Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 18
Foreldrar þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga fyrir lestri virtust hins vegar líta á það að lesa fyrir þau sem helstu og stundum einu leiðina til að vekja áhuga þeirra fyrir lestri. Meðal þess sem var ólíkt í fari foreldranna var á hvaða tímum dagsins þeir lásu og hversu meðvituð börn þeirra voru um lestraráhuga þeirra. Algengast var að foreldrar þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga fyrir lestri segðust lesa uppi í rúmi á kvöldin eftir að börnin voru farin í háttinn og má segja að lestur þeirra hafi verið falinn fyrir börnunum. Mun algengara var að foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga fyrir lestri læsu sjálfir á ýmsum tímum dagsins. Börnin höfðu því tækifæri til að sjá foreldra sína lesa og vissu af lestraráhuga þeirra. Það sem einkenndi einkum tjölskyldur barna sem voru áhugasöm um að lesa var að lestur var yfirleitt sameiginlegt áhugamál fjölskyldumeðlima og félagsleg samskipti í tengslum við hann mikil. Samræður um það sem fólk las voru algengar og í nokkrum af fjölskyldunum mátti rekja þá hefð að ræða við börn um bækur og lestur aftur til langafa og langömmu þeirra. Foreldrar sýndu því sem börnin lásu meiri áhuga og tóku í ríkari mæli þátt í ánægju barna sinna af lestrinum en foreldrar þeirra barna sem lásu lítið þar sem lestur var ekki jafn ríkur þáttur í heimilislífinu. 5. Aðgangur að lestrarefni f viðtölunum kom víða fram að fólk taldi það vera afar mikil- vægt fyrir lestraráhugann að börn hafi góðan aðgang að lestrar- efni. Afar og ömmur barnanna höfðu almennt ekki haft jafn góðan aðgang að lestrarefni meðan þau voru að alast upp og foreldrarnir og börnin höfðu haft. Þó var þessu misjafnlega farið því sumir af fulltrúum elstu kynslóðarinnar sögðu mikið hafa verið til af bókum og öðru lestrarefni á heimilum sínum. „Mig vantaði aldrei bækur“ sagði einn af öfunum og hann bætti einnig við: „það var gert með bækur, þær voru virtar.“ Aðrir höfðu haft takmarkaðan aðgang að lestrarefni við sitt hæfi og sögðu að þó svo að eitthvað hefði verið til af bókum á heimili sínu þá hefði lítið verið til af bókum fyrir börn. Þannig segir einn afinn: „ég átti lfka barnabók, en ég eignaðist eiginlega ekki bækur fyrr en ég fór að kaupa þær sjálfur, átján, tuttugu ára.“ Þess voru jafnframt dæmi að þátttakendur af elstu kynslóðinni segðu að engar barnabækur hefðu verið til á heimilum sínum. I ilestum tilvikum sögðust foreldrar barnanna hafa haft góðan aðgang að bókum og öðru lestrarefni á heimilum sínum sem börn. Það var algengt að fólk talaði um að það hefði verið vani að gefa bækur í jólagjöf og það hefur án efa haft sitt að segja varðandi lestraráhugann. Ein af mæðrunum sagði: „þær gjafir sem ég man eftir það voru bækur, svona átta til tíu bækur um hver jól. Það voru alltaf bækur og ég las alveg óskaplega mikið sem barn.