Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 6
V í SIR . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. Fyrsta umr. um stjórnarfrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga fór fram í neðri deild í gær. Er þetta frumv. boriö fram til staðfestingar bráöabirgðalögum. Magnús Jónsson fjármálaráðherr^ gerði grein fyrir frumvarpinu. Einnig tók til máls Skúli Guömundsson (F), Þingskjöl. Lagt var fram í gær stjómar- frumvarp un> breytingu á lögum um verðlagsráö sjávarútvegsins. Sara- kvæmt því er gert ráö tyrir aö verð á fiskúrgangi veröi ákveðiö af verðlagsráði þriggja manna. Þá var lögð fram fyrirspurn frá Gils Guðmundssvni (K) i allmörg- um liðum um lóöaúthlutanir Þing- vallanefndar. Flestlr úr stjórn Félags íslenzkra dægurlagahöfunda með kynningarspjald, sem verður íanddyri Lido, og dægurlagaheftið, sem selt verður. Frá vinstri: Kristinn Reyr, Hjördís Pétursdóttir, formaður félagsins, Þórunn Franz, Ágúst Pétursson, meðstjórnandi og Jenni Jónsson gjaldkeri. Á myndina vantar Jónatan Ói- afsson ritara og Hauk Morthens meðstjómanda. mt a BíðS brnnn ú Akureyri Tveir piltar stigu rétt mátulega út úr bíl, sem geymdur var í stál- grindarhúsi slippstöðvarinnar á Ak- ureyri, til þess aö verða ekki fyrir slysi, þegar eldur gaus skyndilega upp i bílnum. — Pegar slökkvilið Akureyrar kom á vettvang litlu síðár var bíliinn kolbrunninn. Ekki er vitað um eldsupptök. KörfukuuffEeikur f kvöld kl. 20 leika KFR og fR í körfuknattleiksmóti Revkjavikur í Laugardalshöllinni. Að leik þeirra loknum leika Ármenningar við stúdenta. . Islenzkir dægurlagahöfundar ætla að mlnna íslendinga á aö það er ekki alltaf nauðsynlegt að sækja góð og skemmtileg dans- og dægurlög til annarra landa með því að halda „íslenzkt dægurlaga- kvöld“ i Lldo á föstudagskvöld. Þar mun verða dansað, leikið og sungið fram tll kl. 2 eftir miðnætti og öll lögin sem leikin veröa eru eftir islenzka dægurlagahöfunda. Félag islenzkra dægurlagahöf- unda stendur fyrir þessari skemmt un en félagið hafði íslenzkt dæg- urlagakvöld í fyrsta skipti í fyrra á 10 ára afmæli félagsins og þótti það takast mjög vel. 1 Sextett Ólafs Gatiksi' leikur is- lenzk dægurlög frá því kl. 9 um kvöldifS og þar að auki verða mörg skemmtiatriði, sungin og leikin ís- lenzk dægurlög, en ein undantekn- ing verður, töframaðurinn Viggo Sparr sem sýna mun listir sínar. Leikhúskvartettinn syngur, Vala Bára syngur, Gunnar Kr. Guö- mundsson dægurlagasmiður leikur einleik á harmonikku og Sverrir Guðjónsson syngur. Jónas Jónas- son verður kynnir. Helgi Bergmann, listmálari sýnir um þessar mundir málverk í Templ- arahöllinni. Mikill hluti þeirra hefur þegar selzt og sýningunni lýkur um næstu helgi. HóskóBa- fyrirlesíur Prófessor Rolf Waaler, fyrrver andi rektor Verzlunarháskóla Nor- egs, sem hér er staddur vegna ráöstefnu fjármálaráöuneytisins um umbætur í opinberum rekstri mun halda fyrirlestur í Háskóla ís lands, lapgardaginn 19. nóv. kl. 17.15 í I. kennslustofu Háskólans. Efni fyrirlestrarins er: Aktiviser- in, og motiverlng: Bruk av ökono- mlske og andre insiterende midler. Fyrirlesturinn á erindi til þeirra, sem fást við stjómun, og er öllum heimill aðgangur. Blaðumenn Fundur í B.í. um kjaramálin verð ur í dag kl. 4 í Tjamarbúð. Þingmenn á NATO- fundi - nýir vnru- þingmenn Nokkrir varaþingmenn hafa nú tekið sæti á Alþingi. Oddur Andrésson fyrir Matthias Á. Mathiesen (S), Hilmar Hálfdán- arson fyrir Birgi Finnsson (A), Hjörtur Eldjárn fyrir Ingvar Gfslason (F) og Ragnar Jónsson fyrir Matthías Bjamason (S). Þá hefur Pétur Pétursson setið frá upphafi þings fyrir Benedikt Gröndal (A). Hinir fjórir fyrstnefndu þing- menn eru nú staddir í París á þingmannafundi NATO-ríkja. MACBETH /y // HEIMDALLUR sýnir í kvöld kl. 8.30 kvikmyndina „Macbeth“ í félagsheimili Heimdallar í Valhöll við Suðurgötu. — Heimdellingar eru beðnir að fjölmenna og taka með sér gesti. ; • ^ IjtwO1 i _ , • Heimdallur F.U.S. Jafnframt því aö vera kynning á íslenzkum dægurlögum er ætlunin að skemmtun þessi verði til að styrkja eitthvað fjárhag félagsins og veröur aögangseyririnn 100 kr. