Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 4
V í S I R . Miðyikudagur 16. nóvember 1966. loifóðr- oðir rúS" skinns- f ■ on ieð- urjakknr Fyrir dömur og herra » úrvali VerÓ frá 4.450 LEÐURVERKSTÆÐIÐ BRÖTTUGÖTU 3B SIMI 2-46-78 Þetta er •. • framh. at bls 9 að. Faðir minn, sem varð 92ja ára gamall, vann af lífi og sál fyrir Sólheima fram í andlát. Og við erum alltaf það, sem við gerum, en ekki það, sem fólk segir að við gerum, eins og ég sagði ungri stúlku, sem á í dálitlum erfiðleikum með sjálfa sig. ... Ég hef farið í tvö mál — það er satt — og það var viðbjóðslegt, en ég vann þau bæði, og þá varð ég að vera hörð. Þette er alveg gleymt af minni hálfu nú“. „Eruð þér stórlynd kona?“ „Stórlynd — kannski — eftir því hvemig á það er litið. Ef einhver gerir mér á móti, þá kannski reiðist ég, en ég snýst ekki við því með persónulegu hatri: Ég hugsa, og huSd uiilii c t eitt sterkasta afl, sem til er, meira, en við vitum kannski. Það er á hans reikning, en ekki minn, ef andherjinn hefur gert rangt. Á erfiðum stundum hef ég fengið beina hjálp, sem er ekki fýsisk, já, hugsunin er mik- ið afl, andleg næring eins og mat ur er líkamleg næring, og ég beiti henni til að brynja mig fyrir illgimi". „Hvað heitir stofnun yðar?“ „Kallið þér þetta ekki stofn- un — þetta er heimili. fyrir 30—40 vistmenn. Það heitir Barnaheimilið Sólheimar, þó að þau séu sum orðin stór börn- in. Á tímabili tók ég að mér uppeldi á vanræktum bömum frá heimilúm fráskilinna for- eldra; í seinni tíð em það mest megnis vanheil böm, sem ég hef með að gera“. JJ'ver er tilgangurinn, og hvað eruð þér að reyna að skapa?“ Hún horfir djúpbláum augum á spyrjanda og segir: „Ég er að reyna að skapa menningu úr efnivið úr hinum og þessum áttum. Margt fólk var ekki trúað á starf mitt. Það sagði: „Ég er viss um að þessi vesalings kvenmaður gefst upp“. Þetta var viðmótið frá ýmsu fólki. En örvunin býr inni f manni sjálfum, en ekki ytri áhrifum, að minnsta kosti er því þannig háttað um mig“. „Hvernig farið þér að því að bogna ekki undan starfinu, sem oft er svo vanþakkað?" „Ég er aldrei ein. Það er eitthvert samband, sem ég stend í. Ég er líka alltaf vöruð við, ef á móti blæs, og eins ef ég hef lagt hart að mér og vakað. Þá kemur alltaf rödd og segir: „Gættu nú að þér — ertu að tapa þér? Ertu að verða eitt- hvað skrýtin?“ Það bregzt ekki þetta hugsæi“. „Haldið þér að okkur sé yfir- leitt stjórnað?" „Ég efast ekki um það, ým- ist af góðum eða illum áhrif- um“ „Hvernig vitið þér það með vissu?“ „Ég hef iðulega horfzt í augu . við vandræði, sem virðast og beinlínis eru þannig, að ekki er viðlit að leysa þau með venju- legu móti. Þá fer ég í mitt her- bergi og eitthvað í huga mér segir: „Vertu róleg — þetta lag- ast alltaf". Svona get ég sett áhyggjurnar til hliðar". Myndin af Rudolf Steiner, þeim fríðleiksmanni, varð lif- andi. Það var sem augu hans hreyfðust, og kyrrðin í herberg- inu dýpkaði. „Segið mér eitt, Sesselja, hvernig umgangist þér börnin?