Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgefandi: BlaOaðtgðfaa VISIR Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðsteðarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjöran Jönas Kristjðnsson Þorsteinn ö. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldör Jönsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (S linur) Áskriftargjald kn 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. „Stöðugt niður á við" j jVfikið er Þjóðviljinn búinn að gorta af „sigri“ Alþýðu bandalagsins í borgarstjórnarkosningunum. Aðrir V hafa þó sýnt fram á það með tölum, sem ekki verða i vefengdar, að kommúnistar unnu ekkert á, þegar á / heildarúrslitin um land allt er litið. Þeir bættu að J vísu við sig nokkru atkvæðamagni í Reykjavík, mið- ) að við síðustu kosningar, en það breytir ekki þeirri ] staðreynd, að flokkurinn er í afturför og hefur verið 1 ( það síðari árin, þrátt fyrir allar nafnbreytingar og til- ( raunir í þá átt, að hylja hina réttu ásýnd hans. / Frjáls þjóð hefur það eftir Einari Olgeirssyni á ) fundi í Lídó 13. þ.m. að „síðustu árin hefði leið vinstri ( samtakanna legið stöðugt niður á við“. Nefndi hann ( því til sönnunar, að í borgarstjómarkosningunum I 1949 hefðu vinstri samtökin fengið 39% atkvæða. Ár- ) ið 1956 — þegar hið svonefnda Alþýðubandalag var ) stofnað 24% atkvæði; og nú 1966 aðeins 20% atkvæða j „og mætti kallast vel sloppið“, bætti Einar við. Ekki \ virðist hann vera bjartsýnn á framtíð flokksins, enda ( sagði hann líka, að halda þyrfti vel á spöðunum, ef / fylgið ætti ekki enn að minnka stórlega. ii Annar maður, Þorvaldur Þórarinsson, bar fram til- ( lögu um að fundurinn lýsti áhyggjum sínum yfir ( „óförum Alþýðubandalagsins í síðustu bæjar og borg- / arstjórnarkosningum“. Ekki hefur hann séð neinn ) „stórsigur“ í útkomunni. Skoðanir eru því ærið skipt ) ar innan flokksins um þettá eins og flest annað, þó að \ þeir sem ráða yfir Þjóðviljanum, segi að allt sé í sátt (( og samlyndi. Allir, sem málum eru vel kunnugir, segj- i( ast eins geta átt von á að allt springi, jafnvel fyrir /( haustið. ) Svo er helzt að skilja á Frjálsri þjóð, að kommún- ( istar eigi það Þjóðvarnarmönnum að þakka að flokkn ( um var forðað frá fylgishruni. Er raunar harla undar- / legt, að það blað skuli enn koma út og telja sig mál- ) gagn flokks, sem löngu er úr sögunni. Leifar hans eru ) horfnar til kommúnista og Framsóknar, eða heim til ) föðurhúsanna aftur, því þaðan var þetta fylgi, sem flokksnefnan hafði. V En það er eflaust rétt, að kommúnista munaði tals- ( vert um þessi atkvæði og hefðu þeir ekki fengið þau • mundi útkoman hafa orðið fylgistap. Þjóðviljinn hef ] ur því sannarlega ekki af miklu að státa. Engin skyn samleg rök mæla með því, að kommúnistar eigi vax- andi fylgi að fagna með íslenzku þjóðinni. Þvert á ( móti bendir allt í þá átt, að þeir haldi áfram að tapa, „að leiðin liggji stöðugt niður á við“, eins og Einar h Olgeirsson segir. )) V1 s IR. Miövikudagur 22. júní 1966 KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI I stað sólarstreitu gultur veldur ofáti í sóldýrkun eins og ööru. Dýrkun sólar innar er oröin ein helzta sumar iöja íslendinga, lfklega vegna þess að sumarið er svalt hér og tækifærin eru fá til sóldýrk- unar. Oft verður hún aö æði, sem getur fengið á sig brosleg ar myndir, eins og í dæminu um fslenzka ferðamannahópinn, sem varði Rómarvist sinni ein- göngu til sólbaða. Nú er sóldýrkun saklaus og næsta meinlaus iðja, ef hún er stunduð í nægu hófi til að forö ast húðkrabba og sólsting, og ó- þarfi að Iasta hana sem slíka. En hitt er atriði til ábendingar, að næsta algengt er oröið, aö fólk hafi ekki aðra hugsun um sumarleyfi en að verja þeim í sólböð. Vissulega eru