Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Giillfuglinn var ehhi ætlaður hermanninum Melilla er falleg og lífleg hafnarborg í Marokkó. Þetta er dæmigerð arabísk hafnarborg þar sem götumar iöa af ösnum með klyfjar, konum með blæjur og sölumönnum sem liggur hátt róm- ur. En einbýlishúsin í úthverfunum hafa yfir sér spænskt yfirbragð, hvít kuldaleg hús með veröndum og súlna- göngum. Því enda þótt borgin sé marokkönsk þá tilheyrir hún Spáni. Litríkur runnagróður teygir sig upp eftir húsveggjunum og á kvöldin legg- ur höfugan blómailminn yfir borgina. En mitt í þessari fegurð standa her- búðir spænsku útlendingaherdeildar- innar eins og ljótt sár. Þær em ljótar útlits þessar búðir sem eru aðsetur hranalegra harðjaxla sem enginn í MelilU kærir sig um að fá upp á móti sér. Kvöld eitt í september 1965 stóðu tveir af liðsmönnum útlendingaher- deildarinnar við hliö herbúðanna og biöu eftir einum félaga sínum. Pedro Rullan kom gangandi rólega að hlið- inu. Að venju var ætlunin að fara niður að höfninni, sitja á kránum, dansa og eltast viðkvenfólk. Ástfanginn hermaður En Pedro Rullan vildi ekki koma með að þessu sinni. Hann brosti bara til félaga sinna. Þaö var blíðlegt dreymandi bros sem þeim fannst ekki hæfa þessum hranalega hermanni. Þeir litu á hann fullir gmnsemdar. „Ég er viss um að hann er orðinn ástfanginn,” sagði José, annar félaga hans, skyndilega. „Líttu á hann. Hann er með einhverri stúlku sem hann ætl- ar að fara með. Það er þess vegna sem hann ætlar að svíkja okkur.” Roði kom fram í kinnar Pedro Rullans þannig aö jafnvel brúnleit og grófgerö andlitshúðin gat ekki leynt því. Hann gat ekki annaö en játað fyrir félögum sínum að hann væri í raun og veru ástfanginn. Þetta kvöld ætlaöi hann í kvikmyndahús með sinni heitt- elskuðu, sagði hann. Pedro Rullan sagði félögum sínum einnig hver þessi stúlka væri. Hún hét María Cortes, 18 ára gömul, og bjó í stóru húsi sem stóð við herbúðir út- lendingaherdeildarinnar. Hún var dóttir lögreglustjóra borgarinnar. A hverju kvöldi sáu hermennirnir, sem stóðu vakt, hana ganga um í garöinum við húsið sem var umgirt hárri, sterk- legri járnrimlagirðingu. Vegna þess hve faöir hennar var auöugur kölluöu hermennimir hana gullfuglinn. Juan og José, félagar Pedro Rullan, ráku upp stór augu þegar þeir heyröu þetta. „Hvernig í fjandanum tókst þér að ná í hana?” spurði Juan. „Faðir henn- ar er sá siöavandasti í borginni og hún hefur ekki einu sinni fengið leyfi til að fara í göngutúr með óbreyttum her- manni. Fram til þessa hefur þaö að minnsta kosti þurft að vera liðþjálfi til þess að faðir hennar gæfi leyfi sitt. En þá hefur líka alltaf verið með henni fylgdarkona. Margir okkar hafa reynt þetta, enmeð litlum árangri.” „Okei, þá er ég semsé sá fyrsti,” sagði Pedro Rullan og brosti hóglát- lega. „En skemmtið ykkur vel dreng- ir.” Ást í gegnum járnrimlana Juan og José lögöu af stað gangandi í áttina að miðborginni en Pedro gekk áleiðis að járngirðingunni sem var um- hverfis heimili hans heittelskuðu, íklæddur hreinum og nýpressuðum einkennisbúningi. En Pedro Rullan haföi logið aö félögum sínum. Hann hafði aldrei farið í kvikmyndahús með Maríu Cortes. Hann hafði heldur aldrei farið meö henni í gönguferð. Það var hins vegar rétt að Pedro og María voru ástfangin hvort af öðru. Þau kvöld sem hann var í leyfi hittust þau — en voru hvort sínum megin við járnrimlana umhverfis húsið. Hún var fyrir innan en hann fyrir utan. Þannig stóðu þau í skugganum af stóru tré, héldust í hendur og hvísluðust á ástúð- legum orðum. Þau voru mjög ólík, María og Pedro. Hún var ung og óreynd og gat á engan hátt talist bráðþroska. Hún var einnig mjög rómantísk og saklaus. Hann var 35 ára harðjaxl sem var með mikla lífsreynsluaðbaki. Á sínum yngri árum lagði hann stund á sjómennsku og sigldi á Suður- Ameríku. Síðar hætti hann til sjós og gerðist hafnarverkamaður í Barcelona. En þegar kærasta hans sást daðra viö einn kunningja hans varð hann óöur af afbrýðisemi og drap þau bæði. Til aö sleppa undan refsingu skráði hann sig í spænsku útlendinga- herdeildina undir fölsku nafni. Þegar hér var komið sögu hafði hann gegnt herþjónustu í sex ár í Spænsku-Sahara og barist við ættflokka í