Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 8
VI S I R . Laugardagur 13. maí 1967. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands fl lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Samanburður þegar líður að Alþingiskosningum fara margir, sem endranær hugsa lítið um stjórnmál, að gera saman- burð á flokkunum, rifja upp sögu þeirra, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu og leggja niður fyrir sér hvern þeirra sé réttast að styðja. Þetta ættu sem flestir kjós- endur að gera, því að það er ekki lítil ábyrgð sem hver einstaklingur ber á atkvæði sínu, og hver og einn verður að hugsa sem svo : Það getur oltið á mínu atkvæði, hverjir stjórna landinu næsta kjörtímabil. Unga fólkið, sem nú gengur að kjörborðinu, hefur alizt upp á velgengnistímum. Það var ekki fætt á fjórða tug aldarinnar, þegar Framsóknarflokkurinn réði lögum og lofum hér í landinu. Það hefur sjálf- sagt fæst gert sér far um að öðlast fræðslu um líf og afkomu þjóðarinnar á þeim tíma, og það mundi jafnvel eiga erfitt með að skilja og trúa, hvernig á- standið var þá. Þeir sem hafa vaxið úr grasi til mann- dóms og þroska á viðreisnartímanum, hafa lifað við svo ólík skilyrði, að þess er tæplega að vænta, að þeir skilji til fulls, hvílíkt hallæristímabil valdaár Framsóknar voru, frá 1934—1939. Þá var haftafarganið í algleymingi. Þá var það háð duttlungum valdhafanna, hvaða fyrirtæki fengu að lifa og hver ekki. Þá ríkti ófrelsi og hömlur á öll- um sviðum. Allt þurfti að sækja undir nefndir og ráð, sem skipuð voru af ríkisvaldinu. Skattabyrðin var ofboðsleg og einu úrræði Eysteins Jónssonar, sem þá var fjármálaráðherra, voru að finna upp nýja og nýja skatta, þegar fé vantaði í ríkissjóðinn, sem raun- ar var oftast því sem næst tómur. Að lokum stóð allt fast. Framsókn gafst upp og leitaði árið 1939 á náðir Sjálfstæðisflokksins, til björgunar út úr ógöng- unum. Þá var þjóðstjómin mynduð. Ýmsir, sem ekki muna þessa tíma, vita hins vegar hvernig komið var í árslok 1958, þegar vinstri stjóm- in fræga gafst upp. Þar hafði Framsóknarflokkurinn einnig stjórnarfomstuna. Þá var haftakerfið og ófrels- ið aftur komið í algleyming og stjórnarstefnan hafði leitt til þess, að lá við ríkisgjaldþroti. Upp úr því var viðreisnarstjórnin mynduð, og enn var það Sjálf- stæðisflokkurinn, sem kom til bjargar. Og sú björgun tókst svo vel, að lífskjör landsmanna hafa síðan far- ið síbatnandi og aldrei verið betri en nú. Reynslan hefur sannað að Framsóknarflokkurinn getur ekki stjómað landinu. Sú stjóm endar ævinlega með ósköpum. Þetta er staðreynd sem kjósendum ber að festa sér í minni og hafa hliðsjón af við kjörborðið í sumar. íi VERK HALLGRÍMS HELGASON- AR ENDURFLUTT í LEIPZIG Svo sem áður hefur verið get- ið um í fréttum, flutti hinn nafn togaði drengjakór Tómasar- kirkjunnar í Leipzig mótettu Hallgríms Helgasonar, „Þitt hjartans bam“, á tvennum hljómleikum í janúar síðast- liðnum undir stjórn Tómasar- kantors, prófessors Erhard Mau- ersberger. Verkinu var þá svo vel tekiö. að afráðið var að endurtaka flutninginn. Kórinn söng mót ettuna því aftur á samsöng sín- um í Tómasar-kirkjunni í aprí) sl. kvik, myna: Lr Tkvlk| |myndir| iai& ítalskar kvikmyndir á „ítölsku vikunni'' 'P'nn dregur Angélique að sér marga áhorfendur. Hvað er það sem fólkið vill sjá, er þaö þessi nútíma Tarzan, síung og fögin- vfirmáta gáfuð en ótrú- lega lagin að komast í lífsháska og sleppa. Söguþráðurinn er „une historie de quatre sous“. Sjálfsagt allt þetta, fagra, franska leikkonu, litríka bún- inga og umfram allt dulúö og bardaga. I hléinu var eingöngu leikin frönsk tónlist og var það mjög vel til fundið því það sker illilega i eyrun eftir að hafa hlustaö á þetta fagra, hljóm- þýða mái að heyra nýjustu dæg urlögin spiluð. Austurbæjarbíó mun sýna „Les parapluies de Cherbourg", eftir Jacques Demy bráðlega og Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir „La Baie des anges“ á næstunni, en þá er það Resnais. Engin kvik- mynda hans hefur veriö sýnd hér síðan Nýja Bíó sýndi „L’anneé derniére á Marienbad" (Fýrir ári í Marienbad) en síðan hann lauk við hana 1961 hefur hann gert tvær myndir önnur