“ „Hér eru allir teknir sem heimilisfólk. Við lifum hér sem ein stór fjölskylda“. Að svo mæltu leyföi hún að skoða húsakvnnin. Anddyr- ið er rúmt, viðarklætt, og þar mætast gamla og nýja bygging- in. Eiginlega eru tvö anddyri. Forherbergi að gamla húsinu er eitt glæsilegasta herbergi sam- stæðunnar, með húsgögnum í goetheanskum stíl, og viðurinn er svo innilega lifandi alls stað- ar. Fyrst var litið á gamla hús- ið, sem hefur verið verulega hresst upp á. Þar eru leikstof- ur, kennslustofur, músíkher- bergi en músíkkennsla er veigamikið atriði. „Það er undra vert hvað bömin spila fallega", segir Sesselja. Hún sýnir hljóð- færin, strengjaspil, óbrotin eins og gera má sér í hugarlund, að hljóðfæri huldufólks séu. „Þér ættuö bara að koma hér ein- hvern tíma, þegar þau eru að spila“, segir hún. í föndur- herberginu, þar sem áður var borðstofa, eru plastpokar með alls konar grösum. „Ég trúi á að gefa þeim rétt að borða — fófk er’ það sem það borðar", segir hún. Síðan var nýja byggingin skoð uð. Stóri salurinn, allur klædd- ur Oregon pine, með parket- gólf, glæsilegur yfir að líta. Heimilisfólkið var að ganga til snæðings, hljóðlega og siðlega,- Fyrir innan er eldhúsið, víðáttu- mikið, búið fullkomnustu ný- tízku tækjum, geymslum, kæli- klefum; niðri í kjallara eru fleiri geymsluherbergi, fleiri kælirúm. Á jarðhæðinni eru kvikmynda- salur, samkomusalur, lækninga- stofa, símaskonsa, herbergi starfsfólks. Séð fvrir öllum þörfum. „Hvernig var allt þetta hægt?“ „Styrktarfélag vangefinna, fé- lagar í Lionsklúbbnum Ægi og fleiri góöir aðiljar lögðu til þá hjálp, sem þurfti. Án þeirra hefði þetta ekki verið fram- kvæmt. Lionsbræður fengu á- huga á starfsemi minni fljót- lega frá því að klúbbur þeirra var stofnaður, studdu mig og styrktu á allan hátt, heimsóttu okkur og skemmtu, t. d. á Litlu jólum barnanna — hafa þeir alltaf gefið veglegar gjafir — og síðan fóru þeir að gera meira og meira. Þeir tóku að sér að safna fé í bygginguna og lögðu til eigin vinnu við húsið, og 7. maí síðastliðinn var húsið vígt og tekið í notkun“. Frú Sesselja sagði að Skarp- héðinn Jóhannsson arkitekt hefði teiknað húsið. Kona hans, frú Kristín Guðmundsdóttir er innanhússarkitekt. Höfðu þau hjónin komið ótal ferðir og fylgzt með byggingunni. Þau gáfu sína vinnu eins og fleiri. „Þetta er allt yndislegt fólk“, segir Sesselja og nefnir ýmis' nöfn og blessar þau. Hún býðlir inn á skrifstofuna á ný. Heimilisfólkið bankar uppá, hvert á fætur öðru og býður góöa nótt. Þessi drottins börn birtast í dyrunum hjá fóst- urmóður sinni, þegar dagur er að kvöldi kominn. Þau njóta leiðsagnar hennar í þeim neimi, sem þeim er áskapað að lifa í, heimi, sem fósturmóðirin reyn ir að gera þeim sem ánægjuleg- astan með hjálp guðs og góðra manna og síðast en ekki sízt af eigin ramleik. „Finnst yður alltaf jákvætt að vinna þetta starf og taka þátt í þessu lífi, frú Sesselja?" „Það veit heilög hamingjan — því eldri sem ég verð þeim mun vndislegra finnst mér líf- ið“. stgr Maðurinn sem artnars aldrei les auglýsingar m* w&St auglýsingar ^[5,5] lesa allir __ J Frá Kjörgarði Brunaútsalan heldur áfram í dag. Bætast við: KÁPUEFNI og SKARTGRIPIR. BERNHARD LAXDAL, Kjörgarði. Kynnibybur hin hagstœbu , JÓLAFARGJÖLD LOFTLEIÐA Allar upplýsingar hjá félaginu og umboðsskrifstofum þess MOFTIEIDIR E&mSi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.