Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Qupperneq 4
4 - Miðvikudagur 2. október 1996 iDagur-®trtrmrt Vestmannaeyjar Athugasemd frá Vinnslu- stöðinni Degi-Tímanum hefur borist eftirfarandi at- hugasemd frá Sig- hvati Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðv- arinnar hf. í Vestmannaeyj- um, vegna fréttar um við- ræður milli stjórna Vinnslu- stöðvarinnar og Meitilsins hf., og segir þar meðal ann- ars. „Rétt er að Vinnslustöðin hf. og Meitilinn hf. hafa átt í viðræðum undafarna daga um ýmis mál. Samstarf fyr- irtækjanna hefur verið með ágætum um langt skeið, en forráðamenn fyrirtækjanna hafa verið að ræða sín á milli hvort hagkvæmt geti orðið að efla samstarf fyrir- tækjanna eða tengja þau nánari eignarböndum. Markmiðið með þessum við- ræðum er að sjálfsögðu að leita leiða til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri félaganna. Engin niðurstaða hefur fengist í viðræðunum, en ljóst er að reynt verður að fá fram nið- urstöðu á næstu dögum. Vinnslustöðin hf. er því alls ekki að yfirtaka hið ágæta fyrirtæki Meitilinn hf.“ Hvammstangi Nýr meirihluti B-, G- og L-lista Samkomulag hefur tekist um myndum nýs meiri- hluta í Hvammstanga- hreppi en í síðasta mánuði sleit fulltrúi Lista fólks til eflingar atvinnu og öryggis ___________ (P), Árni Svanur Guðbjörnsson, meirihlutasam- starfi við tvo full- trúa Framsóknar- flokks (B), Val Gunnarsson og Lilju Hjartardóttur. --- Á fundi hreppsnefndar í gær var lagður fram samstarfs- og málefnasamningin- Framsókn- armanna, Alþýðubandalags (G), Guðmundar Hauks Sigurðsson- ar, og Fijálslyndra borgara (L), Þorvaldar Böðvarssonar. Valur Hauksson segir að samningurinn sé ekki langur, áhersla verði lögð áfram á það uppbyggingarstarf sem staðið hafi yfir og ráðist verður í frek- Þetta samstarf kemur mér á óvart, svo mikið bar á milli í stejhuskrám þeirra, segirÁrni Svanur Guðbjörns- son, fráfarandi varaoddvitL ari endurskoðun íjárhagsáætl- unar. Valur Hauksson verður oddviti áfram, varaoddviti verð- ur Guðmundur Haukur Sigurðs- son en Þorvaldur Böðvarsson og Valur Hauksson munu skipa svokallaða verkfundanefnd sem ræða mun við starfsmenn sveit- arfélagsins o.fl. milli sveitar- stjórnarfunda, ekki ósvipað verkefnum bæjarráða í stærri sveitarfélögum. Guðmundur Guðmundsson verður áfram sveitarstjóri, en fulltrúar L og G-lista stóðu ekki að ráðningu hans í upphafi yfirstandandi kjörtímabils. Árni Svanur Guðbjörnsson segir að það komi sér á óvart að B-, G- og L-hstar hafi mynd- að meirihluta, svo mikið hafi borið á milh í stefnuskrám þeirra. Fuhtrúi G-lista hafi m.a. lýst yfir því fyrir nokkrum vik- um að hann ætlaði áfram að sitja í minnihluta. GG Skemmtilegt umhverfi prýðir sumarhúsin. Keppt um ferðamenn utan sumartíma FÍB Væntir iðgjalda- lækkunar Lækki aðrir tryggingaið- gjöid álíkaog FÍB Trygg- ingar og VÍS má búast við 1,4 milljarða (25%) heild- ariækkun bílatrygginga á ári að mati FÍB FÍB fagnar því að markmið félagsins um lægri iðgjöld bfla- trygginga hafa náðst. Enda staðfesti allt að 25% iðgjalda- lækkun VÍS þær fullyrðingar FÍB að svigrúm væri til a.m.k. 20% lækkunar á iðgjöldum bíla- trygginga hér á landi. Fylgi hin tryggingafélögin fordæmi FÍB Trygginga og VÍS og lækki ið- gjöld sín að sama skapi, megi búast við að heildarlækkun ið- gjalda af bifreiðatryggingum verði um 1,4 milljarðar á ári - eða sem svarar Qórðungi af 5,6 milljarða iðgjöldum í bflatrygg- ingum á árinu 1995. f yfirlýsingu frá FÍB (Félagi