Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 53. þáttur Þaö er langt síðan ég hef birt gamlar og góöar vísur eftir hina ýmsu höfunda. Nú ætla ég að láta verða af því, þótt margir kannist sjálfsagt við flestar þær vísur. Siguröur Breiðfjörð kvað: Svefn í brjóstid sœkja fer, þótt sveimi önd í skrokknum. Hverfult mannsins edli er eins og hjól i rokknum. Bólu-Hjálmar og Vatnsenda-Rósa gátu veriö nokkuð gróf í kveöskap sínum. Sagt er, að Bólu- Hjálmar hafi eitt sinn komið í fjós, þar sem Rósa var að mjólka kú, og hafi hann þá kveðið: Hér er fjós og hér er Ijósiö inni. Mjólka drósir munu þar med lók — dósir gulraudar. En Rósa svaraði strax með „snyrtilegri” vísu: Ég tek það fram, aö þetta er einasta „snyrti- lega” vísan, sem ég hef heyrt eftir Skúla Guð- mundsson. Hér kemur ein enn eftir Harald Hjálmarsson: Mikió ertu fjöllud, frú, fjörid mun þvi valda. Kvakaöu til mín, þegar þú , þarft á manni ad hatda. Gunnar Einarsson á Bergskála kvaö: Brostinn streng og flúinn frid finn og genginn máttinn. Stóö ég lengi lúinn vid lífsins engjasláttinn. Eitt sinn, er maöur nokkur kom til Olafs Sigfús- sonar í Forsæludal að inna hann eftir nýjum vís- um, kvaðOlafur: Enginn breytir grjóti í gull, greindan þreytir sladur. Kom tilgeita að krefja um ull kva'ðaleitamaður. - 0 0 0 - I síöasta þætti birtist annaö kvæði af tveimurr, sem Margrét Olafsdóttir sendi. Nú birtist hiö síöara þeirra: Léttir. Með haustinu vaknar i mannlífi margt, sem magnar upp náttmyrkriö svarta og fólkið ígeðinu gerir svo argt, að gleymist hún vornóttin bjarta. Ogþannig var komið í vetrarins vá, sem var hér að kveðja um daginn, að oftsinnis döpur ég undvaka lá, er óveðrið geisaði um bœinn. Mér fannst eins og heyrði ég voðaleg vein, er vindurinn æddi um grundir, því stöðugt i lífvana stráunum hvein og stórhríðin gnauðaði undir. Hún nceðing um glugga og gáttirnar bar og gerði ’ atlt svo kuldalegt inni, að hérna oft ríkjandi vonleysið var og vetrarins héla í sinni. varpið aö gildum lögum”. Segir „Loki”, að stuöla- setningin sé hæpin, þótt ekki sé meira sagt. Og „Loki”kveöur: Ikvedskap oft má klúður sjá. Hvers er von hjá öllurn hinum, þegar stuðlar hrata hjá hæstaréttarlögmanninum. „Loki segist hafa verið aö glugga í gamalt Morgunblaö og rekizt þar á fyrripart eftir Halldór Blöndal, sem lagður var fyrir lesendur. „Loki” kveöst hafa botnað þetta og væri vísan þá svona: Vixlast gengi í veröld liér. Valt að trúa orðum. tíamla fróða Ara er ekki hlýtt sem forðum. Og „Loki” botnar: Lengi getur verra en vont versnað, máttu reyna. IJugar mörgum drýldni og mont, er dáðleysi skal leyna. Dugar mörgum drýlni og nwnt er dáöleysi shal leyna Óðsnillingur allt það glingur þekkir. Sinn á fingur fallegan færir hringinn gulrauðan. „Oft verður galinn foli góður hestur”, segir málshátturinn, og hefur það vissulega sannazt á Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Eftir sögu- sögnum kom hann sér illa í Hólaskóla, mest fyrir kerskilegan níðkveðskap. Enn er sagt, að hann hafi verið rekinn úr skólanum af þeim sökum, auk