Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 2
V I S IR . Fimmtudagur 20. júní 1968. BLAÐAMENN í GOLFKEPPNI ■ Hin árlega golfkeppni, sem Golfklúbbur Ness gengst fyr- ( ir meðal blaðamanna úti í Suðurnesi á golfvelli klúbbs- ins, verður erfiðari með ári hverju. í gær voru 6 holur leiknar 1 í blíðskaparveðri og við mikla ánægju blaðamanna, — „næst1 verða leiknar allar 9 holurnar“, sagði Pétur Björnsson, for-1 maður Nes-klúbbsins. Atli Steinarsson, Morgun- blaöinu, varö sigurvegari, sló 6 holurnar í 33 höggum, Hall- ur Símonarson, Tímanum varð annar með 38 högg, Kristmann Eiösson, Alþ.bl., 42 högg, Jón B. Pétursson, Vísi, 44 högg, Hjörtur Gunnarsson, Þjóövilj- anum 54 högg, Sigurður Hreið- ar, Vikunni með 59 högg, — og loks Alfreð Þorsteinsson frá Frá sundmótinu í Laugardalslaug 17. á júní. Sundmeistaramótið hófst i gærkvófdi'. Tvö ný Islandsmet fyrsta kvöldið TVÖ ÍSLANDSMET féllu á fyrsta degi Sundmeistara mótsins í gærkvöldi, Guð- munda Guðmundsdóttir frá Selfossi bætti met sitt í 800 metr? skriðsundi um rúmar 3 sek. og Leiknir Jónsson úr Ármanni bætti gamalt met Harðar B. Finnssonar um meira en sekúndu í 400 metra bringusundinu. Guðmunda, þessi unga sundkona frá Selfossi er stöðugt í framför og synti 800 metrana á 10.56.0, en eldra met hennar var 10.59.3. Án efa getur Guðmunda náð mun betri árangri, strax og hún fær harðari keppni en hún fékk í gær. Framfarir Leiknis Jónssonar, sem segja má að sé ennþá nýliði í sundinu, því að tiltölulega stutt er síðan hann hóf æfingar, eru ótrú- legar, og nú er hann að taka til sín hvert metið á fætur öðru. í "sr féll gamalt met Haröar Finn- sonar, sem var 5.49.8, — Leiknir synti á 5.48.5. í 1500 metra skriðsundinu veitt- ist Guðmundi Harðarsyni létt að öðlast íslandsmeistaratitilinn. Það varð ekkert af keppni milli hans og Guðmundar .Gíslasonar, — fljót- lega /urðu þeir viöskila f þessu langa sundi, og synti Guömundur Harðarson á 19.17.3, sem er um 8 sek. frá metinu. Guðmundur kom heim frá námi í Ameríku um síð- ustu helgi. Hann hefur tekið þátt í mörgum mótum að undanförnu og virðist heldur þreyttur, en er greinilega f góðri æfingu. AUGLÝSIÐ í VÍSI Á laugardag og sunnudag heldur Sundmeistaramótið áfram í Laug- ardal'með keppni f þessum grein- um: Laugardagur: 100 m. skrið- sund karla, 100 metra bringusund karla, 200 m bringusund kvenna, 400 m baksund kvenna, 200 m bak- sund karla, 100 metra baksund kvenna, 200 m fjórsund karla, 4x100 m skriðsund kvénna og 4x100 m fjórsund kvenna. Á sunnudag fara eftirtaldar greina. fram: 400 m skriðsund karla, 100 metra flugsund kvenna, 200 metpa bringusund karla, 100 metra bringusund kvenna, 100 metra báksund kvenna, 100 metra skriðsund kvenna, 100 metra flug- sund karla, 200 metra fjórsund kvenna, 4x200 m skriðsund karla og 4x100 metra fjórsund kvenna. Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Guðmunda Guðmundsdóttir, sem setti nýtt met i gærkvöldi. Tímanum með yfir 70 högg, en hann var raunar með utan keppni í tilraunaskyni og lof- aði miklum framförum fyrir næstu keppni að vori. Mikið starf er framundan hjá Golfklúbbi Ness og nokkur mót eru þegar afstaðin og verður nánar skýrt frá því hér á síð- unni næstu daga. Landskeppni v/ð Skota í sundi? Ekki er útilokað að ísland og Skotland heyji landskeppni í sundi f Glagsgow 8. júlí n.k. Dagana 5. og 6. júií keppa ís- Iendingar við íra og á lelð heim er möguleiki á landskeppni við Skota. Fór SSÍ fram á þetta vlð skozka sundsambandið, og hefur svar borizt, en ekki nægilega skýrt til að fram komi hvort þama verður um fuilkomna landskeppni að ræða, eða keppni við Westem district, en Skot- land skiptist eftir landsvæðum f þrjá hluta. Gera má ráð fyrir að Skotar verði of sterkir fyrir hið unga landslið okkar, en hins vegar ættu að vera miklir möguleikar á að vinna „vestursvæðið“. Væntanlega munu frekari fregn- ir af þessu koma næstu daga. TEKST FRAM EÐA HAUKUM AÐ K0MA í VEG FYRIR FH-SIGUR? Islandsmótið i handknattleik utanhúss hefst á leiksvæði Melaskólans i kvöld ■ Það er orðið langt síðaii hægt hefur verið að spyrja þeirrar spurn- ingar í alvöru hvort ein- hveiiu handknattleiks- iiðanna takist að koma í veg fvrir sigur FH á úíi mótinu í handknattleik. FuII ástæða er til þess nú. Stutt er síðan að inni mótinu lauk, — og þá voru Framarar íslands- meistarar og Haukar voru í öðru sæti og verð skulduðu það sæti. Tekst þessum tveim liðum, öðru hvoru eða e.t.y. báðum að skjóta FH aftur fyrir sig? Ein- hver mundi segja að tími væri til þess kominn. Árið 1956 vann FH íslandsbikarinn í úti- handknattleik óg síöan hefur ekkert annað lið náö að fá þennan verðlaunagrip eða þessa heiðurstign annað en FH, eða 12 sinnum í röð. Þrívegis áður höföu Ármenningar unnið, Fram og Valur tvisvar hvort félag og KR einu sinni. Nú er það KR. sem flytur þetta mót loks vestur „yfir lækinn" en í þessum hluta Reykjavíkur hefur mótið ekki verið haldið um árabil, lengst af hefur það verið haldið í Hafn- arfirði. KR-ingar boðuðu blaða- menn ’ sinn fund og fundar- staðurinn var enginn minni en „Garður hins eilffa friðar“, þar sem menn stundu sáran vfir 13 stiga hitanum sem virtist magn- ast um allan helming undir plastskermi garðsins. KR-ingar sögðu frá tilhögun mótsins og er greinilegt að sialdan hefur eins vel verið unnTð aö undir- búningi, m. a. gleymdist bað ekki að áhorfendur eru vænt- anlegir. Þess vegna komu KR- ingar upp áhorfendapöllum imhverfis völlinn en képpt verður á malbiki, sem er með máluðum línum. Þá er þaö nýmæli að áhorf- e dur munu greiða atkvæði síð- ustu 3' leikkvöldin um bað hvaða markvörður, hvaða vam- armaður, sóknarmaður og lfnu- maður séu beztir í mótinu. Þeir menn, sem flest hljóta atkvæð- in verða sérstaklega heiðraðir við mótsslitin, sem fram fara á Hótel Sögu, sem er einnig í Vesturbænum, eins og einhver benti rétt.ilega á á fundinum með nokkru stolti. Nokkur keppni var um móts- hatdið aö þessu sinni, auk KR sóttu um að' halda það Ármann, FH og Haukar. Fyrstu leikirnir, sem eru i kvöld eru þessir: M.fl. kvenna KR—Vfkingur. Mfl. karla FH—Valur. 'M.fl karla Fram—ÍR. Fyrsti leikurinn hefst kl. 19.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.