Bókasafnið - 01.03.1982, Page 4

Bókasafnið - 01.03.1982, Page 4
Bókavörður og bókafulltrúi VIÐTAL VIÐ HAGALÍN Guðmund G. Hagalín þarf ekki að kynna. Og það þarf heldur ekki skarpa sjón til þess að sjá það, að þegar fjalla skal um söguleg málefni bókasafna, þá er einn maður öðrum fremur kjörinn til viðtals. Það er sá maður, sem byrjaði bókavörslu sem aðalstarf fyrir meira en hálfri öld og gat ekki og fékk ekki að hœtta beinum afskiptum sínum af bókasöfn- um á íslandi fyrr en um sjötugt. Á þeim starfsferli hafði hann meiri áhrif á þróun bókasafnsmála hérlendis en nokkur annar. Og hann hefur því frá ýmsu að segja, enda ekki annars að vœnta af manni, sem verið hefur ungur í meira en áttatíu ár. Áhuginn vaknar Þegar ég er í Haukadal í Dýrafirði, fluttur frá Lokinhömrum, þá komst ég að því, að í Sýslubókasafninu á Þingeyri voru Norður- landabókmenntir. Ég komst á það að fá í þessu bókasafni slíkar bókmenntir, sér- staklega bækur stórskáldanna norsku. Og þá vaknaði áhugi minn fyrir bókasöfnum. Síðar fer ég sem ritstjóri til Seyðisfjarðar. Þar er Amtsbókasafn Áusturlands, og í því var mikið af erlendum bókum. Áhuginn fyrir bókasöfnum hafði vaknað um aldamót fyrir áhrif hinna ungu manna, sem verið höfðu við nám í Kaupmannahöfn, en svo dofnaði hann, þannig að sum af bókasöfn- unum voru komin í óreiðu, eins og bóka- safnið á Seyðisfirði. En ég hafði þess mikil not. Svo fer ég til Noregs 1924. Og það er dálítið gaman af því, að Páll Eggert Ólason, frumkvöðull að stofnun Alþýðubókasafns Reykjavíkur, sem nú heitir Borgarbókasafn, bauðst þá til að kaupa allar mínar bækur fyrir safnið. Og að nokkru leyti urðu það ferðapeningar mínir. í Noregi setti ég mér það fyrir að læra norsku á því að lesa til hlítar norskar landsmálsbókmenntir, sem voru svo að segja ókunnar hér. Það gerði ég einn vetur á Voss. Þar var stórt skólabóka- safn hjá skóla Lars Eskelands, sem var stærsti lýðháskóli í Noregi. Ég ferðaðist um Noreg í tvö og hálft ár og flutti 410 fyrirlestra. Þannig kynntist ég bókasöfnum mjög náið út um allar sveitir og komst að raun um, að þau voru ríkisstyrkt. Ég frétti það til Noregs 1925, að fyrir til- stilli alþingis væri Davíð Stefánsson orðinn bókavörður á Akureyri. Hafði alþingi veitt safninu 2500 krónur aukalega úr ríkissjóði með því skilyrði, að Davíð yrði valinn bókavörður. Og ég man, að ég óskaði þess, að það ætti nú eftir að gerast, að ég yrði bókavörður á ísafirði með sömu skilyrðum. Jónas frá Hriflu Jónas frá Hriflu og ég vorum ekki miklir vinir á þessum árum. Sem ritstjóri á Seyðis- firði skammaði ég hann, eins og ég gat, og hann mig. En eitt var það, sem hann sagði verulega pósitívt um mig. Hann sagði, að það lýsti gáfnafari Ihaldsflokksins í Reykja- vík, að hinum ritfærasta manni væri holað niður austur á Seyðisfirði í stað þess að hafa hann í Reykjavík. Þegar ég er á Voss sumarið 1926 hringir Jónas til mín frá Oslo og er að forvitnast um, hvort ég hafi ekki löngun til að komast heim. Ég sagði honum, að það hefði ég, en ég væri bundinn samningum um fyrir- lestraflutning um lengri tíma í Noregi. Og svo annað, að ég væri orðinn sósíaldemókrat í staðinn fyrir íhaldsmaður, og ekkert víst, að ég fengi neitt að gera, þegar ég kæmi heim. 4

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.