileg — Framhald at bis. 16. stað. Á stöðum eins og á Ak- ureyri, en þar var hundraðasta sýningin á „Ævintýrinu", voru haldnar fjórar sýningar og einnig á fsafirði. Sýningar voru eins og áður er sagt í öllum stærstu húsum úti á landi eða þar sem hægt var að koma fyrir leiktjöldum með góðu móti en til sýninga á leikritinu þarf stærstu hús vegna þess hvað það krefst mikils sviðsútbúnaðar. Ráðgerð hefur verið sýning- arferð á „Ævintýrinu" um Suð- urland og Snæfells- og Borgar- fjarðarsýslur í september f haust. Frh af bls. 16: j sem hann ók, er blaðinu ekki ; kunnugt um, en þó mun það ; elnnig vera talsvert, að þvf er 1 lögreglan taldi. • Þegar lögreglan tök manninn | fastan f Ártúnsbrekkunni f nótt ! virtist hann vera mjög ölvaður. i Hann neitaði og að segja til nafns ! síns. Eftir að blóðsýnishom hafði ; verið tekið af honum var hann ' fluttur í fangageymslu og bíður ; þess að þurfa að gera betri skil á | verknaðí sínum. Rannsóknarlögreglan sagði að 1 bæði í þessu tilfelli og fjölmörg- ; um áþekkum tilfellum áður hefðu j ðkumenn bifreiða orðið lögregl- s unni að ómetanlegu liði með því I að hjálpa til að stöðva hættulega i menn í akstri. Fyrir þessa aðstoð ættu hlutaðeigendur þakkir skild- ;ar. _________ ¥afnsskortur — '• a) nK i upp úr jörð'inni. Vatnsveitan í Hafnarfirði hefur því f hyggju að tengja stokk úr þeim upp- sprettum við aðalbmnnhúsið, og auka vatnsmagnið á þann hátt. Það vatn sem þar kemur upp hefur til þessa runnið í upp’istöðulón, en vegna þurk- anna hefur vatnsmagnið í lón- inu einnig minnkað mjög vem- lega. Það er alvanalegt að vatns- magnið minnki nokkuð yfir sumartímann, en yfirleitt hefur ekki komið til vatnsleysis af þeim sökum. Undir veturinn eykst vatnsmagnið svo á ný. Þurrkar þessir kunna e'innig að hafa áhrif á vatnsmagr.ið í Gvendarbrunnum, ef þeir eru langvarandi, en þar sem Vatns veita Reykjavíkur hefur tvo vatnstar.ka ætti nægdc-gt vatn að geta safnazt þar saiv>=n yf- ir nóttina, svo enn er eldd á- stæða að óttast vatnsleysi f Reykjavík. reji

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.