Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 77

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 77
eins og hann komst sjálfur að orði, vegna fyrirhugaðrar samein- ingar safnanna. Þetta átti reyndar líka við um Landsbókasafn. í grein sinni um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn nefnir Einar Sigurðsson m.a. nokkur atriði sem snerta hlutverk hins nýja safns og áratugum saman hafa verið baráttumál ís- lenskra bókavarða, t.d. geymslusafn, viðgerðastofu, faglega ráð- gjöf og forustu við rannsóknir og fjölþjóðlegt samstarf. Öll þessi atriði þarf eftir sem áður að standa vörð um. Svo virðist sem stjórnvöld ætli safninu þá forystu í málefnum íslenskra bókasafna sem hér hefur skort svo mjög og er vonandi að því verði með tímanum tryggðar nægilegar fjárveitingar til að upp- fylla þær væntingar sem til þess eru gerðar. Ein er sú tegund bókasafna sem mig langar að vekja athygli á hér, en það eru einkabókasöfn. Af flest- um greinum í þessu riti kemur fram, að þau hafa átt ómetanlegu hlutverki að gegna við uppbyggingu allra tegunda opinberra bókasafna. Hér hafa átt hiut að máli einstaklingar sem annaðhvort hafa safnað ritakosti á ákveðnu fræðasviði, t.d. Anna Sigurðardóttir eða bókasafnarar sem hafa safnað flestu ritakyns sem þeir komu höndum yfir, t.d. Þorsteinn M. Jónsson eða úrvali fagurbókmennta eins [ og Davíð Stefánsson. Þessir einstaklingar hafa svo gefið söfn sín svo þau mættu nýtast sérfræðingum á þeirra fræðasviði eða öllum almenningi. I næsta hluta ritsins er fjallað um skjalasöfn. Straumhvörf hafa orðið í skjalastjórn á íslandi síðasta áratug og má búast við að áhugi á þessari grein aukist enn með tilkomu nýrra upplýsingalaga og fleiri laga sem að henni lúta. Skjalastjórn er nú kennd sem 30 eininga aukagrein við Háskóla íslands og hefur Stefanía Júlíusdóttir átt mestan þátt í að móta það nám. Auk Stefaníu sem ritar mjög greinargott yfirlit um skjalastjórn gefur Kristín H. Pétursdóttir, sem er frumkvöðull í skipulagningu stórra skjalasafna hér á landi, yfirlit um sögu og starfsemi skjalasafns Landsbankans. Næst er röðin komin að greinum um tvö stærstu almennings- bókasöfn á íslandi og eitt minna. Öll eru þessi söfn sprottin af lestrarfélögum en þó af mismunandi uppruna. Borgarbókasafnið á fæðingu sína að þakka sölu botnvörpunga í eigu Reykvíkinga en Amtsbókasafnið Grími Jónssyni, amtmanni á Möðruvöllum, sem hefir „ladet mig forföre at stifte et læseselskap“. Greinar þessar gefa mjög skemmtilegt yfirlit um sögu þessara þriggja safna og um leið allra þeirra fjölmörgu almenningsbókasafna um landið sem eiga sér sjálfsagt svipaða sögu. Það er undarlegt til þess að hugsa, að þessi söfn sem í dag starfa af svo miklum myndarskap, skuli fyrr á árum hafa átt í endalausu húsnæðis- hraki þrátt fyrir hið mikla bókahungur sem þjóðin var haldin. Þvínæst eru greinar um skólabókasöfn í grunnskólum og framhaldsskólum. Þáttaskil urðu í uppbyggingu bókasafna í grunnskólum með setningu grunnskólalaganna 1974. Nú, 24 ár- um seinna, er mjög misjafnlega búið að söfnum í skólum lands- ins. Samkvæmt stefnuyfirlýsingum rfkisins og Menntamála- ráðuneytisins eiga skólasöfnin í framtíðinni að gegna veiga- miklu hlutverki við menntun í upplýsingatækni nútímans. Hið upphaflega hlutverk þeirra má þó ekki hverfa í skuggann, þ.e. að efla hjá börnum áhuga á bókum og bóklestri og kenna þeim að umgangast bækur af ást og virðingu. Það er raunar forsendan fyrir því að þau geti fært sér hina nýju tækni í nyt. Við flesta framhaldsskóla hér þykir nú sjálfsagt að hafa bókasöfn en það er þó ekki fyrr en á allrasíðustu árum að stjórnvöld hafa áttað sig á mikilvægi þeirra. Helga Ólafsdóttir skrifar um bókasafnsþjónustu við lesfatlaða á íslandi. Það var ekki fyrr en árið 1982 að Blindrabókasafn íslands varð til en Borgarbókasafnið hafði þó frá árinu 1974 veitt hljóð- bókaþjónustu eftir því sem það hafði bolmagn til. Með tilkomu Blindra- bókasafns og námsbókadeildar þess hefur orðið bylting í þjónustu við blinda og sjónskerta á íslendi. Erfitt er að ímynda sér þær aðstæður og misrétti til náms sem þetta fólk hefur mátt búa við hér á árum áður. Safnið stendur nú mjög framarlega og tölvu- tæknin gerir þessum hópi fólks nú margfalt auðveldara að stunda sitt nám til jafns við aðra. Sigrún Klara Hannesdóttir gefur yfirlit um 40 ára sögu bókasafnsfræð- ikennslu við H.í. Sjálf hefur Sigrún átt mestan þátt í að móta kennsluna s.l. 23 ár. Ótrúlegar breytingar hafa orðið á greininni frá því að Björn Sigfússon hóf þar að kenna handrita- lestur og notkun bókasafna. Sigrún telur mikilvægasta verkefnið nú vera að gera nemendur í stakk búna til að mæta þeim kröfum sem upplýsingastefna stjórnvalda gerir til bókasafns- og upplýsingafræðinga. Einnig nefnir hún fjarnám sem vænlegan kost til endurmenntunar fyrir bókaverði á landsbyggðinni. Óhætt mun að segja að þá uppbyggingu allra tegunda bókasafna, sem átt hefur sér stað s. 1. 30 - 40 ár hér á landi, megi að mestu leyti þakka því hve vel hefur tekist til með menntun íslenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga á þessum tíma. Þóra Óskarsdóttir, bókafulltrúi ríkisins, gerir grein fyrir því embætti sem átt hefur stóran þátt í uppbyggingu almennings- | bókasafnakerfisins allt frá árinu 1955. Bókafulltrúinn og fjöl- margar nefndir sem starfað hafa um málefni almennings- og skólabókasafna hafa barist hetjulega fyrir ýmsum umbótatil- lögum sem sjaldnast hafa hlotið náð fyrir augum stjórnvalda. Nú þegar augu ráðamanna hafa loksins opnast fyrir gagnsemi bókasafnanna í upplýsingaþjóðfélaginu hefur verið ákveðið að leggja embættið niður og fela Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni að taka við hlutverki þess að nokkru leyti. Loks eru í ritinu greinar um Þjónustumiðstöð bókasafna og SÁL ALDANNA ÍSLENSK BÓKASÖFN í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Hitstjórar (iuórún Pálsdóttir& Sigrún Klara Hanncsdóttir Háskólaútgáfan BóKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.