Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 16
r r VISIR Hjónabandsmálið i Hæstarétti: Lal Vinnttveítendur á aðalfundi Fram var haldið aðalfundi Vinnu veitendasambands fslands í gær- dag og hófst hann kl. 3.15. Fund- arstjóri var kjörinn Tómas Vig- fússon, húsasmiðameistari, en fundarritari Jósafat Líndal. Nefndir báru fram, að loknum störfum sín- um, 6 ályktunartillögur og voru 5 þeirra afgreiddar í gær. Fundin- um verður haldið áfram á morgun og hefst hann kl. 9.30. Á fundinum mun Jónas Haralz flytja erindi. UMFANGSMIKIL GAGNASOFNUN VERÐUR GERÐ ÍSUMAR Um þetta leyti fer fram athug- un á möguleikum til að gengið veröi úr skugga um fjölda hjóna vígslna, sem framkvæmdar hafa verið af prestvígðum mönnum, öðrum en þjónandi sóknarprest- um. Hæstiréttur hefur óskað eftir því að upplýsinga um þetta atriði verði aflaö svo langt aft- ur í timann og svo nákvæmlega sem auöið er. Dómsmálaráðu- neytið hefur tekið að sér að kanna málið’og hefur ráðuneytið samstarf við biskupsskrifstof- una. Verða kirkjubækur sem flestar eru komnar til Þjóð- skjalasafnsins látnar liggja til grundvallar athugun þessari. Hæstiréttur óskaði eftir gögn- um um þetta atriði í sambandi við hjónabandsmálið svonefnda sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Málavextir eru í fáum orðum þeir, að maður nokkur austur á landi hefur ósk- að eftir að hjónaband hans verði ógilt þar sem vígsluna fram- kvæmdi maður, sem að vísu var prestvígður en ekki þjónandi prestur. Telur hann ákvæði laga taka af allan vafa um að hjóna- vígslur megi þeir einir fram- kvæma, sem eru þjónandi sókn- arprestar. Hins vegar hefur þaö löngum viðgengizt, að prest- vígðir menn t.d. uppgjafaprest- ar og prestvígðir háskólakenn- arar framkvæmdu hjónavígslur. Þetta er talið allalgengt í Reykjavík en talið hlutfallslega fátíðara úti á landi. Héraðs- dömur taldi hjónabandið löglegt og gilt. Hæstiréttur frestaði flutningi málsins um mánaðartíma í april þegar lögmenn málsaðilja voru tilbúnir til munnlegs mál- flutnings og gerði rétturinn þetta upp á sitt eindæmi, sem er mjög sjaldgæft, ef ekki eins- dæmi. Að þessum tíma liðnum varð samkomulag milli Hæsta- réttar og viðkomandi lögmanna um öflun frekari gagna og yrði Framh. á bls 10 Vinnuveitendur á aðalfundinum. Vestfjarðabátur fer á línu- veiðar til Grænlands Þrymur BA, sem fór í aprilbyrj-j un með net á Grænlandsmið ásamt! Jörundi m er nú lagður af stað í | aðra Grænlandsreisu og að þessu sinni með linu. Eins og skipstjórinn á Jörundi III skýrði frá í viðtali við Vfsi ný- lega urðu þeir varir við tals- vert fiskmagn út af Kulusuk og Dor-banka við Grænland eru ekki togararnir hafa fengið sæmilegan afla þar við A.-Grænland að und- anförnu, en fiskurinn náðist ekki í net og ísinn geröi skipunum líka erfitt fyrir. Verður fróðlegt að vita, hvernig Þrymi tekst til með línuna. — Þess ber að gæta að til dæmis á nema um 140 mílur frá Bjargtöng- um og því vel hugsanlegt að stærri bátarnir gætu farið á útilegu þang- að með línu eða net og ísað í sig Byggja á austurbakka fyrir 60 milljónir Bygging vöruskemmu er nú mest aðkallandi mál Eimskipafélags Islands — Vonir standa til crð fyrsti áfangi þess verks geti hafizt senn Eitt mest aökallandi mál Eim- skipafélags íslands þessa stundina er að koma upp vönduðu vöru- geymsluhúsi með nýtízkulegum út- búnaði. Segir í ársskýrslu félagsins, sem samþykkt var í gærdag á aöal fundi félagsins að nú séu góöar vonlr til aö heimild Hafnarsjóös til að fá fyrirgreiðslu í þessu efni fá- ist. Er hér um að