Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Page 2
31agur-®mttrm 2 - Miðvikudagur 2. október 1996 Það styttist óðum í landsfund sjálfstæðismanna og er það mál manna að sjaldan hafi verið eins lítill spenningur fyrir lands- fund og nú. Þó er enn á ný kom- inn á kreik orðrómur um að Friðrik Sophusson sé að verða forstjóri Landsvirkjunar og að Sólveig Pét- ursdóttir sé jafnvel næsti varafor- maður. Innvígðir íhaldspottormar segja að það sé kannski ekki að- almálið hvort orðrómurinn um að Friðrik sé á útleið só réttur, heldur sé hitt mikið veikleikamerki fyrir varaformann að svona kvittur skuli koma aftur og aftur upp... r Ipottinum var verið að segja frá því að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá bæjarstjóranum í Grindavík þegar Grindvíkingar unnu sigur á Leiftri og héldu sér uppi í fyrstu deild. Sagt var að hann hafi verið stoltur af sínum mönnum, en það hafi verið út- gjaldaþáttur lítils bæjarfélags með stórt 1. deildar lið sem dró úr gleðinni... Einn pottormur sem fylgdist með þingsetningunni í gær gerði óformlega skoöanakönnun meðal nokkurra þingmanna og blaðamanna á því hvort það hafi verið „punktur" hjá Davíð eða ekki. Flestir töldu að það hefði verið punktur, en spurningin er hins vegar sú, hvort það hafi ekki alltaf verið punktur... Meira frá þingsetningunni. Al- þýðubandalagsformenn komu við sögu í þinghúsinu í gær en Ólafur Ragnar Grímsson for- seti las upp sinn boðskap og Ragnar Arnalds starfsaldursfor- seti stýrði fundi til að byrja með. Svavar Gestsson fyrrum formaður stakk upp á því að Ólafur G. leyfði sér að vera forseti í einn dag til að þrír fyrrum formenn væru með í þingsetningunni, en fáum leist á þá hugmynd þegar betur var að gáð, ekki heidur Svavari sjálfum. Þá lagði Steign- rímur J. til að Ragnar gleymdi gleraugunum sínum í sæti sínu og kallaði Svavar upp til að rétta sér þau, og þá hefðu sannanlega þrír formenn AB komið við sögu þing- setningarinnar... F R É T T I R Landssamband hestamanna Formaður efast um ágæti sameinmgar Formaður Landssambands hestamanna efast um ágæti hugsanlegrar sameiningar LH og Hestaíþróttasam- bands íslands Séð yfir salinn. Fremst vinstra megin við borðið eru Guðmundur Ólafsson og Jónas Kristjánsson, en Gísli B. Björnsson er fremst til hægri. Guðmundur Jónsson, for- maður Landssambands hestamanna, hefur mikl- ar efasemdir um ágæti hugsan- legrar sameiningar LH og Hestaíþróttasambands fslands. Nefnd fulltrúa þessara sam- taka, er vinnur að mótun til- lagna um sameininguna, hélt kynningarfund í Reykjavík í gærkvöld og þar lýsti hann þessari skoðun sinni yfir. Hann kveðst þó ekkert geta sagt um hvort slík andstaða sé við sam- einguna, að hún gangi elíki eft- ir. „Þetta er ekki ný skoðun hjá mér og henni hef ég áður lýst yfir. Ég er ekki fullkomlega trú- aður á að þetta sé rétt skref,“ sagði Guðmundur í samtali við Dag- Tímann. Hann sagði að tekjustofnar samtaka hesta- manna, s.s. frá íslenskri getspá, í landinu yrðu fráleitt eins ör- uggir ef þau sameinuðust og það vægi þungt í afstöðu sinni í þessu máli. „Það er ómögulegt að reka landssamtök ef menn eru í fjáröílunarstarfi alla daga,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig þurfa að vita hvaða áherslur í félagsstarfi sameinuð hestamannafélög ætla að hafa, áður en hann gerðist þeim beinlínis með- mæltur. Guðmundur kvaðst reikna með að þetta sameiningarmál kæmi sterkt inn í umræðuna á aðalfundi Landsambands hesta- manna, sem haldinn verður í næsta mánuði. Hann vildi þó, einsog áður sagði, ekkert segja um hvort landið meðal hesta- manna lægi þannig að samein- ing þessi yrði blásin af. -sbs. A fundi hestamanna um sameiningarmál þeirra. Guðmundur Jónsson við hátalarann. Myndir:OTK Akureyri Minningar- tónleikar um Ingimar Eydal Þann 20. október næstkomandi hefði tónlistarmaðurinn Ingimar Eydai orðið sex- tugur en hann lést í árs- byrjun 1993. Af þessu til- efni verða haldnir minn- ingartónleikar um hann þann dag í íþróttahöllinni á Akureyri. Yfirskrift tónleikanna er Kvöldið okkar og auk þess sem Ingimars verður minnst í'tali og tónum, er tilgangur tónleikanna að safna fé í minningarsjóð um hann. Sjóðinn á að nota til að