Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 36
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA 27022 ÞVERHOLTI 11 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1982. SveitMH mal- aði norræna félaga sína Frá Þóri Guðmundssyni frctta- ritara DV í Kaupmannahöfn: Skákmenn Menntaskólans við Hamrahlíð möluðu um helgina kollega sína frá Noröurlöndum á skákmóti framhaldsskóla Norður- landanna sem haldið var í Holster- bro á Jótlandi. Orslitin í skákmótinu urðu þau að Lsland fékk 16 1/2 vinning af 20. I öðru sæti varð A-lið Dana meö 11 1/2 vinning. Svíar urðu þriðju með 11 vinninga. Finnar í fjórða sæti með 8 vinninga. Norð- menn fengu 7 1/2 vinning og B-lið Dana rak lestina með 5 1/2 vinning. „Þetta er yfirburðasigur,” sagði ólafur H. Olafsson, fyrirliði sveitar MH. Á fyrsta borði var Jóhann Hjartarson með 4 1/2 vinning af 5. A 2. borði var Róbert Harðarson með3 vinninga af 5. Á 3. borði var Hráfn Loftsson með 3 1/2 vinning. A f jórða borði vann Lárus Jóhannesson aiiar sínar skákir. A fimmta borði var Páll Þórhallsson með 11/2 vinning af 2. -gb. Alþýðubandalagið í viðbragðsstöðu „Við ákváðum í lok miðstjómar- fundarins að boða til flokksráðs- fundar 26.-28. nóvember eða fyrr, ef ástæða þykir til,” sagði Svavar Gestsson ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins um fundahöld þess núumhelgina. „Þetta var eirin af fjórum föstum miðstjómarfundum árlegum. Við vörðum degi i umræður um stjórnar- skrármálið og þar meö kjördæma- málið með hliðsjón af hugsanlegri þingmannafjölgun. Annar dagur fór í umræður um stjómmálaástandið og horfur í þingbyrjun.” „Það er vissulega ríkjandi óvissa sem greiðist ekki úr fyrr en með afgreiðslu bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. Þau hljóta að koma fljótlega til afgreiðslu því margt í þeim á aö komast í framkvæmd 1. desember.” -HERB. Bflum stolið Bílþjófar vora talsvert á ferli um helgina. Fyrsti þjófnaðurinn varð á föstudagskvöldið er Ladabíl var stoliö viö Skeggjagötu. Sá næsti var síðar um nóttina, þegar brotisfvar inn í verslun Ásgeirs Sigurðssonar. Þá var Oldsmobíl stolið á bíla- sÖlunni Bilatorg seinni partinn á laugardag. Og í morgun var Willys- jeppa saknað á Lucasverkstæðinu i Síðumúlanum. -JGH. LOKI Fasteignabransinn blómstrar greiniiega í Breiðhottinu. Engin kennsla i Þelamörk vegna ágreinings Langvinn samskiptavandamál hafa staðið milli Sturlu Kristjánssonar, skólastjóra Þelamerkurskóla í Hörg- árdal, og nokkurra kennara skólans með Kjartani Heiðberg og Ormar Snæ- bjömsson í fararbroddi. Skólahald átti að hef jast sl. fimmtudag en úr því varð ekki vegna þessa ágreinings. Sturla lagði fram uppsagnarbréf á fundi með skólanefnd á fimmtudags- kvöld. Síðan hefur nefndin lagt hart aö Sturlu að draga uppsögn sína til baka. Hann hefur þó ekki orðið við þeim óskum, samkvæmt heimildumDV. Sturla tók við skólastjórn á Þela- mörk í fyrra haust. Komu fljótlega upp samskiptavandamál viö hluta af kenn- araliöinu. Skólanefndarmenn vissu ekki betur en þær deilur hefðu verið settar niður í sumar en í haust bloss- uöu þær upp aftur. Þá óskaði helming- ur kennaraliðsins eftir kennarafundi um fyrirhugaöa skerðingu á