Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 21. MAI1983. Arnarungarnir aru HtUfJörieglr fyrst framan af ævinnl. Þurfa þair mikillar aöhiynningar viö fyrstu vikurnar. Fyrst framan af sofa þair i hraiðunum um nmtur, anda aru þair langi undir umsjá foraldranna sam kanna þaim ítarfaga aiit sam að vaiðiskap fýtur og val uppöidum arni barað læra. / B/Ómaborg færðu mikið úrval af pottablómum — blómstrandi plöntur á besta fáanlegu verði Hrein b/óm —góð b/óm—ódýr b/óm Örfá dæmi um verð: Blómstrandi dahlíur.......................................kr. 45.00 Cyperus (atternifolius). nílarsef til framhaldsræktunar...kr. 40.00 Hanakambur hanastél, tvær til þrjár i potti............................... kr. 55.00 Flauelsblóm. blómstrandi..................................kr. 55.00 Blómstrandi salvia, mjög falleg...........................kr. 75.00 Coieus, margar gerðir, veró frá...........................kr. 39.00 Húsfriður.................................................kr. 70.00 Hundaþúfa.................................................kr. 65.00 Jómfrúhár.................................................kr. 75.00 Burknar frá...............................................kr. 85.00 Blómstrandi aronsskegg (þúsund barna móðir)...............kr. 85.00 Blómstrandi fljúgandi diskar .............................kr. 95.00- Asparagus sprengeri.......................................kr. 115,00 Hinn góðkunni h/jóm/istarmaður, Theodór Kristjánsson, /eikur létt /ög á Yamaha um he/gina. Gott úrval af /eikföngum og gjafavörum. T. d. gull og silfur Nýtt, sænskar trévörur, danskar trévör- ur. ís, pylsur, öl. íslenskir tómatar, agúrkur á mjög góðu verði. AFSKORIN BLÓM í ÚRVALI Opið mánudaga—miðvikudaga frá 09— 20, fimmtudaga—sunnudaga, opið 09— 22. ORiV- liVIV FREMSTUR FUGLÆ — Örninn er allra íslenskra fugla mestur aö vallarsýn og eigi síður á flugi. Hann hefur verið nefndur konungurinn í fuglaríki okkar, og ber honum það nafn með réttu ef við viljum þar konung hafa. Sem konungur fuglanna ríkir hann að einvalda sið og er bæði haröur og grimmur, ef því er að skipta, enda á hann sér ekki jafnoka. Honum virðist allþungt um flug meðan hann er að hefja sig til flugs- ins, en þegar hann hefir fengið byr undir báða vængi verður annað uppi, því hann svifur bæði hátt og tignarlega, enda er vænghaf hans allt að tveir og hálfur metri. Svo er sagt í bók einni frá fyrri hiuta þessarar aldar og leynir hrifningin sér ekki yfir þessari einu arnartegund sem lifir á íslandi. Ýmsir aðrir sem skrifað hafa um íslenska örninn eru ekki eins vinsamlegir í umsögnum sínum um þennan rán- fugl; segja hann bústinn og luralegan, styggan og „huglítinn fugl sem hafi lítið annað en illt í f ör með sér”. Og víst er að afstaða manna til arnarins hefur alltaf verið tvíbent. Annars vegar hafa menn dáðst að flugfimi hans og glæsileik og haft hann í óteljandi fánum og skjaldarmerkjum. Hins vegar hefur örninn verið hataður, og er svo sums staðar enn. Hefur hann verið ofsóttur miskunnarlaust vegna þess tjóns sem menn telja að hann valdi á bústofni og öðrum nytjadýrum. Hér á eftir fylgir nokkur greinargerð um íslenska haförninn, lesendum jafnt til fróðleiks og ánægju. Er fyrst vikið að þeirri útrýmingarhættu sem hann hefur átt við að stríða hér á landi sem og annars staðar í heiminum, en á fyrri hluta þessar- ar aldar var svo langt gengið á stofn hans að örninn mátti teljast næstum út- dauður. Með friðunaraðgerðum á síðustu áratugum hefur þó tekist að koma í veg fyrir aldauða þessarar merkilegu fuglategundar. Samt á arnarstofninn enn langt i land að ná sér eftir þá aðför sem hann sætti af manna völdum fyrr á timum. Ofsóknir mann gegn örnum — og jafnframt flestum öðrum ránfuglum — eiga sér langa sögu en fóru fyrst að hafa veruleg áhrif á átjándu og nítjándu öld er notkun skotvopna varð almennari og farið var að leggja gildr- ur og bera út eitruð hræ. Ekki bætti úr skák þegar farið var að greiða há verð- laun fyrir hvern unninn f ugl. Þótt mjög hafi dregið úr þessum of- sóknum og þeim sé nú hætt mjög víða í Norður-Evrópu er þessu drápi fram- haldiö enn þann dag í dag í sumum löndum Suður-Evrópu. Síðustu áratugina hafa nýjar ógnir komið til sögunnar, það er skordýra- eitrið. Um 1940 hófst framleiðsla