Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 15
V1SIR . Miðvikudagur 22. júní 1966 n 15 CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN KVIKMYNDASAGA TÓNABIÚ „Það er einmitt þess vegna, sem ég vil að hún komi aftur. Ég verð að koma henni í skilning um það í eitt skipti fyrir öll, að það er ég einn, sem ræð hér um borð“. Þeir luku skákinni, og Anton Korff tapaði henni af ásettu ráði, til þess að gamli maðurinn kæmist ekki aftur í slæmt skap. Þegar hann kom aftur að máli við Hildu í gistihúsinu, skýrði hann henni sem greinilegast frá öllu saman. Það leit út fyrir að sigurinn yrði torsóttur — gamli maðurinn krafðist þess íð hún kæmi aftur um borð, eingöngu til þess að hann gæti kúgað hana til hlýðni við sig. Og þ^r sem Hilda hafði tekið sína ákvörðun ,hlaut hún að standa við hana og láta kylfu ráða kasti. Jafn- vel Anton Korff var þeirrar skoð- unar nú. Þegar hann kom enn um borð, skýrði hann gamla mannin- um svo frá, að hjúkrunarkonan harðneitaði að vera í þjónustu hans stundinni lengur; vildi ekki einu sinni taka við þeim launum, sem hún ætti inni. Gamli maðurinn leit athugandi á ritara sinn, lygndi síðan aftur augunum og spurði lágum rómi: „Okkar á milli, Korff, .... reynd- irðu að múta henni til að koma aftur um borð?“ „Það gerði ég, herra minn“. „Hvað bauðstu henni mikið?" „Ég nefndi ekki ’neina ákveðna upphæð. Lét einungis í það skína“, svaraði Korff. „Og hún neitaði?" „Ég held að hún hafi álitið það móðgun við sig, að ég skvldi gefa sllkt í skyn“. „Ekkert annað en látalæti, dreng ur minn. Sagðirðu henni að við létum f haf í kvöld?“ „Auðvitað". „Þá verður þetta í lagi. Hún kemur, vertu viss ...“ „Það held ég einmitt ekki“. „Eigum við að veðja?“ \ „Þér munduð áreiðanlega tapa því veðmáli. Ég komst að því að hún hafði spurzt fyrir um flug- ferðir“. „Fari hún þá til fjandans. Ég vil ekki heyra frekar á hana minnzt. Við látum úr höfn strax þegar vatnsgeymamir hafa verið fylltir. Þú mátt fara“. „Ég verð í klefa mínum. Þarf að ganga frá'nokkrum bréfum. Ef þér þurfið eitthvað á mér að halda ..“ „Allt í lagi“. Gamli maðurinn sneri stólnum, til merkis um að hann hefðj ekki meira við ritara sinn að tala. Hann lagðist út af á bálk sinn og sötraði vískýblöndu. Hann varð að finna einhverja viðhlítandi lausn og það innan stundar. En tíminn leið og hann fann enga leið út úr ó göngunum. Það gilti einu frá hvaða sjónarmiöi hann athugaði vandamál ið, það virtist óleysanlegt. Um fimmleytiö var lokið við aö Anton Korff var í þungum þönk- um þegar hann gekk inn í klefa sinn. Ef Carl Richmond hafðist ekkert að, var taflinu endanlega lokið. Hilda hafði teflt svo djarft, að þá kom hún ekki lengur til greina. Og það var enginn tími til að leita uppi aðra, sem gæti tekið að sér hið erfiða hlutverk, sem hann hafði þjálfað hana undir af sömu kostgæfni og nákvæmni og leikstjóri, sem valið hefur leikkonu í vandasamasta aðalhlutverkið, er hann veit að sjónleikurinn stendur eða fellur með. fylla vatnsgeyma skipsfns. Anton Korff varð að beita sjálfan sig valdi til að hafast ekkert að. Um borð ríkti uggvænleg kyrrð. Og þá gerðist það, að Carl Ric- hmond lét kalla hann inn í klefa sinn. Anton Korff létti ósegjanlega þegar hann sá gamla manninn. Hann hafði látiö klæða sig í sín beztu föt og hélt á panamahatti í keltu sér. „Þú ferð meö mig til fundar við ungfrú Meisner", sagði hann. Ritarinn kom ekki með neina at- hugasemd. „Ég skal ná i bíl“, sagöi hann. Furðu lostinn hélt hann upp á þiljur. Skyndilega hafði málið snú- izt eins og bezt varð á kosið. Að- dáanlegt. Stúlkan hafði haft