Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Fimmtudagur 15. maí 1997 ©agur-®tintrat F R É T T I R m —fr igt A Heiti Potturinn Ipottinum í gær ríkti al- menn ánægja með nýtt form á eldhúsdegi. Bentu menn á að styttri ræðutími og styttri heildartími hafi gef- ist vel og greinilegt væri að stórkarlarnir í flokkunum hefðu líka trú á málinu, því í fyrra var áberandi að helstu forustumenn töluðu ekki en létu fótgönguliði þingflokk- anna eftir ræðupúltið. Nú hins vegar kom hver foring- inn af öðrum. Kvennalistinn einn flokka þurfti þó ekki að vandræðast með hver ætti að tala - umferðirnar voru þrjár og þingkonurnar Þrjár.. w Ipottinum heyrist að ráð- gjafinn og „Nýja lífs“ fyrir- sætan Elín Hirst hafi nú náð að afla sér talsverðra vin- sælda inni á ritstjórn DV. Elín hefur sem kunnugt er starfað um skeið á blaðinu og átti að vera þar í 3 mánuði. Nú munu margir blaðamenn og stjórar á ritstjórninni gjarnan vilja hafa hana lengur, og heyrðist einn blaðamaðurinn fara fögrum orðum um frúna á blaðamannafundi á dögun- um, að því er fullyrt er. w Iheita pottinum eru menn nú að sannfærast endan- lega um að einhverjar breyt- ingar séu í aðsigi í ríkis- stjórninni um áramót. Hafa menn ýmis teikn fyrir sér í því og er jafnan'talað um breytingar hjá sjálfstæðis- mönnqm. Enn sem fyrr er talað ufn að Friðrik fari í Landsvirkjun og Geir Haarde komi inn í ríkisstjórn. Kjalarnes m Barnavernd Esjan til Reykjavíkiir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Pétur Fríðriksson, oddviti Kjalarness, eru bæði ánægð með hugsanlega sameiningu sveitarfélag- anna. Kosið um sameiningu Reykjavíkur og Kjal- arness í næsta mán- uði. Útgjöld Kjalnes- inga lækka en borgin fær meira land. Atkvæðagreiðsla um sam- einingu Reykjavíkur og Kjalarness í eitt sveitar- fólag fer fram 21. júní nk. Breið pólitísk samstaða er um málið í borgarstjórn en í sveitarstjórn Kjalarness er einn fulltrúi and- vígur sameiningu. Ef sameining verður samþykkt mun t.d. Esj- an tilheyra Reykjavík en Kjalar- nes verður fyrst um sinn áfram í Reykjaneskjördæmi. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi í gær þegar kynnt- ar voru tillögur samstarfs- nefndar um sameiningu sveit- arfélaganna. Þar kemur fram að þjónusta við 500 íbúa Kjal- arness mun aukast við samein- inguna og styrkja byggðina. Þá munu útsvars- og þjónustugjöld íbúa lækka frá því sem nú er. Sú lækkun getur numið allt að 62 þúsund krónum á ári fyrir hjón með tvö börn. Ávinningur Reykvíkinga felst fyrst og fremst í stærra landi auk þess sem þróun byggðar mun breytast frá því sem áður var gert ráð fyrir. Fullbyggt munu allt að 25 þúsund manns búa á því svæði sem tilheyrir Kjalarnesi. Við sameininguna fá borgar- búar aðgang að stærri lóðum og rýmri svæðum. Hins vegar munu skuldir á hvern borgarbúa auk- Mynd: E.ÓI. ast um eitt þúsund kr., eða úr 97 þúsund kr. í 98 þúsund kr. Ef sameiningin verður sam- þykkt munu Kjalnesingar kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara til setu í samstarfsráði Kjalarness. Þessi kosning verður samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Borgarstjórn mun hins vegar skipa tvo fuUtrúa í ráðið og tvo til vara. Þetta ráð á að vera ráðgefandi fyrir borg- arstjórn um málefni Kjalarness og sérhagsmuni þessa nýja borgarhluta. -grh Sveitarstjórnarmál Norðlensk bæjarstjóralaun Laun bæjarstjóra á Norð- urlandi eru frá 3 til 500 þúsund á mánuði, sam- kvæmt yflrliti sem svæðisút- varpið á Akureyri tók saman og Dagur-Tíminn birtir hér. Á næstu dögum verða birtar upp- lýsingar um laun bæjarstjóra í stærstu bæjarfélögum landsins, en samkvæmt úrskurðarnefnd um upplýsingalög á almenning- ur rétt á upplýsingum um föst laun og kjör opinberra starfs- manna. Bæjarstjórinn grunnlaun á mán. föst yflrv. bílastyrkur önnur fríðindi Blönduós 136.000,- 106.000.