Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 35
í upphafi kynntum við okkur möguleika hér á landi til þess að taka örfilmur og fengum gerðar prufur á nokkrum stöðum en ekki var talið koma til greina að senda loft- myndafilmur úr landi til myndatöku vegna þeirrar áhættu sem það hefði í för með sér. Eftir að hafa skoðað prufurn- ar vandlega var talið nauðsynlegt að taka myndir á örfilm- una beint eftir loftmyndafilmu sem er negatíf. Þar sem örfilman er einnig negatíf fékkst út pósitíf stofnfilma (master) til þess að nota við fjölföldun. Niðurstaðan af þessum tilraunum, sem tóku mikinn tíma, varð á endan- um sú að kaupa tæki til að vinna verkið. Lagt var út í nokkra fjárfestingu í upphafi, bæði til þess að vinna verkið á stofnuninni og til þess að geta ráðlagt notendum um búnað sem hentaði við notkun skráningarkerfisins. Keypt var örfilmumyndavél (borðmyndavél) fyrir 16 mm filmur og fjögur mismunandi lestæki fyrir fisjur auk þræðingar- tækis og klippingaráhalda. Smíðaðurvar aukabúnaður við myndavélina til þess að hægt væri að spóla loftmynda- filmunni á ljósakassa með birtustillingu og mynda tölu- legar upplýsingar inn á hvern myndaramma. Þessi búnað- ur var að meginhluta sniðinn eftir tæki sem notað er við gerð snertimynda hjá stofnuninni. Stofnkostnaður þess- arar fjárfestingar er á núvirði um ein milljón króna. Örfilmurnar voru allar teknar á ljósmyndastofu Land- mælinga Islands og síðan voru 16 mm fínkornaðar töku- filmur klipptar niður í ræmur og límdar á þar til gerð gegnsæ plastspjöld með upplýsingum á titilrönd. Þessi stofnfilma var send erlendis til fjölföldunar á fínkornaðar „diazo“ filmur með mismunandi litri titilrönd til að greina sundur efni eftir árum. Valdir voru fjórir grunnlitir sem aðgreina fisjur hvers árs og sömu litir notaðir á þær skýrsl- ur sem gefnar hafa verið út árlega með tölulegum upplýs- ingum, loftmyndaskrám og litprentuðu loftmyndayfirliti. Útgáfa og dreifing Skráningarkerfið var tilbúið til dreifingar árið 1985 en meginhluti þess hafði þá verið til reynslu í nokkurn tíma hjá stofnuninni og gefist vel. Skýrslum var þá dreift til stofnana, sveitarfélaga, bóka- og skjalasafna, búnaðar- og landshlutasamtaka, sýslumannsembætta og nokkurra fyrirtækja. Fyrir tímabilið 1981-1990 var gefinn út 571 titill á fisjum, með um 33.000 loftmyndum alls og er skráning- arkerfi loftmynda því stærsta útgáfa á örfilmumiðli hér á landi til þessa ef frá er skilið efni fyrir íslenska banka sem um árabil var dreift á fisjum. Gefnar hafa verið út fjöl- margar skýrslur um loftmyndasafnið og starfsemina á hverju ári og eru nú á annað hundrað notendur áskrifend- ur að þeim. Nokkrar stofnanir fá árlega heildarskráning- argögn og hafa því örfilmur af öllum loftmyndum. Þannig geta starfsmenn þeirra skoðað þær á vinnustað sínum áður en þær eru pantaðar. Til viðbótar eru á landsbyggðinni áskrifendur að öllu skráningarefni er tengist ákveðnum svæðum. Fyrirhugað hafði verið að áskriftargjöld greiddu kostnað af framleiðslu skráningarefnisins en þau hafa aðeins náð að greiða aðkeypt efni. Frá því ákvörðun um uppsetningu skráningarkerfisins . var tekin er búið að skrá á samræmt form upplýsingar um allar loftmyndir af landinu síðan 1973 og auk þess gefa út á örfilmum allar loftmyndir af landinu frá árunum 1981- 1990. Lokið er útgáfu skráa um nálægt 57.500 myndir frá tímabilinu 1973-1991, auk skrár um rúmlega 2000 þýskar loftmyndir frá árinu 1942. Eldri hluti safnsins hefur orðið Örfilmumyndavél og ljósakassi. að bíða skráningar, meðal annars vegna nýrra verkefna í fjarkönnun, en stefnt er að því að skrá þann hluta safnsins inn í kerfið á næstu árum. Reynslan af kerfinu Skráningarkerfið hefur nú verið í notkun á loftmynda- safni Landmælinga Islands í tæpan áratug. Þeir sem unnið hafa við það telja að það sé einfalt og þægilegt í notkun og hafi sparað verulegan tíma. Þar sem pappírseintök af öll- um loftmyndum eru í skjalaskápum í sama rými og kerfið hafa örfilmurnar verið minna notaðar en gert var ráð fyrir í upphafi. En ástæða þessa er sú að viðskiptavinir vilja skoða myndirnar sjálfar áður en pantað er, meðal annars vegna þess að frummyndir eru skýrari en örfilmurnar. Ahugi á notkun kerfisins úti á landsbyggðinni og hjá ýmsum stofnunum hefur reynst minni en vænst var. Til- gangur þess að koma örfilmunum í dreifingu var fyrst og fremst sá að auka þjónustu við notendur, einkum úti á landi, og spara þeim þannig tíma og fyrirhöfn. Verið getur að fólk mikli fyrir sér notkun örfilma og að einhverju leyti hefur kostnaður við kaup lestækis og áskriftar vaxið í augum þó honum hafi verið stillt mjög í hóf. Reynslan er einnig sú að í sumum þeim stofnunum sem fengið hafa skráningargögn af öllu landinu hefur kerfið ekki verið notað sem skildi. Notendur frá þessum stofnunum koma eftir sem áður sjálfir til Landmælinga íslands og láta leita fyrir sig er þeir panta myndir. Ávinningur Landmælinga íslands af uppsetningu og notkun kerfisins er mikill í daglegu starfi. Tekist hefur að koma á umtalsverðri hagræðingu innanhúss og er ekki séð að sá árangur hefði náðst betur eftir öðrum leiðum. Not- endur og viðskiptavinir virðast hins vegar í meginatriðum láta sér nægja að fá í áskrift prentað efni á þessu sviði. Utgáfa efnisins gerir stofnunum og söfnum kleift að nota útgefnar skrár og sleppa þannig við eigin skráningu loft- mynda. Lokaorð Niðurstaðan af vinnslu örfilmanna er sú að hér er um áhugaverða leið að ræða til þess að útbúa upplýsingakerfi um ljósmyndir. Fisjukerfi eru aðgengilegri en spólukerfi 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.