Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 31
Myrká fylgja Guðrúnu yfir holt og heiðar hvíslandi Garún, Garún. Við systkinin áttum okkur lestrarskot undir stiganum sem lá niður í kjallara þar sem við komum fyrir púðum og teppum og gátum skriðið í felur og lesið í friði fyrir fullorðna fólkinu. Þessar minningar eru mér dýrmætar. Hvert er gildi bókarinnar í aldarlok? Menn lesa almennt minna. Við lifum á tölvu- og tækjaöld. Stöðugt bætast fleiri ís- lensk heimili í hóp þeirra sem eiga heimilistölvu með aðgangi að Interneti, myndbandstæki, myndlykil (einn eða fleiri), gsm- síma og svo mætti áfram telja. Tölvur og önnur tól og tæki eru komin í stað eða til viðbótar við bækur og keppa um tímann okkar. Börn safna sér fyrir nýjum Nintendo-tölvuleikjum, geisladiskum eða spólum. Nútímabörn vilja myndbönd og tölvuleiki í jólagjöf auk bóka. Bókagjafahefðin er þó svo rík hjá Islendingum að íslensk börn fletta mörg enn sem betur fer Bókatíðindunum fyrir jólin og skrifa niður titla sem þau óska eftir að fá í jólagjöf. Þrátt fyrir allt seljast enn bækur og Islend- ingar halda áfram að vilja bækur í jólagjöf. Tími hinnar rafrænu jólabókar er enn ekki runninn upp en hver veit hvað verður árið 2098? Heimildir Atli Harðarson: Tölvukver. 2. útg. Reykjavík: Aldamót, 1994. Bing, Jon: Boken er d0d! Leve boken! og andre essay om infonnasjonspolitikk. Oslo: Universitetsforlaget, 1984. Bogens fremtid er ikke hvad den har vœret. En debatbog om lœsning. Redigeret af Kurt Fromberg og Hans Hertel. K0benhavn: Fremad, 1988. The Book Hunger. Edited by Ronald Barker and Robert Escarpit. Paris: Unesco, 1973. Clyde, Anne: „Internetið.“ I: A upplýsingahraöbraut. Frásagnir um notkun Internetsins. Reykjavík: Lindin, 1995. Crawford, Walt & Michael Gorman: Future Libraries: Dreams, Madness & Reality. Chicago: ALA, 1995. Dahl, Svend: Bogens historie. 2. ændr. og for0g. udg. K0benhavn: P. Haase & s0n, 1970. Hertel, Hans: Den daglige bog. Bpger, formidlere og lœsere i Danmark gennem 500 ár. K0benhavn: Forening for Boghaandværk, 1983. Islensk þjóðmenning. 6.b. Munnmenntir og bókmenning. Ritstj. Frosti F. Jóhanns- son. Reykjavík: Þjóðsaga, 1989. Jónas Hallgrímsson: Selected Poetry and Prose, Ist ed. http://www.library.wisc. edu/etext/Jonas/, tr. and ed. Dick Ringler (Madison, WI: University of Wisconsin- Madison General Library System,1998). Már Jónsson. Tölvutœkar upplýsingar í hugvísindum. Erindi flutt á Málþingi um aðgang atvinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum 11. sept. 97. Olafur Jónsson: Bœkur og lesendur. Um lestrarvenjur. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1982 (Studia Islandica, 40). Ridey, Roger. „Books on the Web.“ New Statesman 5. des. 1997, bls. 60. Smith, Betty. Gróður í gjóstri. Gissur O. Erlingsson íslenzkaði. Reykjavík: Bjarkarútgáfan, 1946. Þorbjörn Broddason: „íslenskum ungmennum á aldrinum tíu til fímmtán ára stendur sífellt meiri afþreying til boða.“ Morgunblaðið 23. apríl 1997. Þorbjöm Broddason: „Minnkandi bókhneigð ungmenna." Skíma 1992 (3), bls. 37-42. Summary The Book - Does it have a Future? This article discusses the future of the printed book. Modern technology, the Internet and electronic books on the World Wide Web have raised the question of whether the printed book will survive or whether it will be superseded by the electronic book. According to the author both will in all probability survive side by side for the time being. One aspect to be considered is the reading habits of both children and adults. Recent research shows that children in general read less, the main reason being that television, videofilms and video and computer games take up more of their leisure time, time which used to be spent, at least in part in reading. Although the number of electronic texts on the Web is growing steadily, the author’s contention is that the printed book is not in any immediate danger. Electronic texts are not primarily meant for reading unless they are very short, but are rather mainly for research purposes. Rules and guidelines are necessary to ensure the quality of electronic publications since the technology used to publish such texts on the Web is extremely simple and easy to learn. Á.A. | Á BÓKASAFNINU Umberto Eco: Nafn rósarinnar (Svart á hvítu, 1984) Þýð.: Thor Vilhjálmsson Bókavörðurinn kom til móts við okkur og við vissum þegar að liann væri Malachia frá Hildesheim. Hann var að reyna að setja upp réttan svip til að fagna komu okkar, en ég gat ekki varizt því að það færi hrollur um mig andspænis svo undar- legu yfirbragði. Hann var hár vexti og þótt hann væri ein- staklega horaður voru limir hans luralegir og klunnalegír. Þar sem hann gekk löngum skrefum sveipaður svörtum klæðum reglunnar var eitthvað sem vakti ugg við framgöngu lians. Hann kom að utan, og var því með hettuna enn yfir höfði sér, og hún varpaði skugga á fölva andlitsins, og brá einhverju sem ég get ekki skilgreint en var sársaukafullt í stór og dapur- leg augu hans. í yftrbragði hans voru líkt og ummerki geystra ástríðna sem viljinn hafði agað en reyndust hafa markað drætti þar án þess að þær lífguðu þá lengur upp. Sorg og strangleiki ríktu í andlitsdráttum hans og augnaráðið var svo þungt að eitt augnakast dugði til þess að seilast inn í hjarta þess sem hann ræddi við, og lesa þar leyndar hugsanir svo mjög að illt var að þola grannskoðun þein'a, og menn voru ófúsir að mæta þeirn öðru sinni. (Nafn rósarinnar, s. 72-73) BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199H 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.