Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Síða 5

Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Síða 5
(ÍDagur-®mTtmt Miðvikudagur 2. október 1996 - 5 F R E T T I R Alþingi Búist við rólegu haustþingi Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hrópar ferfalt húrra fyrir forseta og fósturjörð í gær. Alþingi var sett í gær en formenn þingflokka virðast ekki búast við miklum sviptingum fyrr en líða tekur á veturinn. Ríkis- stjórnin boðar frumvörp sem búast má við að tekist verði á um, t.d. um hlutafélagavæð- ingu ríkisbankanna, heildar- löggjöf um náttúruvernd, uppstokkun á lífeyrissjóðum og húsnæðiskerfinu og nýja atvinnuleysislöggjöf. Fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar Davíð Oddsonar verður lagt fram á alþingi í dag og í kvöld verða útvarps- og sjón- varpsumræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Þær verða með hefðbundnu sniði, því eins og fram hefur komið í Degi- Tímanum strönduðu tillögur um breytingar á þessu fyrir- komulagi á andstöðu þingflokks Jafnaðarmanna. Ólafur G. Ein- arsson, forseti alþingis, ræddi nokkuð um „úrelt vinnbrögð" við þingsetninguna í gær og hét á þingmenn að vinna saman að því ljúka heildarendurskoðun á starfsháttum alþingis, sem væru úr takt við tímann í mörgu. Forsetinn sagðist t.d. telja að það fyrirkomulag sem gilti um útvarp og sjónvarp frá Alþingi væri ekki til þess fallið að glæða áhuga almennings á störfum þess. En þótt ef til vill takist ekki að glæða áhuga fólks á að fylgjast með störfunum á nýbyrjuðu þingi, er á málalista stjórnar og stjórnarandstöðu að finna mál sem snerta kjör manna beint og óbeint. Ríkis- stjórnin stefnir að því að leggja fram um 140 frumvörp og ályktanir, misstór og mismerki- leg. Á ríksstjórnarfundi í gær var meðal annars kynntur svo- kallaður bandormur, eða frum- varp til ráðstafana í ríkisfjár- málum og einnig frumvarp til lánsfjárlaga 1997. Þau verða afgreidd í tengslum við íjár- lagafrumvarpið og eru tilbúin óvenju snemma frá hendi ríkis- stjórnarinnar, en það hefur ver- ið nokkuð stöðugt umkvörtun- arefni þingmanna, hversu seint mál komi frá ríkisstjórnum og lítill tími gefist til að vinna þau. Á málalista ríkisstjórnarinanr er einnig að finna uppstokkun á lífeyrissjóðakerfi landsmanna og á húsnæðislánakerfinu. Þá stendur til að breyta lögum um fæðingarorlof, en nefnd á veg- um stjórnarflokkanna er að vinna að endurskoðun þeirra en hefur ekki gengið mjög vel að ná saman. Frumvarp um hlutafélagavæðingu ríkisbank- anna verður á dagskrá þessa þings, einnig breytingar á at- vinnuleysislöggjöfinni, heildar- Mynd: BG endurskoðun á lögum um nátt- úrvernd og einnig ný skipulags- og byggingarlög, en um öll þessi mál má búast við hörðum deilum og miklum umræðun þegar þau koma inn á borð þingsins. Stormasamt liflegt þing Kvenfrelsi Ósköp rólegt Svanfríður Jónasdótlir, varaformaður nýs þing- flokks Jafn- aðarmanna Við höfum gefið út málaskrá með þeim þingmálum, sem við ætlum að leggja fram. Hún er þó ekki tæmandi, en þar eru mál, sem ýmist eru fullunn- inn, eða í vinnslu. Ilæst bera annars vegar mál, sem snúa að auðlindum lands og sjávar og hins vegar mál sem varða fjöl- skylduna og hagi hennar," segir Svanfríður Jónasdóttir, varafor- maður þingílokks Jafnaðar- manna. Hún á von á stormasömu þingi. „íslensk pólitík er átaka- pólitík, þannig að öll þing eru út- af fyrir sig stormasöm. Miðað við það sem maður veit að er í vændum, bæði frá ríkisstjórninni og okkur, er ég viss um að þetta verður athyglisvert þing. Það eru býsna mörg spennandi mál á dagskrá þess. Mál sem skipta virkilega sköpum, eins og þau sem við erum með um auðlind- irnar. Kjör og aðbúnaður fjöi- skyldunnar verða einnig mikið í sviðsljósinu.