Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 5
VtSIR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968. 5 KVENNASIÐAN SKOÐAR YMIS NYSTARLEG OG SÉRKENNILEG HÚSGÖGN / NOKKRUM HÚSGAGNAVERZLUNUM BORGARINNAR jpyrir nokkrum árum heyrð- ist fólk oftlega kvarta yfir því, að úrval húsgagna hér á landi, íslenzkra og innfluttra, væri sérdeilis fábrotiö og ein- hæft. Raunar var þá mjög lítið flutt inn af húsgögnum, og inn- lend húsgagnaframleiðsla var 6- neitanlega fremur einhæf. Þegar Kvennasíðan leit inn í nokkrar húsgagnaverzlanir borg arinnar fyrir skömmu, til að skoða ýmsar nýjungar 1 hús- gagnaframleiðslu, innlendar og erlendar, komst hún að raun um að þar höfðu orðið allmiklar breytingar á. Hér áður fyrr var nær óger- legt að fá stök, lítil húsgögn, t d. skemmtileg blómaborð, símaborð, ruggustóla, eða ein- hver önnur sérkennileg húsgögn sem gaman er að eiga eða kaupa til gjafa. Hin sígildu só'fasett með tekkborðunum voru þaö eina sem fólk átti völ á að kaupa í stofuna hjá sér, en þar sem miklar breytingar hafa orðiö á smekk manna fyrir húsgögnum, bæði erlendis og hérlendis, á markaðinn í íslenzkri hús- gagnaframleiðslu og má t. d. nefna nýjar gerðir af sófasett- um, sófasett með lausum púö- um, sófasett með máluðum fót- um, strigaáklæði, og ýmsar fleiri nýjungar, sem fyrir nokkrum árum hefðu þótt ófínar og ekki tilheyra stofuhúsgögnum. Ungt fólk hefur löngum veriö 'nýjungagjarnt og þegar það stofnar heimili langar það að sjálfsögðu til að gera heimili sitt skemmtilegt og persónulegt. Lítil fjárráð hafa oftlega orðið til þess að það notar ýmis gömul húsgögn málar þau og gerir upp og getur þannig skapað mjög vistlegt og heimilislegt and- rúmsloft með því að safna sam an húsgögnum, sem kannski eru ekki öll í sama stíl eða lit. Og í'staðinn fyrir að kaupa rándýr sófasett með ullaráklæði og tékkfótum, kaupir þaö t.d. Amerískir stólar. Áklæöið er nylonstyrkt og setan er stoppuð með svampi. Fást í húsg.verzí. Víði. skemmtilegir litlir stólar sem Valbjörk hefur nýlega hafiö framleiðslu á. Þessir stólar eru fáanlegir með. mismunandi á- klæði, en fallegast þ'ótti okkur áklæði meö einn ruggustól og gamalt, skemmilegt borö og notar svo ýmiss konar samsafn af hús- gögnum, sem það raöar smekk lega saman. En hvaö er nú fáanlegt af skemmtilegum og sérstökum húsgögnum? Ruggustólana þarf víst ekki að kynna fyrir nein- um, þeir hafa notið vaxandi vin sælda hér á landi undanfarin ár og fjölda margar tegundir af þeim fáanlegar í verzlunum. Og ýmsar aðrar tegundir af hús gögnum, sem ekki sáust hér á Iandi fyrir nokkrum árum, eru nú komnar á markaðinn, og ‘ ætlum viö að kynna nokkrar þeirra fyrir lesendum. HúsgagnaMöllin hefur selt mikiö af gullfallegum sófasett- um, borðstofusettum og svefn- herbergissettum, sem eru inn flutt og talsvert í öðrum stíl en hér er algengastur á húsgögn- um. Þessi húsgögn eru gamal- dags, en mjög skemmtileg og einkum kann unga fólkiö vel aö méta þau. Pinnastólarnir svo- nefndu hafa líka notið mikilla vinsælda hér á landi og hafa margar verzlanir t.d. Kristján Siggeirsson þá til sölu í ýmsum litum og gerðum. f húsgagna- verzluninni Víði rákumst við á mjög falleg húsgögn sem fyrir skömmu var byrjað aö selja hér á landi. Eru þetta amerísk húsgögn, ein gamaldags og þau frekast geta veriö. Útlitsmunur inn á þeim og t.d. mörgum hinna sænsku og norsku húsgagna sem þykja skemmtileg og gam aldags ,er í fljótu bragði sá, að þessi amerfsku eru ákaflega „fín“, áklæðið er brokade og armarnir og fæturnir eru út- skornir meö gyllingu. Eigi aö síður er alls ekki nauð synlegt að umhverfi slíkra hús gagna sé endilega silkifóöraðir veggir með gylltum speglum. Einn slíkur stóll myndi vissu- lega sóma sér vel einn og sér í horni á stofu sem aö öðru leyti væri nýtízkuleg. Hins veg ar er ekki hægt að segja að þetta séu ódýr húsgögn, sér- staklega ekki eftir gengisbreyt inguna en raunar eru öll „antik“ húsgögn mjög dýr erlendis. — Hægt er að fá þessi húsgögn í mörgum mismunandi tegund- um með mismunandi áklæðum en veröið á stökum stólum er 18.800.00 kr. Næst lögðum við leið okkar í Valbjörk á Laugaveginum, þar vöktu athygli okkar sérlega verzlun Austurbæjar sáum viö nokkur skemmtileg, lítil hús- gögn, sem tilvalin eru til gjafa. Er þá fyrst að nefna lítil áttfætt borö, sem framleidd eru hér á landi og eru mjög skemmtileg, sem reykborö, viö síma eöa undir blóm. Þessi borð eru úr tekk og kosta aðeins 1475 kr. Þar fengust einnig mjög fall- egar sænskar mahogny komm- óður, mjög litlar og fíngeröar. Eru þær notaðar á svipaðan hátt og áttfætta borðið, en eru kannski hvað hentugastar undir spegla, t.d. á gangi. Þessar litlu kommóður kosta 3648 krónur. Og að lokum tókum viö eftir litlum blómaborðum, sænskum eins og kommóöurnar meö mahognyfótum, en leirplötu meö máluðu mynstri að ofan. Þessi borö eru einkar falleg undir blóm eða við stóra, djúpa stóla sem reykborð. Verðið á þeim er 1472 krónur. Það fer ekki milli mála, aö úrvalið er orðið miklu meira hér í húsgagnaverzlunum á síð- Framhald á bls. 13 rósrautt, ljósum grunni. Þessir stólar eru skemmtilegir í unglingaherbergi við skrifborð, snyrtiborö og margt fleira, og verðið er kr. 3765.00. Einnig vöktu athygli okkar sérlega skemmtileg borö sem þarna fengust, indversk að ætt. Eru þau í mismunandi stærðum og borðplatan úr út- skornu messing. . Verðið á þessum borðum er frá 4-6000 krónum eftir stærö. — Þessi borö hafa einnig veriö seld í fleiri húsgagnaverzlunum í borginni Ekki má gleyma tágahús- gögnunum, sem verzlunin Persía hefur flutt hingað til lands, en þau njóta mikilla vin- sælda. Þessi húsgögn eru sterk og góð og hægt að panta eftir listum mjög margar tegundir af t.d. ruggustólum, borðum, stök- um stólum o. fl. 1 Húsgagna- Stóll frá Valbjörk og indverskt borð úr útskorinni messingplötu. Sænsk kommóöa og blómaborð og áttfætt íslenzkt tekkborð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.