Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina kvöld. Siðasta sýning um næstu helgi. Látið þessa skemmtilegu sýningu ekki fram hjá ykkur fara. Elskaðu mig, eftir Vitu Andersen laugardags- kvöld kl. 20.30 og verður það jafnframt 29. sýning á þessu vinsæla leikriti sem sýnt hefur verið við mjög góðaaðsókn. Barnaleikritið Súrmjólk með sultu er sannkallað ævintýrí I alvöru, sýning kl. 15 sunnudag. Leikbrúðulahd Frikirkjuvegi 11. Brúðuleikrítið, Hátið dýranna og Eggið hans Kywi, veröa sýnd sunnudag klukkan 15. Tónlistin í leik- ritinu er eftir Saint Sacns. Miðasala hefst klukkan 13 á sunnudag, miðar teknir frá í sima 15937. íþróttir Föstudagur: Handknattleikur: Vestmannaey.: Þór—ÍR í 2. deild karla kl. 20.00. Laugardagur: Körfuknattleikur: Keflavík: Keflavík—Grindavík í 1. deild kl. 14.00. Borgames: Skallagrímur—Haukar í 1. dcild kl. 14.00. Handknattleikur: Selfoss: Selfoss—Keflavik í 3. deild karlakl. 15.00. Akureyri: Þór Ak.—Skallagrímur í 3. deild karla kl. 15.30. Laugardalshöll: KR—Fram i 1. deild karla kl. 14.00 og strax á eftir KR— Fram í 1. deild kvenna. Laugardalshöll: Ármann og Akranes 1 3. deild karlakl. 16.30. Knattspyrna: Highbury: Arsenal—Swansea kl. 14.30 að staðartima. Sunnudagur: Körfuknattleikur: Hagaskóli: Valur—KR í úrvalsdeild- inni kl. 20.00. Handknattleikur: Hafnarfjörður: FH—Akranes kl. 20.00 í 1. deild kvenna og strax á eftir FH— HKÍ l.deild karla. Seltjarnarnes: Grótta-Reynir S. i 3. deild karla kl. 14.00. Laugardalshöll: Valur—KA í 1. deild karla kl. 14.00 og strax á eftir Valur— ÍR í 1. deild kvenna. Laugardalshöll: Þróttur—Víkingur i 1. deild karla kl. 20.00 og strax á eftir Þróttur—Víkingur í 1. deild kvenna. Landsliðsmennirnir Páll Olafsson, Þrótti, — tll vinstri — og Gunnar Gisla- son, KR, i leik fyrr á mótinu. DV-mynd Friðþjófur. Handknattleikuríim um helgina: STÓRLEIKUR BIK- AR- 0G ÍSLANDS- MQSTARANNAí LAUGARDALSHÖLL íslandsmótið I handknattleik, jú, merkilegt nokk. Það stendur enn yfir þó fleslir séu búnir aö gleyma þvi eins og það hefur verið sundurslitið í allan vetur. En það verður sem sagt heil umferð i 1. deild karla nú um helgina. Misjafnlega þýðingarmiklir leikir, en einn sker sig þó úr, leikur bikarmeistara Þróttar við íslands- meistara Víkings í Laugardalshöll á sunnudag kl. 20. Heimaleikur Þróttar. Þetta er einn af stórleikjum mótsins. Mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið. Eftir tíu umferðir — af fjórtán — sem leiknar hafa verið eru Víkingur, Þróttur og FH efst. önnur lið koma ekki lengur tii greina í bar- áttunni um íslandsmeistaratitilinn. Það verður því spenna í hámarki í leik Þróttar og Víkings á sunnudags- kvöld. Ellefta umferðin hefst á laugar- dag nteð leik KR og Fram í Laugar- dalshöll kl. 14. KR-ingar með 13 stig geta hvorki sigrað né fallið, en Fram er i mikilli fallhættu. Hefur fimm stig eins og HK, en KA er neðst með fjögur stig. Miklar líkur á að Björgvin Björgvinsson leiki með Fram gegn ÍCR. Hann hefur þjálfað liðið i vetur. Á sunnudag verða tveir leikir, auk leiks Þróttar og Víkings. Valur og KA leika í Laugardalshöll kl. 14 og FH og HK í iþróttahúsinu í Hafnar- firði kl. 21. KA og HK í fallhættu og erfitt verður fyrir liðin að næla sér i stig á sunnudag. Margir leikir verða svo í 2. og 3. deild karla um helgina og í 1. deild kvenna. -hsim. Tónlistarannáll síðasta árs Araldraðra: Gamla tuggan eða raunhæft átak? r • Úrkampavmi Berlínar ítónlistar- kennslu íReykjavík Glen Hoddle sést hér skora úr vftaspyrnunni umdeildu. Enska knattspyman—í sjónvarpi: Var það vítaspyma — eða ekki? — Umdeilt atvik íleik Tottenham og Manc. City — Þar sem verkfallið á Lundúnar- flugvelli er leyst reikna ég með að ég fái sendan leik frá sl. helgi, sagði Bjarni Felixsson, íþróttafréttamaöur sjón- varpssins. Bjarni bjóst fastlega við þvi að fá leik Tottenham og Manchester City, sem var leikinn á White Hart Lane. Leikurinn var fjörugur og sögulegur og góð skemmtun fyrir hinn 46.181 áhorfanda, sem sáu leikinn. Dómarinn Alf Grey kom mikið við sögu í leiknum þegar hann dæmdi vafasama víta- spyrnu á City. — „Ég hef séð atvikið tvisvar sinnum á filmu og þetta var engin víta-| spyrna. Harðasti vítaspyrnudómur sem ég hef orðið vitni að,” sagði John Bond, framkvæmdastjóri Manchester City, eftir leikinn. Bond sagði að dóm- arinn hefði verið í engri aðstöðu ti'l að dæma vitaspyrnu — var langt frá þeim stað þar sem atvikið átti sér stað. — Keith Burkinshaw, framkvæmda- stjóri Tottenham, skildi vel óánægju Bonds með vitaspyrnudóminn. — „Þetta var strangur dómur,” sagði hann. Eins og fyrr segir var leikurinn fjör- ugur og gerðist margt skemmtilegt i honum. Mönnum er bent á að fylgjast með 16 ára táningi, Alastair Dick, sem lék sinn fyrsta leik með Tottenham. Þá verða tveir beztu markverðir Englands í ■sviðsljósinu, þeir Joe Corrigan hjá City, sem sýndi snilldartakta, og Ray Clemence hjá Tottenham. Hvor þeirra Ier betri? — Við látum sjónvarpsáhorf- endur dæma um þáð. Liðin sem léku voru skipuð þessum leikmönnu Tottenham: — Clemence: Hughton, Miller, Price, Hazard, Perry- man, Ardiles, Archibald, Dick, Hoddle, Crooks. Varamaður: Roberts. Man. City. — Corrigan: Ranson, McDonald, Reid, Bond, Caton, Ryan, Reeves, Francis, Hartford, Power. Varamaður: Jackson. Hanmbals Valdimarssonar ÁmiKristjánsson píanóleikari erí Helgarviétalinu ámorgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.