Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 12.04.1966, Blaðsíða 5
- pnopHiagnr i2. apnr istoj. 5 Vikingaprinsessan. FUNDUR MEÐ LÆKNUM I DAG Enginn óffi — Frarnh. af Dls 16. tammk í bátana innan hálftíma, eins og allt væri þaulæft. Ég vil gjaman að það komi fram að Nbrðmennimir sem em um 70 af áhöfninni stóðu sig allir af einstakri prýði og það hefur sannariega verið gaman að vinna með þessum mönnum í þau 4 ár sem ég hef verið á skipimr". Það er að segja af Víkinga | prinsessimni og farþegum henn-; ar að fjölmörg skip urðu elds- ms vGr og komu til bjargar. I EaTþegar voru í þetta sinn 235 I og?áhöfnin 273, þar af 67 Norð- menn, 106 ítalir, sem unnu allir S við þjónustustörf um borð. Far- þegar vom állir bandarfskir. | Fyrstu neyðarskeytin frá Vík ! ingaprinsessunni vom send út 1 kL 1.44 um nóttina. Þá var I þetta myndarlega 16 ára gamla , skip 12700 brúttó tonn að stærð statt milli Kúbu og Haiti á leið i til Miami I Florida. Fyrst I stað ' varð misskilningur milli skipa ! hvað á seyði var og sum skip- 1 anna í nágrenninu héldu að vandræðin væru um borð i tank skipi frá Líberíu. Bandaríska strandgæzlan komst þó að hinu sanna og kom skilaboðum til skipanna í grenndinni. Þýzka skipið Cape Norte tók 376 manns um borð úr hinu brennandi skipi, olíuflutninga- skipið Navigator frá Liberíu 81 mann og kinverskt flutningaskip 13, þar á meðal Thoresen skip- stjóra og þá menn sem síðast- ir gengu frá borði. Var siglt með þetta fólk til Guantanamo á Kúbu þar sem bandaríska her stöðin er. Bandaríska fólkinu var þaðan komið heim til sín en margt af þvi var enn grímuklætt _ eftir dansleikinn og hefur það líklega verið einkennileg heimkoma. Reynt var eftir megni að bæta úr klæðleysi fólksins, og gaf Rauði Krossinn í Miami áhöfn- inni t.d. ítölsku sjómönnunum kakíföt ,en sumir þeirra sem komu inn í flugstöðina í Kefla vík voru þó aðeins á skyrtuboln um með Loftleiðateppi sveipuð um sig. Þær fréttir hafa borizt, að að- eins tveir hafi látizt í eldsvoða þessum, aldrað fólk, sem lézt af völdum hjartameins. Þykir mönnum að björgunin hafi tek- izt sérlega vel, en skipsbrunar eru hroðalegustu slys, sem menn þekkja til, enda eru ljót- ustu dæmin um slys um ýmsa skipsbruna, sem orðið hafa á undanfömum árum. I gæ'r fréttist, að skip hefði náð að koma dráttartaug í Vík- ingaprinsessunni og var nú á leið með hana til hafnar. Að lokum má geta þess að í gær kom síðari hluti áhafnar- innar, norski hlutinn, með Loft- leiðum frá New York á leið til Osló. Flugfarþegar — Framh. at bls. 16 aukaferðir suður og aukaferðir áætlaðar í dag. Gekk flugið vel yfir páskana og flugvellir allir opnir, nema hvað flugvöllurinn í Vestmannaeyjum lokaöist í gær. Hann opnaðist aftur í morgun og voru farnar þrjár aukaferðir til Vestmannaeyja í morgun til að sækja ferðafólk, sem beið þess að komast til Reykjavikur. Umferðin var mikil á landi, alls staöar þar sem bílfært var þ.e.a.s. um sunnan og suð-vest anvert landiö. Fært var stórum bílum austur í Öræfi og lagði nær 30 bíla lest upp frá Kirkju- bæjarklaustri á föstudagsmorg- un og komust allir bilarnir aust ur yfir og í Öræfin. Var þarnaJ um að ræða 15 háfjallabíla, þarl af 7 með stóra farþegahópa, um 10 jeppa, vörubíl og trukk. Gekk þeim ferðin vel austur yf- ir sandana og urðu ekki telj- andi tafir viö ámar. Tveir far- þegabílar festust þó i sand- bleytu í einni ánni en náðust strax upp. Vörubifreiðin átti í nokkrum erfiðleikum í ánum en komst þó yfir en er hún var komin yfir ámar brotnaði öxull og varð að draga hana það sem eftir var leiðarinnar. Munu far- þegar í þessum bílum hafa ver ið yfir 200 alls og viðraöi vel á þá í Öræfunum, glampandi sól á föstudag og páskadag. Héldu flestir vestur á bóginn aftur á páskadag. •• Olvun — Framhald af bls. 16. að senda hann á sjúkrahús, eft ir að gert hafði verið til