illrar hegðunar yfirleitt. Þessa vísu kvað hann hafa ort um morgunstund á Hólum: Sefur vaknar, sér við snýr, sezt upp, étur, vadir kvið, Iwstar, ræskir, hnerrar spýr, liikstar, geispar, rekur við. Og hér er ein enn eftir Bólu-Hjálmar, sem hann orti í orðastað konu: Síðan ég meydóm setti í veö, sízl má gleði njóta. Oft ég lít með angrað geð ofan í milli fóta. Þórður á Strjúgi mun sennilega hafa ort þessa vísu (ég er ekki alveg viss um, hvort ég fer rétt meðhana): Þótt slípist hestur og slitnigjörð, slettunum ekki kvíddu. Hugsaðu hvorki um himin ogjörð, haltu þér fast og ríddu. Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður og ráðherra, ortiáferðalagi: Röskan tima rammar ár reri ég þetta morgunsár, þó hef ég tæpast tekið I ár tíu síðast liðin ár. Á styrjaldarárunum, áður en Kaninn kom, var Skúli Guömundsson alþingismaöur á ferö noröur í Vestur-Húnavatnssýslu. Fariö var, að mig minn- ir, með skipi, mestu manndrápsfleytu, til Borgar- ness, en meö rútu þaðan noröur. Nú bilaði fleytan á miöri leið, en brezk hersnekkja dró hana ásamt farþegum til áfangastaðar. Meðal farþeganna var kona, sem kölluð var Ranka, og var henni meinilla við Breta. Þegar rútan tók við, var nokkuð liöiö á dag, og er komið var noröur á Holtavörðuheiði, varð þögn í rútunni og drungi og svefnhöfgi færð- ist yfir farþegana. Þetta líkaði Rönku illa og bað Skúla að yrkja nú eitthvaö til að lífga upp á mann- skapinn. Þá kvaðSkúli: Syfja tekur maryan mann, mál er að fara ’ í háttinn, en lianka blessar blessaðan Bretann fyrir dráttinn. Egill Jónasson á Húsavík kvaö: Karlmennirnir kvenna biðja, kossum hafa fáar neitað, en það er víst kölluð þunyamiðja þelta, sem mest er eftir leitað. Gísli Olafsson frá Eiríksstööum kvað: Lífsins rökin lýsa skammt, leiðir ökum naurnar. Rælast stöku sinnum samt svefns- og vökudraumar. Næsta vísa mun vera eftir Magnús Sigurðsson frá Heiði: Þó ég sökkvi i saltan mar, sú er eina vörnin: Ekki grætur ekkjan par eða veina börnin. Svo eru hér nokkrar stökur eftir Steingrím Thor- steinsson. Eg geng þess ekki dulinn, að roskið fólk kann þessar vísur, en birti þær vegna hinna yngri les- enda: Lastaranum líkarei neitt, lætur hann ganga róginn; finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna. ,,Byrgið hana, hún er of bjiirt helvítið að tarna. " Orður, titlar, úrelt þing, eins og dæmin sanna notast oft sem uppfylling i eyður verðleikanna. Ást er föstum áþekk tind, ást er veik sem bóla. Ást er fædd og alin blind, ást sér gegnum hóla. Hér kemur næst heilræðavísa eftir Steingrím: Tækifærið gríptu greitt, giftu mun það skapa. Járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa. En dag einn, er leiðindin lögðust mig á, ég leit út um gluggann að vanda, þá beint upp úr fannþöktu beði ég sá tvær blómstrandi dvergliljur standa. Þá lyftust frá sinninu sólmyrkvatjöld. A'ú söngleikinn heyrði ég kunnan, sem gerði mér Ijóst þetta kyrrláta kvöld, að komin var lóan að sunnan. Nú vonleysið yráa, sem veturinn ól, mun víkja úr sérhverju spori, því nepjuna köldu þú sigraðir, sól, og