Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 12
12 V1 S IR . Laugardagur 20. janúar 1&88. -diBasisaaiiaBaEB KVIKKVNDASAGA. EFTIR A 3- QOTHRIH 3r. Lestin mjakaöist stöðugt ífjær. ÁTJÁNDI KAFLI. Brownie sat í söðli sínum á Nell- ie og horföi á eftir lestinni. Dick Summers reið á undan, vagn Fair- manshjónanna var i fararbroddi. Hjarðrekamir fóru siðastir með bú peninginn, hrópuðu og hóuðu og blístruðu og hleyptu hestum sínum á meðan þeir voru að koma hópn- um af stað. Brownie reið upp að klettinum. Sat um stund í söðlinum og virti hann fyrir sér. Hann þóttist sjá að það mætti klifra nokkuð hátt þar, en þó með gát. Svo renndi hann sér af baki og batt hryssuna við stofn á grönnu tré, sem teygði sig upp úr hávöxnu grasinu. Riffilinn sinn lagði hann upp við klettinn, bjóst ekki viö aö hann þyrfti á honum að halda, auk þess sem hann mundi torvelda honum uppgönguna. Hamr inum hafði hann brugðiö undir belti sér og hélt á meitlinum í annarri hendinni Uppgangan reyndist ekki eins auð veld og sýndist neðanfrá Hann sá brátt að han varð að viðhafa ítrustu gætni. Minnast þess, að lyfta aldrei brýnt fyrir honum, að iyfta aldrei fæti fyrr en þeim sem í var staðið hefði verið fundin örugg festa Þegar hann hafði klifið nokkurn spöl, kom hann á allbreiða syllu, þar sem hann gat hvílt sig og blásið mæðinni.Lestin mjakaðist stöðugt fjær og nú var Dick gamli kominn kippkorn á undan henni Dick var auðþekktur, jafnvel langt aö, fyrir það hvemig hann sat í söðli. Hins vegar var Brownie ekki viss am hverjir þeir tveir voru, sem riðu honum nokkurn veginn samsiða. Sennilega Botter og Davisworth, eða kannski Insko. Vagnarmr voru auðþekktir, bæði' voru tjöldin vfir þeir ólík að lit og ýmiss önnur-ein kenni, sem maður gat þó ekki gert sér ljósa grein fyrir. Vagnar Fair- mans fóru fyrstir, næst vagnar Daughterys, sem báðir voru með rauðu tjaldi, þá vagnar foreldra hans, því næst vagnar Holdridge eða Tadlocks, sem voru svo líkii, að illt var að þekkja þá sundur. Þanig virti hann þá fyrir sér, hvern af öðrum, þaðan sem hann sat á klettasillunni, þetta var eins konar prófraun, hvort hann væri svo glögg ur að hann þekkti alla vagnana, hvern frá öðrum. Hann brosti við þá hugsun, að sennilega gæti hann þekkt vagna McBees frá hinum, þótt hann iokaði augunum. Hann vissi meira að segja hvorum vagninum Mercy ók, jafn- vel þaðan, sem hann sat, þekkti hann skuggann af henni, þar sem hún gekk meö vagninum sínum léttum fjaðurmögnuðum skrefum og hélt í taumana. Þegar hann lok- aði augunum andartak, sá hann and lit hennar ... munninn, sem sjald- an mælti orð eða brosti, augun sem sögðu meira og brostu oftar. Hann spurði sjálfan sig hvort hún mundi vera jafn heillandi fögur í augum hinna, Higgins, Davisworth, Botters og Moss, þeirra fullorðnu, sem voru ókvæntir. Eða hinna, þeirra kvæntu ... til dæmis Macks, sem reynzt hafði foreldrum hennar svo örlátur og hjálpsamur dagana, sem dvalizt var í virkinu? Nei, að sjálfsögðu vakti hún ekki slíkar tilfinningar hjá neinum öörum en honum, þess ar tilfinningar, sem hann var stað ráöinn f að halda leyndum fvrir öll um, líka henni, unz tími væri kom- inn til að tala. Þegar tími væri til kominn .. þegar komið væri til Oregon Hann minntist orða föður síns, að hann mætti ekki tefja lengi. Reis upp af syllunni og bjóst til að klifra dálítið hærra. Þá kom hann auga á einhverja hreyfingu í hávöxnu grasinu skammt frá klettinum og um leið sá hann að hryssan sperrti eyrun. Honum brá. Voru kannski Indíánar aö laumast að ... og hvað átti hann til bragðs að taka, ef svo væri? Það þyrmdi yfir hann af hræðslu og köldum svita sló út á enni hans Viðvörun föður hans ætl aði þá að reynast orð að sönnu ... Hann sá loðinn haus gægjast upp úr grasinu, loðinn haus með star- andi augum. Rock gamli... Brown- ie rak upp hlátur. Aldrei hafði hann orðið fegnari, fannst honum, mest langaði hann tii að klifra niður og vefja hundinn öirmum, svo feginn varö hann. Um leið blygöaðist hann sín sárlega fyrir ástæðulausan ótta