Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 6
Ásýnd sögumanns iGuðmundur Daníelsson: íTurninn og teningurinn 'Skáldsaga Reykjavík, ísafoldarprent- smiðja 1966. 248 bls. Sögur Guðmundar Daníelssonar hafa jafnan á sér raunsæilegt yfir skinj. Þær gerast í þekkjanlegu umhverfi og virðast oft og ein- att £jalla um samtíð höfundarins og lesandanna eða þá nána for- tíð, lýsa þjóðfélagi og þjóðfélags þróun sem skammt er undan eða | steniur enn yfir. Svo er til að' mynda um nýja sögu hans í haust, Turninn og teninginn; auð sæil 3ga gerist sagan austanfjalls árat jgina í :á því um fyrra stríð frani yfir bað síðara; hún lýsir bygí ;ða- og atvinnuþróun sem sam svarar veruleikanum.. Það má svo sem segja að hún fjalli um ,,þjóð lífst yltingu“ íslendinga á þessum : tíms. En það verður æ ljósara af seinni sögum Guðmundar áð raun sæisaðferð hans er raunverulega ekkl nema yfirskin. Áhugi höf- undarins b inist ekki að þjóðfélag inu ! né sa.atíðinni sem slíkum heldur er hin raunsæilega lýsing einungis a< ferð hans, umgerð um sjálft sögu fnið. Jafnframt verður verk hans æ vísvitaðri saga sem 1 höfundurinn tekur opinskátt þátt í sjálfur, leynir því ekki að það er hann sem atvikum stýrir og hefur sína” eigin skoðanir á því sem fram er, gerir sér æ minna far um að dyljast að baki sögu- efnisins. Bsk við sögufólk og at- vik sögunnar ber stöðugt ásýnd sögumannsfis, oft og einatt með einhverskonar kókettgrímu fyrir sér og hefur uppi daðurslega til- burði. Kannski fer hann í miðju kafi að býsnast yfir því sem hann er að segja frá, tekur andköf og hróoar upp yfir sig af undrun eða aðdáun, sjá, eða ó, eða æ, óhó eða hæ; kannski fær hann Ijóð- rænuflog, tekur að mæla skáld- yrðum um háttalag sögufólks síns eða þá bara góða veðrið og lands lagið; kannski þarf hann að láta uppi eigin meiningar um fólk eða atburði í sögunni, útskýra afstöðu þeirra innbyrðis, tilfinningar, við horf, hvor:: heldur er til að draga dár eða dást að þeim. Þessi stíls- mát.i stuðlar vitaskuld að því að einangra svið sögunnar, gera sögu fólkjð að bersýnilegum leikbrúð um; hann mundi hins vegar rétt lætast af samanlagðri lífsýn, mannskilningi höfundarins. getu! sýnar og skilnings sögufólks og atvika; þar varð hróplegt mis- ræmi milli tilburða stílsins og sjálfra atvika sögunnar, þeirra mannlýsinga og mannskilnings er hún lét raunverulega uppi. For- dæmi Hamsuns kann enn að vera skammt undan nýju sögunni. En þrátt fyrir allt virðist mér Guð- mundi Danielssyni haldast _ betur á stílshætti sínum í Turninum og teningnum en i öðrum síðustu sögum sínum. sjálfsdáðum. Hann hefur rætur sínar og sogpípur út um allar sveitir og dregur til sín blóð og merg. Höfundur hans og skapari er búinn að vera hálfdauður og fjarverandi vikum saman, og Hlað bær visnar ekki upp að heldur, öðru nær: nú eru bændurnir úr sveitunum farnir að koma á eigin bílum til að verzla, þeir hafa grætt svona á Hlaðbæ, og Hlaðbær hef ur grætt svona á þeim.“ flókin, margþætt og mjög á huldu. Hinsvegar verður aldrei ljóst hvers konar ævintýr sé ætlunin að spinna úr þessum þremur þátt um saman; sagan kemst í þrot án þess greitt sé úr flækjunni. Mannlýsingar hennar sem eru margar og fjölbreyttar og einatt fjörlega dregnar í upphafi frjósa fyrr en varir í fast mót og snú- ast upp í tóma endurtekningu; hið einkennilega byggingarlag sög unnar megnar ekki að hilma yfir þessi rökþrot hennar. Þetta er leitt því að fólkið á Hlöðum vek ur þrátt fyrir allt áhuga framan af, Þorbjörn og Ármann Grím- sen, en lýsing þeirra rennur nán ast út í eitt að lokum, Jón ísland, jafnvel einnig Björn Húni, og konurnar Gyða, Geirþrúður, Gréta Hansdóttir og Lilja Fönn; aðrar koma raunar aldrei fram úr móskunni sem hvílir yfir þessari ar álíka óljósir og hinn dular- blandni ástalífsskilningur sögunn ar. Svo mikið er víst að sálfræði þessa fólks hefur Guðmundi Dan- íelssyni ekki tekizt að samhæfa hinni raunsæislegu frásagnarað- ferð, þeirri þjóðlífslýsingu sem hann leitast við í sögunni, öðrum þræði. En að sönnu er sagan rösk leea sögð. einkum framan af, — fjörlegra og líflegra verk með við fe’ldnari rithætti allt á litið en aðrar skáldsögur liöfundarins í seinni tíð. Þeim mun meiri skaði að ekki skyldi auðnast að leiða hana til lykta. Bókin er snyrtilega úr garði gerð — með þeirri undantekn- ingu þó að tvær línur standa á haus á bls. 121 og 204. — ÓJ. LEIÐRÉTTING: í grein minni, Þjóð og fræði á sunnudaginn féll niður lína á einum stað. í um- Turninn og teningurinn er skrýtilega byggð saga; fyrri hluti hennar er sagður í þriðju