bráða- birgða að sárum hans i Slysa- varðstofunni. Aðfaranótt föstu dagsins langa var maður á gangi um Borgartún og bar þar bíl að, kvað hann þá sem í bílnum voru, fimm talsins hafa dregið sig inn í hann gegri vilja sínum en er þeir skipuðu honum aö fara út aftur á móts við Mið- tún, þóttist hann sakna peninga veskis síns og taldi þá fimm- menninga valda aö hvarfinu. Kærði hann hvarf veskisins til lögreglunnar, en ekki hafði hann veitt athygli númerinu á bílnum Seinna um nóttina var hand- tekinn maður, sem rænt hafði mann er lá ofurölvi á Suðurgöt- unni. Sjálfur var ránsmaðurinn ódrukkinn, en hann hefur áður reynzt ólánssamur I atferli sínu. Á föstudaginn langa héldu menn nokkum veginn frið. Alvarlegasta ölvunartilfellið þessa daga komst þó upp í sam bandi viö slys, sem varð um borð í Brúarfossi á laugardags- morgun. Þar meiddist maður á fæti við uppskipun, Guðbjöm Ás geirsson, Ásgaröi 63, en þegar að var komið, reyndist vindu- maðurinn talsvert ölvaður og tók lögreglan hann í vörzlu sína og má kallast mildi, að ekki hlauzt þó af alvarlegra slys. Tengt þessum ölvunarmálum öllum má svo telja það, að lög reglan hafði hendur í hári leigu bílstjóra nokkrum, sem var á leið austur í Þorlákshöfn með há tíðarhressingu handa sjómönn- um þar — en nokkur brögð munu hafa verið að undanfömu að slíkum þorstasvölunarferð- um bílstjóra þangað, að sjálf- sögðu í fullri óþökk formanna og útgerðarmanna. Kvikmynd — Framhald af bls. 1. miklu leyti, sem þvl verður við komið, búningar að vísu fornir í sniðum — og eins verður um kóngsgarðana tvo, sem smíðað- ir verða í Danmörku, en fluttir hingaö. Það verður Lundgren, sem frægur er fyrir þann þátt sinn í snilldarverkum Ingim. Bergman’s, sem sér um „um- gerð“ kvikmyndarinnar og sagði Gabriel Axel að forðast yrði aö beita sterkum áhrifa- meðulum, litum yrði í hóf stillt eftir megni, tónlist yrði mjög takmörkuð, öll áherzla lögð á leikinn. Byrjað verður hér á töku myndarinnar 18. júlí, en henni á aö vera lokið úti í Stokkhólmi fyrir jól. Ekki vildi Gabriel Axel láta að öllu leyti uppskátt hvar myndin yrði tekin hér, nema hvað mikill hluti hennar yrði tekinn við Hljóöakletta og norð- ur við Jökulsá — kvaðst ekki þora að segja-meira af ótta við þýzku Níflungana! Ekki vildu þeir, hann og Benedikt, heldur Iáta uppskátt um aðra íslenzka leikara en 30 hesta, flesta gráa og alla stórvaxna, sem þó munu ekki enn komnir á undirritaðan /samning. Olfur einn leikur í myndinni, og er enn óráðið hvaðan úr heimi hann verður fenginn, og mun við þurfa bráðabirgðalög frá Alþingi fyrir innflutningi hans. Þá mun og verða að fl$rija inn eikina, þar sem Hagbarður hinn rússneski verður hengdur. Tvær mann- skæöar orrustur verða háðar, sú fyrri á Norðurlandi, en úrslita- orrustan „einhvers staðar" á Suðurlandi. Gabriel Axel ferðaðist hér um í þrjár vikur sl. sumar til að at- huga staði til kvikmyndatök- unnar og lét hann svo um mælt að eins stórfenglegt umhverfi til þeirra hluta hefði hann aldrei séð. Að þessu sinni var framkv. stjóri Asa Film Studio í för með honum, ^n héðan halda þeir I dag til Moskvu til samninga við Hagbarð Fundur verður haldinn f dag með Launamálanefnd fjármála- ráðuneytisins og Launanefnd lækna, en hana skipa launa- nefnd Læknafélags Reykjavíkur auk þriggja kosinna nefndar- manna. Til umræðu á fundinum verður áfram della sjúkrahús- læknanna átján, sem sagt hafa upp störfum sínum hjá Land- Bridge — Framhald af bls. 16. 4- 2, Gunnar Hannes 4-2 og Agnar vann Ólaf 5-1. 4. umferð: Benedikt vann Ólaf 5- 1, Agnar vann Hannes 6-0 og Hall ur vann Gunnar 6-0. 