sólböð slak- andi og því gagnleg fyrir borg- arbúa nútfmans, sem margir eru haldnir ólæknandi streitu í bar- áttu hins daglega lífs. En, þaö bætist aðeins ein streitan við allar hinar, þegar menn vakna á hverjum morgni í ofvæni um sól eða ekki sól. Mönnum hætt- ir til að gleyma því, að surpar- leyfi gefur margvíslegá' aðra möguleika til aö lækna streitu. Sókn í sól og hita á mikinn þátt í kapphlaupi Islendinga i sumarleyfi til suörænna staða eins og Mallorka og Kanaríeyja sem bjóða sól og hita og góða hótelþjónustu, en ekkert f ram yfir það. Full ástæöa er að vor- kenna þeim, sem aldrei hafa ferðazt lengra innanlands en til Akureyrar, en þekkja hvem krók og kima í hótelum hinna suðrænu eyja. Þeir hafa leitaö langt yfir skammt of oft. JJve margir Islendingar hafa komið á stáði eins og Homa fjörð, Hallormsstað, Hólma- tungur viö Jökulsá, Álftavatn, eða í Bæjarstaðaskóg, f rfki hinn ar Ijóðrænu feguröar? Margir hafa farið þangað, en fáir hafa stanzaö. Þessir staöir og marg- ir fleiri eru hver um sig þess virði, að menn verji þar heilu sumarleyfi. Þar má eyða streitu á skömmum tíma með því að stunda gönguferðir, — eða liggja bara í leti. En þessir rómantísku gróður- staðir em ekki hið eina, sem náttúran á íslandi hefur upp á að bjóða. Útlendingar hafa opn- að augu manna hér fyrir hinni sérstæðu fegurð, sem felst í auönum, fjöllum og jöklum þessa lands. Þeir sem vilja kynnast henni heima í hæginda stólnum til að byrja með, ættu að ná sér í eintak af bók Frakk ans Samivel, „Gull íslands." Sú bók er einkar vel fallinn til að opna augu okkar fyrir hrjóstr- um landsins, sem fella útlend- inga í stafi. í náttúm íslands er fjölskrúð ugt fuglalíf. Ég minnist greinar í einu dagblaöanna fyrir skömmu, þar sem sagt var frá ferð fuglaskoðunarmanna til landsins. Þeir fengu rigningu mestallan tímann, en samt áttu þeir ekki orð til að lýsa gleði sinni. Áhrifamest var þó mynd in af öldruðum brezkum fugla- skoðara. Hann stóð þar blautur og hrakinn I rigningunni, en andlit hans Ijómaði af alsælu. Þar var maður, sem ekki var haldinn streitu. • Það er fleira en náttúra lands- ins, sem gefur mönnum kost á ógleymanlegum sumarleyfum. Á landinu eru tugir kaupstaða og kauptúna, sem öll hafa sín forvitnilegu sérkenni. Hve marg ir skyldu hafa látið sér detta svo skynsamlegt í hug að dvelj- ast um tíma i einum slíkum bæ, skoða mannlífið, og hitta fólk í þeim mæli, sem ekki er hægt að gera í borgum á stærð við Reykjavík, þar sem enginn þekkir annan. JJvort sem menn vilja kynn- ast gróðrinum, hrjóstrun- um; fuglunum eða mannlífinu, geta menn gert það á einfaldan og ódýran hátt. Við vandaðan tjaldbúnað geta menn haft það verulega þægilegt, hvar sem er á landinu, þótt sól skfni ekki alltaf í heiði. Það þarf aðeins að kunna að láta fara vel um sig í tjaldmennskunni. Margir kjósa þó frekar að búa á hótelum og þar er einn stærsti vandinn f ferðamálum landsins. Það er einmitt von, að það freisti manna að geta Iifað á 2 flokks hótelum á Mallorka fyrir sama verð og á 10. flokks hót- elum á fslenzku landsbyggðinni. En það eru líka til sæmileg hót el úti á landi, eins og t.d. sumar- hótel Ferðaskrifstofunnar. Þeir, sem hafa efni á þriggja vikna dvöl á Kanarfeyjum, hafa áreið anlega eins efni á þriggja vikna dvöl á sæmilegu íslenzku sumar hóteli. Og þeir fá miklu meiri gleði og slökun í sumarleyfinu, ef nauðungarhugsunin um sól og hita spillir ekki fyrir. Hér er hluti af einni myndinni í bók Samivels: „Gull íslands". Hún er tekln úr lofti niður í Þjórsá, þar sem hún renur til sjávar. Botn árinnar er allur í hryggjum og sést greinilega gegnum grunnt vatniö. Þetta er eitt af mörgum sérkennilegum „mótívum“ í bók Samivels.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.