Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. öii veiði minnkar stofninn Vitanlega er það svo, að ekki þarf að vera um ofveiði að ræða, þótt stofn- stærð aukist við friðun. Þaö er stór munur á, hvort dýrategund er haldið í tilteknu marki, eöa hvort dýrategund- in er ofveidd. En sókn mannsins í nytjadýr veröur að vera innan þessara marka. Taka má dæmi af annarri dýra- tegund, selnum. Hann var veiddur við Island í svipuöu magni ár eftir ár, og íslendingar höfðu af þessu ágætar tekjur. Þá komu til grátkerlingar í Frakklandi, sem þola ekki að sjá dýra- blóð í kvikmyndum og svínabændur í Þýskalandi, sem kepptu við selakaup- menn um skinnamarkaðinn. Með sam- einuðu átaki þessara aðila tókst að koma sliku óorði á selskinn, að þau seljast ekki lengur fyrir nógu arðvæn- legt verð. Afleiðingin er sú, aö sel fjölgar um of á Islandi. Ur honum fer hringormur í fiskinn, og útgjöld sjávarútvegsins vegna þessa hafa margfaldast. Þegar hringormanefnd vildi fækka sel, þá var það skynsamleg tillaga. Hins vegar fór nefndin rangt að. Islendingar eru of miklir veiði- menn til þess að sætta sig við, að selur- inn verði ekki nýttur með einhverjum hætti. Mun enda vera í ráöi aö kaupa selinn góðu verði, þ.e. niðurgreiða kostnaðinn eins og svo margt á Islandi. En í þessu tilviki borgar það sig, því að til lengdar er þaö nauðsynlegt að fækka sel við strendur Islands. Eða veiðar bjargfugla Fyrir nokkrum árum voru fleka- veiöar bannaöar við Grímsey. Ástæöan var sú, aö ýmsum þótti ljótt að sjá fuglinn fastan á flekunum, og hræðilegt til þess aö vita, aö fyrir kom að fuglar slitu af sér fót til að losna. Þessar veiöar höfðu verið viðkomandi bændum ágæt hlunnindi og þeir bentu á, að þessar ímynduöu kvalir fuglanna væru orðum auknar. En þeim var ekki trúað. Tekjur þessara manna hafa minnkað, geldfugl eykst í eynni og kunnugur maður sagði mér, að björgin væri verr nýtanleg en áður. Þar fyrir utan er bjargfugl keppinautur mannsins um fisk og því nauðsynlegt aðfækka honum. En á sama tíma og bannað er að veiða fugl á fleka, þá má veiöa tófur í dýraboga, rottur og mýs í rottugildrur, eitra fyrir sömu dýr og þannig mætti lengi halda áfram. Það vill nefnilega svo tU, að samúð okkar meö dýrum er óskaplega misjafnt skipt. Verðum að nytja aUt Fólk, sem alið er upp í borgum, slitnar oft úr tengslum við náttúruna. Það ekur út í sveit á sumardögum þegar gott er veður og lömb leika sér í haga og folöld á harðaspretti og lífið blasir við. Og þetta fólk heldur að sveitin sé svona allt árið. Þetta fólk skilur ekki, að það koma vond veður í sveitinni og það kemur haust, og þá eru þessi litlu folöld og lömb leidd í sláturhús til þess að eigendurnir geti greitt afborganir og vexti af húsunum o.s.frv. Þetta borgarfólk gerir sér tæpast grein fyrir því, að virðingin fyrir maganum er yfirleitt yfir- sterkari virðingufyrir lífinu. Lömbin er að sönnu faUeg, þegar þau koma bústin og feit ofan af f jalli á leið í réttirnar. En þau eru í raun enn tUkomumeiri, þegar þau eru á leið í sláturhúsið, og ég veit um mann, sem þykir lambið þá fyrst fallegt, þegar þaö er orðið að vel reyktu hangikjöti, súru slátri og sviðakjamma. Haraldur Blöndal 13 Einstaklingsfrelsi og alþjóðasamtök sig við versnandi lífskjör, af því að þeir standast ekki samkeppnina að utan, en þegja um hina mörgu, sem njóta þess- arar samkeppni, neytendur vegna lægra vöruverðs og framleiðendur vegna aukins útflutnings. (Þvíaðhvað —Fyrrigrein— geta Japanir gert við bresku pundin, sem þeir fá fyrir vöru sína, annað en keypt breska vöru fyrir þau?) Fjöl- miðlamir gegna meö öðrum orðum ekki þeirri skyldu sinni að gera hina ósýnUegu hönd markaðarins sýnUega — að benda á þann hag, sem allir hafa af viðskiptafrejsinu, þegar til langs tíma er litið. Hannes H. Gissurarson. Frá stálverksmiðju i V-Þýskalandi.,,Reynslan af GA TThefur verið góð. Velmegun áranna eftir heimsstyrjöldina má að miklu þakka auknum alþjóðaviðskiptum," ségir Hannes H. Gissurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.