“ Það var einnig nokkuð algengt að þessi kynslóð færi á bókasöfn eða í bókabílana til að fá lánaðar bækur: „svo notaði ég bókabílinn, þá var þetta nýkomið þegar ég var svona níu, tíu ára og það fannst okkur ofboðslega skemmtilegt" sagði eitt af foreldrunum. Börnunum sem tóku þátt í rannsókninni hafði öllum verið gefnar bækur í jólagjöf. Bókagjafir til þeirra barna sem höfðu áhuga fyrir lestri voru hins vegar ekki aðeins bundnar við jól því það var nokkuð um að þau fengju bækur á öðrum árstfmum s.s. í afmælisgjafir eða að keyptar væru áskriftir að bóka- klúbbum fyrir þau eða farið á bókamarkaði og keyptar bækur þar. Foreldrar þessara barna létu jafnframt í ljós þá skoðun að það úrval af lestrarefni sem til er á heimilunum geti aldrei verið nóg til að fullnægja þörfum þeirra. Einn af feðrunum sagði: „Við förum mikið á bókasafn og höfum alltaf gert. Eg held að það skipti máli að börnin komi með og uppgötvi að það er hægt að fá þetta þar.“ Ferðir á bókasöfn voru taldar vera mikilvægar til að tryggja að börnin hefðu úr nógu lestrarefni að velja. Þeirri spurningu hefur stundum verið varpað fram hvort það ýti undir lestraráhuga barna að fara á bókasafn eða hvort börn noti bókasöfn vegna þess að áhuginn er fyrir hendi. Trúlega eiga báðar skýringarnar jafnmikinn rétt á sér. Hins vegar virðist það vera augljóst merki um að foreldrum sé umhugað um að tómstundalestur komi til með að skipa hlutverk í lífi barna sinna ef þeir kynna fyrir þeim það sem bókasöfn hafa upp á að bjóða. Ferðir á bókasöfn voru algengar hjá öllum þeim börnum sem eru áhugasöm um að lesa. Það var aftur á móti mun sjaldgæfara að foreldrar þeirra barna sem lásu lítið hefðu farið með þau á bókasöfn og er það í samræmi við niðurstöður sem komið hafa fram við fjölmargar rannsóknir (Clark, 1984, s. 124; Greaney og Hegarty, 1987, s. 13; Guthrie et al„ 1995, s. 18-21; Morrow, 1983, s. 224; Ross, 1995, s. 217; Sigríður, 1993, s. 49-50). 6. Formleg eða hagnýt viðhorf til lesturs Samkvæmt flokkun Van Lierop (W. van Peer, 1991, s. 548-551) er mismunur á fjölskyldum þar sem hagnýt viðhorf eru ríkjandi og þeim fjölskyldum þar sem formleg viðhorf ríkja. Hjá þeim fyrrnefndu er lesið meira, lestrarefnið er fjölbreyttara og meiri samskipti eiga sér stað meðal fjölskyldumeðlima í tengslum við lesturinn. Lestur er því ríkari þáttur í daglegu heimilislífi hjá þeim fjölskyldum þar sem hagnýt viðhorf eru ríkjandi en hjá fjölskyldum þar sem formleg viðhorf ríkja. Þeir af fullorðnu þátttakendunum sem létu í ljós formleg viðhorf gagnvart lestri töluðu fyrst og fremst um að hægt væri að lesa „sér til gagns.“ Þetta fólk sagðist yfirleitt lesa vegna þess að það er „upplýsandi og fræðandi“ og vegna þess að í „nútímaþjóðfélagi" er nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem gerist. Hjá þeim þátttakendum sem létu í ljós hagnýt viðhorf hafði lesturinn mun víðtækara gildi. Það var algengt að fólk segði að því fyndist það hvílast mjög vel við að lesa, það „róaðist niður“ og „slakaði á“ við lesturinn. Fólk talaði einnig um að lestur væri „gefandi" og lagði áherslu á það tilfinningalega gildi sem því fannst lesturinn hafa. Einn þátttakenda lýsir þessu þannig: „Það er bæði að gleyma sér og svo er líka einhver andleg fylling í því. Mér líður oft betur eftir að hafa gluggað í bók. Það er einhver vellíðan í því, ég get ekki skýrt það nánar." Flestir sögðu einnig að þeim fyndist þeir fræðast um ýmislegt við lestur og var þá fyrst og fremst átt við fræðslu sem hefur persónulegt gildi fyrir hvern einstakling. Fólk sagðist fá innsýn inn í annan heim en það lifði sjálft í og að það leiddi til þess að það væri með „opnari hug“ og „umburðalyndara“ gagnvart öðru 18 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.