Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 8
■®agur-'(IIattttm 8 - Fimmtudagur 15. maí 1997 P J Ó Ð M Á L JDttgur-CÍIímtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Flafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Flúsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Sjálfræðisaldur í fyrsta lagi Alþingi hækkar sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18 og það er vel. Rökin eru yfirgnæfandi með; þannig segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barna- verndarstofu, í blaðinu í gær um liðsinni við unga fíkla: „Það er hræðilega vitlaust kerfi að 16 ára unglingur geti gengið úr meðferð og rústað öllu uppbyggingarstarfi." Sveitarstjórnir hafa barmað sér yfir því að geta ekki virkjað foreldravald til að koma böndum á vitlausar og stjórnlausar ung- lingasamkomur um hánótt. 16 ára unglingur hefur ekkert „sjálfræði“ í stórum og vondum heimi þótt hann geti sagt foreldrum sínum að halda kjafti. En þetta er bara byrjunin. Nú verða yfirvöld að standa sig gagnvart þeim unglingum sem búa við óbærilegar aðstæður heima við. Gera þeim kleyft að áfrýja misbeittu foreldravaldi, flýja andlega eða líkamlega kúgun - en þetta er til staðar í meira mæli en viðurkennt er. Sjálfræðisaldurinn felur fyrst og fremst í sér að ráða dvalarstað og samn- ingum á vinnumarkaði. Um samninga á vinnu- markaði gilda leikreglur sem ungt fólk getur skír- skotað til. En hvað með heimilisofbeldi? Ráðgjöf, vernd og úrræði fyrir unglinga sem þurfa að brjót- ast undan ofríki og misnotkun verða að vera ljós og tiltæk þeim sem þurfa. í þridja lagi Því er hækkun sjálfræðisaldurs alls ekki einhliða ákvörðun um að færa meiri ábyrgð til foreldra. Nú hafa yfirvöld axlað ábyrgð á þeim unglingum, 16- 18 ára, sem kunna að eiga undir högg að sækja heima hjá sér. Sjálfræðissvipting ungmenna á þessum aldri er rétt, en kallar á mikla ábyrgðartil- finningu þeirra sem að standa. Hvað verður gert til þess að túlka hana í reynd? Stefán Jón Hafstein. V________________________________________________________) Sp Er rétt að afnema æviráðningu presta? Guðmundur Ágústsson lögfr. og í sóknarnefnd Langholtskirkju Sr. Flóki Kristinsson Evrópuprestur Æviráðning er, fyrir það fyrsta, gamalt fyrirbæri sem á ekki heima í nútíma þjóðfélagi. í annan stað á að vera hægt, ef vilji safnaðar er fyrir hendi, að segja presti upp störfum ef kemur upp ágreiningur eða einhverskonar pattstaða einsog varð í Langholtssöfn- uði. Að afnema æviráðningu presta stangast á við grundvallaratriði kirkjuskipunarinnar og væri alvarleg aðför að frelsi boð- unar orðsins. Þegar prestar þurfa að fara að taka tillit til vinsældasjónarmiða er vegið að frelsi þeirra til að boða hið heilaga orð. Æviráðning presta er ekki við lýði í Bandaríkjunum og þar eru víti til að varast. Einar Karl Haraldsson ráðgjajl og í sóknarnefnd Hallgrímskirkju Mín afstaða er að nán- ast hvergi eigi að æviráða fólk. Hins vegar er mikilvægt að tryggð- ur sé hreyfanleiki og sveigj- anleiki í kerfínu þannig að menn geti farið á milli starfa. Hins vegar er það galli að launakerfí ríkisins umbuni mönnum ekki fyrir neitt ann- að en stjórnunarstörf, þegar - og ef - þeir fara til annarra starfa, sem reynsla þeirra býður uppá. En þó störf presta séu sérstök, verða þeir í senn að þjóna lögum Guðs og manna. Sr. Gunnlaugur Garðarsson prestur í Glerárkirkju á Akureyri Þetta mál snýst ekki um æviráðningu eða ekki æviráðningu. Valdið á að vera í höndum kirkju- stjórnarinnar þannig að með- ferð mála geti verið fagleg, yfirveguð og óháð persónu- legri og einstaklingsbundinni afstöðu, sem menn kunna að hafa gagnvart viðkomandi presti. I I 5, ■ Brennum brýr „Við eigum að brenna brýr því það verður ekki aftur snúið úr þessu. Ef við gerum það verða smáflokkarnir svo ótrúverðugur kostur að það væri líklegast betra að leyfa hinum bara að stjórna áfram.“ - Hreinn Hreinsson í Alþýðublaðinu. Vertu þú sjálfur „Mannleg fegurð er ekki lengur eðlileg og sjálfsprottin. ímynd hennar hefur verið gerð að stöðluðum söluvarningi, stór- iðnaði í hagkerfi sem kennir sig við velmegun. í þessu umhverfi kann einstaklingurinn ekki að vera hann sjálfur.