Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Page 3

Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Page 3
IDagur-'SKnthm Miðvikudagur 2. október 1996 - 3 F R É T T I R Akureyri Löndimargengi sagt upp hjá UA Utgerðarfélag Akureyr- inga hf. hefur sagt upp þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem séð hafa um löndun úr toguram fyrir- tækisins, sem era 22 talsins, og era viðkomandi starfs- menn á þriggja og sex mán- aða uppsagnarfresti. Guð- brandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir þess- ar uppsagnir eiga sér langan aðdraganda. Fjöldi skipanna hefur breyst og sumum þeirra breytt í frystitogara. Önnur starfsemi fyrirtækisins er og verður einnig til skoðunar á næstu vikum og misseram. „Við þurfum sterkt löndunar- gengi fyrir ísfisktogarana þegar þeir koma til löndunar, en að- eins er að jafnaði um tvær landanir í viku og við teljum að í ljósi þess sé eðlilegra að bjóða verkið út. Þeir aðilar, ’sem sér- hæfa mundu sig í þessum rekstri, gætu sinnt löndun fyrir ÚA ásamt öðrum verkefnum og öðrum löndunum á Akureyri. Auðvitað gætu þessir menn tek- ið sig saman og boðið í verkið þegar þar að kemur. Til að nýta þeirra starfskrafa hefur þxn-ft að láta þá t.d. hengja upp skreið, fara í málningarvinnu og fleira en þessi verk eru ýmist að hverfa eða komin í útboð. Þetta er einfaldlegra tákn breyttra tíma,“ sagði Guð- brandur Sigurðsson. Hráefnisöflun hefur gengið þokkalega, þó þurfti að kaupa fisk frá Seyðisfirði í lok síðustu viku til að hafa nóg þá vikuna, og með aukinni síldarvinnslu fyrir austan er líklegt að auð- veldra verði að fá bolfisk þaðan til vinnslu. GG Landsbankinn Skattvarna- bréf fyrir707 millj. kr. Innlán í L.í. hafa aukist og útlán dregist saman. Meira en 700 milljónir streymdu í Landsbank- ann í júlí s.l. til kaupa á 12 mánaða afmælisbréfunum sem bankinn bauð þá viðskipta- vinum sínum í því skyni að losa þá undan greiðslu íjármagns- tekjuskatts af þessu íjármagni á fyrri helmingi næsta árs. Það gerist með því að greiða árs- ávöxtun peninganna á síðari helmingi þessa síðasta Qár- magnstekjuskattfrjálsa árs en litla eða enga á fyrri hluta næsta árs. Raunar má segja að pening- ar hafi streymt í Landsbankann á árinu þar sem heildarinnlán í bankanum hafa aukist um rúm- lega 6 milljarða, eða 9% á sama tíma og útlán hafa minnkað um rúmlega 2 milljarða eða um 3%. Bankinn á nú nærri 82 milljarða í útistandandi lánum en heildarinnlánin eru tæplega 77 milljónir. Stjórnendur Landsbankans segja bankann og dótturfélög hans hafa grætt rúmlega 270 milljónir á viðskiptum sínum fyrstu átta mánuði ársins og vænta áframhaldandi gróða það sem eftir lifir ársins. Andlát Helgi Skúlason leikari Helgi Skúlason, einn af svipmestu leikurum síðustu áratuga, er látinn, 63ja ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Helgi var fæddur í Kefla- vík 4. september 1933. Hann lauk prófi frá Leiklist- arskóla íslands árið 1954. Um svipað leyti hóf hann leiklistarferil sinn Lengst af starfaði Helgi hjá Þjóðleik- húsinu, en lengi einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá lék Helgi einnig í ýmsum kvikmynduin. Eftirlifandi kona Helga er Ilelga Bachmann leikkona og eignuðust þau þrjú börn. Landsins forni fjandi Hjálmar Randversson trillusjómaður á Dalvík með borgarísjaka í baksýn. Borgarísjakar á Eyjafírði og Húnaflóa