íslenskra bifreiðaeigenda) segir félagið ljóst að lækkun trygg- ingariðgjaldanna sé eingöngu til komin vegna þess að heil- brigð samkeppni í bflatrygging- um sé nú loksins komin til ís- lands, með tilkomu FÍB Trygg- ingar. Gesthús á Selfossi og Hótel Vík í Mýrdal bjóða þrjár gistinætur á verði einnar í vetur. Að sögn Sigurðar Jóns- sonar, forstöðumanns Ferða- þjónustu KÁ, er ætlunin að ná til fólks vítt og breitt um landið og ekki síst þeirra sem hyggjast halda ráðstefnur og fundi. Ásamt gistitilboðinu er boðið upp á funda- og veisluaðstöðu. Markaðsátak hefur verið sett í gang þar sem fyrirtækjum er sendur kynningarbækhngur um átakið. Gesthús er þyrping lít- illa sumarhúsa með bað- og eldunaraðstöðu og rúma alls 66 manns. Mikil samkeppni er um ferðamenn utan lúns hefð- bundna ferðamannatíma, sem er yfir hásumarið. Sigurður Jónsson segir að boðið verði upp á gistingu í eina, tvær eða þrjár nætur, en greitt er sama verð, 2450 á mann, óháð því hve margar af þessum gisti- nóttafjölda menn kjósa að dvelja. -hþ. Selfoss Ný sund- laug í burð- arliðnum Bæjarráð Selfoss ákvað á dögunum að hofja framkvæmdir við endurbætur á sund- laugarsvæði bæjarins. For- maður bæjarráðs segir að gamla sundlaugin sé ónýt og bráð þörf sé á endurbót- um. Selfossbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæh sínu á næsta ári. IJugmyndin er að sundlaugin verði tilbúin næsta vor og mun það væntanlega vera einn af hápunktum afmælishátíð- arinnar. Samkeppni er hörð um ferðamenn í ná- grenni Reykjavíkur og góð sundlaug getur haft úrshta- áhrif á hvar fólk velur að dvelja. Hugmyndin er að gerð verði 25 metra útilaug með vatnsrennibraut, vaðlaug auk heitra potta og eim- gufubaðs. Síðar á að koma fyrir rennibraut við inni- laugina og bæta aðkomu að svæðinu. Fuhtrúi fram- sóknarmanna í bæjarráði sat hjá við afgreiðslu máls- ins. Áætlað er að nýja sundlaugarsvæðið kosti á bilinu 35-45 milljónir. -hþ. Seyðisfjörður Aðalfundur ^3 Landverndar verður haldinn laugardaginn 2. nóvember 1996 í umhverfisfræðslusetri samtakanna í Alviðru, Ölfus- hreppi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umhverfisfræðsla - kynning á starfseminni í Alviðru. Nánari upplýsingar verða sendar til aðildarfélaga. Landvernd. Ritsímiim 90 ára Um helgina komu starfs- menn Pósts og sxma sam- an til að minnast þess að 90 ár eru síðan ritsímasam- band var opnað millii Seyðis- fjarðar og Reykjavíkur. Tal- símasamband hafði verið opnað almenningi 26. september sama ár. Þetta er einn af merkustu at- burðum í sögu Seyðisíjarðar og raunar landsins alls. En 24. ágúst 1906 var sæsíminn opn- aður með miklum hátíðarhöld- um á Seyðisfirði. Lagning ritsímans milli Seyð- isljarðar og Reykjavíkur var umfangsmikið verk, en 150 verkamenn og ijórir verkstjór- ar, allt Norðmenn, sáu um línu- lagningu. Heildar línulengd milli Seyðisíjarðar og Reykja- víkur, gegnum Akureyri, var alls 614 km. Símastaurar frá Seyðisfirði til Reykjavíkur voru Qórtán þúsund greni- og furu- tré. í upphafi .ygru starfsmenn landsímans aðeins 20 og allir yfirmenn útlendingar. Gömlu ritsíma- og sæsímatækin hafa verið flutt úr sínu upphaflega umhverfi til Hafnarfjarðar, en Seyðfirðingar fengu þau lánuð á 100 ára afmæh kaupstaðarins til sýningar. Mikill áhugi er fyrir að fá þau aftur til Seyðisfjarðar og koma þeim fyrir á Tækni- minjasafninu sém er í húsnæði gömlu símstöðvarinnar. Frá Karólínu Porsteinsdóttur á Séyöisfirði

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.