Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. JtJLt 1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur manna vlröist geta vemdaö þá að ein- hverju leyti fyrir munnangri. Að minnsta kosti fá þeir sjaldnar munn- angur en þeir sem ekki reykja. Streitan sökudólgur Ekki er ljóst hverjar orsakir munn- angurs eru. Þó er vitað að streita gerir það að verkum að menn verða fremur varir við það. 1 bandarískri rannsókn kom í ljós aö nemendur sem voru að gangast undir próf voru verr haldnir af munnangri en þeir sem voru í fríi. Stundum virðist vera samspil á milli tíðahringsins og munnangurs. Sérlega virðast stúlkur fá munnangur ef truflun hefur orðið á tíðahringnum. Vegna þess að orsök munnangurs er ekki þekkt er nærri því ómögulegt að gera nokkuö við því. Hægt er að draga úr sviða og verkjum í sárinu með því aö hindra aö gerlar munnsins berist i það. Til þess eru ýmis lyf. 1 lyfja- búðum fást skolvökvar og vökvar sem bornir eru á með eymapinnum. Þessir vökvar draga töluvert úr sársauka. Til eru önnur lyf sem hafa svipaöa verkun og eru þau seld gegn lyfseðlum lækna og tannlækna. En sjálfa orsökina er ekki hægt aö lækna og því kemur s júk- dómurinn alltaf aftur. Munnangur og sveppasýking í munni: Sjúkdómar sem koma aftur og aftur Munnangur eða áblástur er algengasti sjúkdómurinn sem gerir vart við sig í munnum manna ef frá er talin tannholdsbólga. I Svíþjóð kom í ljós í mikilli rannsókn sem gerð var að 18% þjóðarinnar höfðu fengiö munn- angur á siðustu tveim árum áður en Vítamínhornið XVI: Pantóþensýra Pantóþensýra er ljósgul olía en svonefnt pantenól sem unnið er úr henni er litlaus vökvi. Þarmar manns- ins vinna úr hvoru tveggja. Allar frumur líkamans þurfa á efninu að halda. Sérlega þó frumur í beinum, nýrum og meltingarfærum. Líkaminn getur ekki geymt pantóþensýru og sé neytt of mikils af henni skolast það sem ekki var notað út með þvaginu. Pantóþensýra er skyld saltsýru og nokkrum öðrum efnum. Skortur Skortur hefur ekki fundist hjá fólki sem borðar venjulegan mat. Gjafar Mikið af pantóþensýru er í geri, lifur og eggjarauðum. Sojabaunir, heil hrís- grjón og heilhveiti innihalda einnig nokkuð. Þörf Um 10 mg á dag fyrir fullorðna. Pantóþensýra er þekkt sem lyf við streitu. Næst verður fjallað um cabagin. Þýtt/DS. rannsóknin var gerð. Ekki vitum við neitt um íslensku þjóðina í þessu tilfelli. Þessi sjúkdómur hefur verið þekktur lengi. Það var sjálfur Hippókrates, sem margir telja föður nútima lækna- vísinda, sem greindi sjúkdóminn og gaf honum nafn. Það nafn er enn notað á meðal lækna, after eða recidiverandi after, sem þýðir að sjúkdcmurinn láti á sér kræla aftur og aftur. Ekki má rugla saman munnangri og áblæstri sem fólk fær stundum i kulda. Slíkur áblástur er aðeins á vörum og af allt öðrum orsökum. Munnangur byrjar sem vægur sviði og roði. Á nokkrum dögum myndast síðan sár sem getur verið ýmist stórt eða lítið. Sársaukinn fer þá að láta verulega á sér kræla. Hann stafar að hluta af sjálfum sjúkdómnum og að hluta af hvers kyns sýklum sem berast i sáriö úr munninum. I munni manna eru fjölbreyttir gerlar af ýmsum teg- undum. Misjafnt er hversu munn- angrið breiðist út. Sumir fá aöeins eitt sár en aðrir mörg. Eftir því sem sár- unum f jölgar eykst sársaukinn. Oftast kemur munnangrið upp aftur og aftur. Það er misjafnt eftir sjúkl- ingum hversu langur tími líður á milli komu þessa óvelkomna gests. Oftast er millibilið nokkuð stöðugt hjá sama sjúklingi, frá þrem vikum og upp í marga mánuði. Oftast kemur munn- angrið aftur og aftur á sama stað. Munnangrið