Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 11
Dagur-Œímmn Fimmtudagur 15. maí 1997 - 11 Bíll vikunnar ífyrstasinn áíslandi Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Fyrsta Opel jeppan- um sem kemur á almennan markað hérlendis var reynslu- ekið á dögunum. ✓ Isjálfu sér er það merkilegt að Opel jeppar skuli nú í fyrsta sinn sjást á íslandi en sannarlega fagnaðarefni að loksins skuli hafa orðið af því að jeppar af þeirri gerð séu fluttir inn til landsins. Það sýndi sig líka að fyrsta sending sem kom til landsins af Opel Front- era seldist upp á stuttum tíma, eða um það bil viku. Næsta sending er væntanleg í júní. Það er reyndar svolítið skondið að einn helsti keppinautur Opel Frontera á íslenska jeppamark- aðnum er Nissan Terrano II sem fluttur er inn af Ingvari Helgasyni hf., sem er systurfyr- irtæki umboðsaðila Opel, sem eru Bílheimar ehf., en Opel Frontera kostar 2.680 þúsund krónur kominn á götuna. Reyndar eru nokkrar fleiri tegundir jeppa á svipuðu verði og má þar t.d. nefna Land Rover Discovery, Dodge Dakota og eins jeppa frá Mitshubishi og Toyota. Opel Frontera lítur eins út og bíll frá Isuzu sem nefnist Rodeo og er á Bandaríkjamarkaði. Þessir bílar eru þó langt því frá að vera eins. Vélin í Frontera er frá Opel, 2,2 lítra Ecotec, inn- rétting bflanna er mismunandi og fjöðrunin mjög ólík. Eitthvað mun vera um Rodeo á götunum hérlendis en íjöldinn er óljós enda bflarnir ekki fluttir inn af umboðinu. Mælaborðið er hefðbundið með helstu mælum. Reyndar hefur það svolítið amerískan svip og kæmi ekki á óvart að stór hluti af því væri ættaður úr Isuzu Rodeo. Þeir sem þekkja Opel taka t.d. strax eftir því að stjórntakkar fyrir miðstöðina eru með allt öðru sniði en tíðk- ast almennt í Opel og mun lík- ari því sem tíðkast í japönskum eða jafnvel amerískum bílum. Stýrið er með veltingi, þannig að hægt er að færa það upp og niður, en það kemur sér vel fyr- ir þessa lágvöxnu og læramiklu. Frágangur bflsins að innan er snyrtilegur, látlaus en í raun- inni óaðfinnanlegur. Sætin eru þægileg. Bfllinn sem Dagur- Tíminn reynsluók hafði verið settur á ívið stærri dekk en hann kom á. Bflnum var ekið dagpart á höfuðborgarsvæðinu en ekkert reyndur í ófærum. Þó var farið örlítið út fyrir malbik- ið til að prófa íjöðrunina. Fronteran reyndist standa ágætlega undir væntingum. Vél- araflið var nægjanlegt, en það er ekki hægt að tala um mikla snerpu. Bíllinn fer vel með mann í akstri og það er nota- legt að keyra hann. Bfllinn sletti rassinum svolít- ið til á ósléttum malarvegi þeg- ar hann var ekki í framdrifinu. Það er ágæt regla fyrir þá sem óvanir eru að aka á malarvegi að setja bflana í Ijórhjóladrifið þegar komið er út á malarvegi, það bætir aksturseiginleikana verulega. Skilyrði fyrir því að þetta sé hægt er að sjálfsögðu að bfllinn sé yfirhöfuð með fjór- hjóladrifi. Framdrifslokurnar á Front- erunni eru sjálfvirkar þannig að þær fara á um leið og bfllinn er settur í framdrifið. Það þýðir að það verður alltaf að stoppa þegar bfllinn er settur í fram- drifið, annars geta menn átt von á afar leiðinlegu hljóði. Á móti kemur að ökumaðurinn losnar við að fara út úr bflnum til að setja driflokurnar á eða taka þær af sem verða að telj- ast góð skipti. Fronteran virkar tiltölulega veigamikil í saman- burði við ýmsa „slyddujeppa" og það væri sannarlega gaman að prófa bflinn við erfiðari að- stæður en malarveginn á Öskju- hlíðinni í Reykjavík. Ef til vill verður af því síðar. Það er ósennilegt að bfllinn verði vinsæll til jeppabreytinga en Opel Frontera hefur alla möguleika á að verða tiltölu- lega vinsæll sem hefðbundinn jeppi. Það var sannarlega tími til kominn að Opel jeppi kæmi á markaðinn hérlendis og séu aðrir Opel jeppar í samræmi við •Frontera má væntanlega búast við því að gerðunum fjölgi á næstunni. -ohr Fyrsti Opel jeppinn sem kemur á almennan markað hérlendis. Frontera er sannarlega bráðfalleg byrjun. Mynd: ohr Opel Frontera - Afl og eyðsla Vélarstærð rúms: 2,2. Fjöldi strokka: 4. Ventlar: 16. Afl (kW/hö við 5200 snún) 100/136. Hámarks torkun (Nm): 202 við 2.600 snún. Hámarkshraði (km á klst.): 160. Hröðun úr 0-100 km hraða: 13,6 sek.Hröðun úr 80 í 120 km. hraða í 5. gír: 24,7 sek.Eyðsla á 100 kílömetrum m.v. 90 km. hraða: 7,4 1. Eyðsla á 100 kílómetrum m.v. 120 km. hraða: 10,5 1. Eyðsla á 100 kíló- metrum m.v. innanbæjarakstur: 12 1. Eyðsla á 100 kílómetrum m.v. blandað- an akstur: 10 1. \ ...orðaðu það við Fáikann » - .o fÓV-^r PglS&'* 0 Pekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Bílasala • Bíl lasl kípti Ford Mustang blaeju CT 5000 ’95 vínr. MMC Space Wagon 4x4 2000 A/T ’97 Renault Laguna RT 2000 A/T ’95 vínr. ek. 6 þús. míl. 240 hö V: 2.950.000,- grænn ek. 9 þús. km V: 2.130.000,- ek. 41 þús. km álf. ofl. V:1.590.000,- Bflasklpti • Bflasala Toyota Touring 4x4 XLi 1600 ’95 rauð- MMC Lancer Station 2wd 1600 ’96 ur ek. 20 þús. km V: 1.450.000,- silfur ek. 25 þús. km V: 1.320.000,- MMC Galant 4x4 GLSi 2000 ’91 hvítur ek. 110 þús. kmV: 1.000.000,- Bflasala • Bflaskipti Volkswagen Golf Station 1800 GL ’95 MMC Galant GSi 2400 ’95 hvítur ek. MMC Lancer GLi 1300 ’95 beis ek. 25 vínr. ek. 40 þús. kmV: 1.300.000,- 27 þús. míl.V: 1.880.000,- þús km spoi.V: 1.080.000,- Bflaskipti • Bflasala MMC Pajero DT 2500 A/T ’88 silfur ek. Suzuki Sidekick JXi 1800 Sport ’96 hvítur/beis Suzuki DR 650 ’90 rautt ek. 14 þús. 168 þús. km V: 950.000,- ek. 10 þús. km upph. ofl. V: 2.090.000,- öhilns gasd. ný dekk ofl. V: 350.000,- Vantar tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi á skrá og á staðinn. Mjög góð inniaðstaða. - - [rílasalinn] nöldur ehf. B í L A S A L A við Hvannavelli, Akureyrí Símar 461 3019 & 461 3000

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.