kaupa vandaðan konsert- flygil handa Akureyringinn en lengi hefur vantað slíkt hljóðfæri í bæinn. Sjóðurinn og síðar flygillinn verður í vörslu Tónlistarfélags Akur- eyrar. Á tónleikumun munu Qöl- margir listamenn koma fram og verður megin- áhersla lögð á þá tónlist sem Ingimar hafði mest dálæti á. Meðal flytjenda má nefna Boogie Woogie bræður, Björn Thoroddsen, Bubba Morthens, Daníel Þorsteins- son, Egil Ólafsson, Finn Ey- dal, Helenu Eyjólfsdóttur, Fjóra Ijöruga, Gunnar Gunn- arsson, Hljómsveit Ingu Ey- dal, Karlakór Akureyrar, Geysi, Kór Akureyrarkirkju, Ómar Ragnarsson, Óskar Pétursson, Tjarnarkvartett- inn, Tríó PKK og Þorvald Halldórsson. Kynnir verður Gestur Einar Jónasson. Að tónleikunum stendur samstarfshópur sem í eru vinir og aðdáendur Ingi- mars. Koma hátt að 200 manns að upákomunni og gefa allir vinnu sína. FRÉTTAVIÐTALIÐ Við erum úti í kuldanum formaður Stúdentaráðs Vilhjálmur Vilhjálmsson, formað- ur Stúdentaráðs, er óhress í garð menntamálaráðherra vegna menntaþings sem ráðherra boðar til 5. október nk Vilhjálmur gagn- rýnir aðstöðumun og lítið vœgi stúdenta á þinginu og segir ráð- herra hafa œtlað sér að halda glansþing, án þess að stúdentum gœfist kostur á málefnalegri gagnrýnl Stúdentar hafa hætt við þátttöku á þinginu en munu þess í stað halda sjálfstætt málþing í 100 metra tjaldi samhliða menntaþinginu. Dagur-Tím- inn kynnti sér söguna út frá sjónarhóli háskólastúdenta. - Hver er forsaga málsins? „Menntamálaráðuneytið hringdi á skrifstofu Stúdentaráðs fyrir u.þ.b. mánuði og bauð okkur þátttöku. Ég spurðist fyrir um dagskrána, en sá sem varð fyrir svörum var annað hvort að flýta sér eða vissi ekki betur og sagði að samband yrði haft við mig síð- ar. Ég játti þátttöku okkar en síðan gerðist ekkert þangað til sl. fimmtudag þegar ég var boðaður á fund í Há- skólabíói ásamt öðrum forystumönn- um námsmannahreyfinganna. Þar var okkur námsmönnum ætlað að vera einir í kjallara bíósins, hengja upp myndir, standa brosandi og segja gjör- ið svo vel. Við áttum ein að vera í kjall- araholunni en allir aðrir í anddyri bíósins eða anddyri Þjóðarbókhlöðu. Þarna sá ég í fyrsta skipti dagskrá þingsins og varð ósáttur þannig að ég boðaði starfsmenn menntamálaráðu- neytisins og forystumenn hinna náms- mannarhreyfinganna á fund niður í stúdentaheimilið. Ég gagnrýndi þar m.a. að 59 aðilar tækju þátt í pallborði á þinginu en aðeins einn námsmaður. Og hann átti að tala um dóp, eða hlut- verk framhaldsskóla í forvörnum. Eng- inn námsmaður á adrinum 20-28 ára, almennum háskólaaldri, átti að flytja framsögu.“ Formaður Stúdentaráðs hefur fleiri athugasemdir við gang mála. „Það er ennfremur gagnrýnivert að það eigi ekki að velta upp einni einustu spurn- ingu á þessu þingi sem er óþægilegt fyrir ráðherrann að svara. Þarna verð- ur liður sem heitir Gæði og árangur skólastarfs en engir nemendur spurðir um gæði menntunarinnar. Menntun í alþjóðlegu upplýsingasamfélagi er annað mál og þar er ekkert minnst á að íslendingar þurfi að sækja sér mast- ers- og doktorsgráður til útlanda. Einnig er ekkert minnst á að hér sé upplýsingamusteri í Reykjavíkurborg sem ber nafnið Þjóðarbókhlaðan en sé alltaf Iokuð vegna ónógra Ijárveitinga og í fjórða lagi er liður undir heitinu menntun og jafnrétti - fimm framsögur - þar sem ekki verður minnst einu orði á Lánasjóðinn. Þetta á allt að vera slétt og fellt á yfirborðinu, svona glansþing. Tvískinningurinn er auðsær." Vilhjálmur segist því næst hafa spurt starfsmenn ráðuneytisins hvort ekki væri mögulegt að breyta dag- skránni og leyfa röddum námsmanna að heyrast. Því hafi verið neitað sem og beiðni stúdenta um aðstöðu í bíóinu til að halda sitt eigið menntaþing. Þá hafi verið ákveðið að bregðast við með viðeigandi hætti. „Námsmenn vilja að sjálfsögðu halda innræðunni um menntamál vak- andi og þess vegna ætlum við að ræða þau viðkvæmu mál sem munu verða út undan á menntaþinginu. Við höldum okkar eigið menntaþing, laugardaginn 5. október, í 100 fermetra tjaldi milli kl. 1 og 3.30 milli Suðurgötu og Hótel Sögu. Þar verðum við úti í kuldanum eins og námsmenn á íslandi eru í dag.“ - BÞ.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.