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm léyfir og verður matur framreiddur frá kl. 7. „ Númskeið fyrir leiðsögumenn Vegna óska ýmissa aðila vill Ferðaskrifstofa ríkisins hér með taka fram, aö námskeið :þaö fyrir leiðsögumenn ferðamanna, sem auglýst hefur verið undanfarið, er algjörlega óviðkomandi Ferðaskrif- stofu ríkisins. Ferðaskrifstofa ríkisins mun hins vegar halda námskeið fyrir leið- sögumenn ferðamanna síðar á þess um vetri, þar sem þátttakendur munu væntanlega eiga þess kost að námskeiði loknu að ganga undir próf, sem veitt getur viss starfs- réttindi. 12. nóv. 1966. Feröaskrifstofa rikisins. Hundrifudómur ú morgun Klukkan 10 í fyrramáliö verður kveðinn upp dómur í Hæstarétti Danmerkur um handritamálið. Skúk — Vinnurunnsóknir - Framhald af bls. 16 sambandi samvinnufélaganna og Vinnuveitendasambandi Islands hinn 11. des. 1965. 1 leiðbeining- unum §egir einnig, aö það sé skoð- un samtakanna, ,,að vinnurann- sóknir séu nytsamt og hentugt hjálpartæki til að bæta samstarf- iö um vinnutilhögun, vinnuaðferð- ir og launaákvarðanir, þegar vinnu rannsókrtir eru framkvæmdar og notaðar á réttan hátt.“ Til þess að svo megi verða, er mikilsvert, að sem viðast i íslenzk- um fyrirtækjum séu starfandi menn, sem öðlazt hafa nokkra þekkingu á, þeirri tækni, sem um er að ræða. 1 áðurgreindu sam- komulagi er t. d. beinlínis gert ráð fyrir því, að trúnaöarmönn- um starfsmanna í fyrirtækjum, þar sem taka á upp vinnurannsóknir, sé séð fyrir fræðslu og hagnýtri þjálfun, sem þörf er á til að skilja og meta vinnurannsóknagögn og gera samanburðarathuganir, en yf- irferð námskeiðanna miðast einmitt við það. Fyrsta námskeiðið hefst mánu- daginn 28. nóvember n. k. og fer fram i Iðnaðarmálastofnun íslands aö Skipholti 37 í Reylfjavík. Nám- skeiðið stendur í tvaer vikur og lýk ur laygardaginn 10. desember. Væntanlegir umsækjendur geta fengið nánari upplýsingar og um- sóknareyðublöð með þvi að snúa sér til Iðnaðarmálastofnunar Is- lands. Bent skal á, að umsóknar- frestur fyrir fyrsta námskeiðið er til 21. nóvember n. k. íþrótfar — framhald af bls. 2 Schneider, 24 ára, Di Grallert, 25 ára, S. Lohmann, 28 ára, K. Rata- yczak, 22 ára og hefur leikir 5 landsleiki með landsliði utanhúss, H. Schroers, 22 ára, landsliðsmaður utanhúss og innan, D. Rehbach, 22 ára leikmaður með landsliði í hand- knattleik inni og úti, F. Brauweiler, 26 ára, f jórum sinnum fyrirliði með < landsliði innanhúss, R. Schwanz, 19 ára, 9 sinnum í landsliði, verður með J HM-liði Þjóðverja og er tal- ið mesta efni, sem Þjóðverjar eiga í dag f íþróttinni, M. Zwier- kowsky, 25 ára 6 sinnum í úti- landsliðinu. Aðrir leikmenn: Ch. Spönlein, 19 ára, J. Ante, 29 ára og A. Esser, 31 árs gamall. Fararstjóm skipa 5 menn undir forystu Josef Dömkes, formanns félagsins en ennfremur kemur hing að sérstakur fulltrúi borgarstjórn- ar Krefeld. Framh. af 16. síðu. Tékkóslóvakía 3 — Rúmenía 1 Argentína 3 — Kúba 0 (l'bið.) Rússland 3 — Noregur 0 (1 bið.) Ungverjal. 2 y2 — Spánn y2 (1 bið.) Bandaríkin 1 y2 — Búlgaría l/2 (1 bið) Júgóslavía 2 — Danmörk 0 (2 bið.) Rússland er nú Iangefst með 28y2 vinning og biðskák, en Banda ríkjamenn koma næstir með 26 y2 vinning og 2 biðskákir. Islendingar og Danir eru í 10— 11. sæti með 14 y2 vinning hvorir. wsmmnm \ Knattspyrnufélagið Víkingur. j, Aðalfundur knattspyrnudeildar I Víkings veröur n. k. miðvikudag | kl. 8,30 i félagsheimilinu við P«5ttar I holtsveg. — Stjórnin. Tekjuhæsti — Framh bls. 7 að skrifa bækur í bili, en snúa sér að gerð sjónvarpsþátta, sem verða byggðir á bókum hans. Hann segist eiga fjórar bækur í peningahólfi í banka en sumir segja að hann, eigi beztu bók sína meðal þeirra. Hann hefur ritað þessar bækur án nokkurs fyrirfram undirbúnings. Allar athuganir á staðreyndum fara fram jafnóöum og hann vinnur að bókum sínum. Hann er sagð- ur skrifa eins og hann talar. tíver sem skýringin er á því er Harc’d Robbins virkast- ur og auðugastur þeirra rithöf- unda, sem á síðustu árum hafa komið fram og eru ekki siður kaupmenn en rithöfundar. Þeir skrifa eins og almenningur vill aö þeir skrifi og það aflar þeim auðs og eftirtektar, en ef til vill ekki ætíð hamingju. Aö minnsta kosti hefur gengið á ýmsu f lífi Harolds Robhins. ,,Ég er ævintýramaður“ segir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.