Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 16
 ílmmtudagur 20. júní 1968. Fótbrotnuðu í umferðinni Gangandi vegfarandi fótbrotnaði i umferöinni í fyrrakvöld, þegar liann varð fyrir bifhióli á Reykja- nesbrautinni við -.iðskýli strætis- vagna hjá Miklatorgi. Hafði maður- inn gengið fram fyrir vagninn og út á sötuna, án bess að líta nægilega í kringum sig — eftir því, sem siónarvottar báru — en varð þá fyrir bifhiólinu, sem kom fram með kvrrstæðum vagninum. Haföi ökumaður bifhjólsins þeytt horn sitt, en ekkert hreif, op árekstur- 'nn varð ekki umflúinn. Einnig fótbrotnaði drengur, sem lenti með fótlnn undir hjóli strætis vagns rétt eftir hádegið í fyrra- dag, begar hann hljóp með vagn- inum á hinni nýju miðstöð strætis vagnanna. Ökumaðurinn átti óhægt með að stanza vegna umferðarinn- ar tii þess að taka drenginn upp f, en hélt svo, þegar drengurinn hvarf honum sjónum, að honum hefði snúizt hugur. Um leið og vagninn beygði inn f Hafnarstræt- íö, lenti drengurinn með fótinn undir framhjólinu og ristar- og fót- brotnaði. MÓTMÆ LAAÐG E RÐA! — Æskulýðsfylkingin boðnr til #/róðstefnuÆ/ ■ Eins og áður hefur komið fram í Vísi, er væntanlegur hingað til lands álitlegur hóp ur útiendinga á vegum Æsku- lýðsfylkingarinnar, félags ungkommúnista í Reykjavílc. Stendur hingaðkoma flokks ins í sambandi við ráðherra-j fund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Reykjavík á mánu dagsmorgun. Á fundi með fréttamönnum í gær, boðuðu forsprakkar Æskuiýðsfylking arinnar ýmiss konar aðgerðir sem þessir útlendingar á- samt félögum úr Æskúlýðs- fylkingunni munu viðhafa til að koma skoðunum sínum á framfæri. Hyggjast þeir boða til ráö- stefnu, þar sem fjallað verður; um Atlantshafsbandalagiö og af stöðu einstakra ríkja til þess. F.r m.a. gert ráð fyrir að einn fund ur ráðstefnunnar veröi haldinn í Vatnsmýrinni, gegnt Háskólan- um, svo og gera þeir ráð fyrir mótmælaaðgerðum framan við Háskólabfó, er ráðstefna Atlants hafsbandalagsins veröur sett þar. Einn hinna erlendu „gesta“ K. Synodinos, mun þar flytja framsöguerindi, en forsvars- menn Æskulýðsfylkingarinnar vita engin deili á náunga þessum önnur en þau, að hann ku vera meðlimur í útlagaklúbbi, sem starfar í Stokkhólmi. Um aðra meðlimi sendisveitarinnar grísku vissu Fylkingarmenn ekki neitt ekki einu sinni nöfn þeirra. Þess skal að lokum getið, að allir hin- ir erlendu, „gestir," líklega um 25 munu ganga Keflavíkurgöngu á sunnudag, og þar mun fólki gefast kostur á að sjá þá. HiwSÉIÍftllSí':''; Frá blaðamanpafundi með forsprökkum Æskulýðsfylkingarinnar í gær. I forgrunni til vinstri er nýkjörinn formaður ÆF, Vernharður Linnet, en ÆF-menn eru tveir þeir innstu v-megin við borðið, svo og sá sem er innst hægra megin. ísinn veldur enn spjöllum á skipum Talsverður ís er nú fyrir Norð- Lík í höfnínni 9 Þegar Akraborgin var á leiö inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 18 gærkvöldi, sáu skipverjar lík á ‘loti í hafnarmynninu. Kom í ljós, íð það var af 73 ára gömlum ■nanni, sem hafði farið að heiman "rá sér í gærdag, en ekki enn verið íaknað. Enginn áverki fannst á lík nu við fyrstu sýn, en málið verður rannsakað nánar. Líklegast þótti, að maðurinn hefði fallið höfnina, en hann var ekki heill heilsu. urlandi og hafa skip átt í tölu- verðum erfiðleikum vegna hans. Siglingaleiöir hafa víöa teppzt eða verið illfærar og það valdiö miklum töfum á samgöngum. Auk þess hafa nokkur skip orðið fyrir verulegum skakkaföllum. Má þar nefna að tvö skrúfubiöð skemmdust hjá Laxá fvrir Noröurlandi. Einnig varð Rangá fyrir töluverðu hnjaski í Ólafsfjarðarmynni í gær, er hún rakst á ísspöng og skekkti stýrið. Tókst þó að gera bráðabirgðavið- gerð á skipinu og halda því til hafnar. „Því ber ekki aö neita aö m~> 10 síðu 100 þús. Icr. verðlaunin óhreyfð: Ekkert upplýsist enn um morðið á leigubilstióranum Ýmsar Gróu-s’ógur á kreiki BI Ekkert hefur enn verið upplýst um það, hver sé morðingi Gunnars neitins