Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Ný vísitöluuppbót ? ]\ýafstaðið aukaþing Alþýðusambands Islands sam- þykkti ályktun, þar sem ítrekuð var krafa sambands- ins um, að full vísitöluuppbót yrði greidd á laun. Ekki er víst, að allir þingfulltrúarnir hafi tekið þessa kröfu sína alvarlega. Það er orðin föst og sjálfvirk venja hagsmunasamtaka á íslandi að byrja ályktanir sínar á orðunum: „Fundurinn krefst þess...“ eða „Fundurinn mótmælir...“. Frekjutónninn er orðinn svo algengur í ályktunum hagsmunasamtaka, að menn eru hættir að taka eftir honum eða taka mark á honum. En í þeSsu tilviki er ekki víst, að staðið verði við orðin tóm. Vissa hópa manna í Alþýðusambandinu þyrstir í vinnudeilur í marz. Og það er ekki vegna þess, að þeir vænti árangurs, heldur vegna þess, að þeir æskja upplausnar af stjórnmálaástæðum. Þessir menn eru áhrifamiklir í ASÍ og því er allra veðra von. Þess er krafizt, að atvinnuvegirnir greiði vísitölu- uppbót 1. marz. En onginn veit, hvaðan þeir ættu að taka fé til þess. Atvinnuvegirnir eru nú almennt í meiri fjárþröng en verið hefur um árabil. Aflabrestur og verðfall hafa leikið útgerð og fiskiðnað afar illa og þeir erfiðleikar hafa endurómað um allt atvinnu- lífiö. Þjóðin tapaði í fyrra 2000 milljónum króna í út- flutningstekjum. Atvinnuvegirnir hafa tekið á sig meginhlutann af því tapi. Áhugi og geta til atvinnurekstrar hefur minnkað töluvert á síðustu mánuðum. Sum fyrirtæki hafa dreg- ið saman seglin. Einnig eru dæmi þess, að fyrirtæki hafi lokað, einkum fiskvinnslustöðvar. 2000 milljón króna tekjumissirinn hefur því ekki aðeins valdið öll- um atvinnurekstri í landinu miklum erfiðleikum, held- ur beinlínis dregið úr atvinnu. En atvinnuleysið getur enn versnað, — ef Alþýðu- sambandið fær vilja sínum framgengt. Ef vísitöluupp- bótin yrði barin í gegn, mundi samdrátturinn í at- vinnurekstrinum verða eins og farsótt. Á skömmum tíma mundi fjöldi fyrirtækja draga saman seglin og önnur verða að gefast upp. Atvinnuleysi mundi marg- faldast á skömmum tíma. Gengislækkunin í nóvember átti að rétta hlut at- vinnuveganna eftir áföll aflabrests og verðfalls. Hún átti að blása nýju lífi í þá, efla rekstur og auka at- vinnu. En um leið hefur hún í'för með sér kjaraskerð- ingu. Þessa kjaraskerðingu er ekki hægt að bæta með vísitöluuppbót, því að þá hefðu atvinnuvegimir ekk- ert gagn af gengislækkuninni. Þá yrði að fella gengið á nýjan leik til þess að bjarga atvinnuvegunum og hindra almennt atvinnuleysi. Forustumenn Alþýðusambandsins eru á engan hátt undanþegnir þeirri almennu skyldu að hugsa. Það getur verið gaman að vera gunnreifur og baráttuglað- ur í ræðustól á Alþýðusambandsþingi, fjarri raunvem- leika atvinnulífsins, en það er skammgóður vermir. V1 S IR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968. S-Vietnam fær matvæli, lyf og hjúkrunarvörur frá mörgum löndum og erfið- leikarnir sívaxandi — óvissa um „heimavarnarliðið" — almenningur vill frið og fá að una við sitt Þegar sýnt var hve hörö var sókn sú, sem Vletcong hóf fyrir tæpum 10 dögum í Suöur-Víet- nam, og að henni mundi verða haldið áfram, lét stjóm Suður- Víetnam tii sín heyra. Um sama leyti og Ky fyrrverandi flug- marskálkur, nú varaforseti lands ins, boðaöi stofnun „þjóöar- hers“, þ. e. hersveitar hinna al- mennu borgara til vamar sér og heimilum sínum, var tilkynnt af hálfu stjómarinnar, að leitað yrði til alþjóðasamtaka og ein- stakra landa um hjálp til handa fólki, sem á nú hvergi þak yfir höfuðið, og hefur orðið að flýja vegna bardaganna, ef til vill brennandi hús sín eöa rústir einar. Utanríkisráðherra S.V. Tran van Do sagði í gær, að flótta- mannafjöldi væri orðinn 73.000 í Saigon en hann mun áreið- anlega skipta hundruðum þús- unda í öllu landinu.