Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 14.08.1965, Blaðsíða 16
» Bítlaplata setur sölumet Hin nýja plata sem unglinga- hljómsveitin vinsæla „The Beatles“ sendi frá sér nýlega hefur sett sölumet hér á Iandi. í hljóðfæradeild Fálkans seldust tvo fyrstu dagana rúmlega 500 eintök og eru það mun betri viðtökur en nokkur önnur hljómplata, íslenzk eða erlend, hefur hlotið hér á landi. Sala á þessari plötu hófst hér á landi sama dag og í Bret- landi. Fátt er að frétta af smyglmál- inu síðan í gær. Jóhann Níels- son fulltr. Sakadómara, Bragi' Steinarsson, fulltr. saksóknara og réttargæzlumenn eyddu mikl um hluta dagsins um borð í Langjökli og gerðu eigin rann- sóknir á skipinu og þeim stöð- um, sem varningurinn hafði ver ið falinn á. Gerðu þeir svo nefnda vettvangsrannsókn, mynduðu ýmsa staði og gerðu lýsingu á þeim. Játning er nú‘ komin fyrir nokkru magni af áfenginu og var raunar komin í fyrrakvöld. Rannsóknarlögreglan vinnur einnig að söfnun gagna í málinu. Langjökull hefur enn ekki verið leystur úr farbanninu og sagði Ólafur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Jökla h.f., að dag- urinn hjá skipinu væri reiknað- ur á 50:000 krónur. En það Framhald á bls. 13. Geysileg aðsókn að„Ævintýrinu Hátt á annaö hundrað manns þurftu oft frá að hverfa Einn af öðrum koma nú leik- flokkamir, sem hafa farið út um land í leikför aftur til borg- arinnar. í fyrri viku kom leik- flokkur L.R., sem hefur sýnt Ævintýri á gönguför á 34 stöð- um viðs vegar um landið. Blaðið hringdi á dögunum til Sveins Einarssonar leikhús- stjóra og spurði hann tíðinda af ferð leikflokksins. Kvað Sveinn leikflokkinn hafa farið og sýnt „Ævintýrið" á Austur-, Vestur- og Norður- landi við mjög góða aðsókn. Víðast hefðu vérið troðfull hús og á mörgum stöðum varð ^ fjöldi manns frá að hverfa. Oft hefði þurft að visa frá hátt á annað hundrað manns en alveg hefði verið farið eftir ferða- áætluninni og sýningarfjöldi því takmarkaður á hverjum Framh s bls 6 • • Okufantur nandsam- aður eftir eltingaleik í fyrrinótt barst lögreglunni í Reykjavík tilkynningu um glanna-1 legan akstur manns nokkurs sem ; var í bílaleigubil á götum borg- j arinnar. Lögreglan brá þegar við og fór j á stúfana í leit að ökumanninum, j en hann tók á flótta í farartæki sínu og 'ætlaði að komast út úr bæninn. En þá komu ökumenn annarra bíla lögreglunni til hjálpar eins og þeir hafa oft gert áður og gátu króað ökufantinn inni í Ár- túnsbrekkunni og þar handtók lögreglan hann. Þá var klukkan að verða 2 eftir miðnætti. í akstri sínum um götur Reykja víkur hafði ökufanturinn ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðir sem stóðu við húsasamstæðuna nr. 40 og 42 við Gnoðarvog og beygiaði báðar og skemmdi. Hve mikið hann hefur skemmt farartækið Framh. á 6. síðu. Minkahundarnir tveir sem standa tjóðraðir í Brokey. Þeir eru mjög grimmir en ágætir til að vinna ó minlrnnm nc»fo cin íofmral niíiiir í tinlnr offír hnnnm bnir pm spffaíiir frá Parlcpn fí.iósm Vfll- á minknum, grafa sig jafnvel niður í holur eftir honum. Þeir eru ættaðir frá Carlsen. (Ljósm. Val- geir J. Emilsson). Blóðgrimmir hundar bezta ráðið gegn minkaplágunni Myndin sem hér birtist af tveimur grimmum minkhundum var fyrir nokkru tekin vestur í Brokey á Breiðafirði. Bændurn- ir þar hafa hlunnindi af dún- Stekju, en þeim gæðum ógnar nú sívaxandi minkamergð. Vil- hjálmur bóndi í Brokey segir samt að með minkhundunum sé greinilegt að halda megi stofn inum niðri. Hundamir eru svo grimmir, að hreint ekki er hægt að láta þá ganga Iausa og eru þer geymdir tjóðraðir hjá bæn- um. Þeir leita minkinn uppi hvar sem hann er. Nú í vor voru ellefu minkar drepnir í Brokey og 14 í næstu eyju, Rifgirðingunum. Vilhjálm ur telur að enginn vand'i væri þannig að halda minkinum niðri ef hann sækti ekki stöðugt ofan af ströndinni og út í eyjar. Væri nauðsynlegt að framkvæma minkahreinsun á Skógarströndinni, því að þar virðist allt morandi í minki. Vilhjálmur gat þess við fréttamann Vís'is, að svo virtist sem fuglinn væri farinn að læra mikið betur en í fyrstu að varast minkinn, þann'ig muni náttúran alltaf aðlagast. Fyrst þegar minkurinn kom þarna var stundum hroðalegt um að lit- ast í æðarvarpi. minkurinn drap fuglinn þá í hrönnum. En síðan ber ekki eins mikið á því. Hætt er þó v’ið að minkurinn fæli fuglinn eitthvað burtu. HÓLAHÁTÍÐIN ER Á MORGUN Hólafélagið gengst fyrir Hóla- hátíð á sunnudaginn kemur að Hólum í Hjaltadal. Hefst hún klukkan tvö með messu i Hóla- kirkju. Biskup Islands, herra Sig- urbjörn Einarsson prédikar. Séra Bjöm Bjömsson prófastur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Glaumbæj- arprestakalls annast sönginn undir stjóm Jóns Bjömssonar. Stuttu eftir messu flytur hr. Þórarinn Björnsson, skólameistari á Akureyri, erindi í kirkjunni. Haldinn verður aðalfundur Hóla- félagsins þennan dag að Hólum. Karlakórinn Feykir í Blönduhlíð svngur nokkur lög úti undir stjórn Árna Jónssonar. Til ágóða fyrir starfsemi Hóla- félagsins, en hún skal stefna að kirkjulegri endurreisn Hóla, verður skyndihappdrætti á staðnum þennan dag. Stærsti vinningurinn er farmiði á fyrsta farrými Gull- foss i 16 daga vetrarferð, frá Reykjavík til Hamborgar, Kaup- mannahafnar, Leith og Reykjavík- ur. Búið er í skipinu meðan dval- ið er í höfnum. Daglegur kostnað- ur innifalinn, eftir venjulegum reglum skipsins í vetrarferðum. Vinningurinn er 6500 króna virði. Auk þess eru ýmsir aðrir góðir vinningar á boðstólum. Verð hvers miða er aðeins 20 krónur. Til sölu verður einnig hið nýja, fallega Hólamerki úr silfri, með áþrykktri mynd af fremri hluta kirkjunnar ásamt turni, og ietrað á merkið: Heim að Hólum. Ennfremur verður merki dags- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.