Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 11
Það gekk ekki svo lítið á i Gautaborg fyrir nokkrum árum, þegar hinn rfki sænski skipaelg- andi Dan-Axel Broström trúlofaö- ist enskri nektardansmær, Önnu- beilu, sem þá var 23 ára gömui. Dan-Axel Broström, sem er all miklu eldri er nefnilega einn rík- astl maður Svíþjóðar og fjöl- skylda hans er mjög „fín“, og um gengst ekki hvem sem er. Gamla frú Broström, móöir Dan Axel, en hún er nú látin, tók Önnubellu betur en gert haföi verið ráö fyrir og á 50 ára af- mæli „Sænsk-Austurlandalínunn- ar“ (skipafélags Broströms) var Annabeiia kynnt fyrir fína fólk- inu“. Þetta var aö sjálfsögðu mesti viðburður í lífi önnubellu til þessa, og þetta var líka mik- ill viðburður í samkvæmislífi Gautaborgar. Og mörgum til undr unar var Annabella „samþykkt", þótt hún væri látin skilja að hún væri ekki sérlega „velkomin". James og 100 þúsund sænskar krónur á ári meðan hún er ógift, en sú upphæð svarar til tæplega einnar milljónar felenzkrar. Annabella verður því að fara að spara — já hún verður að spara því að ein milljón er ekkert hjá því, sem hún hafði áður. Þegar hún trúlofaðist Dan-Axel Broström og kom með honum til Gautaborgar bjó hún í „lúxus svltu“ á einu fínasta hóteli Gautaborgar, og unnustinn gaf henni Rolls Royce, skartgripi og eins mikla peninga og henni þókn aðist. 16. desember 1961 voru þau gefin saman f hjónaband í sænsku kirkjunni í Kaupmannahöfn og þau fluttu inn í eitt af fínustu húsum miíljónamæringsins. Ant virtist leika f lyndi og i fyrra fæddist sonurinn Axel Dominique James. Þrátt fyrir hrifninguna af syninum var eins og skipakóngurinn væri ekki eins ánægður með lífið og fyrr og er Annabelía kom heim eftir að hafa heimsótt foreldra sína í Englandi og sýnt þeim soninn fékk hún fregnina: eiginmaðurinn vildi skilja við hana. Þessi fregn kom eins og reið- arslag. Skilnaðarmálið gekk sinn gang og þótt opinberlega hafi aðeins veriö tilkynnt að Anna- bella fáj soninn og 100 þúsundin sænsku má reikna með að meira falli í hennar hlut, t.d. húsið á SSrö utan við Gautaborg, þar sem hún býr ásamt syni sínum og vnmuamn if wmu iii— n imi ------------------------ , •KVBfl fíiin fær soninn og eina milljón á ári Brúðkaup ársins 1961 varð skilnaður ársins 1966 i Svik>jóð Nú, fimm árum síöar er allt saman búið — Annabella og Broström eru skilin, og Annabella situr eftir með sárt enni. Hún átti 28 ára afmæli fyrir skömmu og í „afmælisgjöf11 fékk hún nið- urstöður skilnaðardómsins: Hún fær foreldraréttinn yfir árs göml um syni þeirra Axel Dominique „smávegis“ þjónustuliði. Svo mik ið er víst að skilnaðurinn kost- aðj Dan-Axel 5 milljón sænskar krónur en hefði kostað hann 25 millj. ef hann hefði ekki farið að ráðum lögfræðings síns og haft fjárhaginn aðskilinn. Lögfræðingurinn hefur vafa- laust þekkt Broström vel og vit- að við hverju mátti búast — nú spókar Dan Axel sig suður á Rívíeru meö nýju vinkonunni, 23 ára gamalli kanadískri stúlku. En heima situr Annabella, úr- kula vonar um að maðurinn komi aftur og segi: Ég elskaði mann- inn minn og vildi ekki skilja. 1 • . ^ ot-.bia.f SMtlr; IuftftM -gtti , 'ti • ■, •. —,----------------------———----- Rannsóknastörf Óskum eftir stúlku til rannsóknarstarfa. — Stúdéntsmenntún æskileg. Laun skv. launa- kérfi opinberra starfsmanna. Rannsóknastofnun iðnaðarins Heitor í t somlokur \ i Smurt brauð og í snittur SJWÁRAKAFFI \ Laugavegi 178 \ tmmmm Ferðafélag íslands heldur kvöld- vöku í Sigtúni sunnudaginn 20. nóv. Húsið opnað kl. 20,00. Fundarefni: « 1. Dr. Sigurðqr Þórarinsson segir framhaldssögu Surtseyjargoss- ins og sýnir litslfuggamyndir af gosinu og útskýrir þær. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24.00. Aðgöngumiðar seldir i bókaverzl unum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 60.00. reynslunni, svo að ekki ætti að mánaðarmót fái þeir ekki ein- lagði málið i hendur Samninga- þurfa að óttast skort á því, sem hverjar kjarabætur. nefndar ríkisins. þorstlátum mönnum þykir þurfa Það upplýsist f frétt um mál- Er þess vafaláust vænzt af Suður um höfin Og nú er þegar farið að aug- lýsa aðra skemmtiferðarsiglingu að ári, suður um höf, á vegum íslenzkrar ferðaskrifstofu. — Hvorki meira né minna en 27 daga ferð á „luxus-lineri* suð- ur til sólarlanda. Þegar hefir verið birt ferðaáætlun með suð- rænum borgamöfnum, • sem nægja til að æsa upp í mönn- um óróann, hvort sem menn hafa í huga brúneygar senjórít- ur, eða menn ætla að láta sér nægja að sötra kaldan kók á þiljum „Regina Maris“ undir Miðjarðarhafssól. Vafalaust verður væntanleg suðursigling ekki síður ánægju- leg en Baltika-ferðin, sem vaktl vissulega albjóðarathygli. Og ýmislegt mun hafa lærzt af sér til fulltingis á langri leið — f sumarhita. Hættir sjónvarpið eftir mánaðapiótin? TæKnimenn hins nýja fs- lenzka sjónvarps hóta 'þvi að leggja niður störf um næstu ið, að þeir átta tæknimenn, sem um er að ræða, hafi iagt málið fyrir Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóra. Hann vísaði mál- inu til útvarpsstjóra. Otvarps-* stjóri lagði málið fyrir Mennta- málaráðuneytið. Menntamála-, ráðuneytið sendi málið til Fjár-', málaráðuneytlsins, sem loks öilum þorra sjónvarpsáhorfenda að allir þeir aðilar sera mál- ið hefir runnið í gegnum, láti það renna jafngreitt til baka, þannig að ekki komi til stöðv- unar á útsendingum sjónvarps- Það vekur athygli, hversu margir aðilar sjá um vélferð o slíkra mála. sem vissulega er á • lýðræðisgrundveili, þar eð éng- J inn einn aðili virðist hafa ein- • ræðisvald til að leysa mállð. * • Skák og mát — á Kúbu .* Það hefur vlssulega verið gam ! an að fylgjast með gangi OI- J ympíuskákmótsins á Kúbu. — • Frammistaða okkar manna hef- J ir verið frábær. Var okkur viss J uppreisn f þessari f-«mmlstö''u • okkar manna, efti- mlkla n!«ur- J iægingu á sumum öðrum svið- • um íþrótta. J • Við getum svo sannarlega e óskað okkar ágætu skákmönr:- J um til hamingju með frammi- • stöðuna. • • Þrándur í Götu •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.