eyðimörkinni. Ef til vill var þaö einmitt vegna þess hversu harðneskjulegur Pedro var að María hafði oröiö ástfangin af honum. Þaö má einnig vel ímynda sér að þegar Pedro var með Maríu hafi hann verið ööru vísi í háttum en þegar hann var innan um félaga sína í herbúðunum. Hann var bæði blíður og rómantískur og barmikla umhyggju fyrirhenni. Þetta kvöld beið María hans við tréð eins og venja var. Hún stakk báðum höndum sínum á milli jámrimlanna og hann greip þær og þrýsti brennandi kossum á handarbökin. Svo tróð hann höndunum inn fyrir girðinguna og strauk henni blíðlega um vangann. „Eg hef saknað þín. Mig dreymdi um þig í nótt,” andvarpaöi María. ,JVIig dreymdi líka um þig,” sagði Pedro. „Mig dreymdi að ég kæmi í heimsókn til þín í herbergið þitt. ” , ,Nei, segðu þetta ekki,” sagði María óttaslegin. „Við megum ekki tala um . María Cortes, 18 ára gömul, var kölluð gullfuglinn vegna þess hve faðir hennar var auðugur. Faðirinn vildi ekki gifta dóttur sina einhverjum óbreyttum hermanni. Pedro fíullan átti vafasama fortið að baki. Þessi mynd var tekin af honum þar sem hann sýnir sárið sem hann fékk i viðureigninni við lögreglustjórann. svona hluti. Um þetta getur okkur aöeins dreymt. En ég á líka mina drauma.” Lögreglustjóri skerst f leikinn Þannig voru þau búin að hvíslast á í hálfa klukkustund þegar skyndilega heyrðist þrumandi rödd að baki þeim: „I nafni heilagrar guðsmóður, hvað er aðgerasthér?” Þau kipptu að sér höndunum og hörf- uðu frá girðingunni. Aö baki þeim stóð faðir Maríu, Hector Cortes lögreglu- stjóri, eldrauður í andlitinu og titraði af reiði. Hann hafði verið á kvöldgöngu um garðinn og heyrt hvísliö á bak við tréð. Hector Cortes skipaöi dóttur sinni með miklum fyrirgangi að snáfa aftur inn í húsiö. María féll saman grátandi og baö föður sinn fyrirgefningar. En hann lét sem hann heyrði ekki í henni en tilkynnti að héðan í frá skyldi hún aðeins fá leyfi til aö ganga um í garðin- um á bak við húsið en ekki fyrir fram- an það. Þegar hún var horfin sneri hann sér aö Pedro, þessum óbreytta henmanni sem honum fannst greini- lega vonbiöill ósamboðinn dóttur hans. Pedro stóð sem lamaður fyrir framan hann. „Þú, hermannsræfill. Hvemig vogaröu þér aö snerta viö dóttur minni? Eg skal sjá um aö þú fáir að dúsa í einangruninni ef þú reynir þetta aftur,” öskraöi lögreglustjórinn. Þeir voru ekki margir sem þorðu að tala með þessum hætti við liðsmenn útlend- ingaherdeildarinnar. En Cortes vissi um vald sitt. Þegar Pedro hengslaðist burt frá giröingunni lofaði hann sjálfum sér því að hann myndi sjá Maríu aftur. En þegar hann athugaði málið betur næsta dag sá hann aö eini staðurinn, sem hann sá inn í bakgarö lögreglu- stjórans frá, var fangelsi herbúðanna. Það varð töluvert áfall þegar hann uppgötvaöi þaö. En hann var ekki lengi aötakasína ákvörðun. Frelsinu fórnað fyrir ástina Þetta sama kvöld, þegar liðþjálfinn gaf honum skipun, þá yppti Pedro aðeins öxlum og lét sem hann hefði ekki heyrt neitt. Þegar skipunin var endurtekin svaraöi hann með hortug- heitum og gekk á braut. Hann var þeg- ar handtekinn fyrir agabrot og næsta dag var hann dæmdur í 56 daga vist í fangelsinu. Þaðan sá hann Maríu koma út úr húsinu í aðeins 50 metra fjarlægð. Hann flautaði og hún leit upp og vinkaði. Þaö var of langt á milli þeirra til að þau gætu talað saman og ekki þorðu þau að hrópa af ótta við föður hennar. Þess í staö veifuðu þau hvort ööru, sendu fingurkossa og reyndu að gera sig skiljanleg með handapati. Pedro fannst sem hann svifi á rósrauðu skýi svo hamingusamur var hann. Félagar hans í fangelsinu komust ekki hjá því að verða vitni að þessum rómantísku boðskiptum. En af tillitssemi héldu þeir sig frá gluggunum á meðan. Þannig liöu þessir 56 dagar með 20 mínútna fjarskiptum á hverju kvöldi. En sama dag og Pedro var sleppt út aftur henti hann steini í gegnum glugga á mötuneytinu í herbúðunum. Hann var umsvifalaust dæmdur í aðra 56 daga fangelsisvist. Nokkrum vikum síðar sagði Pedro uppnuminn við klefafélaga sína: „Þetta hefur verið ómaksins virði. Nú gefur María mér vísbendingu um að hún vilji giftast mér. Hún grípur alltaf um baugfingurinn og beinir honum í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.