Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 1
Sjónvarp Sunnudagur 28. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Sr. Ásgeir B. EÍlertsson, yfirlæknir, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Átjándi þáttur. í kaupavinnu. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Óeirðir. Fjórði þáttur. Uppþot. í þessum þætti er fjallað um atburði á Norður-írlandi frá því Terrence O’Neill tók við embætti forsætisráðherra til mars- mánaðar árið 1972, þegar bein af- skipti Breta hófust fyrir alvöru. Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga- son. Þulur: Sigvaldi Júlíusson. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis er teiknimyndasaga eftir Herdísi Norðfjörð, Bjarni Guðmundsson kentur í heimsókn og spilar á túbu, sýnd verður mynd með Múmin- álfunum, Dúddi og Jobbi lita við, og farið verður á sýningu Leik- félags Kópavogs á „Aldrei er friður” eftir Andrés Indriðason og spjallað við leikendur. Þórður tekur til. Umsjónarmaður: Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.45 Myndlistarmenn. Fyrsti þáttur. Svavar Guðnason. Hér hefur göngu sína nýr flokkur þátta um þekkta íslenska myndlistar- menn. í þessunt fyrsta þætti verður Svavar Guðnason kynntur, rætt við málarann og sýndar svipmyndir af ýmsum verka hans. Untsjónarmaður: Halldór Runólfsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 21.10 Fortunata og Jacinta. Sjötti þáttur. Spænskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Sonja Diego. 22.05 Tónlistin. Áttundi og síðasti þáttur. Hljóð og óhljóð. Framhaldsmyndaflokkur um tón- listina i fylgd Yehudi Menuhins. Þýðandi og þulur: Jón Þórarinsson. 23.00 ísdans. Skautafólk sýnir listir sínar og dansar á skautum. 23.45 Dagskrárlok. Mánudagur 1. mars 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ævintýri fyrir háttinn. Fimmti þáttur. Tékkneskur teiknimynda- flokkur. 20.40 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felix- son. 21.10 Byltingarkríli. Sannsögulegt breskt sjónvarpsleikrit, sem gerist í Tékkóslóvakíu og fjallar um ofsóttan revíuhöfund. Aðal- persónan er Jan Kalina, tékk- neskur prófessor, sem safnaði saman bröndurum um líf austan járntjalds. Hann var færður til yfirheyrslu í febrúar árið 1972 og siðar dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar. Síðar flýði hann til Vestur-Þýskalands. Kalina lést þar árið 1981. Leikstjóri: Michael Beckham. Aðalhlutverk: Freddie Jones og Andrée Melly. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Miðvikudagur 3. mars 18.00 Fiskisaga. Sagafyrir börn um Ulrik, fimm ára gamlan dreng, sem lætur sig dreyma um stóra og hættulega fiska. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.20 Brokkarar. Dönsk fræðslu- mynd um hesta, þjálfun þeirra, gæslu og umhirðu. Þýðandi: Bogi Arnar Finnbogason. Þulur: Birna Hrólfsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.45 Ljóðmál. Enskukennsla fyrir unglinga. 19.00 Skiðastökk. Frá heims- meistaramótinu í Ósló, fyrri umferð. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Vaka. Fjallað verður um ýmis störf í leikhúsi, svo sem förðun, sýningarstjórn, þýðingar, ljósa- hönnun og miðasölu og sýnt verður brot úr sýningu Þjóðleik- hússins á Amadeus og úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Sölku Völku. Umsjón: Þórunn Sigurðar- dóttir. Stjórn upptöku: Kristín Pálsdóttir. 21.10 Fimm dagar í desember. Sjötti og síðasti þáttur. Sænskur fram- haldsmyndaflokkur um mannrán. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 21.50 Reykingar. Bresk fræðslu- mynd um hættur, sem eru samfara reykingum. Af hverjum 1000 reykingamönnum, munu 250 deyja um aldur fram — jafnvel 10 til 15 árum fyrr en ella — vegna sjúk- dóma af völdum reykinga. Hinir 750, eiga á hættu að hljóta varan- legan krankleika vegna reykinga. Þýðandi og þulur: Bogi Arnar Finnbogason. 