Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MANUDAGUR4. OKTOBER1982. Fjölmargir krakkar fara með hlutverk i Búum til óperu. Á myndinni eru Ólafur Einar Rúnarsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Ragnheiður og Steinunn Þórhallsdætur, Guðbjörg Ingólfsdóttir og Marta Halldórs- dóttir. Þau tóku þátt iseinni frumsýningunni igær. Búum til óperu Sýning Islensku Óperunnar á Litla sótaranum, eða Búum til óperu eftir Benjamin Britten, viö texta Eric Crozier. Þýöing: Tómas Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri: Jón Stefánsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Útfærsla búninga: Dóra Einarsdóttir. Lýsing: Sigurbjarni Þórmundsson. Hlutverk: Bagga: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Rúna: Elísabet Erlingsdóttir, Surtur: John Speight, Klunni: Stefán Guðmundsson, Silja: Ásrún Davíðsdóttir, Bjartur: Gisli Guðmunds son, Glói: ólafur Einar Rúnarsson, Soffía: Hrafnhildur Bjömsdóttir, Tinna: Sólveig Amar- dóttir, Hörður: Halldór öm Ólafsson, Hildur: Ragnheiður Þórhallsdóttir, Anna: Steinunn Þorsteinsdóttir, Nonni: Arnar Helgi Kristjáns- son, leikstjórinn: Guöný Helgadóttir. Öpera Benjamins Brittens, Litli Sótarinn meö undirtitlinum, Búum til óperu, er fjóröa verkefni Islensku Öperunnar. Þegar, með ööru verkefni í eigin húsi hugsar Islenska Öperan fyrir þörfum óperugesta framtíöarinnar. Vonandi markar hún meö þessu stefnu í verkefnavali, sem haldið verður viö. Því hvar verða góöir óperugestir betur aldir upp, en í óperunni sjálfri? Og fá verk eru betur til þess fallin aö laöa unga áheyrendur aö, en Litli Sótarinn. Músík Brittens er svo innilega eölileg aö í góöum flutningi er því likast aö hún spretti fram af sjálfu sér eftir því sem textinn líöur áfram. Samt er músík Brittens snúin og í raun erfiö, en hún hefur á sér blæ léttleika og er svo skemmtileg aö hún syngur sig sjálf. Þaö fá áheyrendur aö reyna með þátttöku sinni í óperukómum. Skipun í hlutverk er vandaverk og meira í þessari óperu, en flestum Tónlist Eyjólfur Melsted öörum. Ekki dugir að smala saman stórstjörnum hússins og láta þær um að skína á sviðinu. Stjörnurnar þurfa líka aö taka tillit til litt skólaöra radda bamanna. Einmitt í þeirri sambræöslu liggur meginvandi upp- færslunnar. Ekki veröur annað sagt en af þeim, sem hitann og þungann af þeim þætti bera, Jóni Stefánssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur, hafi tekist frábærlega upp. Læröu söngvaramir skyggja ekki á hina, en slá samt ekki af listrænum kröfum. Ekki ætla ég mér aö tíunda afrek læröu einsöngvaranna hvers fyrir sig. Svo eru þaö börnin. Öll leysa þau verkefni sín meö stakri prýöi. Stjarna uppfærslunnar er Gísli Guömundsson. Hlutverk hans gefur að sönnu tilefni til að fá aö glansa, en það útheimtir líka aö söngvarinn litli sé vandanum vaxinn. Gísli syngur ekki aöeins af innlifun heldur er öll meðferö hlutverksins góð. Reyndar er frammistaöa Gísla í hlutverki B jarts litla sótaradrengs samnefnari fyrir sýninguna alla. Nú er svo sem hætt við aö músík- skríbentinn vaöi í skýjum og sé lítt dómbær á hvaö bömum líki. Þess vegna tók ég meö mér „sérfræöing” á réttum aldri. Sérfræöings- dómurinn segir miklu meira en öll skrif gagnrýnandans. Sá dómur fólst í einu oröi — FRÁBÆR. -EM. Norræn brauðvika í öllum bakaríum Norræn brauövika stendur yfir vikuna 4.