Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 7
in<nilUi^Jngwr-SIíttróm . j j, FimmtúdagurMv.maí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríkin Rússland Baríst um fánann Bandaríkjaþing þarf á næstunni að taka af- stöðu til þess hvort verja eigi fánann sérstaklega í stjórnarskránni. (Newsday) Repúblikanar á Bandaríkjaþingi eru eina ferð- ina enn að reyna að koma í gegn stjórnarskrárbreytingu sem banna myndi vanvirðandi meðferð á bandaríska fánan- um. Og eina ferðina enn er demókratinn Gary Ackerman frá New York kominn af stað með að verja rétt Bandaríkja- manna til þess að brenna fán- ann, nota hann sem klæðnað eða á hvern annan hátt sem mönnum sýnist séu þeir með því að lýsa yfir skoðun sinni á einhverju málefni. Nýr viðauki við stjórnar- skrána þarf meirihluta tveggja þriðju atkvæða í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkja- þings, og að því fengnu þurfa einnig þrjú af hverjum íjórum ríkjum Bandaríkjanna, eða 38 ríki, að staðfesta viðaukann. Nú þegar hafa öll ríkin nema eitt samþykkt ályktanir þar sem þingið er hvatt til þess að sam- þykkja viðaukann. í fyrra komst frumvarpið í gegnum fulltrúa- deildina, en féll á þremur at- kvæðum í öldungadeild þings- ins. Ackermann htur svo á að með andstöðu sinni við frum- varpið sé hann að sinna heldur óskemmtilegri skyldu sem ein- hver verði að taka að sér. Að eigin sögn finnst honum óvið- eigandi að brenna þjóðfánann, en engu að síður sé fáninn ekk- ert annað en tákn um þau rétt- indi sem Bandaríkjamönnum eru tryggð í stjórnarskránni, þar á meðal réttinn til tjáning- arfrelsis. Með því að brenna fánanum getur fólk eyðilagt hann sem tákn, en getur með því samt ekki gert að engu þau réttindi sem hann stendur fyrir. i Solana og Primakov segjast hafa náð fullu samkomulagi um tengsl Rúss- lands og Nató. Mynd:AFP Javier Solana, framkvæmda- stjóri Norður-Atlantshafs- bandalagsins, og Jevgení Prím- akov, utanríkisráðherra Rúss- lands, veifuðu glaðir í bragði til blaðamanna að loknum tveggja daga samningaviðræðum bak við luktar dyr í Moskvu. Við- ræðunum lauk að sögn þeirra með fullu samkomulagi um stjórnmála- og hernaðartengsl Rússlands og Nató. Ekki feng- ust nánari upplýsingar um inni- hald samkomulagsins, en lausn málsins fékkst eftir að Solana ræddi við Boris Jeltsín forseta í gær. Rússar hafa verið harðir í andstöðu sinni við stækkun Na- tó til austurs, þannig að fyrr- verandi aðildarriki Sovétríkj- anna verði tekin inn í banda- lagið. Reiknað er með því að Tékkland, Pólland og Ungverja- land gerist aðilar strax nú í sumar. Eitt helsta áhyggjumál Rússa hefur verið að Nató hefur ekki viljað tryggja það að kjarn- orkuvopnum verði ekki komið fyrir á landsvæði nýju aðildar- ríkjanna. -gb mnin—ninrwm'Ti A iinum stað Barna og fullorðinshjól frá adidas I U.S.A. sreRrvns Erum fiutt i nýtt og glæsilegt húsnæði Hjálmar fyrir alla Allir varahiutir Viðgerðar- þjónusta SP0RTVER Dalsbraut 1 ■ Sími 461 1445

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.