Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 2
 Mótmælð áliti togaranefndar Þá má einnig á það benda, að fiskimiðin út af Grindavík og á Selvogsbanka eru mjög þýðingar- mikil fyrir vélbátaútveginn á Faxa flóa- og Suðvesturlandssvæðinu, enda fá verstöðvarnar á þessu svæði verulegan lilut af afla sín- um af þessum miðum á vetrarver- tíð.“ □ WASHINGTON: Stanislaw Mikolajcyk, forsætisráðherra pólsku útlagastjórnarinnar í Lundúnum á stríðsárunum, lézt í gær á ttie&nili sínu í Wash- ington, 65 ára að aldri. Fyrsti áfangi nýja iðnskólahússins við Þórunnarstræti á Akurcyri. Nýtt iðnskólahús á Akureyri, 10. des. 1966. Nýtt KNskóiahús er nú í byggingu iá Akureyri. Segja má að mikil þörf sé fyrir húsnæði þetta, því að nú í vetur fer kennslan fram á sjö stöðum, víðsvegar um bæinn. Fyrsti á- fangi hins nýja skólahúss mun geta rúmað þann nemenda- fjölda, sem nú er í skólanum og auk þess geta tekið við aukn ingu í nokkur ár. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi E. Guðjónssyni bæj- arstjóra, 'sem er formaður byggingarnefndar, hófust fram kvæmdir við byggingu skóla- Framhald á 15. síðu. Blaðinu 'hefur borizt svohljóð- íindi ályktun hreppsnefndar Grindávíkurhrepps í tilefni af á- líti togaranefndár um auknar veiðiheimildir fyrir togara innan 12 mílna landhelginnar. „Út af framkomnu áliti togara- nefndar um auknar veiðiheimild- ir fyrir togara innan 12 mílna Handheíginnar, vill hreppsnefnd Verkfræð- ingatal Vérkfræðingafélag íslands hef- ur látið gefa út vandaða bók, er iber heitið „Verkfræðingatal". Stefán Bjarnason hefur tekið sam an efni í bókina, en hann var einn ig höfundur að annarri samskon- ar bók, er kom út fyrir 10 árum, ásamt dr. ing. Jóni E. Vestdal. Hefst „Verkfræðingatal“ á for- tmáíum formanns VFÍ, Árna Snæv- arr og ritstjórans Stefáns Bjarna- sonar. Þá eru Helztu skammstaf- Framhald á 15. síðu. Grindavíkurhrepps mjög eindreg- ið og afdráttárlaust mótmæla því, að slíkar veiðiheimildir verði auknar. Væru slikar aðgerðir, ef til kæmu, beinlínis ógnun við lífs- afkomu Grindvíkinga og tilveru Grindavíkur sem verstöðvar. Eins telur hreppshefndin að ekki beri að leyfa togveiðar vél- báta I landhelginni, og átelur þá hneykslanlegu frámkvæmd land- helgisgæzlunnar, sem viðgenjg)»t, og veldur háskalegu virðingarleysi fyrir lögum oig rétti. Líkan af Straumsvíkurhöfn byggt í Kaupmannahöfn GEEÐ HEFUE Verið nákvæm eft- irlíking af Straumsvik og væntan- légum hafnarmannvirkjum þar í Tékniska háskólanum í Kaup- mánnahöfn. Ekki er nóg með að tt.ikánið nái yfir víkina og strönd- ina, beggja vegna hennar, heldur íeliur sjór að ströndinni og er foylgjugangur svipaður og reikna imá, með að verði við Keykjanesið Fáxaflóamégin í óllum veðrum. í þessa tilbúnu höfn er sett eftirlíking af skipi og ér reiknað með að allt að 50 þúsund tonna skip geti legið í Straumsvikur- höfn. Líkanið, skipið og öldugang- urinn er gert í mælikvarða 1:75. Þegar búið er að reyna hvern- ig hafnarskilyrði verða þegar höfn in er fullgerð þurfa verkfræðing- ar ekki annað en stækka líkanið af höfninni 