—10. október. Þetta er í fyrsta skipti sem öll Norðurlöndin halda brauðviku á sama tíma. Tilgangurinn er aö reyna aö auka brauðneyslu hjá almenningi. I tilefni vikunnar hefur komiö á markaö nýtt trefjabrauö, sem nefnist kraftbrauö. I því er heilhveitiklíð og önnur dýr efni, sem em holl og æskileg fyrir manninn. Brauðiö er 20% þyngra en venjuleg heilhveiti- og franskbrauð og kostar þaö krónur 18.60 í bakaríum. Þaö ætti ekki aö fara framhjá viö- skiptavinum aö bakaríin veröa í ' há- tíðarbúningi alla vikuna. Er þaö stefna landssambands bakarameistara að hvetja landsmenn til aö neyta hollra brauða, því vemlegt samband er á milli ýmissa sjúkdóma og skorts á trefjaefnum. -RR Landssamband bakarameistara stendur fyrir kynningu á trefjabrauðum, á norrænni brauðviku dagana 4. —10. okótber. Á myndinni eru talið frá vinstri: Hannes Guðmundsson, Jón Albert Kristinsson, Vigfús Björnsson, Þorsteinn Stigsson, Valdimar Bergsson og Stefán Árnason. DV-mynd: GVA Byggð á Olafsfjarðarhomi hundrað ára næsta sumar „Þaö hefur verið ákveðiö aö setja á laggirnar afmælisnefnd, sem á aö gera tillögur um hvemig rétt sé að minnast þessara tímamóta,” sagöi Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri í Olafsfirði, í samtali við DV. Tímamótin sem Jón minnist á eru 100 ára afmæli byggöar á „Ölafs- fjaröarhomi” næsta sumar. Þar reisti Olafur Gíslason „tómthús” en „tómt- hús” er þaö hús, sem ekkert jarðnæöi fylgir. Samkvæmt því var Olafur „tómthúsmaöur”. Fyrir vom mörg byggð býli í Olafsfiröi og verbúöir á Olafsfjaröarhomi. Fleiri „tómthús” voru síöan byggö á Olafsfjarðarhomi og um 1905 fékk staðurinn löggildingu sem verslunar- staður. Um áramótin 1954—5 fékk Olafsfjarðarbærkaupstaöarréttindi. Ekki er til nákvæm dagsetning á afmælisdeginum, en Ölafsfirðingar geta alla vega byrjaö að búa sig undir stórhátíö einhvemtíma næsta sumar. -GS/Akureyri Tónskóli Ólafsf jarð- ar tekinn til starfa á ný Frank Herlufsen hefur verið ráöinn skólastjóri Tónskóla Olafsf jarðar, sem nýlega tók til starfa. Er skólinn til húsa í Barnaskóla Olafsfjarðar, þar sem áð- ur var tannlæknastofa. Auglýst var eftir umsóknum og er aösókn aö skólanum góö. -GS/Akureyri Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hreppstjórar láti lesa úr markaskrám Þá viröist eitthvað vera aö rofa til í útvarpsmálum okkar. Stjórnskipuð nefnd hefur fjallað um útvarpslögin og komist að þeirri niöurstöðu að rýmka beri þau að mun og heimila fleiri en ríkinu að reka stöövar á vettvangi fjöimiðlunar. Prentfrelsi hefur ríkt hér um iangan aldur, og þótti ekki tiltökumál aö leyfa mönnum aö gefa út að geðþótta, þótt hentugt hefði þótt á tima aö fela prentunina i hendur yfirvalda. Hinar mörgu bókaútgáfur í landinu, sem nú starfa, eru tvimælalaust miklu fjölbreyttari en rikisútgáfa sú, sem hér hefði verið ef yfirvöld hefðu áfram átt að sjá um prentað mál. Töluvert