per- sónu nema lokakaflinn sem er í fyrstu persónu; síðari hlutinn, öf ugt við, sagður í fyrstu persónu nema niðurlagið sem er í þriðju. Þetta byggingarlag kynni að helg ast af þeirri ætlun höfundar að „fara innan í“ söguefni sitt, spretta upp á því saumunum og gaumgæfa það á nýtt; upplausn sjálfrar sögunnar væri þá eitt minni hennar. En það verður ekki séð að „spegilbygging" Tumsins og teningsins hafi neinn slíkan tilgang, eða neinn tilgang yfir- leitt sem sögubragð; Gyða Grím- sen sem segir frá seinni hlutan um tekur einungis við hlutverki sögumanns fyrri hlutans án þess hlutverkið sjálft taki neinni breyt ingu; seinni hlutinn heldur beint áfram og lýkur frásögunni sem hafin var í fyrri hluta. Og tákn myndir þær, sem nafn sögunnar er dregið af, „tuminn“ og „ten- ingurinn", eru ámóta marklaus ar og söguhátturinn: hvorugt í líf rænu samhengi við söguna sjálfa, sprottið af nauðsyn hennar. annskilningi höfundarins. getuj Sjálf sagan, já. Hún segir frá hans íið gora leikinn áhugaverð- Því hvernig nýr bær verður til, an pg gæða hann lífi. Þetta þyk Hlaðbær við brúna á fljótinu Grá ir ínér Guðmundi Daníelssyni streng fyrir austan fjall; sagan hafa mistekizt í síðustu skáldsög heldur áfram þeirri lýsingu kyn- um sínum, Sinfjötla og Húsinu. | slóðaskipta á íslandi sem hafin Húsjð snerist upp í einhverskonar | var í Húsinu: „Fólkið í Hlaðbæ heimatilbúiia hamsúnsku sem varð er komið á þriðja þúsundið, heim þeim mun vanmáttugri sem hana! ilisfastir íbúar, kaupstaðurinn skorti beilegar staðfestu raun-| stækkar ár frá ári... Hlaðbær er gildra maunlýsinga, skáldlegrar; orðinn stór bær og vex nú af Hlaðbær er fyrsta og síðasta staðreynd sögunnar, staðreynd þjóðlífsins og þróunarinnar. Engu að síður er þessi lýsing ekki nema umgerð, og raunar engin sérstök rækt við hana lögð: inhan þein- ar umgerðar gerist sagan þar sem segir frá Grímsens-fólkinu á Hlöðum, stofnendum bæjarins. Ég sé á ritdómum að sumir vilja ! telja söguna einhverskonar sið- ferðilega dæmisögu, hún greini frá upplausn og öngþveiti í kjöl far framfaranna, stríðsins og auðs ins; en ekki þykir mér sá skiln ingur ýkja sannfærandi, og varla nema í meðallagi sanngjarnt að ætlast til þess af höfundinum að hann leggi svo endanlega dóm á sögnfóik sitt. Ármann Grím- sen gerist forustumaður samvinnu samtaka, sem ihér nefnast Nýtt landnám, verður einvaldsherra þein-a og auðkonungur; hann er höfuðsmiður Hlaðbæjar. Hliðstæð ar mannlýsingar eru þekktar fyrir til að mynda í skáldsögum eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson og Stef án Jónsson, og vel má vera að ein hver þjóðfélagsiegur fótur sé fyr ir þeim. Þar fyrir virðist torvelt að taka Ármann Grímsen og það Grímsens-fólk sem þátttakendur raunhæfrar þjóðfélagslvsingar enda lítil rækt við hana lögð í verkinu sjálfu sem fyrr segir: bað þarf hennar ekki með nema sem lauslegrar umgerðar. Sönnu nær virðist að taka söguna sem sjálf rátt og sjálfstætt ævintýr fólks í framförunum miðjum — ævintýr um þetta fólk og „ástina" sem skapar því örlög. Minnsta kosti segir Gyða Grímsen, sem virð- ist orðin talsmaður höfundarins sjálfs þegar fram í sækir, eitt- hvað í þá veru: „Það var ástin, segir írú Gyða . . . En þar fyrir erum við litlu nær. Ástin er flóknara mál en Nýtt landnám. Æ, drottinn minn dýri — og suma krýnir hún þyrnikórónu svo að blóð rennur úr sárum, aðra brennimerkir hún eins og þjófa. Og samt er hún það eftirsóknar verðasta í þessu stutta einmana- lega lífi. Því að líf án ástar er ekkert líf, bara langdreginn, sól arlaus, kuldagrár dauðdagi. Er hægt að útskýra þetta?“ Fólk, ást og framfarir, það eru þrír gerendur þessarar sögu. Framfaralýsingin er tiltölulega einföld, en ástamálin I sögunni sögu, svo sem systkinin Vera og sögn um bók Þorsteins Jósepsson- Finnbogi Grímsen. Einkennilegt ar, Landið þitt, átti að standa: En er hve margt af þessu fólki elur hér virðist reynt að gera óþarf- með sér hálfkveðna drauma um lega mörgum stöðum skil sem ein- „list og mennt“, en þeir eru raun- att verða óþarflega lausleg. jólagjafa Kenwood Chef er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Engin önnur hrærivél býffur upp á jafnmikiff úrval hjálpartækja sem létta störf húsmóðurinnar. Kenwood Chef er þægileg og auffveld í notkun og prýði hvers eldhúss. Kenwood Chet Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari, og myndskreytt uppskrifta- og leiðbeiningabók. VERÐ KRÓNUR 5.900,00. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. g 14. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.