22.40 Skiðastökk. Frá heims- meistaramótinu í Ósló, síðari um- ferð. Dagskrárlok. Óákveðin. Föstudagur 5. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjón: Karl Sigtrvggsson. 20.50 Állt i gamni með Harold Lloyd. s/h. Syrpa úr gömlum gamanmyndum. Tammy Wynett með plötuframleiðandanum Billy Sherill. Hún er leikin af Annette O’Toole en hann af James Hamton. Stattu með strák—sjónvarp laugardag kl. 21,00: Frábær söngkona en mislukkað einkalíf Wynett Pugh hlaut mikla tónlistar- hæfileika i vöggugjöf. Hún fæddist og ólst upp í Mississippi. Foreldrar hennar voru fátækir en studdu vel við bak Wynette litlu og keyptu m.a. handa henni gítar. Sögu hennar fáum við að sjá í sjónvarpinu í kvöld. Hún gekk að eiga æskuunnusta sinn og eignaðist með honum börn. Hún söng með sjónvarpinu og var jafnvel farin að búa til sín eigin lög. En hjónabandið endaði með ósköpum. Hún yfirgaf mann sinn og stóð í stappi við hann um að halda börnunum. Síðar kynntist hún plötuframleið- anda, Billy Sherrill, sem samþykkti að reyna hana á plötu. Honum þótti nafn hennar ekki nógu gott svo hann gaf henni nýtt: Tammy Wynette. Og vinsældir Tammy létu ekki á sér standa. Hún átti hvert lagið öðru betraogfrægðin óx. Hún hitti uppáhaldssöngvara sinn, George Jones, og þau hófu að syngja saman. Dúettinn þótti frábær og þau enduðu sem hjón. Jones var ríkur og hafði gengið vel en drakk ótæpilega. Drykkja Jones leiddi að lokum til þess að Tammy yfirgaf hann. Eftir allt þetta brölt í einkalifinu hafði söngurinn orðið útundan. Hún missti sjálfstraustið en hljómsveit hennar og umboðsmaður stóðu fast viðbakið áhenni. Hún kemur fram á ný sem ein- söngvari en viðurkennir að George Jones sé enn bezti sveitasöngvari landsins. Hún tileinkar honum því lagsitt, „Stand by your man”, Stattu með strák, sem er nafn myndarinnar í þeirri von að einhvern tímann rætist úr. -JH DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982. EJBa. wMmB HELGARDAGBÓK Kínverja, og Sovétmanna eru kuldaleg og stirð og sama gildir um sambúð Kínverja og Bandaríkja- manna. Heimafyrir heldur hann lífi í byltingarandanum með því að stofna til menningarbyltingarinnar svonefndu. Þýðandi og þulur: Gylfi Pálsson. 22.50 Dagskrárlok. Þriðjudagur 2. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Múminálfarnir. Tólfti þáttur. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. Hskisaga hoitir dönsk bamamynd, som sýnd vorður 6 miðvikudag kl. 18.00. Sogir þar frá fimm ára snáða som Ulrik hoítir. Mánudagsmyndin kl. 21.10 or sannsögulog og groinir frá œvi Tákkans Jan Kalina, som safnaði bröndurum um Iffið fyrir austan tjald. Kalina lázt 1981, on or í myndinni loikinn af Froddio Jonos. vikur Carl Sagan aftur að geipi- legri stærð alheimsins, og veltir fyrir sér kenningum um uppruna hans. Þýðandi: Jón O. Edwald. 21.50 Eddi Þvengur. Áttundi þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur um útvarpsmanninn og einka- spæjarann Edda Þveng. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.40 Fréttaspegill. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 23.15 Dagskrárlok. 22.25 Þjóðskörungar 20stu aldar. Maó Tse-Tung (1893—1976) Skipuleg óreiða. Síðari hluti. Sigur Maós veldur ýmsum vanda, bæði heimafyrir og erlendis. Samskipti Sögumaður: Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 20.45 Alheimurinn. Tiundi þáttur. Á mörkum eilifðar. f þessum þætti Vaka fjallar um loikhús að þessu sinni og vorður m.a. sýnt brot úr Amadcusi I Þjáðloikhúsinu. Umsjónarmaður or Þórunn Sigurðardóttir og þátturinn hofst kl. 20.35. Sjónvarp Sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.