Margir smáir jakar voru í gær komnir inníyrir Hrísey í Eyjafirði og stór borgarísjaki við Hrólfssker, norðan Hríseyjar, á stefnu aust- ur í átt að Látrarströnd. ísjaka hefur einnig orðið vart út af Horni og djúpt út af Húnaflóa sem sést hafa frá Árneshreppi á Ströndum. Þessi borgarís kemur að norðanverðu landinu með Aust- Berst hingað með Austur-Grænlands- straumnum en eyðist fljótt í hlýjum sjónum norður af landinu. ur- Grænlandsstraumnum, köldum straumi sem Uggur með strönd Grænlands og er um að ræða stór stykki sem brotnað hafa úr Grænlandsjökli norður af íslandi og borist síðan í hlýrri sjó úr Austur-Grænlands- straumnum. Þessi borgarís er varasamur ef hann er á sigl- ingaleið í lélegu skyggni eða þoku en hann eyðist fljótt en sjávarhitinn er nú 5-7 gráður fyrir Norðurlandi. GG Sjávarútvegur Aldrei meiri afli á land Heildarafli Islendinga á fiskveiðiárinu 1995 og 1996, þ.e. frá 1. sept- ember 1995 til jafnlengdar 1996, var rúmar 2 milljónir lesta, sem er mesti afli sem borist hefur að að landi hér- lendis. Aldrei fyrr hefur aflinn farið yfir 2 milljónir lesta. Afl- inn í íslenskri lögsögu var 1.985 þúsund lestir en 55 þúsund lestir á fjarlægari miðum, mestmegnis á Flæm- ingjagranni og í Smugunni. Mestu munar um verulega aukningu loðnu en á fiskveiði- árinu veiddust 1.134 þúsund lestir á móti 629 þúsund lestum fiskveiðiárinu 1994 og 1995 en næst komst aflinn þessari miklu veiði fiskveiðiárið 1992 og 1993, var þá 953 þúsund lestir. Aflaukning varð einnig í öðrum tegundum, m.a. í úthafskarfa, en aflinn varð 48 þúsund lestir og jókst um Uðlega 21 þúsund lestir. Aflaverðmætið er um 56,4 milljarðar króna og af því gefur afli af íslandsmiðum 51,6 millj- arða króna, og hefur hefur afla- verðmætið aldrei verið meira. Þorskurinn leggur sem fyrr mest í þjóðarbúið, eða 11,6 milljarða króna en aflinn var 168 þúsund lestir. Botnfiskur var 473 þúsund lestir og er 65% aflaverðmætisins fengið þaðan. Aflaverðmæti og afli eykst ár frá ári, er næst afla- verðmætasta tegundin er rækj- an með 9,4 milljarða króna en af henni veiddust 77.600 lestir hér við land, aflinn hefur aukist um tæpar 35 þúsund lestir frá fiskveiðiárinu 1991 og 1992. Rækjuafli á Flæmingjagrunni hefur farið mjög vaxandi, og talið að hann nái um 20 þúsund lestum á almanaksárinu. Sam- Veitunefnd Dalvíkurbæjar hefur ákveðið að auglýsa að nýju endurnýjun að- veituæðar fyrir hitaveitu yfir Svarfaðardalsá frá Hamri. Eng- inn bauð í verkið sl. vor þegar það var boðið út. Kostnaðar- áætlun nemur um 4 millj. króna en veitan leggur til rör í verkið. Einnig stendur til að endurnýja vatnstank að Hamri og verður dráttur varð í veiðum nokkurra fisktegunda milli fiskveiðiára. Ýsuaflinn var 52 þúsund lestir, drógst saman um 9 þúsund lestir, og var tæplega 30% kvót- ans óveiddur x' ágústlok. Ufsa- aflinn var 40 þúsund lestir, drógst saman um 9 þúsund lestir, karfi 77 þúsund lestir, drógst saman um 14 þúsund lestir og hörpudisksaflinn var 8.037 lestir sem er samdráttur um 1.500 lestir. GG hönnunarvinna við smíði tanks- ins væntanlega boðin út í haust. Baldur Á. Friðleifsson hefur verið ráðinn verkstjóri hjá veit- unum í stað Sveins Jónssonar. Veitustjóri er Arnar Snorrason, sem tók við því starfi af Vali Harðarsyni fyrir nokkru síðan. GG Dalvík Aðveituæð endurnýjuð

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.