“ Svavar Gestsson, þingflokks- formaður Alþýðu- bandalagsins S herslumál okkur í vetur verða ljölskyldan og lífs- kjörin. Stjórnmálamenn tala gjarnan um hagvöxt og við- skiptajöfnuð í öðru hverju orði, en við setjum ijölskylduna og kjör hennar í forgrunninn. Á grundvelli þess leggjum við strax í upphaíi þings fram 20 þingmál, þar sem tekið er á þessum málum. Það er t.d stytting vinnuvikunnar, án þess að laun Iækki, afnám þjónustu- gjalda í heilsugæslunni og af- nám jaðarskatta,“ segir Svavar Gestsson.þingílokksformaður Alþýðubandalagsins. „Ég reikna með að þetta geti orðið nokkuð líflegt þing, en ekkert óvenju- lega harkalegt, fyrr en kannski þegar kemur fram á veturinn. Síðasta þing var óvenju hart. Þetta byrjar reyndar nokkuð óvenjulega. Það hafa dregið sig saman tveir flokkar og það er óneitanlega nokkuð athyglis- vert að byrja þing, þar sem 2 fyrrverandi formenn Alþýðu- bandalagsins eru fyrstu ræðu- mennirnir; forseti íslands og Ragnar Arnalds starfsaldursfor- seti.“ Kristín Hall- dórsdóttir, þingflokks- formaður Kvenna- listans V; ið höfum alltaf haft ákveð- ið frumkvæðið í málum, varða kvenfrelsi og bættan hag kvenna og barna og við höldum því auðvitað áfram, segir Kristín Halldórsdóttir, for- maður þingsilokks Kvennalist- ans.“ llún boðar frumvörp og ályktanir um fæðingarorlof, af- nám launamisréttis kynjanna og baráttu gegn ofbeldi. „Við mun- um einnig beina athygli að kyn- ferðislegri áreitni og viljum að mótaðar verði reglur til að taka á því. Svo höfum við verið með ákveðnar áherslur í umhverfis- málum og ég geri ráð fyrir að það fyrsta sem við leggjum fram, verði þingsályktun um varð- veiðslu ósnortinna víðerna.“ Kristín telur þetta geta orðið átakaþing, einkum í tengslum við ijárlagagerðina. „Mér þykja mjög ískyggilegar fréttir af niður- skurði i framhaldsskólum. Það er ekki í neinu samræmi við áhersl- ur manna fyrir kosningar - og hljóta að verða hörð átök um það." Geir Haarde, þingflokk- formaður Sjálfstœðis- manna S g heid að þetta verði ósköp rólegt. Fjárlagafrumvarpið er náttúrlega stærsta mál- ið, eins og venjulega, en óg á ekki von á miklum hasar svona fyrst í stað,“ segir Geir Haarde, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það eru auðvitað ým- is ntál á döfinni, eins og til dæmis hlutafélagavæðing bankanna, sem eru skiptar skoðanir um, en ég sé ekki fyrir mór að þetta verði mjög stormasamt þing. Ég held reyndar að það verði ekki síður spennan milli stjórnarand- stöðuilokkanna, sem kemur tii með að vekja athygli á þessu þingi, en átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu." Ósköp venjulegt Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknar S g á ekki von á miklum átökum á þessu þingi. Ég held að þetta verði ósköp venjulegt og heldur í rólegri kantinum. Það hafa allir flokkar lýst yfir að þeir vilji að ríkissjóð- ur sé rekin án halla, þannig að fjárlagafrumvarpið hlýtur að vekja almenna ánægju. Það á heldur ekki að ganga lengra í skerðingu á almannatryggingum, sem skiptir máli, því það er alltaf viðkvæmt. Mér finnst það eigin- lega tilhlökkunarefni að sjá til hvaða ráða stjórnarandstaðan gripur, til að gera okkur lífið erf- itt, eins og hún hefur verið að hóta.“

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.