“ - Morgunblaðið í gær. Dóri með skœting „Það var áberandi hversu van- stilltur og æstur utanríkisráð- herra var þegar leitað var eftir upplýsingum um hvað fyrir honum vekti með tillögum um stórfelldar breytingar á rekstri Flugstöðvarinnar í Keflavík. Svör hans voru langt frá því að vera efnisleg heldur byggðust á útúrsnúningi og skætingi.“ - Guðmundur Arni Stefansson í Alþýðu- blaðinu í gær. Vinnukonur og frúr „Kannski erum við öll bæði vinnukonur og frúr í eðh okkar, en hvort heldur við erum þá getum við valið um tvennt; að vera góð eða vond vinnukona eða frú.“ - Hlín Agnarsdóttir í Degi-Tímanum í gær. Eilíft imdrimarefni Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, upplýsti einu sinni, að minni fólks væri mjög brigðult þegar veður- far er annars vegar. Oft eru menn að staðhæfa að veturinn í fyrra eða hitti- fyrra hafi verið sérlega snjóþungur og erfiður, en hins vegar hafi sumarið verið blessunarlega sólríkt og elsku- legt. Aðrir muna þetta allt öfugt og segja það kalsasamt rigningarsumar sem í minni annarra var á þveröfugan veg farið og snjóþyngslin eru ekki síð- ur hugarástand en staðreyndir sem skráðar eru í gögn Veðurstofunnar. Það er kannski vegna þess hve minni um verðurlag er svikult að ís- lendingar eru alltaf jafn hissa á veðr- inu og vanbúnir að mæta duttlungum þess. Nú er mikið fjargviðrast út af köldu vori og þykjas't fæstir muna ann- að eins. En norðanþræsingur í maí- mánuði er ekkert einsdæmi og bændur muna sjálfsagt eftir að þeir hafa áður þurft að láta ær bera á húsi. í annálum Veðurstofunnar munu sjálfsagt finnast dæmi um kalsasama apríl- og maímánuði og hafísinn hefur oft þjarmað betur að en nú. Gott þjóðráð Á sinni forsetatíð var dr. Kristján Eld- járn spar á að leggja þjóðinni lífsreglur og troða upp á hana skoðunum eða skjalli. En boðskap flutti hann eitt sinn sem hann taldi að ætti erindi til fólks- ins. Hann gaf það góða ráð að vel færi á því að klæða sig eftir veðrinu. En í gegnum tíð- ina hefur orðið mik- ill misbrestur á því að eybyggjar á hjara veraldar gætu eða kynnu að klæða af sér kulda og vos. Ekki gátu þeir heldur byggt híbýli sín svo að þau héldu vatni og vindum. Og kunna ekki enn. Ekki munu finnast mörg dæmi um rysjóttara verðurfar en á íslandi. Samt kemur það ætíð eins mikið á óvart þegar veðrabrigði verða. Fjölmiðlar eru seinþreyttir að flytja rokufréttir af því að snjóað hafi á fjailvegi og að um- ferð um þá teppist á þorra og góu. Vanbúnir bílar komast hvorki lönd né strönd og æsilegar björgunaraðgerðir eru hafnar. Þegar líka fennir á fiugvelli er lýst yfir neyðarástandi og því spáð að fólk verði hungurmorða á morgun eða hinn ef ekki er hægt að koma kók- inu og naslinu til hörmungarsvæðanna sem fyrst. Bátar fá á sig hnúta og miklir leið- angrar eru gerðir til að slefa þeim í land. Átakanlegast er samt þegar sjón- varpssendar á íjalla- toppum íjúka um koll með alkunnum afleiðingum. Veðurfarsafneitun Mannvirkjagerð er sjaldnast miðuð við veðurlag norðurslóðar og það sérein- kenni íslenskrar veðráttu, að oft rignir og frystir á víxl sama sólarhringinn. Þetta man enginn mannvirkjahönnuð- ur stundinni lengur. Þegar nýjasta viðbyggingin við Iðnó var miðuð við veður og sólfar sem ríkir á Tjarnarbakkanum risu Reykvíkingar upp og mótmæltu hástöfum. En þeir mótmæltu aldrei forljótum skúra- kumböldum sem hrúgað var utan á gamla leikhúsið og voru rifnir góðu heilli. Og aldrei sjá þeir allan þann skrípaarkitektúr sem klínt er og klesst á ólíklegustu staði og er sjaldnast í samræmi við veðráttuna. Vel bjargálna maður sem liafði nægan tíma til ráðstöfunar en var heimakær, lét í ljósi undrun sína yfir tíðum utanlandsferðum landa sinna: „Eins og skjólfatnaður er orðinn vand- aður.“ Rétt er það að hlífðarklæðnaður er orðinn prýðilegur og íjöldinn er smám saman að læra, að til eru yfirhafnir sem eru ekki síðri en bíllinn í vondum veðrum. En það breytir ekki því að veðurfarið kemur alltaf jafn mikið á óvart. Dæmi um verðurlagsafneitun eru göng sem gera eiga íjallvegi færa. Göngin eru fær allt árið, en vegirnir að þeim eru tepptir langtímum saman. íslensk veðrátta er slíkt undrunar- efni að þjóðin mun aldrei skilja hana og enn síður sætta sig við hana fremur en lögun landsins og aðra náttúru þess. Því er hér hnípin þjóð í vanda, skuldug og áttavillt. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.