þvi að fólk kurini brátt aö komast upp I hefur flúið úr öllum bæjum, sem hálfa milljón, verði um stöðugt barizt er í, en eins og kunnugt hárðnandi átök að ræða, en hitt er af fréttum hefir verið barizt er víst að hún gæti fljótlega að undanförnu í hvorki fleiri né orðið miklu hærri — það fer færri en 7 af stærri bæjum vitanlega alveg eftir gangi styrj- landsins, eða fylkishöfuöstöðvun aldarinnar. um. og hefir verið barizt grimmi- Tran van Do sagði í gær, að Skæruliöi á valdi stjórnarhermanna. Myndin var birt í Poli- tiken og undir stendur m. a. „Margir fangar eru skotnir á stundinni“. lega í nærri 10 daga í að minnsta 4 þeirra, eða þar sem Vietcong hefur náð svo traustri fótfestu, að engar líkur virðast fyrir þvf, að unnt verði að hrekja þá það an í bráð. Það er auðvitað byggt á ágizk- unum, að tala flóttamanna þegar hefðu sex löind lofað að senda matvæli, klæði og hjúkr- unarvörur til Suður-Víetnam, og er þeirra á meðal Japan. Ætlar japanska stjómin að senda fiugvélar með matvæli, klæði og lyf. Einhverjir mestu erfiðleikam ir í Saigon og víðar er dreifing og úthlutun matvælanna. Nú er til dæmis svo ástatt, ag hvorki berst fiskmeti eða grænmeti til borgarinnar, vegna þess að öll- um samgönguleiðum hefir verið lokað fyrir venjulegri umferð vegna bardaganna. Munu mörg lönd bregðast vel við og senda matvæli og annað, miklu fleiri en þau sex, sem þegar hafa heitið aðstoð. Ann- ars er það ekki matarskortur- inn sem veldur mestum kvíða, heldur hinar óhugnanlegu horfur að því er tekur til almennrar heilbrigði og hreiniætis. Flótta- mannahópamir fara vaxandi, erfiðleikar á að fólk geti fengiö vatn til drykkjar og matar, hvað þá til að halda sér hreinu. Vatns leiðslur hafa spmngið. Skolp- leiðslur hafa spmngið og leiðsl- umar hafa stíflazt. Sorphaugar fara sfhækkandi og daun af rotnandi líkum ber að vitum manna. Völskur heyja sinn hem að um allt æti og fara sem logi yfir akur. Reynt er að sprauta sorphauga með DDT og hindra þannig útbreiðslu far- sótta. Skortur er sótthreinsandi vökva. Skortur er lyfja og hjúkr unarvamings. Sjúkrahúsin em yfirfull. Ekki til sjúkrarúm leng ur fyrir hluta þess fjölda sem til þeirra leitar í neyð sinni. Menn virðast ekki byggja miklar vonir við stofnun heima- vamarsveita. Á það hefur verið bent, f fréttaaukum erlendis, hve mikil vandkvæði em hér á, svo seint sem séð er, að slíks liðs er þörf. Granur manna er, að erfitt veröi um framkvæmd- imar. Menn spyrja um viðbrögö óþjálfaðs almennings, er boðið er upp á vopn — er baráttu- kjarkur fyrir hendi? Er hægt að búast við miklu af almenningi þegar 600.000 manna her vel búnum og þjálfuöum, er legið á hálsi fyrir skort á baráttu- vilja. Og hafi þetta ekki veriö áróður einn, til að stappa í menn stálinu, er allar götur vafasamt um árangurinn af stofnun heima vamarsveita, þó ekki væri nema af því, að of seint er hafizt handa. Það hefur líka verið bent á nokkra áhættu (fyrir valdhafana) að fara að vopna al- menning nú, þar sem þeif eru nú famir að trúa því að Viet- cong muni hafa betur. En annars kemur það ákaf- lega oft fram hjá þeim, sem um þessi mál tala f útvarp erlendis, að ekki sé um neina almenna baráttuhrifni að ræða meðal al- mennings í S.V. — og fjölda manns standi gersamlega á sama um hvort sama stjórn verður áfram, samsteypustjórn verði mynduð eða hrein Viet congstjóm, — áhugamál fjöld- ans sé bara eitt: að hætt verðí að berjast og menn getx fengið að búa vig frið — og „una við sitt'*. £ tnmamn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.