er „Muriel" 1963. Eins og í öðr- um kvikmyndum Renais er kvik myndin sambland af óskum og minningum. Kvikmyndahandrit- ið er dagsett frá 29. sept. til 14. okt. og ber nafn alsírskrar stúlku Muriel er pyntuð hefur verið til bana. 1966 lauk hann við „La gurre est finie“ (Stríðinu er lokiö) um Spánarstyrjöldina. Hún fékk verðlaun sem bezta kvikmynd ársins í Saloniki í Grikklandi Yves Montand leikur Diego gam aldags byltingarmann (einn þeirra er sendir voru frá Rúss- landi til Spánar 1936). Ingrid Thulin og Genevieve Bujold þykja báðar sýna afburða góð- an leik. Viö fyrstu sýn virðist kvikmyndin vera um stjórnmál en svo er ekki, hún er um flótta okkar allra frá fortíðinni og ’ömlum æskuhugsjónum. Það vekur athygli að Renais hefur gert heiðarlegar myndir um styrjaldir „Guernica“ (eftir mál- verki Picasso) um gereyðingu spánska þorpsins, sem Þjóðverj- ar eyddu í loftárásum 1937. „Nuit et Brouillard (Nðtt og þoka) um fangabúðirnar í síð- ustu styrjöld. „Hirosima mon amour“, um atómsprengjuna. Alsírstríðið í Muriel og nú síð- ast Spánarstyrjöldina. „La gurre est finie“ hefur verið bönnuð í Frakklandi og víðar og veröur þess vegna ekki sýnd á Cannes- hátíðinni. En viö áttum víst ekki hagsmuna að gæta í Spánarstríö inu, Steinn heitinn Steinarr hef- ur sagt, að þeir hugsjónamenn er létu sig dreyma um að berj- ast fyrir frelsi á Spáni 1936 hafi ekki átt fyrir farinu þang- að. Aðeins emn veit ég um sem fór.þess vegna væri óhætt að fá þessa ótrúlega vel geröu mynd hingað. Nú hefur staðið yfir ítalska vikan, okkur var lofað í dagblöð um að kvikmyndahúsin myndu sýna ítalskar kvikmyndir á með an. Líklega sýnir Laugarásbíó næst „II deserto rosso“ eftir Antonioni en ekki var það eins og ákveöiö var í vikunni. Nú er það svo að margt hefur Ítalía uppá að bjóöa en ekki sízt góð- ar kvikmyndir. Roberto Rossel- ini, Vittorio de Sica, Lushino Viconti svo örfáir af þeim er drápu ítalska kvikmyndalist úr dróma eftir 1945 séu nefndir. Margir ungir leikstjórar hafa fetað : fótspor þeirra fyrstu er gerðu garðinn frægan, Antoni- oni, Blasetti, Emmer, Fellini, Pasolini, Rosi, De Seta (Banditi a Orgosolo, sýnd í Hafnarfjarð- arbíói 1965) Zavartini (sem er frægari fyrir kvikmyndahandrit sín, hann skrifaði t. d. handrit- in að öllum kvikmyndum de Sicas, hann lauk við I misteri di Roma 1962). Betri landkynn- ingu gæti Ítalía ekki fengið en einhverja af kvikmyndum þess- ara manna. Það hefur verið allt of lítið af ítölskum kvikmynd- um hér á s. 1. ári var engin sýnd nema í gær, í dag og á morgun (í Bæjarbíói), jafnvel þótt að De Sica stjórnaði henni var hún greinilega ekki eítt af hans beztu verkum. Allflestar kvikmyndir hinna yngri leik- stjóra hafa ekki sézt hér, og verður aö bæta úr því áður en langt um líður. Ein kona í hópi þessara Ieikstjóra Lina Wert- mullar er gat sér frægð fyrir „I basilischi" (Snákamir) hefur gert „Questa volta parliamo di uomini" (Viö skulum ræöa um karlmenn í þetta sinni). Mjög nýtízkuleg kvikmynd í fimm hlutum um veikleika karlmanna, nema hvað! Nú fer sumarið i hönd, það hefur oft einkennzt af endur- sýndum myndum og innihalds- Iausum kvikmyndum, vonandi verður það ekki í þetta sinn P. L. VELFERÐARRÍKI Á ÍSLANDI? % ísland er því miður ekki komið eins langt í félagsmálalöggjöf og æskilegt væri. En mikil breyting hefur orðið til batnaðar á undan- fömum árum % Bætur lífeyristrygginga voru árið 1959 rúmlega 150 milljónir króna, en verða í ár yfir 1.000 milljónir króna. 0 Á sama tíma sem vísitalan hefur hækkað um 95% hafa bætur al- mannatrygginga verið hækkaðar um mörg hundrað prósent og allt yfir 1000%. í ár munu greiðslur almannatrygginga nema samtals 1.500 milljónum króna. 0 Fjölskyldubætur eru nú miklu yfirgripsmeiri en áður. Elli- og ör- orkulífeyrir fæst nú, þótt menn hafi jafnframt aðrar tekjur. Al- mennur lífeyrir fæst nú, þótt menn fái líka greiðslur úr sérstök- um lífeyrissjóðum. Ekknalífeyrir hefur verið aukinn verulega. Mæðralaun hafa verið stóraukin. Slysa- og sjúkradagpeningar eru nú greiddir í heilt ár í stað hálfs árs áður. Þannig má lengi telja. ^ Kappsamlega er unnið að stofnun lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.