- 42.000,- 10.000,- risna 32.000 sími á ári Sauðárkrókur 199.000,- 140.000,- 42.000,- frír sími lagt til húsnæði, leiga+raf+hiti= 20.000 Sigluljörður 172.000,- 108.000,- 21.000,- sími+húsnæði á 1000,- Ólafsljörður 278.000 80.000,- skv.akstur- dagbók afnotagjald+8000 umfr.skr á ári, lagt til íbúð - leiga 2,7% af fast.m. Dalvík 217.000,- 135.000,- 42.000,- 6000 risna, afnotagjald síma + 12000 skref á ári Akureyri 250.000,- 130.000 130.000,- afnotagj.síma+ 1600 skref á ári, vaxtalaust lán til bílakaupa Plástruð börn rædd Foreldrar sem tilkynnt hafa um meint harðræði sem börn þeirra eru talin hafa sætt á barnaheimilinu Hörðuvöllum í Hafnarfirði, munu á næstunni heyra í fulltrúum barnaverndar- nefndar Hafnaríjarðar um nið- urstöður af rannsókn málsins. Talið var sannað að starfskraftur á heimilinu hefði notað plástur til að hefta frelsi barnanna. „Starfsmenn hafa kynnt barnaverndarnefndinni sína niðurstöðu og hún gert ráðstaf- anir til að kynna foreldrum barnanna þessar niðurstöður um meint harðræði gagnvart börnunum. Það verður gert strax og nefndin hefur lokið af- greiðslu málsins,“ sagði Marta Bergmann, félagsmálastjóri Hafnaríjarðar, í samtali við Dag- Tímann í gær. -JBP Akureyri Taka við Púlsinum Eigendur Púlsins spurðu hvort við hefðum áhuga á því að koma inn í reksturinn og við ákváðum að slá til. Þetta hefur ekki haft langan aðdraganda, þegar hlutirnir eru komnir á skrið eru þeir ekki lengi að ganga upp,“ segir Ágústa John- son, íþróttakennari í Reykjavík. Ágústa og Hrafn Friðbjörns- son, eiginmaður hennar, sem reka Stúdíó Ágústu og Hrafns í Reykjavík, hafa fest kaup á lík- amsræktarstöðinni Púls 180, sem er í KA- heimilinu á Akur- eyri. Þau taka við rekstrinum þann 1. júní næstkomandi og hyggjast bjóða uppá ýmsar nýj- ungar í líkamsrækt í þessu nýja útibúi sínu nyðra. Ágústa býst við að starfsfólk þeirra á Akur- eyri verði að stærstu leyti það sama og verið hefur í Púlsinum. „Það er tilviljun ein að við förum af stað með starfsemi á Akureyri á sama tíma og World Class. Ég frétti reyndar ekki af því fyrr en í morgun að þeir væru að fara af stað á Akur- eyri,“ sagði Ágústa. -sbs. FRETTAVIÐTALIÐ Omar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Menn sem aka á fullri ferð talandi í farsímann sinn eru hættulegir öllu nánasta umhverfi sínu. Þeir eru taldir álíka hœttulegir og drukknir ökumenn. Þó eru þeir ekki sektaðir. Dagur-Tíminn rœddi við lögregluna. Ok yfir hringtorg talandi í síma - Er þessi farsímanotkun bílstjóra nokkuð hœttulegri en sá ósiður að aka um með pylsu í annarri hendi og kók í hinni. Ér þetta ekki bara öfund- sýki þeirra sem eiga ekki farsíma? „Ef þú setur þig í spor ökumanns, þá finnst nú flestum nóg að aka bíln- um og komast klakklaust gegnum um- ferðina. Þau skynfæri sem þú þarft að nota eru á fullu við að rilja upp reglur og ákvæði, taka mið af kennileitum, boðum og bönnum sem koma upp á leiðinni. Að tala í síma krefst athygli og einbeitingar. Það sjá allir að aksturinn kann að slævast við að tala í síma jafn- framt, að maður tali ekki um borðhald við stýrið.“ - Nú heyrist að Spánverjar beiti sektum, 20 þúsund pesötum, á öku- rnenn sem aka og rabba í síma um leið. Einhverjir íslenskir túristar hafa lent í þessu? „Það hlýtur að vera eitthvað í reglu- gerð hjá þeim á Spáni sem gerir fólki óheimilt að aka og tala í síma um leið. Hér á landi eru almenn varnaðarorð til ökumanna, en þú verður að fá lög- fræðilegt mat á því hvort hægt sé að beita sektum, ég hreinlega veit það ekki.“ - Sektum hefur þá ekki verið beitt hér á landi? „Nei, ekki svo mér sé kunnugt um...“ - Hafa komið upp mál þar sem ökumenn hafa sannanlega lent í klandri vegna símtala við stýrið? „Þegar við komum á vettvang spyr lögreglan um aðdraganda slyss. Það er í valdi ökumanns að gefa upp ástæð- una...“ - Og menn eru feimnir við að játa á sig blaður í síma... ? „Já, það má segja það. Það er óbk- legt að einhver játi að orsökin hafi ver- ið að hann hafi gleymt sér við akstur- inn vegna símtals. Það er hins vegar ekki útilokað að slíkt hafi gerst, þótt það hafi ekki verið játað. Eg minnist raunar eins skjalfests atviks frá Kringlumýrarbraut. Þar mátti rekja aftanákeyrslu til þess að ökumaður taldi sig hafa verið of upptekinn við símann. Ég man ekki eftir öðru slíku hérna í Reykjavík." - Menn eru kannski hrœddir við að missa bónus hjá tryggingafélag- inu? „Trúlega. Maður sem lendir í árekstri og virðist vera í rétti kann að fá skertar bætur fyrir tjónið, sannist það að hann hafi verið að tala í síma við stýrið. Þó eru til heiðarlegir menn sem játa þetta á sig.“ - Er fólk að kvarta undan síma- ökumönnum til lögreglunnar? „Já, það er gert. Fólk kvartar yfir skrykkjóttu aksturslagi fólks sem er með síma við eyrað. Einu sinni var hringt út af ökumanni sem hafði ekið þvert yfir hringtorg vegna þess að hann var svo upptekinn í símanum, gleymdi að beygja og ók áfram. Við hringjum í ökumenn sem kvartað er undan og hvetjum þá til að leggja bíl- unum við veginn, ef tala á í símann.“ -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.