á ýmsum lífrænum klórefnasambönd- um, til dæmis DDT. Efni þessi hafa verið notuð í miklu magni til að drepa skordýr. Ránfuglar fá þessi efni í sig úr líkama þeirra dýra sem þeir éta. Efnin eru fituleysanleg og sa&iast fyr- ir í líkama ránfuglanna en eyðast ekki. Mjög lítið magn þarf af klórkolvetnum til að koma í veg fyrir eðlilega tímgun fuglanna og þar með endurnýjun þeirra eöa fjölgun. Þau svæði sem verst hafa orðið fyrir barðinu á notkun skordýraeitursins eru Evrópa, Sovét- ríkin og norðanverð Ameríka. Neikvæð áhrif þessara efna á ýmsa ránfugla- stofna á þessum svæðum eru talin, að mati sérfróöra manna, meiri en sam- anlögö áhrif allra annarra þátta, bæði náttúrlegra og af manna völdum. Alfriðaður síðan 1913 Haförninn hefur ekki fariö varhluta af ofsóknum. Honum var útrýmt víða í Evrópu, og annars staðar fækkaði hon- um mjög verulega. Nú eru stærstu stofnarnir í Rússlandi og Noregi eöa um þrjú hundruð og fimmtíu pör, í Austur-Þýskalandi um hundrað og fimmtán pör og Svíþjóð um fimmtíu til sextíu pör. A Islandi teljast nú vera milli þrjátíu og þrjátíu og fimm amar- hjón. Hérlendis fór erninum ekki að fækka verulega fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar. Þá hófst stórfelld útrýmingar- herferð gegn honum vegna þess skaöa sem menn töldu að hann ylli í æðar- vörpum og með lambadrápi. Einnig var farið að eitra fyrir refi og hafði þaö mikil áhrif á amarstofninn, þar sem öminn lifir að nokkru leyti á hræjun- um. Reyndar var sérstakt hagsmuna- félag stofnað hér á landi sem vann gagngert og einvörðungu að útrým- ingu arnarins hvar sem hann var að finna. Það barað vísu ekki nafn arnar- ins, samkvæmt hlutverki sínu, heldur hét það Æöarraktarfélagið við Breiða- fjörð. Það var stofnað árið 1885 og á sínum tíma borgaöi félagiö há verð- Iaun fyrir hvern unninn örn. Sem betur fer, fyrir arnarstofninn, lognaðist þaö út af árið 1892 og hefur ekki bólað á því síðan. Fyrr á öldum var öminn útbreiddur um allt land, ekki einungis við sjávar- síðuna eins og nú heldur einnig við ár og fiskivötn svo sem Þingvallavatn, Mývatn og Veiðivötn. Aðalheimkynni hans voru þó alltaf á vestanverðu land- inu, við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Aldrei mun hann hafa ver- ið algengur og giskað hefur verið á að stofninn hafi ekki verið stærri en í mesta lagi þrjú hundruð pör þegar best lét. A síöari hluta nítjándu aldar fer að halla undan fæti, eins og fyrr greinir, og í byrjun tuttugustu aldar vom ekki nema örfá pör á landinu, flestöll við Breiðafjörö og á Vestfjörðum. Áætlað hefur veriö að 1880 hafi verið um hundrað amarhreiöur í landinu en fjörutíu ámm síðar, eöa 1920, hafði þeim fækkaö niður í aöeins tiu svo aö allir geta séð hversu stofninn var þá hætt kominn og lá við algjörri útrým- ingu. I byrjun þessarar aldar gerðu menn sér grein fyrir aö erninum myndi veröa útrýmt með öllu ef ekkert y rði að gert. Arið 1913 gerðist þaö því að sam- þykkt voru lög frá Alþingi þess efnis aö örninn skyldi vera alfriöaður um fimm ára skeið. Að þessum fimm árum liðn- um var f riðunin framlengd og hefur ís- lenski haföminn verið alfriðaður alla daga síðan. Þrátt fyrir það hefur ömum f jölgaö hægt hér á landi á síðustu ára- tugum. Arið 1939 var fjöldi hreiðra ein- ungis níu. Arið 1959 verptu hér eUefu pör og árið 1967 er vitaö um tólf amar- hreiöur og svo má áfram telja. Þaö vekur athygU að mjög UtU eða engin fjölgun arna varð frá því 1913 er friðunin var samþykkt og fram tU 1959. En þess er að gæta að eitrað var fyrir refi allt þetta tímabU og hefur það ef- laust átt mikinn þátt í því að halda stofninum niðri en taUð er að ungfugl- ar á f yrsta ári lifiað miklu leyti á hræj- um og er því lfklegt að þeir hafi orðiö mjög fyrir barðinu á refaeitri. Þótt öm- inn sé alfriðaður lögum samkvæmt er ekki þar meö sagt aö aUir virði þau lög og má telja víst að amardráp hafi haldið áfram eftir friðun þó í minna mæU hafi verið. Engu að síður hafa friðunarlögin frá 1913 að öllum Ukind- um komið í veg fyrir algera útrýmingu amarins hér á landi. Víst þykir aö þau hafi komist í gildi á síðustu stundu því ef amarofsóknir hefðu haldið áfram nokkur ár í viðbót af líku kappi og þeim var sinnt af æðarfriðunarsinnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.