sál mína fylltir af vori. Þórey Ingimundardóttir, aðeins ellefu ára, sendir vísubotn. Hún á heima að Vatnsenda, Vill- ingaholtshreppi (?). Hún botnar: Á kjördag er smalað og smalað, og smalarnir hóa þá. Þá er líka talað og talað, tilbera greina má. Þú verður að afsaka, Þórey litla, þótt ég breyti aðeins síðari ljóðlínu botns þíns. Fyrsta orðið . (áherzluatkvæðið) í þeirri ljóðlínu verður aö hef j- "ast á hljóðtákninu t. En haltu áfram á þessari braut, I Að lokum vil ég tjá þeim, sem ekki vita, að þessi ábending í vísuformi er eftir Steingrím Thor- steinsson: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, tíuð í alheims geimi, tíuð ísjálfum þér. ■ þetta kemur með æfingu og smávegis námi í brag- fræði. P.S.P., allir vita nú, hver hann er, skrifar: Hér fylgja vísur um fyrirbærin „alkóhólistar” og „nikótínistar”. Orð þessi ættu aldrei að sjást sem ís- lenzka, heldur þýðingin áfengisháðir og tóbaksháðir. Ég reyni að skýra þetta með tveimur ferskeytlum. Þegar samstarfsmaður minn sá þær, bætti hann einni viö. Hún skýrir sig sjálf: „Alkóhólistar” (alcoholics) Áfengisháðir eru þeir, sem alltaf hlakka til að drekka og fullir heimta meir og meir. Mannorð sitt af þessu flekka. „Nikótínistar” (nicotinists) Tóbaksháðir teljast þeir, sem tillitslausir keðjureykja og loftið eitra meir og meir. Margir sér af þessu hreykja. Vísan sem vantaði Kvenmannsháðir kallast þeir, sem keppast við að sofa lijá og sifellt vilja meir og meir. Miklirþykjast eftirá. „Loki Laufeyjarson” skrifar og segir, að sér líki ekki fyrripartur P.S.P., þótt tekinn sé úr Morgun- blaðinu: „Þingið gerði flokksformanna/frum- Ekki batnar ástandið eftir kosningarnar. Eflaust Framsókn íhaldið enn að lokum barnar. „Sjálfs erhöndin hollust ”, þó hinu sé ekki að leyna, að ýmis viðþað öðlast ró annars tryggð að reyna. „ Oft erþað í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. ” Aflið þverrar æ míns ,,jarls ”, ætla ég frúrþað sanni. Og„Loki”kveöur: Að viði röðull sígur senn, svona lífíðgengur. Þótt ég drekki drjúgum enn, dufla ég ekki lengur. Það hefur verið furðulega dauft yfir hagyrðing- um þessa dagana. Eg vona, að vorið og sumarið hafi ekki þau áhrif á lesendur og hagyrðinga, að þeir leggi upp laupana, hvað kveöskap snertir. Nú verð ég einu sinni enn að leggja sjálfur til fyrri- partana: Nú er vor um fold og firði, ferðalanga vaknar þráin. Skyldi „Stefanía ”nú ná að endurfæðast? Lífs á göngu lúinn ég lít nú yfir farinn veg. „Snyrtilegum” vísum, sem ég hef birt í Helgar- vísum er misjafnlega tekiö af lesendum. Þó eru þeir fleiri, sem gamna sér við slíkan kveðskap. Þessum þætti ætla ég að ljúka með einni sérdeilis „snyrtilegri”, þótt hún kunni að hneyksla frómt fólk með hreinar hugsanir. Ekki veit ég höfund vísunnar, en fengur þætti mér í, ef einhver les- enda, sem þekkti hann, léti frá sér heyra. En hér kemurþá vísan: Er við sáum áfram líða allan þennan meyjafans, þyngdarlögum hætti að hlýða hluti nokkur líkamans. Skúli Ben Helgarvísur Pósthólf 161 230Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.