sinn. Hann var þá ekki meiri bógur en þetta, þegar á reyndi. Rock gamli starði á hann um hrið. Tók síðan að klöngrast upp klettinn, þótt gamall væri og stirð ur. Brownie klifraði niður af sill- unni til móts við hann og talaði til hans hvatningarorðum. „Jæja karl- inn... heldurðu að þú komist þetta.. .. Bíddu, nú skal ég hjálpa þér, gamli minn. Svona ... já, þú ert ekki eins hrumur og halda mætti .... “ Þegar hann hafði komiö hundin- um upp á sylluna, klifraði hann sjálfur dálítið hærra, unz hann fann sæmilega sléttan flöt, hærra og til hliðar við nöfn hinna leiðangurs- mannanna. Hann þreif áhöldin og tók strax til við ag höggva. Steinn inn var harðari undir meitilegginni, en hann hafði gert ráð fyrir, en hann kepptist við, þangað til hann verkjaði í handlegginn og varö að taka sér hvíld. Svo tók hann aftur til óspilltra málanna. Nú fannst hon um allt öruggara, þegar hann hafði hundinn hjá sér og var ekki einn lengur. Innan stundar stóð hans eigiö nafn þarna óafmáanlega meitlað í bergið. Brownie tók sér stutta hvíld strauk steinsvarfið af meitilegginni og virti fyrir sér verkið. Og svo tók hann til aftur og hjó nafn hennar lít ið eitt neðar. Og nú sóttist honum verkið ekki eins vel og áður. Hann vandaði sig hálfu meira við nafn hennar en sitt eigið. Var þér farið að þykja svona innilega vænt um mig strax þá, spurði hún, þegar þau áttu leið hér um mörgum, mörgum árum síðar, og sá sér til mikillar undrunar nafn sitt meitlað í klettinn hjá nafni hans Og hann svaraði ekki, en brosti lít- iö eitt. Þá hló hún. Ég vissi það alltaf, sagði hún, auövitað vissi ég það.... Heldurðu kannski að ég hafi ekki vitað til hvers þú drógst aftur úr lestinni, þegar við lögðum af stað? Jú vinur minn, ég fór nærri um það. Og hvað þetta er vel meitlaö ... Hamarslögin dundu á afláts á meitlinum. Rock gamli var lagstur fyrir á syllunni, en gaf Bro;nie þó auga við og við. „Bíddu rólegur, karlinn“, tautaði Brownie, „þessu fer nú að verða lokið. Það dugar ekki að kasta til þess höndunum, sem á að standa um aldur og ævi, þú skilur það.“ Hann hvíldi handlegginn andar- tak. Hvað skyldi leiöangursfólkið segja, ef þaö vissi hvað hann hafð ist að. Sennilega mundi það yppta öxlum og glotta, hugsa sem svo, að þetta væri ekki annað en það sem drengjum á hans aldri dytti í hug, ekki nein alvara. Það mundi komast að raun um annað síðar. Og hvað skyldu foreldrar hans segja? „Þetta er okkar leyndarmál, Rock gamli“, sagði hann við hundinn og hjó af kappi. „Þaö veit það enginn nema við. Hvað segir þú annars um þetta karlinn?" Og Rock gamli dillaði skottinu til samþykkis, þar sem hann lá fram á lappirnar á syllunni fyrir neðan, og fylgdist með öðru auganu með starfi Browies. Þeir vissu þetta einir, hann og Rock gamli, og ef til vill veittu fuglamir því athygli, sem þama Róðið hifanum sjólf með .... MeS BRAUKMANN hitastilli á hvorjum ofni getið þér sjólf ókveð- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli dr hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg i 2ja m. fjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel- liðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 vom á flögri. Og Mercy McBee — það fór að minnsta kosti ekki hjá því, að hún gæti sér til um hvers vegna hann hafði orðið eftir af lest- inni. Nú er rétti tíminn til að láta| munstra hjólbarðann upp fyrir.j vetraraksturinn með SNJÓ-( MUNSTRI. Neglum einnig allar tegundir snjódekkja fneð finnsku snjó- nöglunum. Fullkomin hjólbarða þjónusta. Opið frá kl. 8—24, 7 daga vikunnar. Hjólbarða- þjónustan Vitatorgi Sími 14113. Þvílík stúlka — með allan þrótt og að eldast — ég yrði raunverulega feginn „Beth, ertu tilbúin? — Beth!“ gleði æskunnar. Ég hlýt að vera farinn að vita hana lagða af stað heim. „Oh, við skulum hætta þejssum Ieikara- skap.“ IIÖRÐUR EIMRSSON HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR MflFMTOIiVCSSKUIFSTOFA Blönduhlfð 1 — sum 2U972. Sölubörn ósknst Hafið samband við afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.