ræöa byggingu á vörugeymsluhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar, mjög ákjósan- legu svæði fyrir skip félagsins, og er reiknað með aö fyrsti áfangl þessa mannvirkis kosti um 60 millj. króna. Á fundinum í gærdag fékk stór- mál fullnaðarafgreiðslu, en það er um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, Framhald á bls. 10. ' <w\v Eggert Guðmundsson Hátúni 11: Fjörutíu ár frá fyrstu sýningunni Eggert Guðmundsson opnar í dag málverkasýningu í vinnu- stofu sinni að Hátúni 11, og mun sýningin standa í 10 daga. Um þessar mundir eru 40 ár liðin sfðan Eggert hélt sína fyrstu sýningu, en hann sagði á fundi með blaðamönnum í dag að hann liti ekki á þessa sýn- ingu sem neina minningar- eða afmælissýningu, enda væri hún ekki til þess ætluð að sýna þró- unarferil sinn. Hins vegar gæf- ist fólki kostur á að sjá elztu og yngstu myndir sínar, en á sýn- ingunni eru m. a. myndir sem hann sýndi á fyrstu sýningunni. Guðni Hermansen i Listamannaskála: Draumsjónir og endurminningar 1 dag opnar Guðni Herman- sen frá Vestmannaeyjum mál- verkasýningu í Listamannaskál- anuni. Þetta er fyrsta sýning Guðna hér í Reykjavík og sýnir hann 44 málverk, smá og stör. „Þú getur kallað þetta „frá Eyjum“, sagði Guðni, þegar viö litum inn til hans í gær, en þá hafði hann nýlega lokið viö að hengja upp myndirnar með að- stoð Sverris Haraldssonar, list- málara. „Annars má segja að þetta séu endurminningar, fantasíur og draumsjónir" bætti hann við. Myndir Guðna nálgast það að vera „súrrealískar", þó Guöni segir sjálfur aö hann reyni ekki að fylgja neinum sér- stökum stíl. En myndirnar eru persónulegar og sér'- óegar og eiga án efa eftir a at- hygli sýningargesta. Frá aðalfundi Eimskipafélagsins í gær. Fjöldi fólks úr bæmm um hvitasunnuhelgina Lógreglan gerir ráðstafanir til að fylgjast með ferðum unga fólksins Nú gengur hvítasunnuhelgin í garð ot. skulum við vona að veður- guöimir verði ferðamönnum vin- samlegir. Ekki er búizt við betra veðri. Þeir hjá Veðurstofunni fræddu okkur á því, að sennilega myndi verða heldur verra veður um hvíta- sunnuna en verið hefur undanfarna daga, rninni sól, suðvestan átt og sennilega væta af og til. Feröaskrifstofurnar svara. F.t'tir reynslu l'yrri ára að drema mun veðrið ekki draga mjög út ferðalögum fóll.s um helgina, en blaðið hafði samband við allar ferðaskrifstofurnar i bænum og leit aði upplýsinga um væntanlegar ferðir hjá þeim. Hér á eftir fara svör þeirra sem hafa ferðir í undir- búningi: LÖND OG LEIÐIR: — Ferðir á Snæfellsnes og í Þórsmörk. Lagt verður af stað í báöar ferðirnar eft- ir hádegi á laugardag og komið til baka á mánudagskvöld. SAGA: — Nú þegar er upppantað i ferðir á sjóstangaveiðimótið í Vestmannaeyjum, en það eru einu innanlandsferðimar sem við skipu- leggjum um hvítasunnuna. Nfu út- lendingar komu hingað vegna móts ins og höfum við einnig séð um alla fyrirgreiðslu fyrir þá. Ennfremur sjáum við þeim þátttakendum, sem þess óska, fyrir hóteli í Vestmanna eyjum. LANDSÝN : — Viö höfum daglegar feröir frá Reykjavík. Ein ferðin er um Hveragerði, Skálholt, Gullfoss. Geysi og Þingvelli, og er lagt af stað í hana klukkan níu á morgn- ana. Einnig förum við daglega til Þingvalla klukkan 1.30 og enn fremui daglega um Krýsu- vík, Grindavík og Reykjanesvita og komum við á Bessastöðum í baka leiðinni, en í þessa ferö er ein: • lagt af stað kl. 1.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS : — Tvær 214 dags feröir verða farnar á okk- Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.