Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Fimmtudagur 20. júní 1968. 5 59. Án gerviaugnahára er góð augnsnyrting óhugsandi — segja tlzkufrömuðir — Nokkrar leiðbeiningai um notkun gerviaugnahára og augnsnyrtingu skemmtilegan augn- TFjað er víst óhætt að fullyrða að augnsnyrtingin er þýð- ingarmest í andlitssnyrtingu nú tímakonunnar, enda lang tíma- frekust. Augnsnyrtingin, sem nú er í tízku krefst þess aö notað séu gerviaugnahár, segja tízku- frömuðirnir en auk þess er nauðsynlegt að eiga bæði brún- leitan og hvítan augnskugga, eða blýant. Gerviaugnahár eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði í tízkuheimin- um, og að sjálfsögðu hafa við- brögð okkar vdð þeim verið svip uð og viö öðrum nýjungum. — Notið alltaf tangir við að setja á ykkur gerviaugnahár. „Nei, þetta er svo óekta og allt- of áberandi. Ég get ekki fengið mig til þess að nota gerviaugna hár“. Auk þess eru margar kon ur þess fullvissar, að það sé mjög erfitt að festa augnahárin og því erfiðara að ganga með þau. Allt er þetta mesti misskiln- ingur. Þær óteljandi tegundir af augnahárum sem nú eru fá- anlegar, gera það aö verkum, að hægt sé að fá augnahár, sem fara mjög vel viö augngerö hverrar og einnar og virka alls ekki óekta. Varizt hins vegar að kaupa mjög þétt augnahár þó að vísu megi ,,grisja“ þau. Mest eru í tízku löng, gisin augnahár og jafnvel eru þau klippt I „takka“, þannig að þau verða mislöng. Sé það gert, þurfa eigin augnahár að vera bæði löng og þétt, en þetta gef- ur mjog svip. Hin fræga Fay Dunaway, sem lék í kvikmyndinni „Bonnie og Clide“ notar gerviaugnahár bæði ofan og ne'ðan við augun, og hefur þau mislöng og gisin. Twiggy hins vegar innleiddi þá tízku, að mála gerviaugnahár in hreinlega neðan við augun, en slíkt verður að gera meö mestu varfæmi og ef verið er í dagsbirtu þá málið aðeins 2-3 augnahár rétt við augnaendann. Af því aö margar konur halda að það sé svo erfitt að setja á sig gerviaugnahár, þá ætlum við að rekja lauslega hvernig farið er að því. Augnahárin eru tekin upp úr kassanum með flísatöng, eða hliðstæðri töng. Ef lím er á þeim eru þau sett beint á hreint og þurrt augnalokið með töng- inni, annars er límiö borið var- lega á og varizt að ekkert fari á sjálf augnahárin. Látið gervi augnahárin ekki ná alveg fram í augnkrókinn, þrýstið létt á augnahárin svo að þau séu vel föst. Þá kemur að sjálfri augn- snvrtingunni. Línan er dregin þétt við gerviaugnahárin og látin þekja alveg samskeytin. Munið að línan má aldrei vera breið, þaö minnkar aöeins augun. Ef þiö viljið mála ykkur í stíl ; ;■ : :■ ■ ■............................................... - '•* Tvær algengar villur í augn- snyrtingu. Efri myndin sýn- ir alltof breiða línu á augna- lokinu, en hin myndin sýnir hver áhrif það hefur að mála breiða línu bæði fyrir ofan augað og neðan. „Bonnie og Clyde“ tízkan krefst mikillar og nákvæmr- ar augnsnyrtingar. Augna- brúnirnar sjálfar eiga að vera mjóar,Ijósar og bogadregnar. við þær Fay og Twiggy, þá lát- ið línuna ekki ná langt út fyrir augnakrókinn, og alls ekki vísa upp á viö. Dragiö síðan örmjóa línu við neðri augnahárin, svo mjóa að hún hverfi næstum undir miðju auganu. Reynið að láta þessa línu vera sem "'reið asta, þannig að hún c'’lgi ekki alveg augnlínunni við enda augn anna. Síðan má mála eitt eða tvö strik við enda augnanna. Ef þið hins vegar viljið fara að dæmi Fay Dunaway, þá máliö enga linu undir augunum, held- ur aöeins strik niður á viö al- veg undir augunum, eins og augnahár. Munið að þessi strik verða að veraj mjög stutt. Síðan eru augnahárin, (bæöi eigin og gervimáluð lauslega með augnaháralit, sömuleiðis hárin á augnabrúnunum. Augna- lokið er stækkað með þvl að setja brúnan lit, þar sem sjálf augntóftin byrjar. Ljós litur, hvítur, Ijósblár eða ljósgrænn, er settur fremst á augnalokið. og gjarna örlítið undir augna- brúnina þá virkar bilið milli augnanna og augnabrúnanna Húsgögn — Útsala Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús- gögn, hjónarúm, kommóður, sófaborð og fleira. — Opið á sunnudag. B.-Á.-HÚSGÖGN h/f. Brautarholti 6 Símar 10028 og 38555. NV.TUNG I TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- i ðhleypur ekki ReyniO viOskipt- in. Uppl. verzl- Axminster, simi 30676. Heima- simi 42239. L. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 SIMI 20235 - BOX 995 FILMUR OG VELAR S.F, TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis föstudaginn 21. júní 1968 kl. 1—4 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: LAND ROVER árg. 1965 WILLYS, skúffubifr. árg. 1964 MOSKVITCH, fólksbifr. árg. 1966 VOLVO LAPPLANDER árg. 1963 HANOMAG, torfærubifr. árg. 1966 BEDFORD, vörubifr., 6 tonna, 4x4 árg. 1964 BEDFORD, vörubifr., 3 tonna árg. 1965 Bedford bifreiðarnar éru til sýnis hjá Land- græðslu ríkisins, Gunnarsholti. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, sama dag kl. 4.30 e.h. að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 ■/ ■ V Fyrir aöeins kr. 68.500.oo getið þcr fengíö staölaöa eidhúsinnréttingu í 2 — 4 herbergja fbúðir, meö öliu tll- heyrandi — passa I flestar blokkaribýöir, Innifaliö i veröinu er: 0 eldhúsinnrétting, klædd vönduöu plasti, efri pg neöri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). ^ ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu i kaupstaö. ® uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aó auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvélasamstæða meó 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtízku hjálparíæki. $ lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu viö reyk og lykt. Enginn kanall — Yinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.S00.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluð innrétting hentar yður ékki gerum viö yðuf fast verötilboÓ á hlutfallslegu verði. Gefum ókeypis Verötilboö í eldhúsihnréttingar i ný og gömul hús. Höfum cinnig fataskápa, staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIDSLUSKILMÁLAR - K I R KJ U HVOLI REY KJAVlK Sf M ! 2 17 18

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.