hefur veriö rætt og ritað um væntanlegar tillögur útvarps- laganefndar, sem nú eru aö sjá dagsins ljós. Virðist sem einhverjir séu að vinna sig í vist sem næstu út- varpsstjórar með sérkennilegu tali um hiö göfugmannlega hlutverk rikisfjölmiðils með tilheyrandi einokunaraöstööu. Morgunblaðið fagnar því hins vegar nú um helgina að hin væntanlega endurskoðun hafi létt steinöldinni af fréttastofu út- varps með því að færa helsta frétta- timann í „skipulegra og betra horf.” Vert er aö taka undir þetta viðhorf Morgunblaðsins. Hins vegar hefur tungutak fréttamanna lítið breyst, því einmitt í umræðu um störf nefnd- arinnar, þar sem talað var við for- mann hennar, var hvað eftir annað vikið að „kanaútvarpinu”, eins og fréttastofan liti svo á, að hér sé um einskonar löggildingu á nafni á út- varpi varnarliðsins að ræða. Frétta- maður a.m.k. tvítók þessa nafngift í viðtalinu við formanninn, og væri fróðlegt að vita hvort Alþýðubanda- lagið hefur Iátið fréttastofu í té orðalista með skrípinöfnunum yfir varnarliðið og athafnir þess. Það eru aðeins menn úr þeim flokki, eða andlega skyldir, sem tala um varnarliðið á íslandi sem „kana”. Menn geta svo velt því fyrir sér hvað rekur helst á eftir því að hér veröi aflétt einokun ríkisfjölmiðla. Um langa hríð hefur almenningur horft með vaxandi undrun á tilhneigingu rikisfjölmiöla til að hafa uppi sérsjónarmið, einkum á at- burðum og átökum erlendis, og skiptast þau mjög í tvö hcrn eftir heimshlutum. Orðið „kanaútvarp” er nefnilega engin tilviljun, heldur húsorð hjá þeim fréttabörnum, sem ríkisfjölmiðlarnir sækjast svo ákaft eftir að hafa í þjónustu sinni, eftir að þau hafa fengið einhvern hraðstimpil erlendis í f jölmiölunarfræðum. Piltur, sem dvelur í Ameriku þess- ar stundir, flutti erindi í útvarpið og taldi hina mestu ósvinnu að létta einokuninni af útvarpsrekstri. Hann vill hafa orðfæri eins og „kanaút- varp” áfram í gildi og vernda það með einkarétti fréttastofu. Hann vill viðhalda greiðum skiptum við vinstri pressurnar á hinum Norðurlöndun- um og nefndi Svíþjóð í því sambandi, þar sem ritstjórar fá þess háttar réttlætisköst að ekkert dugir minna en að ganga í Maó-fötum við dagleg störf á milli þess að Olof Palme gerir þá aö seölabankastjórum. Mikið er gert úr því að sveitar- félög komi til með að reka útvarps- stöðvar. Veröur þá væntanlega farið að lesa upp úr markaskránni fyrst hreppstjórar eiga jafnframt að verða útvarpsstjórar. Hugmyndin um sveitarfélögin er auðvitaö litiö annað en svolítil glenning á ríkis- fjölmiðli. Má furðulegt heita að prentfrelsið skyldi ekki látið í hendur sveitarfélaga á sínum tíma, fyrst æskilegt þykir nú að láta undan sósial-skilningi á forsendu f jölmiðla- reksturs. Væru ríkisfjölmiðlar reknir með tilliti til þarfa almennings i landinu hefði sjálfsagt dregist enn um sinn að aflétta óþolandi einokunar- aðstöðu ríkisfjölmiðla. En fyrst ríkisf jölmiðlar eru að mestu reknir í samræmi við þarfir þess, sem Guðmundur J. kallar „gáfumanna- félagið”, er eins gott að hefja nú þegar nokkra samkeppni. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.