75 sinnum og á þá að vera öruggt fyrir skip af öllum stærðum að liggja í höfninni hvernig sem viðrar. Tilraunir sem þessar geta spar- að óhemju fjármagn miðað við að fullgera hafnarmannvirki sem síð- ar kunna að reynast óörugg. Yfirverkfræðingur Tækniskól- ans, Torben Ccrensen, segir að sí- fellt færist í vöxt að fyrirtæki láti gera líkön sem þessi áður en bygg ing stórmannvirkja hefst, en samt sé svo að auðveldara se að fá verk- takafyrirtæki til að eyða fjórum milljónum króna í ónauðsynlegar várúðárráðstafánir en að eyða 100 þúsundum króna til að byggja líkön af fyrirhuguðum framkvæmd um og komast að með vísindaleg- um rannsóknum hvort nauðsyn- legt .er að eyða fjórum milljónum til hvers konar varúðarráðstafana. Á Straumsvíkurlíkaninu er ströndin gerð mjöig nákvæmlega. Hún er gerð úr sandi, stórgrýti og möl. Sjálf liafnarmannvirkin eru gerð úr málmi og skip sem svarar til 20 þúsund tonna er sett í höfnina. Sérstök vél myndar ölduhreyfingu og er hægt að stjórna ihve mikii hún er, allt frá lygnri undiröldu og upp í ofsa- rok. Síðan er hægt að rannsaka hver áhrif ölduhreyfingin hefur Frambald á 15. síðu. Erlendar fréttir í stuttu máli □ LONDON: Viðskiptajöfnuð- ur Breta var hagstæður í nóv- ember um 80 milljónir punda, sem er bezta útkoma frá stríðs tbkum. Útfluíningur jókat í mánuðinum til muna, annan mánuðinn í röð, og innflutn- ingur minnkaði úr 480 milljón- um punda í 439 milljónir. □ NIKÓSÍU: Til snarpra og langra vopnaviðskipta kom milli grískra og tyrkneskra Kýpurbúa í nánd við Lefka á Norðaustur-Kýpur í fyrrinótt. Þetta eru fyrstu alvarlegu á- tökin á eyjunni um fimm mán- aða skeið. □ KAIEÓ: Efnah^gsrrtálaráð Arabalandanna lýsti því yfir í gær, að ef ísrael fengi aðild að Efnahagsbandalaginu mundi það spilla sambúð EBE-land- anna og Arabalandanna. □ LONDON: Glæpamennirnir þrír, sem myrtu þrjá lögreglu- menn í London í sumai’, voru í gær dæmdir í ævilanigt feng- elsi. Orðabók og Frímerki frá ísaíold ísafold hefur látið gefa út í þriðja sinn orðasafn við Ensku- námsbók 1. og 2. hefti. Er orðasafn þetta tekið saman af Önnu Bjarna dóttur og ber heitið „Litla ensk- íslenzka orðabókin“ og er ætluð skólafólki á gagnfræðastiginu. Er bók þessi mikið aukin og endur bætt frá fyrri útgáfum. Auk sjálfs orðasafnsins er fremst í kverinu kafli er nefnist Skýring fi’amburð artákna. ísafold hefur einnig látið gefa út íslenzk frímerlti eftir Sigurð H. Þorsteinsson og er þetta tíunda árið í x’öð, sem bókin kemur út, en hún er einnig ætluð enskumæl andj fólki. Segir höfundur í for mála, að hann hafi hér bætt við skráningu á biekstimplum ís- lenzkra frímerkja og fyrstu stimpl unum, sem úthiutað var til notkun ar hérlerxdis. Þá hefui- verið sleppt í ár jólame’rkjum og póstbréfum, til að forðast að verðlistinn verði allt of fyrirferðarmikill, en þau verða tekin upp að nýju endurskoð uð á næsta ári. ÍÞannig’ Iítifr líkanið af Straumsvík út. Til hægri er vélin sem I myndar öldurnar og er hægt að stjórna ölduganginum. 2 14. desember 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.