Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Side 53

Bókasafnið - 01.03.1990, Side 53
Guðrún Karlsdóttir deildarstjóri, Háskólabókasafni Um framþróun, flokkun og lyklun Tilgangur flokkunar Starfsemi í bókasöfnum og gagnamiðstöðvum miðar að því að greiða notendunr leið að bókum og öðrurn upp- lýsingamiðlum. Við sem störfum að upplýsingamiðlun teljum að tengslin milli fortíðar og framtíðar og efling framþróunar í heiminum geti að einhverju leyti verið undir okkur komin og þá er óhætt að segja að ekki er lítið í húfi að vel takist til. Unr þetta mætti rnargt segja. Ég læt sarnt öðrum eftir að hugleiða það nánar og ætla aðeins að fjalla um nær ósýnilegan en þó mikilvægan hlekk í keðj- unni sem tengir okkur við notandann, þ.e. um efnisgrein- ingu safnkostsins. Flokkun safnkosts hefur þann tilgang að færa saman verk um sama efni. Röðun efnis í safni endurspeglar því að verulegu leyti flokkunarkerfið senr notað er. í flestum söfnum er þó af hagkvæmnisástæðum ýnrislegt tekið út úr meginefnisröð og staðsett annars staðar. Þar getur ytra fornr og notkun ráðið nriklu um en það getur einnig verið háð stærð safns og tegund hvaða safndeildir eru myndaðar (lestrarsalur, barnadeild, tímarit, nýsigögn, fágæti o.s.frv.). Ynris flokkunarkerfi eru til í heiminunr, bæði sértæk og alnrcnn. Nokkur sérkerfi eru í notkun í sérfræðisöfnum hér á landi en flest íslensk söfn nota kerfið sem kennt er við Melvil Dewey (1851-1931). Deweykerfið er almennt kerfi, þ.e. spannar öll þekkingarsvið. Snenrma árs 1989 kom kerfið út í tuttugasta sinn en auk þess hefur það konrið út ellefu sinnum í styttri gerð. Þar sem notendur kerfisins eru margir hér á landi og breytingar í 20. útgáfu nokkrar er ástæða til að fara nokkrum orðum unr það og endurskoðun þess. Deweykerfið - ný og breytt þekkingarsvið Fyrstu drög að Deweykerfinu gerði Melvil Dewey árið 1873 og þrem árum síðar, 1876, kom kerfið út í fyrsta sinn og var þá aðeins lítill bæklingur. Kerfið var endurútgefið alloft á næstu áratugunr og jókst talsvert að vöxtum, enda fleygði þekkingu ört fram. Ýmsir flokkar sem lítið rúm var ætlað í fyrstu útgáfum kerfisins þróuðust hratt og þeir sem mynduðu meginsvið þekkingarinnar á þeim tíma sem kerfið var samið drógust sumir hverjir saman síðar. Til þess að auka samkvæmni í endurskoðun kerfisins og fá fleiri aðila til að leggja þar hönd á plóg var útgáfunefnd stofnuð árið 1937. Hlutverk hennar var að móta markviss- ari stefnu í endurskoðun kerfisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrsta útgáfunefndin tók til starfa. Deweykerfið er nú útbreidd- asta flokkunarkerfi heims. Það hefur verið tekið í notkun í 135 löndum og tungumálin sem það hefur verið þýtt á eru orðin fleiri en 30. Verkið sem í upphafi var aðeins 44 síður er nú orðið fjögurra binda verk upp á nokkur þús- und blaðsíður. Fræðigreinar breytast, nýjar hasla sér völl, mörkin milli eldri sviða færast til og ný mörk myndast. Flokkunar- kerfið hlýtur að endurspegla þessar breytingar og þarf því reglubundinnar endurskoðunar við. Sú endurskoðun má hvorki vera ofvíðtæk né heldur ofíhaldssöm. Sé hún oför eða víðtæk er erfitt og kostnaðarsamt fyrir söfn að halda í horfinu og endurflokka ritakost sinn í samræmi við breytta útgáfu hverju sinni. Á hinn bóginn verður endur- skoðunin að taka tillit til allra helstu breytinga og fram- þróunar sem orðið hefur í þekkingu næstliðin ár, þ.e. milli útgáfa, ella úreldist kerfið smátt og smátt og hættir að lokum að samsvara raunveruleikanum að meira eða minna leyti. Alþjóðlega útgáfunefndin, sem áður getur um, hefur leitast við að liaga endurskoðuninni þannig að hvort tveggja sé haft í huga og farið bil beggja. Þess vegna eru yfirleitt ekki fleiri en einn til tveir flokkar (tugir) teknir til gagngerðrar endurskoðunar í hverri útgáfu og við öðrum efnisflokkum er eins lítið hróflað og unnt er. Sé litið til baka og skoðaðar helstu umbyltingar flokka í Deweykerf- inu á undanförnum tveirn áratugum má fyrst nefna 340 (lögfræði) og 510 (stærðfræði) sem bylt var í 18. útgáfu (1971) en þá voru sex árliðinfráþví að 17. útgáfankomút (1965). í 19. útgáfunni (1979) voru síðan flokkarnir 301 (félagsfræði) og 329 (stjórnmálafræði) endurskoðaðir frá grunni. Milli 19. og 20. útgáfu (1989) voru svo tvö efnis- svið sérútgefin. Nefndist fyrri sérútgáfan DDC - Dewey Decimal Classification, 301-307 Soáology, Expanded Version Based on Edition 19 (1982, 52 s.) og hin síðari DDC - Dewey Decimal Classification, 004-006 Data Processing and Computer Science (1985, 66 s.). Fyrr- nefnda ritið hefur að geyma enn frekari endurskoðun á efnisflokki 301-307 (félagsfræði) en gerð var í 19. útgáfu. Þar er fyrst og fremst um lengingar marktalna að ræða. Má segja að með útgáfu þessa heftis (sem kalla mætti eftirútgáfu) hafi verið komið nokkuð óþægilega aftan að notendum, því að ætla má að á árabilinu 1979-1982 hafi ýmis söfn verið búin að endurflokka þetta svið til sam- ræmis við 19. útgáfu og þá lent í þeirri stöðu að vera með úrelta flokkun á nýendurflokkuðu sviði. Þau þurftu því að fara af stað aftur með sanra flokk. Sérútgáfan á sviði tölvufræði og tölvuverkfræði, sem kom út 1985, kom hins vegar að góðum notum þar sem hún samsvaraði þeim breytingum sem síðar komu fram í 20. útgáfunni sem nú er nýlega komin út. Vegna þessarar forútgáfu var m.a. unnt að gefa Flokkunarkerfi (1987) út í nokkru samræmi við 20. útgáfu sem þá var væntanleg. í 20. útgáfu hefur flokkun innan 780 (tónlist) verið bylt frá grunni. Nokkrar breytingar aðrar er þar einnig að finna en þær eru smávægilegar, helst stytting eða lenging marktalna um einn staf eða svo í samræmi við þá notkun sem verið hefur á marktölunni. Styttar hafa verið lítið notaðar marktölur en meira rými skapað þar sem þröngt var orðið fyrir. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp með BÓKASAFNIÐ 53

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.