5. umferð: Benedikt jafn Gunn- ari 3-3, Hallur vann Agnar 4-2 og Ólafur vann Hannes 6-0. Úrslit í meistaraflokki urðu þvl þessi: 1. sveit Halls Símonars. BR 21 st. 2. — Benedikts Jóh. BR 20 — 3. — Gunnars Guðm. BR 19 — 4. — Agnars Jörgenss. BR 17 — 5. — Ólafs Þorsteinss. BR 8 — 6. — Hannesar Jónss. BAK 5 — í 1. flokki var keppt í tveimur riðlum og fóru leikar þannig: A-riðill 1. sveit Böðvars Guðm. BH 34 st. 2. — Torfa Ásgeirss. TBK 32 — 3. — Ásgerðar Einarsd BK 24 — 4. — Kristjáns Andrés BH 23 — 5. — Þórhalls Þorst. BDB 22 — 6. — Guðrúnar Bergs BK 21 — 7. — Gests Auðunss. BKN 7 — 8. — Tyrfings Þórarins BR 5 — B-riðlll 1. sveit Aðalst. Snæbj. BDB 32 st. 2. — Kristjönu Steingr BK 24 — 3. — Alberts Þorst. BDB 22 — 4. — Eggrúnar Amórs BK 21 — 5. — Gunnars Sigurj. BKN 21 — 6. — Ragnars Karlss. BH 17 — 7. — Óskars Jónssonar BS 16 — 8. — Ármanns Láruss BKó 15 — Sveitir Böðvars og Aðalsteins munu spila í meistaraflokki næsta ár. I íslandsmeistarasveitinni eru auk Halls, Eggert Benónýsson, Stefán Guðjohnsen, Símon Slmonarson, Þorgeir Sigurðsson og Þórir Sig- urðsson. spitalanum. Á þessu stigi máls ins er ekki unnt að greina frek- ar frá efni deilunnar, en búlzt er vlð daglegum fundum fram eftir vikunni f leit að samkomulagi. Á meðan starfa þeir læknar, sem sagt höfðu upp störfum á sjúkrahúsinu, samkvæmt sér- stakri heimlld, er yfirlæknum var veitt til þess að kveðja þá á vettvang til elnstakra læknis- starfa. Framboðslisfi Framsóknar- flokksins Á skírdag var birtur listi Fram- sóknarflokksins til borgarstjómar- kosninga í Reykjavík. Efstu sætin skipa þessir menn: Einar Ágústsson, bankastjóri, Kristján Benediktsson, kennari, Sig ríður Thorlacius, Óðinn Rögnvalds son, prentsmiöjustjóri, Guömundur Gunnarsson, verkfræöingur, Gunn- ar Bjamason, leiktjaldamálari, Kristján Friðriksson, forstjóri, Daði Ólafsson, bólstrari, Halldóra Svein björnsdóttir, bankagjaldkeri, Rafn Sigurvinsson, flugvallarstarfsmaö- ur, Gísli Isleifsson, hrl., Dýrmund- ur Ólafsson, póstfulltrúi, Þröstur Sigtryggsson, skipherra, Einar Ey- steinsson, verkamaður og Bjarni Bender, yfirþjónn. Fósfbræður — Framhald af bls. 1. var ekki neinn gróinn svörður nálægur, aö þeir gætu gengiö undir jarðarmen — en ekkert því til fyrirstööu að þeir vektu sér blóð, hvað þeir og gerðu af miklum garpskap, en með því að þeir töldu óviðeig- andi að láta blóð sitt blandast á gólfábreiðunni, létu þeir þaö renna saman í ílát, blönduðu í viskýi og drukku síðan. Var sú athöfn áhrifamikil, en svo kom að þeim fannst fóstbræöralags- svardaginn fullgildur orðinn, hættu þá blóðviskýdrykkjunni og hugðust stöðva blóðrennslið — hvað þó ekki tókst fyrr en seint um síöir uppi í Slysavarð- stofu. ---------—----------t—------------------— Móðir mín, tengdamóöir og amma, ÞÓRUNN J. HANSSON, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 13.30. Guðbjörg og Þór Sandholt. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi GÚSTAF B. SIGURÐSSON, Heiöargerði 106 verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. apríl kl. 3 síðdegis. Blóm vinsamlegast afbeðin. Svala Eggertsdóttir Bára Gústafsdóttir Sigurður Gústafsson Helga Vilhjálmsdóttir og bamabörn. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN HÖFUM TIL SÖLU: 3ja og 4ra herb. ibúðir tilbúnar undir tréverk og málningu, öll sameign fullkláruð. Verð 3ja herb. íbúða 630 þús., verð 4ra herb. 730 þús. 3ja herb. fbúö í Vesturbænum. Verð 750 þús. 5 herb. íbúð í Vesturbæ. 2 stofur og 3 svefnherbergi. Glæsileg 5 herb. íbúð í Vesturbæ. 5 herb. risíbúö i Hlíðunum. 5 herb. íbúð í Hliöunum, bilskúrsréttur. 4ra herb. íbúð f Hlíðunum, sér hiti, sér inngangur. Glæsileg 6 herb. íbúð og bílskúr í Álfheimahverfi. 2ja og 3ja herb. íbúðir á sömu hæð, sér garður fylgir íbúð- unum Hentugt fyrir 2 fjölskyldur, sem vilja vera saman. 4ra herb. íbúð f gamla bænum. Verð 650 þús. 5 herb. íbúð i gamla bænum. Verð 750 þús. Ennfremur iðnaðarpláss í borginni og í Kópavogi. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12. Símar 14120 og 20424. Kvöldsími 10974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.