barna- kennslu og kom Kjartan Heiðberg þeirri ósk á framfæri. Sturla varð ekki við beiöninni en þá kærði Kjartan máliö til skólanefndar. Þar var máliö tekið fyrir og Sigurður Helgason, deild- arstjóri í menntamálaráöuneyti, fór norður til að kanna málsatvik og reyna sættir. Tókst að lægja öldumar svo um helgina að kennsla á að hef jast í dag, mánudag. Þótt skerðing á barnakennslu hafi verið ásteytingarsteinninn að þessu sinni mun ágreiningur þessara aöila vera djúpstæðari. Upphafið má ef til vill rekja til þess að Sturla og Kjartan vora báðir meðal umsækjenda um skólastjórastöðuna við Þelamerkur- skóla á sínum tíma, sagði einn heimild- armaður blaðsins. -GS, Akureyri. Mölbrutu sextán hurðir Hún var heldur betur ljót aökoman hjá forráðamönnum fyrirtækisins Asiaco á .Vesturgötu 2 í gær. Hafði veriö brotist inn í fyrirtækið og nær allt eyðilagt sem hægt var að eyði- leggja. Voru til dæmis 16 hurðir möl- brotnar. Þjófamir brutust fyrst inn í Ála- fossverslunina, sem er á jarðhæð á Vesturgötu 2. Þar var rótaö til en lítið eyöilagt. Var síðan farið upp á efri hasð þar sem Asiaeo er til húsa. Litlu var stolið en þeim mun meira eyðilagt. Var ráðist á 16 huröir og þær mölbrotnar. Skipti engu máli hvort þær voru opnar eöa lokaðar. Þá var tekið til við skrifstofuvélar eins og ritvélar og reiknivélar. Var þeim skellt i gólf ið og eyðilagðar. Mjólkurfræðing- arboða verkfall Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall frá og með laugardeginum 9. október, ef ekki næst samkomulag fyrir þann tíma. Sáttafundur hefur veriö boðaður hjá sáttasemjara í þessari deilu í dag klukkan 3. -ÓEF. Leikrit Kjartans Ragnarssonar, Skilnaður, var frumsýnt ígær hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Í lok sýningar var leikurum, höfundi og ödrum aðstandendum fagnaö með langvinnu lófataki. Eins og sjá má er sviðsetning leikritsins nokkuð sérstök, sviðið er á miðju gólfi i Iðnó. DV-mynd: GVA. HA TRAMMAR DEttXJR IEYJUM VEGNA MANNARÁÐNINGA — Bæjarmálaumræða í Vest- mannaeyjum hefur ekki verið á háu plani síðustu vikur og mánuði. Allt logar nú í illdeilum á síðum bæjar- blaöanna vegna ráðningar skúringa- konu við eina af stofnunum bæjar- sjóðs. Skúringakonan sem um ræðir er dóttir forseta bæjarstjórnar og var valin úr hópi f jölda umsækjenda. Þessi umræða er í beinu framhaldi af illdeilum vegna annarra ráðninga á vegum bæjarsjóðs upp á síökastið. Talsverðar mannabreytingar hafa átt sér stað á vegum bæjarins frá því sjálfstæðismenn unnu hér stórsigur í bæjarstjómarkosningum síðastliðið vor. Málgögn stjómmálaflokkanna hafa leiðst út í óvenjuhatrammar og persónulegar deilur. Menn hneyksl- ast gjarnan á forsíöum blaðanna yfir lágkúru andstæðinganna og einnig má sjá svæsnari árásir, jafnvel níövísur um pólitíska andstæðinga. Þykir mörgum Eyjamönnum þessi málgögn lítt til fyrirmyndar og tæp- lega góð auglýsing fyrir byggða- lagið. Skítkastið og rógburðurinn hefur nú náð hámarki, aö mati hins almenna borgara, og óhætt er að f ull- yrða að almenningur hefur fengið nóg af lágkúranni á síðum bæjar- blaðanna i Eyjum og þykir flestum málaðlinni. -FÓV/JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.