Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 20. janúar 1968, 5 LA UGARDA GSKR0SS6Á TA N Bridgeþáttur VÍSIS Ritsti Stefán Guðjohnsen — Islandsmótið í bridge verður haldið dagana 6.—15. april og verður að þessu sinni spilað í Læknahúsinu Domus Medica. Verður að venju keppt bæði í t-'í- menning og sveitakeppni. Norður- landamót í bridge verður haldið í Svíþjóð dagana 21.—25. maí. og hefur Bridgesamband Islands á- kveöið að reyna þátttöku. Olym- píumót í bridge verður haldið f Frakklandi í júnímánuði og er að þessu sinni spilað í bænum Deau- ville. Ákveðið er að spila landsleik í bridge við Skotland og standa samningaumleitanir yfir. I tilefni af ofangreindu hafði þátturinn stutt viðtal við forseta Bridgesambands íslands, Friðrik Karlsson. I sambandi við íslands- mótið sagði Friðrik, að þaö yrði með svipuðu sniði óg undanfarin ár, Að hans áliti er mótið orðið of þungt í vöfunum og þarfnast 'kipulagsbreytinga. Ótækt er, að nær hver einasti maöur sem eitt- :v að spnaróridge, geti setzt niður og tekið þátt í Islandsmóti. Það þarf að takmarka þátttökuna aö einhverju leyti og mundi það auka virðingu mótsins og gera það skemmtilegra. Hvað Norðurlanda- mótinu viðvíkur, þá hefur verið skipuð þriggja manna landsliðs- nefnd, sem skal veija lið til þátt- töku. Eru í nefndinni auk Frið- riks, Hörður Þórðarson og Þórður Jónsson. Skrifað hefur verið til allra félaga sambandsins og þau beöin að senda inn þátttökutil- kynningar fyrir 1. febrúar n. k. Fáist ekki hæfir spilarar að áliti landsliðsnefndar með þeim kjörum sem Sambandið býður, þá skuli hætt við þátttöku. Áætlað er að yerja kr. 100.000.— til þátttakenda auk fararstjóra og einnig mun framlag frá hinum Norðurlöndun- um renna til þeirra ef það fæst. Varðandi þátttökutilkynningar vildi forsetinn taka það fram, að hans áliti væri það að ekki þýddi að senda menn til keppni erlendis nema þeir hefðu þá menntun að bera, sem slíkar keppnir krefðust. Reynslan hefði sýnt, að það væru undantekningarlaust vel menntaðir menn, sem næðu góðum árangri í hörðum milliríkjakeppnum, enda hefðu þeir menn s?m Bridgesam- bandið hefði sent til þátttöku þessara móta undantekningarlaust verið vel menntaðir. Áríðandi væri að menn hefðu staðgóða þekkingu á hinum ýmsu sagnkerf- um sem spiluð væru í heiminum. Áætiaður kostnaður við þátttöku væri ca. 16—17 þúsund krónur á mann og væri það hærri upphæð en Sambandið gæti greitt. Þátttaka í mótinu - væri eiginlega ofviða Sambandinu en það mikið væri talað og skrifaö um Norræna sam- vinnu að stjórnin hefði talið rétt að taka þátt f mótinu. Viðvíkjandi fjárframlögum frá því opinbera sagði Friörik, að hann tryði því ekki aö rfkiö myndi neita um fjár- styrk til þess að senda á mótið, þótt ekkert hefði áunnizt í þeim málum enn. Borgarstjóm Reykja- vfkur vildi hann færa þakkir fyrir stuðning í sambandi við síðasta Evrópumót. Taldi forsetinn að fróðlegt væri að bera saman ár- angur íslenzkra bridgemanna á síðasta ári og annarra fþrótta. Sennilega hefðu þeir unnið fleiri iandsleiki á síðasta ári heldur en allar hinar íþróttagreinarnar. Mikl- um fjárhæðum væri varið til þess að styrkja þær en bridgeíþróttin látin sitja á hakanum. Þátttaka í Olympíumóti er Sambandinu fjár- hagslega ofviða, þótt þátttaka í því hefði verið mjög æskileg, en hvað viðvíkur heimssókn skozku bridgemeistaranna, þá eru þau mál ennþá á samningastigi. Varðandi önnur mál, þá þótti mér fróðlegt að heyra að Sam- bandið hyggst koma upp nokkrum hópi löggildra keppnisstjóra til þess að stjórna keppnum innan hinna mörgu félaga Sambandsins, Búið væri að þýða aðalatriðin úr keppnislögum og reglum og kæmi það úr prentun innan tíðar. Síðan myndi Sambandið sjá um að prófa væntanlega keppnisstjóra og veita þeim síðan löggildingu. Bridgelögin eru einn þýðingar- mesti þáttur spilsins og er árfð- andi að allir bridgemenn kynni sér þau vel. Prentun þeirra á íslenzku á vegum Bridgesambands Islands er vel til fundin og ættu allir að lesa þau og læra. Hér skal af handahófi útskýrð ein grein bridgelaganna, sem fjallar um réttindi blind- (dummy). Blindur má gefa eða ná upplýsingum um staðreyndir eða Iögin og hafi hann ekki fyrirgert rétti sfnum, þá má hann einnig: a) vekja athygli á Iitarsvikum eins og lögin mæla fyrir um, b) vekja athygli á mis- tökum eða reyna að hindra þau. (Hann má, t.d. aðvara sagnhafa um að spila út frá öfugri hendi). Blindur má ekki, nema eins og mælt er fyrir i þessum lögum. taka þátt f spilamennskunni, eða gera neinar athugasemdir um sagnir né úrspilamennsku í spili sem verið er að spila, né vekja athygli á reikningsstöðu og geri hann það - ;tir hann viðurlögum eftir gr 16. P.iðgist blindur við sagnhafa um brot á lögunum, þá falla viðurlög niður eins og um getur f gr. 15. Lausn d síðustu krossgútu er d bls. 10 Dönsk Rococo borðstofuhúsgögn til sölu, einnig mjög ódýrt svefn- herbergissett. Sími 38815. v / ^ r - •i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.