Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 2
2 Stevie Winwood vinsæiasti Pop-snillingur Englands V 1 S I R . Laugardagur 20. janúar 1968. „nphe Spencer Davies Group“ var ein af vinsælustu hljóm sveltum í heiminum, og megin uppistaða hljómsveitarinnar var Stevie Winwood. Hann lék á orgel, en auk þess lók hann af og til á gítar. Stevie og eidri bróðir hans Muff mynduðu fimm tíu prósent af topp-popp-hljóm- sveitinni, sem gerði „Keep On Running" að metsölulagi. í kjöl- far þess sendu þeir frá sér hvert topp-lagið á fætur öðru, og herr- arnir fjórir urðu vinsælli en j þeir höfðu nokkum tíma þoraö i að vona. Eftir tvö ár með Spenc- j er Davies gat Stevie ekki lengur •i hafzt við innan ramma hljóm- fi sveitarinnar, og hætti hann, á- samt Muff, bróður sínum, eftir að hafa tilkynnt það í fyrsta sinn opinberlega i ,,Le Carrous- el“ í Kaupmannahöfn, þar sem þeir léku. Spencer Davies varö ekki seinn á sér að afla liðsmanna í stað þeirra bræðra og Muff, en þó hefur hljómsveit hans, hin nýja, ekki haslaö sér völlinn, sem áöur var. Muff Winwood er nú orðinn framkvæmdastjóri, og ásamt Cris Blackwell sendir hann „Traffic“ til hinna ýmsu heims- hluta. „Traffic" er nafnið á hinni nýju hljómsveit Stevies, eins og margir eflaust vita, og samanstendur hún auk hans at þeim Chris Wood, sem leikur á saxófón og flautu, Dave Mason á gítar og sítar og Jim Capaldi á trommur. Enginn bassi??? — jú, jú, því bjargar Stevie með fótunum, því að í hans sérsmíð- aða Hammond-orgeli er sérbyggt bassakerfi. Stevie og félagar lifðu aþalífi í hálft ár, þar sem þeir æfðu marga tíma dag hvern. Engir blaðamenn höfðu aðgang að hinu átta herbergja einbýlishúsi, sem þeir höföu tekið á leigu uppi í sveit. Enginn sími, ekkert út- varp, sjónvarp, dagblað né önn- ur fjölmiðlunartæki nútímans. Einir með rúmlega 500.000 króna hljóðfærum bjuggu þeir, langt frá mannabyggðum. Fyrsta hljómplata „Traffic" var „Paper Sun“, sem að sjálf- sögðu fékk ' ágætar mót- tökur á vinsældalistum víða um heim. Sú er næst kom var „Hole In My Shoe“, sem komst enn hærra á vinsældalistunum. — Dave Mason gerði þessi afburða lög, sem skapazt höfðu af alls kyns hljómmyndunum, og hef- ur það í för með sér að „Traff- ic“ veröa ætíð að hafa segul- bandsupptökur með þessum kynjahljóðum er þeir halda hljómleika. Hinn nítján ára gamji Stevie Winwood er einn af mestu á- trúnaðargoðum enskrar æsku, og mestu áhrif á aðdáendur sína hafði hánn á hinni árlegu hijómsveitarsamkundu vinsæl- ustu hljómsveita Eretlands í Wembley Empire Pool við New Musical Express, þar sem allir biðu eftir kynningunni á „Traff ic“. í salnum, sem var yfirfuiiur af táningur, voru öll ljós slökkt og Simon Dee kynnti :STEVIE WINWOOD. Skrækimir og ó- hljóðin ætluðu engan endi að taka. Stevie og félagar gengu fram á sviðið, og ofan á hinn stórbrotna hljómburð hinna þriggja meðlima hljómsveitarinn ar, sem þegar voru farnir að leika, kom fyllandi undirleikur Stevies frá Steinway-fiyglinum. 1 hvítri skyrtu og svörtum bux um var vart hægt að festa á hon um augun á sviðinu. En rödd hans fyllti húsið, svo að eigi var um að villast hver kominn var. „Traffic“ voru meðal þeirra vinsælustu sem fram komu á um ræddum hljómleikum. I byrjun októbermánaðar 1967 komu „Traffic" fyrst fram í Eng landi, en áður höfðu þeir reynt undirtektir almennings í Noregi, Svíþjóð og Danmörku — en af þeim er allt gott að segja. — Allir þeir, sem voru í Falkoner Centret í Danmörku urðu fram úr hófi hrifnir. Nú í dag er Stevie Winwood með eina af eftirtektarverðustu bítlahljómsveitum heimsins, og hæfileikar hans munu áreiðan- lega koma vel í ljós innan hins nýja hrings. Áður fannst honum hann vera að dragast aftur úr. Nú ljómar hann eftir hverja framgöngu á sviðinu. JJinar leiðinlegu og tilbreyt- ingarlausu „pop-skemmtan- ir“ eru ekki lengur það, sem klúbbar og aðrir almennir skemmtistaðir táninga geta boð ið upp á, að minnsta kosti ekki erlendis. Nú verður allt að vera mefra lifandi. Nú er það blómaskrúðið í öllum regnbogans litum, sem virðist vera að hefja sig til vegs og virðingar meðal æskufólks. Þess er æskt, að danssalurinn sé allýstur af margs konar ijósa- útbúnaði í öllum litum og að hann sé einnig alsettur fjölda blóma á víð og dreif um salinn, svo almenningur finni að hann sé með, og fái hinn fjárhags- lega hagnað af samkomunni. Segja þeir, sem vitið hafa, að sa~Iinn eigi aö skrautbúa með blómum og aftur blómum á borðum og veggjum og að ijós- kastarar með mismunandi ljós- geislum muni skapa geðrænt og hugrænt andrúmsloft (stemn ingu), sem enginn hefur áöur upp lifað. — Eigi er víst hvað satt er í því, — Sérhverjum samkomugesti er svo auðvitað afhent blóm viö innganginn, og bað síðan sett í hnappagatið eöa bak við eyr- að eða jafnvel í hárið, ef þaö er nógu sítt. Áhrif fjarlægra sólskinsrikra eyja koma upp í hugum manna, þegar hljómlistarmennirnir láta í ljós sína beztu getu í hinu mikla blómaflóöi. San Francisco — söngvarnir eru sungnir sí ofan í æ af mik- illi innlifun — „Pop-tónlistin“, tízkan og myndlistin hefur tek- ið sér önnur einkenni, og blóma dýrkunin hefur hafið innreið sína í mörg lönd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.