rétt fyrir sér, er hún lék þénnan fífl- djarfa léik. Gamli maðuriím vaf að bogna. Það var ótrúlegt. Um leið og hann lét undan síga, var honum öllum lokið. Nú mundu þau geta haft allt ráð hans í hendi sér. Það lá við sjálft að Antoni Korff væri torvelt að halda hinni kald- ranalegu ró sinni. Þaö reyndist ekki neitt áhlaupa verk að koma hjólastólnum með gamla manninum í upp á bílpall- inn og njörva hann þar niður svo að útilokaö væri að hann haggað- ist. Að sjálfsögðu komst Anton Korff ekki hjá því að bjóða gamla mann inum aö fara með honum. En hann hafnaði því boði hans eindregið, sem betur fór. „Við komumst þetta aðstoðar- laust“, sagði hann og kinkaði kolli til bílstjórans. Svo barði hann staf sínum ofan í bílpallinn til merkis um að haldið skyldi af stað. Enn einu sinni ók veitingastofu- eigandinn til gistihússins. Carl Richmond sat í hjólastól sínum uppi á pallinum, lét hallast fram á staf sinn og brosti; horfði fram undan sér og virtist ekki taka hið minnsta eftir umhverfinu. Þaö var honum ærið umhugsunarefni, ef svo kynni að fara, að hann yrði að draga eilítið úr fyrirlitningu sinni á mannfólkinu. Kalla varð þrjá af starfsmönnum gistihússins á vettvang til að leysa hjólastólinn og koma honum, með gamla manninum sitjandi í, niöur af bílpallinum. Hann lét aka sér inn í garðinn og beið þess þar í for sælu undir pálmaviðartré, að Hilda kæmi til móts við hann. Hilda vildi hvorki vera of bráð á sér, né láta gamla manninn bíða of lengi. Hvort tveggja gat torveld að henni sigurinn. Hún snyrti sig vandlega, reyndi að láta ekki neitt á óstyrk sínum bera, og þáð var ekki annað að sjá heldur, en að unga og glæsilega stúlkan, sem gekk niður breiðu marmaraþrepin til fundar við harðstjórann gamla, hefði að öllu leyti fulkomið vald yfir sér og skapi sínu. Hann brosti, þegar hann sá hana koma, og benti henni að taka sér sæti. Hún gætti þess vandlega að koma ekki upp um tilfinningar sínar með þeim fálmkenndu hreyfingum sem konum eru hættulegastar, þeg ar svo ber undir. Hún krosslagði hendur rólega í skauti sér, gætti þess að pilsið væri dregið niður fyrir hnjákollana, eins og kvenleg hæverska stóð til. Svipur hennar var algerlega hlutlaus. Hún hafði hugsaö sér að beita augnaráöinu ‘AS MY MOTHER AWP’ FATHEfc WATCHEF, THEy SAW AUOTHEK SAILOE, BLACKAMCHAEL, A HUSE MAH, COME TO HIS MATE'S FEFEHSE, Copr. 1962 by Uniud F«; Oti á miðjum sjó réöist skipstjórinn með offorsi að eldri sjómanni, sem hafði af slysni brugðið fæti fyrir hann. Á meðan foreldrar mínir horfðu á þetta, sáu þau annan sjómann Svarta-Michael stór an og stæöilegan koma félaga sínum til hjálp ar. Skipstjórinn, sem var ofsareiður, dró upp skammbyssu og miðaði að hinum uppreisna gjama sjómanni. fyrst og fremst sér til sigurs f því einvígi, sem hún vissi fram- undan. „Gerið þér yöur grein fyrir því, ungfrú Meisner, hvílik fyrirhöfn það er fyrir mig að koma hingað til að hafa tal af yður?“ hóf hann máls. „Mér þykir fyrir því, að þér skylduð álíta þá fyrirhöfn óhjá- kvæmilega", svaraöi hún. Hörður Ólufsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 METZELER hjólbarðarnir oru þckkiir fyrir gæði og endingu« AðcÍns það bozta or nógu gott. Sölusfaðir: HJÖLBARÐA- &BENZ1NSALAN v/Vitaforg. SjMI 23900 ALMENNA METZELER omboSiS VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 SÍMI 10199 SÍÐUMÚLI 19 SÍMI 35553 la ■ ■ ignmgin helzt betur meö m wketf BÍanz- larleslig glans hárlagningar- vökva NIIIDJÖIUIIKCOI* ÍSLENZK ERLENDAVERZUJNARFÉLAQlÐtíF FIAMUIDJIURITTINDI AMAHTt Mt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.