Tryggvasonar, leigubílstjóra, sem fannst myrtur í leiguvagni sínum við gömlu sundlaugarnar í vetur. Morð- .vopnið er enn ófundið ðg frekari rannsókn hefur leitt til lítils. ■ Morðgáta þessi er ein sú torleystasta sem Iögreglan hefur fengið í hendur, og lítið sem ekkert til þess að fara eftir við rannsóknina. Allar slóðir hafa verið raktar, en engin þeirra hefur legið í rétta átt. Eins og ævinlega um svo leyndardómsfull mál spinnast meðal almennings hinar furðu- legustu sögur um atburðinn, TEFLDI í 13 TÍMA VIÐ FRIÐRIK! Guðmundur hlýtur helming alþjóðlegs meistaratitils / skák eftir ágæta frammist'óðu Síðasta umferð alþjóðlega skákmótsins var tefld f gær- kvöldi. Skák Friðriks og Szabo, sem tefld hafði verið áður, varð jafntefli, og rættist því ekki sú óskhyggja margra að Friðrik hefði unnið. Rúss- unum nægði þá jafntefli í síð- ustu umferð til að hljóta efstu sætin og gerði Vasjúkov jafntefli við Braga, og Tai- manov og Byrne skildu jafnir. Ostojic og Addison gerðu einnig jafntefli, Ingi vann Andrés, en biðskák varð hjá Jóhanni og Freysteini. Úr- slit mótsins urðu þessi: 1. —2. Taimanov og Vasjúkov lOVá vinning 3. Friðrik Í0, 4. Byrne S, 5. Uhlmann 8%, 6.-7. Ost ojic og Szabo 8, 9. Guðmund ur og Addison 7y2, 10. Frey- steinn 6 og biðskák, 11.-12. Bragi og Ingi 6, 13. Benóný 4, 14. Jóhann 2 og biðskák, 15. Andrés V2 vinning. Með jafntefli sínu við Uhlman tryggði Guðmundur Sigurjóns- son sér nægilegan vinninga- fjölda til að hijóta titilinn „al- þjóðlegur meistari“, nái hann síðar meir sama árangri á öðru móti. í stuttu viðtali við blaðiö í morgun lét Guðmundur í Ijósi ánægju sína með frammistöð- una á svo erfiðu rnóti, Hins veg- ar telur hann sig ekki hafa staðið sig sem skyldi gegn ís- lenzku keppendunum. Skák lians • við Friðrik var erfiðasta skák Guðmúndar, og tefldu þeir í 13 tíma! Þá gafst Friðrik, sem hafði peði rneira, upp við vinn- ingstilraunir, enda skákin orðin „fræðilegt jafntef1i“. Guðmund- ur hyggst aö sjálfsögöu að halda áfram þátttöku í skák- mótum, hérlendis eða erlendis, eftir því sem tækifæri gefast. Þetta mót hefur verið hið sterkasta, er hér hefur verið háð, og er þetta i fyrsta sinn, að íslendingur vinnur sér stig í alþjóðleg réttindi á móti hér- lendis. Væntanlega verður næsta stórmót haldið árið 1970, er Taflfélag Reykjavíkur verður 70 ára. Rússnesku skákmeistararnir hafa boðið Friðrið að taka þátt í skákmóti í Sovétríkjunum nú í sumar, en Friðrik hefur ekki tekið ákvörðun enn. GUÐM. SIGURJÓNSSON * — hann vakti hvað mesta at- hygli á Reykjavíkurmót- inu. sem fæstar hafa við neitt aö s'.yðjast, en falla þó í góðan jaröveg og eru af mörgum teknar trúanlegar. Sú saga komst á kreik meða) fólks í bænum í gærdag og gekk orðið fjöllunum hærra i • morgun — ailir höfðu það fyrir satt, — að morðingi Gunnars heiti„s væri fundinn. Hefði það komið í ljós, þegar menn tóku sig til og skiluðu til lögreglunn- ar óskrásettum byssum vegna .áskorana yfirvaldanna, að einn byssusafnseigandi saknaði úr byssusafni sínu skammbyssu sem hann hefði átt. Við rann- sókn átti að hafa komiö í ljós. að maður einn, sem hafði átt aðgang að safninu, hefði horfið af landinu daginn eftir morð Gunnars. !>-> 10. sfða Kosningahandbók komln út Kosningahandbók forsetakosn- inganna 30. júní er kornin út. Békin er mjög vel unnin og fjöldi mynda prýðir hana. Meðal efnis eru úrslit forsetakosninganna 29. júní 1952. Þá eru frambjóöendurnir í ár kynntir og eiginkonur þeirra. Einnig er skrifað um úrslit alþing iskosninganna 1907 og grein um kjósendur á kjörskrá. Greinar eru um fyrstu forseta lýðveldisins, há Svein Björnsson og Ásgeir Áseeírs son. 1 bókinni má finna rabb um forsetaembættið og Bessastaði op fl. Að lokum er svo tafla um heild arúrslit kosninganna 30. júní 1968. þannig að félk geti auðveldlega fylgzt með kosningunum úr éinstök um kjördæmum. Utgefandi bók- arinnar er Fiölvís og kostar eintak- ið kr. 60. FLYTJA INN ÚTLENDINGA TIL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.