Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 55

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 55
Bókavörðurinn og ræningjarnir smásaga eftir Margaret Mahy Dag nokkurn var fallega bókaverðinum, Heiðbjörtu Gullregni, rænt af slæmum ræningjaflokki. Hún hafði verið í gönguferð í skóginum í útjaðri þorpsins þegar ræningjarnir réðust að henni og námu hana á brott með sér. „Af hverju eru þið að ræna mér?“ spurði hún kuldalega. „Eg á hvorki ríka vini né ættingja. I raun er ég munaðar- leysingi og á hvergi heima nema á bókasafninu." „Það er einmitt lóðið,“ sagði Ræningjahöfðinginn. „Bæjarstjórnin vill áreiðanlega mikið til vinna að fá þig aftur. Allir vita að bókasafnið er gagnslaust án þín.“ Þetta var að sjálfsögðu hverju orði sannara því ungfrú Heiðbjört hafði lyklavöldin að bókasafninu. „Ég verð samt að vara ykkur við,“ sagði hún. „Ég eyddi helginni með vinkonu minni sem á fjóra litla drengi. Allir á heimilinu voru með mislinga.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði Ræningjahöfðinginn. „Ég er búinn að fá þá!“ „En ekki ég!“ sagði ræninginn sem næstur stóð og hinir ræningjarnir litu á ungfrú Heiðbjörtu með áhyggjusvip. Enginn þeirra hafði fengið þennan hræðilega sjúkdóm, mislinga. Þegar beiðni um lausnargjald fyrir bókavörðinn barst bæjarstjórninni urðu miklar umræður um málið. Allir vildu vera vissir um að rétt væri að málum staðið. „Undir hvaða gjaldalið kemur lausnargjald fyrir bóka- verði?“ spurði einn sveitarstjórnarmanna. „Fellur það undir starfsmannahald eða á greiðslan að koma úr rnenn- ingarmálasjóðnum?" „Menningarmálanefndin kemur saman eftir hálfan mánuð,“ mælti bæjarstjórinn. „Ég mæli með því að við vísurn málinu til hennar." En löngu áður en til þess kom höfðu allir ræningjarnir (nema Ræningjahöfðinginn) fengið mislinga. Fyrst urðu þeir allir mjög skapillir og rauðnefjaðir og sugu sífellt upp í nefið. „Ég held að heitt bað gæti komið mislingunum út,“ sagði ungfrú Heiðbjört og var hugsi. „Bara að ég væri núna í bókasafninu mínu þá gæti ég flett upp á mislingum í Handbók um heimahjiikrun“. Ræningjahöfðinginn leit áhyggjufullur á flokkinn sinn. „Ertu viss um að þetta séu mislingar?" spurði hann. „Það er mjög lítilfjörleg veiki fyrir ræningjaflokk. Surnir líta betur út dálítið doppóttir en það er skelfileg tilhugsun fyrir ræningja. Hver gæti tekið doppóttan ræningja alvar- lega?“ „Það er ekki skylda bókavarða að taka ræningja alvar- lega, hvort sem þeir eru doppóttir eða ekki,“ rnælti ungfrú Heiðbjört þóttafull. „Það verða ekki farnar neinar ráns- ferðir fyrr en ræningjarnir eru komir yfir það versta. Þeir eru nú í sóttkví. Þú vilt þó líklega ekki taka á þig ábyrgð á því að dreifa mislingunum urn allt, eða hvað?“ Ræningjahöfðinginn stundi við. „Ef þú leyfir,“ bætti hún við, „skal ég fara í bókasafnið og fá lánaða Handbók um heimahjúkrun. I þessari ómet- anlegu bók get ég fundið ráð til að létta þjáningar allra félaga þinna. Að sjálfsögðu get ég aðeins fengið hana lánaða í eina viku. Þetta er nefnilega sérstök handbók, þú skilur!“ Þjáningarstunur ræningjanna, sem voru nú þungt haldnir af mislingunum, voru meira en Ræningjahöfðing- inn þoldi. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Þú mátt fara og ná í þessa bók og við hættum við ránið á þér um tíma. En þetta er bara til bráðabirgða." Eftir skamma stund kom ungfrú Heiðbjört aftur með nokkrar bækur. „Heitt bað flýtir fyrir útbrotunum!“ las hún skilmerki- lega. „Þá verður að myrkva hellinn og þið megið ekki lesa og ekki spila á spil. Þið verðir að fara varlega með augun rneðan þið eruð með mislingana." Ræningjunum leiddist hræðilega að liggja svona í myrkvuðum hellinum. Ungfrú Heiðbjört mældi þá og spurði hvort þeir væru með hlustarverk. „Það er mikilvægt að ykkur verði ekki kalt,“ sagði hún við þá og vafði teppi svo fast utan um þá að þeir máttu sig varla hræra. „Til að stytta ykkur stundir skal ég lesa fyrir ykkur. Jæja, hvað eru þið búnir að lesa?“ Ræningjarnir höfðu ekki lesið nokkurn skapaðan hlut. Þeir voru næstum ólæsir. „Allt í lagi,“ sagði ungfrú Heið- Ræningjarnir hlustuðu af athygli og Ræningjahöfðinginn líka þótt hann væri að sjóða kjötsúpu. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.