varir í 6 til 8 daga í hvert sinn en læknast þá af sjálfu sér og lætur ekki eftir sig ör. Munnangrið þrífst best í mýkstu hlutum munnsins, í slimhimnu kinna og vara, munn- holinu og undir tungunni. Hörð skán sem myndast oft í munni reykinga- Sveppasýking Sveppasýking er næstalgengasti sjúkdómur sem menn fá í slimhimnu munnsins. Henni veldur langoftast gersveppur sem nefnist candida albicanos. Hann er í munni um helm- ings mannkyns. Hann er þá langoftast aðeins hluti af heilbrigðum örveru- gróðri í munninum. En í vissum tilfellum getur hann valdiö sjúk- dómum, stundum svo alvarlegum að fólk þarfnast læknismeðferðar. Sjúkdómurinn lætur á sér kræla í margvíslegu formi. Stundum er bráðrar meðferðar þörf, stundum er sjúkdómurinn ólæknandi. Rétt erlent nafn á þessum s júkdómi er candidiasis en hann er einnig kallaöur molilasis og candiosis. Sjaldgæft er að sjúkdómurinn þarfnist bráðrarmeðferðar, algengara að hann sé ólæknandi. Það eru helst ungböm sem þurfa meðferð strax. Þruskusaft er þá algengasta Iyfið. Aðrir hópar sem eru í hættu er fólk sem er alvarlega veikt af öörum sjúk- dómum og fólk sem er á sterkum lyfjum. Einkenni sjúkdómsins eru skýrt afmörkuö svæði í munninum. Þau eru hvít og ofan á þeim hrúður sem hægt er að kroppa af. Nokkrar tegundir lyfja eru notuðviðþessu. Hreinlæti Olæknandi afbrigði þessa sjúkdóms kemur fram á ýmsan hátt. Algengust er sýking undir gervitönnum, sérstak- lega hjá gömlu fólki. Þá roðnar slím- himnan á gómnum. Þá er annaðhvort um að kenna því að tennurnar eru orðnar of gamlar og passa ekki lengur eða að þær eru ekki nægilega vel þrifnar. Til að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm er nauðsynlegt að hreinsa tennumar mjög vel með bursta og til dæmis handsápu. Á nóttunni er best að geyma góminn í viðurkenndum sótt- hreinsilegi. Þetta felur það auðvitað í sér að menn taka út úr sér tennurnar á nóttunni til þess að hindra það að slím- himnan sámi. Annað afbrigði þessa sjúkdóms og ekki sjaldgæfara er breyting sem verður á slímhimnu munnsins, einnig hjá fólki sem notar gervitennur. Slím- himnan innan við munnvikin er viðkvæmust. Oft er um að ræða lítið hvitt fleiður sem gjaman breytist síðar í stærra sár. Sprungur sjást stundum út frá því í munnvikunum. Forðist tóbak Sveppasýking í munni getur einnig sést á öðmm stöðum. Til dæmis aftast á tungunni miöri. Þaö fólk sem er meö ólæknandi sveppasýkingu ætti að forðast að reykja. Jafnvel þó að hægt sé aö halda sjúkdómnum niðri með lyfjum blossar hann upp aftur ef haldið er áfram að reykja. Gmni menn að þeir séu með sveppa- sýkingu ættu þeir að láta lækni eða tannlækni líta á sig. Hann segir þá til um nauðsynlega hjálp. Venjulegasta lækningin sem reynd er eru töflur sem sognar eru í nokkurn tíma, 4-6 sinnum ádag. Hafnfirðingar athugið! j verslun okkar fæst ávallt ódýr fatnaður á börn og fullorðna. Athugið það. Verslunin Rún. Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. Sími 51070. GÚMMÍBÁ TAR m Igafli fyrir mótor m/árum Verðkr. 13.400,- PÓSTSENDUM. MC Glæsibæ C J M mLm/T Sími 82922 \ MONSTER MUDDER HJOLBARÐAR 12 x 16 12x15 17/40x16,5 Q78x 15 10,50x16 14/35x 15 15/38, 5 X 15 MICKEY THOMPSON HJOLBARÐAR 27-9,5x14 27-9,5x15 9,5x15 11x15 12x15 14-33x15 11,5-35x15 WHITE SPOKE FELGUR 15x7 15x8 15x10 Bensinbrusar Mini pickup sæti Driflokur Blæjur Pickup plasthus Varadekksfestingar Warn-rafmagnsspil Gúmmi brettakantar * KYNNIÐ YKKUR SERTILBOÐ OKKAR SEIVI GILDIR UT MANUÐINN MARl sf Vatnagöroum 14 Sími 83188 Þýtt úr Helse/DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.